Morgunblaðið - 03.02.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. 3. febrúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.07 123.65 123.36 Sterlingspund 161.34 162.12 161.73 Kanadadalur 92.89 93.43 93.16 Dönsk króna 18.159 18.265 18.212 Norsk króna 13.327 13.405 13.366 Sænsk króna 12.724 12.798 12.761 Svissn. franki 126.97 127.67 127.32 Japanskt jen 1.1294 1.136 1.1327 SDR 169.47 170.47 169.97 Evra 135.72 136.48 136.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.0465 Hrávöruverð Gull 1580.4 ($/únsa) Ál 1722.0 ($/tonn) LME Hráolía 59.3 ($/fatið) Brent ● Hamborgara- keðjan Burger King hefur beðið dómara í Miami að vísa frá málsókn grænkera sem pantaði kjöt- lausa borgarann Impossible Whopper og fékk hann með skán af kjöti, þar eð borgarabuffið hafði verið steikt á sömu pönnu og kjötborgarar. Burger King kveðst aldrei hafa aug- lýst Impossible Whopper sem græn- kerakost eða lofað viðskiptavinum að borgarinn væri eldaður með tilteknum hætti. Þá hefði kærandi getað beðið um að fá borgarann eldaðan með öðrum hætti. ai@mbl.is Grænkeri dregur Burger King fyrir dómstóla Ekta Burger King-borgari. STUTT VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eins og Morgunblaðið hefur fjallað um hafa miklar breytingar átt sér stað hjá Póstinum frá því Birgir Jóns- son settist þar í forstjórastólinn í sumar. Í ágústlok var 43 manns sagt upp störfum og stöðugildum fækkað um 80. Þá misstu 30 til viðbótar vinn- una og 10 voru færðir til í starfi í lok janúar þegar ákveðið var að Póstur- inn myndi hætta dreifingu á ónafn- merktum fjölpósti á höfuðborgar- svæðinu og suð- vesturhorni lands- ins. Það einkennir breytingarnar undanfarið hálft ár að skerpt hefur verið á áherslun- um í rekstri Póstsins og má sjá það bæði á minni- háttar breytingum, eins og að hætta sölu gjafavöru og sælgætis á pósthús- unum, en líka á risastórum verkefn- um eins og að selja úr félaginu flutn- ingsmiðlun, prentsmiðju og önnur dótturfélög. Nú síðast tilkynnti Pósturinn um breytingu á verðskrá sem valdið hef- ur gremju meðal héraðsblaða og -tímarita. Verður sérstök verðskrá fyrir tímarit og blöð felld niður og heyrir dreifing þeirra núna undir al- menna verðskrá með sömu magnaf- sláttum og viðskiptaskilmálum og gilda almennt hjá Póstinum. Allir sitji við sama borð Birgir segir breytilegt eftir fjölda og þyngd tölublaða hvaða áhrif þetta mun hafa á þá útgefendur sem hafa nýtt sér þjónustu Póstsins til þessa. Í sumum tilvikum hækki burðargjaldið um nokkur prósent en í öðrum tilvik- um um fjórðung. Var þessi breyting nauðsynleg m.a. í ljósi hækkandi rekstrarkostnaðar, ef þjónustan á að geta staðið undir sér. Þá hafi skort á samræmi í verði og eftirlitsaðilar fett fingur út í þá venju að samið væri um burðargjald í hverju tilviki fyrir sig með mismiklum afsláttum. Að öllu óbreyttu hefði Pósturinn því hætt á að fá á sig kæru fyrir brot á sam- keppnislögum. Verðskrárbreytingin tekur gildi 1. maí og var kynnt útgefendum fyrir skemmstu, við litla hrifningu. Sá Birgir sig knúinn til að senda frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann vísar á bug ásökunum um að um pólitíska ákvörðun sé að ræða eða ætlunin sé að þjarmaða héraðsfréttamiðlum. „Rekstur og ákvarðanataka fyrir- tækisins er alfarið á viðskiptalegum grunni og pólitískar áherslur á hverj- um tíma skipta þar engu máli,“ segir hann og bætir við að sérstök verðskrá vegna dreifingar á blöðum og tímarit- um hafi verið mun lægri en hægt væri að réttlæta miðað við þann kostnað sem fellur til við dreifinguna. Greinileg batamerki Þó að fyrsta hálfa árið hafi verið krefjandi fyrir Birgi og samstarfsfólk hans hjá Póstinum þá virðist upp- stokkunin vera að skila tilætluðum ár- angri. Ársreikningur 2019 er núna tilbúinn og verður kynntur stjórn