Morgunblaðið - 02.01.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.01.2020, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 27 Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 H vað ætlar þú að gera á nýju heilsuári? „Ég ætla að hefja nýtt heilsuár af krafti og gleði og bjóða upp á frábæra heilsueflandi ferð til Gran Canaria í vor dag- ana 6.-13. mars sem heitir „Heilsurækt huga, líkama og sálar“ með Úrvali-Útsýn. Við höfum viljað bjóða upp á ferð þar sem við erum að rækta líkama, sál, auka vellíðan og njóta þess að vera til. Það er yndislegt að stunda hreyfingu í fallegu umhverfinu á Gran Canaria sem er ein af Kanaríeyjunum sem eru þekktar fyrir mikla veðursæld og ynd- islegt loftslag allt árið um kring,“ segir Unnur. Hvað er verið að fara að gera í heilsuferðinni þinni? „Dagskráin er fjölbreytt fyrir alla. Boðið verður upp á morgungöngur, fusion-pílates, jóga á ströndinni, dansfjör og styrktaræfingar og fleira verður á boðstólum auk örfyrirlestra sem fjalla um bætt heilsufar líkama, sálar og huga. Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta lífsins, stunda heilsu- rækt undir berum himni og ég legg áherslu á mikilvægi þess að læra að- ferðir til minnka streitu, njóta líðandi stundar, auka jákvæðni og rækta sjálfið. Slökkva á farsímum og minnka samfélagsmiðlanotkun.“ Unnur segir að hver dagur byrji á pílatesæfingum, jógaflæði, styrktar- æfingum og morgungöngu á Maspalomas-ströndinni. „Ég verð með fyrirlestra, dansfjör, tabata og fusion-pílates. Einnig er hægt að leigja hjól, fara í golf og svo mætti lengi telja á svæðinu.“ Unnur kennir í Reebok Fitness Lambhaga og er salurinn oftar en ekki upphitaður. „Ég er að kenna og þjálfa í innrauðum hita (infrared). Þar kenni ég lík- amsræktarkerfið mitt fusion pilates, hot body, infrared balance flow, kick fusion og dancefit. Ég fer tvisvar á dag og geng með labradorhundana okkar tvo í Mosfellsbænum. Svo er ég mikið að hlaupa á eftir syni okkar, Pálmari Jósep, alla daga. Það er svo mikill kraftur í honum eins og mömmu hans,“ segir Unnur. Aðspurð um mataræðið kemur í ljós að Unnur hefur lést um níu kíló síðan á síðasta ári. „Ég borða mjög hollt fæði og hugsa mikið um hvað ég læt ofan í mig. Ég hef tekið af mér níu kíló með bættu mataræði. Ég segi að jákvæð hugsun sé mitt leyndarmál á bak við kílóatapið. Ég borða allt nema forð- ast sykur, hveiti og ger. Drekk mikið af vatni og nota vörur frá Lean Body. Ég borða mikið af grænmeti, fiski og prótíni og minna hlutfall af kolvetnum. Það hefur hentað mér mjög vel,“ segir hún. Hvað þarftu að gera á hverjum degi til þess að líf þitt sé í jafnvægi? „Ég segi að svefn skipti miklu máli varðandi heilsu og jafnvægi. Það þarf að hugsa heildrænt um heilsuna og mitt markmið er að byggja og þjálfa vel upp huga og sál. Hamingjan kemur innan frá og ef við njótum lífsins verðum við sterkari, hamingjusamari og heilsuhraustari. Náttúran gefur mér mikið jafnvægi; að búa í Mosfellsbæ þar sem ég get gengið um fal- legu náttúruna með fjölskyldunni. Ég fæ mestu orkuna þaðan og nýt þess að vera í núvitund í vellíðan og vera þakklát fyrir heilsuna og daginn í dag.“ Léttist um níu kíló með jákvæðu hugarfari Unnur Pálmarsdóttir mannauðsráðgjafi og hóp- tímakennari hugsar vel um heilsuna. Í mars fer hún með hóp af fólki til Gran Canaria með Úrvali-Útsýn þar sem fólk verður með slökkt á símanum sínum meðan á ferð stendur. Unnur létti sig um níu kíló á síðasta ári og segir það skipta mjög miklu máli. Marta María | mm@mbl.is Á Gran Canaria er heitt og gott allan ársins hring. Í ferðinni leggur Unn- ur til að fólk slökkvi á símanum sínum. Unnur Pálmarsdóttir er á leiðinni til Gran Can- aria með hóp af fólki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.