Morgunblaðið - 03.02.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020
✝ Þórunn Ein-arsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 15.
maí 1931. Hún lést
á heimili sínu
Reynivöllum 12 á
Selfossi 23. janúar
2020. Foreldrar
hennar voru Einar
Ólafsson, f. 1. maí
1896, bóndi í Lækj-
arhvammi í Reykja-
vík, d. 15. júlí 1991
og Bertha Ágústa Sveinsdóttir,
f. 31. ágúst 1896, húsmóðir, d.
28. mars 1968. Þórunn giftist 31.
ágúst 1951 Jóni Guðbrandssyni,
f. 18. mars 1929, d. 9. ágúst
2016, foreldrar hans voru Sig-
ríður Bjarnadóttir húsmóðir í
Reykjavík, f. 23. jan. 1911, d. 27.
jan. 2007 og Guðbrandur Jóns-
son safnvörður, f. 30. sept. 1888,
d. 5. júlí 1953.
Börn Jóns og Þórunnar eru:
a) Bertha Sigrún, f. 22. maí
1953, maki: Pétur Guðjónsson, f.
24. sept. 1958, eiga þau 6 börn
og 10 barnabörn. b) Sigríður, f.
5. jan. 1955, maki: Hjörleifur
Þór Ólafsson, f. 13. sept. 1955,
eiga þau 5 börn og 7 barnabörn.
c) Einar, f. 28. jan. 1958, maki:
Guðfinna Elín Einarsdóttir, f.
14. mars 1963, d. 29.12. 2013.
Einar á 4 börn og 7 barnabörn.
d) Drengur, f. 8. mars 1960, d. 9.
brúðkaupsdaginn sinn 31. ágúst
1951 sigldi hún til Kaupmanna-
hafnar með eiginmanni sínum
Jóni sem var þar við nám í dýra-
lækningum. Þar fór Þórunn í
húsmæðraskóla á Sorö á Sjá-
landi einn vetur. Eftir 8 ára dvöl
í Danmörku komu þau hjónin
heim til Íslands og bjuggu í
Reykjavík til ársloka 1961. Þór-
unn, Jón og börn þeirra fluttu á
Selfoss 1. jan. 1962 þegar Jón
tók við sem héraðsdýralæknir í
Selfossumdæmi. Þórunn tók
virkan þátt í starfi Jóns þar sem
dýralæknisaðstaðan var á heim-
ili þeirra. Hún tók á móti bænd-
um sem komu til að fá ráðlegg-
ingar og/eða afgreiðslu lyfja,
einnig sinnti hún símavörslu og
bókhaldi fyrir starfsemina.
Þórunn var virk innan sjálf-
stæðisfélagsins á Selfossi og
sinnti þar ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir flokkinn. Hún
sat í ýmsum nefndum á vegum
flokksins og hún var á lista fyrir
sveitarstjórnarkosningar 1986.
Þórunn gekk í Kvenfélag Sel-
foss 1965 og starfaði í félaginu
um árabil. Hún var ein af stofn-
félögum Inner Wheel-klúbbs
Selfoss 1978 og gerð að heið-
ursfélaga þess félags 2009. Þór-
unn var fyrst og fremst hús-
móðir á stóru og barnmörgu
heimili og stuðningur við krefj-
andi starf dýralæknisins. Af-
komendur Þórunnar og Jóns
eru í dag 81 og von er á fleirum
á næstu dögum.
Útför Þórunnar fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 3. febrúar
2020, kl. 14.
mars sama ár. e)
Ragnhildur, f. 8.
mars 1961, maki:
Anton Sigurjón
Hartmannsson, f. 9.
apríl 1960, eiga þau
3 börn og 5 barna-
börn. f) Guð-
brandur, f. 28. febr.
1962, maki: Guðrún
Edda Haralds-
dóttir, f. 28.
des.1962, eiga þau
3 börn. g) Ingólfur Rúnar, f. 29.
sept. 1963, maki: Svanborg
Berglind Þráinsdóttir, f. 1. jan.
1970, eiga þau 6 börn. h) Sveinn
Þórarinn, f. 10. sept. 1965, maki:
Selma Sigurjónsdóttir, f. 5. nóv.
