Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 30
H annes Þórður lyfjafræðingur starfar í apóteki meðfram því að starfa að spennandi frum- kvöðlaverkefni sem hann nefnir Formúlu (áður KoPrA). Verkefnið spratt upp úr sérstökum áhuga hans og Finns Freys Eiríkssonar, lyfjafræðings og doktors í líf- og læknavísindum, á næring- arefnum og mataræði. Þá sér í lagi hversu mikill van- og mis- skilningur hefur viðgengist í vísindum tengdum næringu og matvælum og þar með hjá lýðheilsuyfirvöldum, framleiðendum og í þjóðfélaginu öllu að þeirra mati. „Formúla er alhliða æfingadrykkur fyrir afreksíþróttamenn og aðra sem ætla að leggja of mikið á sig líkamlega en vilja koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar svo mikils álags. Þá er farið á æfingu með tóman maga en með blandaða Formúlu í far- teskinu og drykkurinn drukkinn jafnt og þétt yfir æfinguna. Formúla inniheldur allt sem góður fyrir-, á meðan og eftir- drykkur myndi hafa upp á að bjóða, í nægu magni til að hafa áhrif og á þannig formi að efnin eru nothæf líkamanum um leið. Þú fyllir því jafnóðum á orkubirgðirnar og vatnsbúskapinn og getur haldið áfram að ganga fram af þér 1-2 tímum lengur en ella – án bólguviðbragða (vondra harðsperra), taugaslens eða annarra alvarlegra eftirkasta.“ Notar lítið af vítamínum sjálfur Hannes segir þá nálgast málin út frá lyfjafræðilegri að- ferðafræði. „Þar sem tilgangur, virkni, öryggi og fleira er haft til viðmiðunar. Þannig er einnig hugsunin við framleiðsluna. Við blöndum formúluna sjálfir úr hreinum efnum og pökkum og dreifum líka beint til neytenda; eina útstillingin í verslun er í Apó- teki Garðabæjar enn sem komið er.“ Hver er skoðun þín á vítamínum sem maður kaupir úti í búð í dag? „Ég hef ekki mikla skoðun á þeim. Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að spyrja að því, þar sem ég nota svo lítið vítamín. Það virðist loða við okkur marga í minni stétt að nota helst eng- in lyf; vilja síður bera á okkur nokkurs konar krem eða áburði né taka neins konar pillur, hvort sem eiga að vera til lækninga eða eru bara vítamín og önnur fæðubótarefni. Ef heilsan leyfir heldur maður sig bara við almenn matvæli; ég borða sjálfur fjölbreyttar dýraafurðir. Það er hægt að fá ým- is önnur vítamín, snefil- og bætiefni ef maður er ekki pjattaður og borðar eingöngu magra kjötið, heldur líka innmat, hausa, skinn og fitu og brjósk. Ég bryð það alltaf ef það verður fyrir mér í t.d. kjúklingi eða svíni. Mergurinn er svo mergur máls- ins.“ Fæðubótarefnamarkaðurinn ekki traustverðugur Fæðubótarefnamarkaðurinn hefur aldrei verið mjög traustverðugur að mati Hannesar. „Það er ekki mikið eftirlit og ýmsu haldið fram – en auðvitað vill maður trúa því að í vörulínum hér heima sé það sem lofað er á umbúðunum sann- arlega í vítamínunum og þá á þannig formi að það skili sér. Ef við gerum ráð fyrir því, þá er auðvitað fullt af fólki með skilgreind vandamál sem sjálfsagt er að mæta með viðeig- andi fæðubótarefnum. Að taka vítamín til þess eins að taka þau, pissa þeim út og afsaka lélegt mataræði, er síður betra en að sleppa því í mínum bókum.“ Hvaða samsetningu af vítamínum mælir þú með fyrir fólk? „Til að geta farið að mæla með einhverjum vítamínum þyrfti ég að vita hvað er að hrjá fólk. Það almennasta hérlendis væri auðvitað fyrir íslenska innipúka að leiðrétta D-vítamínskort og bjarga sér þannig frá lítilli hormónastarfsemi (t.d. minni kyn- hormónum), þar sem við fáum ekki endilega svo mikið D- vítamín úr fæðu heldur er ætlað að mynda það sjálf í sólarljósi. Öðrum vítamínum eigum við að fá meira en nóg af úr matnum okkar en gætum misst eða ekki tekið vel upp og þar með þurft að bæta við eða koma í okkur á annan hátt.“ Blóðgjafar og konur á blæðingum Hannes hefur upplifað að gefa of ört blóð sem varð til þess að hann þurfti meira af járni. Vítamín afsakar ekki lélegt mataræði Hannes Þórður Þorvaldsson lyfjafræðingur segir það loða við marga í sinni stétt að nota helst engin lyf, þau vilji síður bera á sig nokkurs konar krem eða áburði né taka neins konar pillur, hvort heldur sem er til lækninga eða bara vítamín og önnur fæðubótarefni. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is 30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 REYKJAVÍK | SUÐURNES | AKRANES | AKUREYRI | EGILSSTAÐIR jakkafata joga . i s Jakkafatajóga Ánægja • Efling • Afköst VELLÍÐAN á vinnustað E f þú ætlar bara að gera eina æfingu þá er hnébeygja sú æfing sem flestir þjálfarar mæla með. Alveg sama hvort þú notar lóð eða gerir hana bara með eigin líkamsþyngd. Aðalástæðan er sú að með hnébeygju notar þú alla vöðva líkamans en ekki bara fætur og rass. Ef þú heldur að þú fáir stór læri og ægilega vöðva af hnébeygju þá er það misskilningur. „Að gera reglulega hnébeygju eykur líka liðleika líkamans meira en nokkur önnur æfing því rétt framkvæmd hnébeygja er nátt- úruleg hreyfing líkamans. Ef við horfum t.d. á ung börn sjáum við að þau beygja rétt þegar þau ná í hlut af gólfinu. Eins ef þú þarft að reima skóna hjá þér þá beygir þú þig niður líkt og í hnébeygju,“ segir á vefnum líkami & lífsstíll. Hnébeygja er frábær æfing sem mótar alla stærstu vöðva líkamans. Hún styrkir og mótar lærin, rassinn, neðra bak og kviðvöðva. Þú færð flotta fætur og ef þú notast við lóð þá nærðu jafnvel að móta vöðvana í handleggjum. Hnébeygja hjálpar þér að brenna kaloríum. Í hnébeygju not- ar þú mjög stóra vöðva og því brennir þú umtalsvert miklu af ka- loríum sem hraðar minnkun á lík- amsfitu og því nærðu fyrr að tóna líkamann. Ef þú bætir við lóðum brennir þú kaloríunum enn hraðar. Með öðrum orðum, hraðari fitu- brennsla. Betri liðleiki. Hnébeygjan nær að móta helstu og stærstu vöðva lík- amans sem bætir liðleikann. Sterkari lungu og hjarta. Þegar þú gerir hnébeygjur verður þú móð/ur sem styrkir hjartavöðvann og lungun. Bætir hormónaflæði. Hnébeygja virkjar marga vöðva líkamans sem leiðir til aukningar á hormónum til að stækka vöðvana. Hvers vegna áttu að gera hnébeygju? Sérfræðingar á íþróttasviðinu segja að hnébeygja sé ein besta æfing í heimi. En hvers vegna er það?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.