fé- lagsins í vikunni. Af árangri ársins nefnir Birgir að vaxtaberandi skuldir hafi lækkað úr 3,4 milljörðum króna í 1,9 milljarða, og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nemi um 480 milljónum króna en var 50 millj- ónir árið á undan. Er þetta mikil breyting frá því sem áður var en rekstur Póstsins hefur verið erfiður meira eða minna allan síðasta áratug. „Núna er fjárstreymið komið í lag og þetta er farið að tikka eins og venju- legt fyrirtæki á að gera,“ segir Birgir og líkir breytingum undanfarið hálft ár við eina allsherjar jólahreingern- ingu þar sem heilmikið af einskiptis- kostnaði féll til. Eru því horfur á að á árinu 2020 komi rekstur Póstsins a.m.k. út í plús. Framtíðin er í pökkunum Björninn er samt ekki unninn og verður árið 2020 m.a. nýtt til að stór- bæta þjónustu við bæði fyrirtæki og almenning. Birgir bendir á að bréfa- póstur dragist saman um 20% milli ára en á sama tíma aukist umfang netverslunar með tilheyrandi vexti í pakkasendingum. „Framtíðin í starf- semi póstsins er öll í pökkunum, og þurfum við bæði að verða verðmætari samstarfsaðilar netverslana og leita leiða til að þjónusta heimilin betur, m.a. með stafrænum lausnum.“ Birgir segir ljóst að vantað hafi upp á þjónustuna hjá fyrirtækinu, en góðu fréttirnar séu þær að Pósturinn þurfi ekki að finna upp hjólið heldur geti einfaldlega lært af því sem sambæri- leg fyrirtæki erlendis gera nú þegar. Þannig megi vænta þess að á þessu ári muni landsmenn geta valið, að er- lendri fyrirmynd, að sækja pakka- sendingar til samstarfsaðila á borð við bensínstöðvar og matvöruverslanir, frekar en á pósthúsið. Þá verða teknir í notkun um 50 sjálfsafgreiðsluskápar þar sem viðskiptavinir geta sótt böggla utan venjulegs afgreiðslutíma. Ljóstrar Birgir því upp að til að bæta þjónustuna liggi sérfræðingar Póstsins m.a. yfir vinsælum íslensk- um facebookhópum þar sem almenn- ingur kvartar yfir alls kyns vandræð- um tengdum pósti og tollafgreiðslu sendinga. Áður fóru þessar kvartanir stundum fyrir brjóstið á starfsmönn- um fyrirtækisins en í dag líta þeir á þær sem gullnámu: „Það er alveg æð- islegt að við skulum búa að því að fólk komi á tiltekna síðu á Facebook til að tuða og oft útskýra með myndum og í miklum smáatriðum hvernig við get- um gert betur. Raunar er það okkur ómetanlegt.“ Tuðið á Facebook er ómetanlegt Morgunblaðið/Eyþór Breytingar Póstinum dreift. Birgir segir bréfpóst dragast saman um 20% árlega en vöxtur sé í pakkasendingum.  Breyting á verðskrá fyrir tímarit og blöð hefur vakið sterk viðbrögð  Uppstokkun undanfarna mánuði er þegar farin að skila árangri og framundan að bæta þjónustu tengda pakkasendingum Birgir Jónsson ● Seðlabanki Kína hyggst í dag beina innspýtingu að jafnvirði 174 milljarða dala inn í hagkerfi landsins, til að bregðast við neikvæðum áhrifum Wuh- an-veirunnar svokölluðu. Reuters grein- ir frá þessu og vísar í tilkynningu seðla- bankans en stjórnvöld hafa heitið að grípa til sinna ráða til að tryggja að veirufaraldurinn skapi ekki lausa- fjárvanda á fjármálamarkaði. Þá hefur því verið lofað að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir barðinu á faraldrinum fái sér- stakan stuðning. Kínverskir verðbréfamarkaðir hafa verið lokaðir síðan 23. janúar vegna kínverska nýársins en þá átti að opna að nýju síðastliðinn föstudag. Var opn- uninni frestað vegna veirufaraldursins en að sögn kínverska ríkisdagblaðsins Renmin Ribao munu verðbréfaviðskipti hefjast að nýju í dag, mánudag. Óttast fjárfestar að kínverski markaðurinn fái á sig þungan skell og vona stjórnvöld að inngrip seðlabankans mildi höggið. ai@mbl.is AFP Titringur Ferðamenn með andlitsgrímur spóka sig á Torgi hins himneska friðar. Kínversk stjórnvöld örva markaðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.