1974, eiga þau 3 börn. i) Bryn-
hildur, f. 8. júlí 1969, maki: Guð-
jón Kjartansson, f. 27. ágúst
1964, eiga þau 3 börn og 5
barnabörn. j) Matthildur, f. 11.
jan. 1976, maki: Hjörtur Bjarki
Halldórsson, f. 23. febr. 1976,
eiga þau 4 börn.
Þórunn ólst upp í Lækjar-
hvammi við Suðurlandsbraut í
Reykjavík hjá foreldrum sínum
og móðurömmu, Þórunni Guð-
mundsdóttur. Þórunn gekk í
Laugarnesskóla til 16 ára ald-
urs. Hún lærði á píanó í tvo vet-
ur hjá systrunum Emilíu og
Þóru Borg. Eftir skólagöngu
vann hún á búi foreldra sinna. Á
Nú er komið að kveðjustund,
elsku mamma, og eins og lítið
barn trúum við því að þú sért
komin til pabba og þið hlaupið um
Lækjarhvammstúnið, þar sem
grasið er grænt, himinninn blár
og sólin skín og angan af nýslegnu
grasi liggur í loftinu.
Þegar við rifjum upp lífshlaup
þitt þá er það okkur efst í huga
hvað þér fannst þú hafa verið lán-
söm að alast upp með foreldrum
þínum og móðurömmu í Lækjar-
hvammi, sem var sveit í borg, þar
sem þú varst umvafin ást og um-
hyggju. Mamma, þú varst Prins-
essa með stóru pé og varst eina
barn foreldra þinna, óskabarn.
Pabbi rifjaði oft upp söguna af
því þegar hann 10 ára gamall var
nýorðinn snúningapiltur hjá for-
eldrum þínum. Var það hans
fyrsta verk að kaupa rauð stígvél
handa heimasætunni, í 8 ára af-
mælisgjöf. Að hans sögn var það
þá sem hann féll fyrir þér.
Mamma, þú varst mikil
Reykjavíkurdama og varst alltaf á
leið aftur til Reykjavíkur, þegar
þú rifjaðir upp með okkur bíóferð-
ir með vinkonum þínum. Svo var
það rúnturinn þar sem þið genguð
eftir Austurstræti á sumarkvöld-
um og á veturna var farið á skauta
á Reykjavíkurtjörn. Þegar þú rifj-
aðir þetta upp kom ákveðinn ljómi
í andlit þitt og kannski pínu tregi.
Þegar þú varst 10 ára gömul
kaupa foreldrar þínir jörðina Bæ í
Kjós þar sem þau voru með sauðfé
og þar voru kýrnar einnig yfir
sumarið. Það var þín sveit.
Mamma, þú hafðir alltaf mikla
ánægju af því að safna munum, bí-
óprógrömmum, leikaramyndum
af Elisabeth Taylor og fleirum.
Seinna voru þetta skartgripir og
skór, helst rauðir bækur, húsmun-
ir og bollastellin allt fram á síðasta
dag.
Árið 1951, þann 31. ágúst, vor-
uð þið pabbi gefin saman í hjóna-
band og samdægurs siglduð þið
með Gullfossi til Kaupmannahafn-
ar þar sem pabbi var að fara í
nám. Þú fórst í húsmæðraskóla í
Sorö þar sem þú kynntist nýju
fólki og nýjum framandi siðum.
Lærðir þar að útbúa mat að
dönskum hætti sem við fengum að
njóta góðs af. Kaupmannahafnar-
árin voru ykkur mjög kær og
eignuðust þið góða og trausta vini
ævina út. Minntist þú oft á þennan
tíma en Bertha, Sigríður og Einar
fæddust á þessum árum. Eftir
heimkomu fluttust þið á Lang-
holtsveginn og fóruð að byggja
hús á Laugarásvegi. Á þeim árum
fæddust ykkur „litli bróðir“ og
Ragnhildur. Þegar pabbi fékk
embætti héraðsdýralæknis í Sel-
fossumdæmi frá 1. janúar 1962
fluttust þið á Selfoss og hófuð að
byggja Reynivellina og bjugguð
þar alla tíð. Þá fæddust ykkur
Guðbrandur, Ingólfur, Sveinn,
Brynhildur og Matthildur. Hóp-
urinn orðinn stór og fyrirferðar-
mikill. Það sem einkenndi þig alla
tíð var þolinmæðin og umburðar-
lyndið gagnvart okkur. Þú varst
fyrst og fremst húsmóðir á stóru
og barnmörgu heimili og stuðn-
ingur við krefjandi starf pabba.
Alla tíð stóð heimili ykkar pabba
opið fyrir gestum og gangandi. Þú
varst áhugasöm um fólkið þitt og
hvað það var að gera. Hringdir
stöðugt í alla til að hafa puttann á
púlsinum.
Afkomendahópur ykkar pabba
er nú 81 talsins og von er á tveim-
ur til viðbótar á næstu dögum og
þú hefðir fengið nýjan titil sem
langalangamma.
Elsku mamma – á kveðjustund
viljum við þakka þér fyrir að vera
alltaf til staðar fyrir okkur.
Þín verður sárt saknað. En það
er notaleg tilfinning að hugsa til
þess að þú sért nú komin til pabba
og litla bróður.
Kveðja frá börnum þínum,
Bertha, Sigríður, Einar,
Ragnhildur, Guðbrandur,
Ingólfur, Sveinn, Brynhildur
og Matthildur.
Amma mín var einstök, hún var
frábær fjölskyldumóðir. Hún var
mér afar mikilvæg á viðkvæmum
þroska- og uppvaxtartímum, eins
og svo mörgum af sínum 37
barnabörnum og 34 barnabarna-
börnum. Hún var næm á mismun-
andi þarfir fólksins síns og hitti
hún alltaf í mark með bestu jóla-
og afmælisgjöfunum.
Mín eina utanlandsferð sem
barn var með ömmu og afa til
Danmerkur þar sem 12 ára ég
fékk innsýn í þeirra Danmörk.
Danmörk sem ávallt fylgdi með
ömmu. Þegar ég var 17 ára og
vissi ekki hvernig ég átti að vera
hafði hún svörin og þegar kom að
því að fara í háskóla útvegaði hún
mér herbergi. Það var líka hún
sem hjálpaði til með veði þegar
kom að því að kaupa fyrstu íbúð-
ina. Sjálfsagt.
Amma og afi bjuggu á Reyni-
völlunum á Selfossi, miðpunkti
bæjarins frá mínu sjónarhorni.
Afar nærri skólanum, íþróttavell-
inum, íþróttahúsinu, bókasafninu,
sundlauginni. Það var eðlilegt og
velkomið að fara til ömmu og afa
eftir skóla eða æfingu. Heimilið
var hlýlegt og fallegt og alltaf op-
ið. Fólk kom og fór í kaffi og
spjall. Oft var það pólitík sem var
rædd. Aldrei voru menn alveg
sammála, amma sá til þess. Amma
var vissulega húsmóðir en ekki
eins og aðrar húsmæður á Sel-
fossi. Hún keyrði um á SAAB 900i
turbo, hún var með í klúbbum og á
listum fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingar, hún reykti og tjúttaði með
gömlu lögunum úr Bang & Oluf-
sen-græjunum, hún sletti á
dönsku og keypti hlutabréf í
Chelsea FC. Hún hafði setið aftan
á mótorhjóli í gegnum alla Evr-
ópu. Þó að afkomendur hennar
hafi spilað vel yfir þúsund leiki
með Selfossliðinu í knattspyrnu sá
hún kannski einn leik, hún hafi
áhuga á antíkmunum, dönskum
sjónvarpsþáttum og drakk kaffi
og leysti krossgátur.
Afi og amma voru saman frá
því þau voru unglingar, amma
fylgdi afa til Kaupmannahafnar í
nám og svo fluttu þau á Selfoss
þar sem hann fékk embætti. Tíu
meðgöngur, níu börn. Þó svo að
hennar saga sé hans saga þá
stendur hún svo mikið fyrir sínu
og ég vil að mín börn og þeirra
börn viti það.
Amma var hlý og góð, hún hafði
þó sínar eigin leiðir, þeir sem ekki
þekktu til hefðu kannski dregið
aðrar ályktanir af því hvernig hún
talaði. Hún var ekkert mikið fyrir
að hrósa fólki mikið í návist þess.
Amma var föst á sínu og var
óhrædd við að hafa eigin skoðanir.
Hún var örlát og setta aðra alltaf í
forgang. Henni virtist alltaf líða
vel og eldist vel. Hún flutti með
afa inn í húsið sitt á Reynó fyrir
tæpum sextíu árum, þar vildi hún
vera og þar dó hún í rúminu sínu.
Ég þakka allt gott.
Jón Þorkell Einarsson.
Elsku amma.
Við erum þakklát fyrir allt sem
þú gerðir fyrir okkur systur og
okkur öll í fjölskyldunni, enda
leynir sér ekki uppskeran á öllu
því sem þú hefur sáð fyrir okkur
yfir ævina. Það er ótrúlegt hve
stór hópurinn var orðinn en þú
hélst samt sem áður utan um okk-
ur öll alveg fram til æviloka.
Þú áttir sérstakan stað í hjört-
um okkar allra og að hafa átt þig
að sem ömmu eru algjör forrétt-
indi og alls ekki sjálfgefið. Þú
varst gjafmild, ástkær og hlý en
þú varst líka hreinskilin, með bein
í nefinu og það er það sem við ætl-
um sérstaklega að tileinka okkur
frá þér. Það er svo margt sem við
munum sakna en minningu þína
munum við varðveita eins vel og
við getum í hjörtum okkar.
Við kveðjum þig kæra amma
með kinnar votar af tárum
á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Takk fyrir allt saman, elsku
amma.
Þórleif, Steinunn Birna og
Katrín Jóna.
Í dag er tíminn kominn þar sem
við kveðjum okkar elskuðu ömmu
á Reynó með gríðarlegum söknuði
en góðum og hlýjum minningum.
Við kveðjum ömmu sem var
Reykjavíkurmær mikil, bónda-
dóttir í Lækjahvammi og hélt síð-
ar risastórt heimili á Selfossi þar
sem allir voru velkomnir í heim-
sókn, eins konar félagsmiðstöð.
Við kveðjum ömmu sem starf-
rækti fréttanet stórfjölskyldunn-
ar sem taldi tæplega 100 manns,
þvers og kruss um landið og út
fyrir landsteinana – alltaf með
puttann á púlsinum. Ömmu sem
ung ferðaðist með afa um Evrópu
á mótorhjóli og þræddi danskar
antiksölur. Ömmu sem gekk í
danskan hússtjórnarskóla, las Bo
bedre og sletti á dönsku. Ömmu
sem sýslaði með hlutabréf, elskaði
skartgripi og bollastell og var oft
gripin glóðvolg við að kíkja undir
bolla á kaffihúsum til þess að sjá
hvaðan þeir komu. Ömmu með
ostinn sinn Óla danska, sem spil-
aði tölvuleiki og hélt pítsupartí.
Amma sem var svo margt margt
fleira.
Stundirnar með ömmu eru
ómetanlegar og mikið var gott að
koma á Reynó, sitja við eldhús-
borðið með afa og ömmu og hlýða
á sögur úr Lækjahvammi, Kjós-
inni, frá Kaupmannahöfn eða hvar
sem þau höfðu komið við á þeirra
langa og góða tíma saman. Ást-
arsaga þeirra hófst í túninu við
Lækjahvamm og fær nú að halda
áfram þar sem afi hefur beðið með
opinn faðminn. Þau drekka nú
saman kaffi úr undurfögrum boll-
um.
Við erum ansi mörg sem finn-
um fyrir mikilli sorg og söknuði í
dag. Við erum líka ansi mörg sem
erum þakklát fyrir ömmu, þann
tíma sem hún gaf okkur og þau
áhrif sem hún hafði á líf okkar. Því
verður aldrei gleymt.
Jón Guðbrandsson, Hjördís
Olga Guðbrandsdóttir, Þór-
unn Sara Guðbrandsdóttir.
Nú kveð ég Tótu vinkonu mína
en kærleikur og þakklæti eru mér
efst í huga eftir langa samferð.
Kynni okkar hófust eina örlaga-
ríka nótt fyrir 47 árum þegar
Tóta og Jón tóku mig og börnin
mín sjö inn á heimili sitt 23. jan-
úar 1973, þegar við höfðum ekki í
nein hús að venda eftir að eldgos
hófst á Heimaey. Þeim hjónum
þótti það ekkert tiltökumál að
bæta okkur við sína eigin stóru
fjölskyldu og lýsir það svo sann-
arlega þeirra hjartalagi sem við
vorum svo lánsöm að kynnast
þessa nótt og njóta allar götur
síðan. Þau Tóta og Jón héldu utan
um mig og börnin á erfiðum tím-
um og það verður aldrei fullþakk-
að en ógleymanlegar eru einnig
sannar gleðistundir sem við átt-
um í áranna rás og ætíð ylja um
hjartarætur. Á langri ævi höfum
við Tóta deilt gleði og sorgum,
báðar höfum við misst lífsföru-
nauta okkar en báðar höfum við
verið þeirrar gleði aðnjótandi að
eiga stóran og traustan barnahóp
og af ört stækkandi fjölskyldum
okkar höfum við haft mikla
ánægju og yndi. Orð eru fátækleg
þegar minnast skal elsku Tótu og
tæprar hálfrar aldar vináttu okk-
ar en sterkar eru tilfinningar
mínar, bæði sorg og söknuður en
einnig djúpt þakklæti fyrir ynd-
islega vináttu og tryggð. Innileg-
ar samúðarkveðjur til stórfjöl-
skyldunnar allrar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sigurðard.)
Ykkar
Halla Guðmundsdóttir og
fjölskylda.
Þegar Þórunn vinkona er fallin
frá er svo margs að minnast eftir
um það bil hálfrar aldar órjúfandi
vináttu, að það verður aðeins agn-
arbrot sem frá verður sagt í stutt-
um minningarorðum.
Ég heimsótti hana í dagvist-
unina hér í Grænumörk og átti
með henni langa og góða sam-
verustund. Um hádegi daginn eft-
ir frétti ég lát hennar, en hún lést
á heimili sínu Reynivöllum 5 um
morguninn. Hún var svo hress og
jákvæð á okkar síðasta samfundi,
eins og hún var raunar alltaf, að
þetta skyndilega fráfall hennar
kom svo óvænt.
Fyrr á árum var það besta
skemmtun okkar hjóna að ferðast
með þeim Þórunni og Jóni, bæði
utanlands og innan. Okkar fyrstu
ferð til útlanda fórum við með
þeim til Glasgow og síðan tókum
við okkur bílaleigubíl og fórum
hring um Bretland með viðkomu í
London. Önnur eftirminnileg ferð
okkar var til Danmerkur, fyrst til
Kaupmannahafnar, síðan með
ferju til Þýskalands og til baka
upp á Jótland, Fjón og aftur til
Kaupmannahafnar. Eftirminnileg
ferð með þeim var norður
Sprengisand og suður Kjöl. Síðan
voru gagnkvæmar heimsóknir á
víxl.
Þórunn var mikil fjölskyldu-
kona og breiddi vængina yfir sinn
9 barna hóp og þeirra fjölskyldur.
Þá var faðir hennar hjá þeim hjón-
um til æviloka eftir að hann varð
ekkjumaður. Okkar hjónum er
vinátta þeirra Þórunnar og Jóns
meðal björtustu minninga á okkar
ævi.
Að leiðarlokum viljum við hjón-
in flytja okkar bestu þakkir fyrir
allt gott sem liðið er. Hennar nán-
ustu færum við innilegar samúð-
arkveðjur með þökk fyrir vináttu
og tryggð.
Guðlaug og Sigurjón.
Hún er fallin frá hún Þórunn
Einarsdóttir frá Lækjarhvammi í
Reykjavík, eða Tóta eins og við
eldri dýralæknarnir kölluðum
hana alltaf, en hún var gift Jóni
Guðbrandssyni, sem var héraðs-
dýralæknir á Selfossi í áratugi.
Tóta var dæmigerður fulltrúi eig-
inkvenna héraðsdýralækna af
eldri kynslóðinni, sem héldu öllu
gangandi heima við á meðan eig-
inmenn þeirra voru í vitjunum.
Þeir voru á ferð og flugi allan dag-
inn og oft fram á nótt við að sinna
dýrum í víðfeðmum héruðum eða
við kjötskoðun í sláturhúsum.
Ferðir þeirra gátu tekið langan
tíma á torfærum vegum og þeir
komu oft þreyttir heim. Tóta og
aðrar eiginkonur héraðsdýra-
lækna þeirra tíma sáu í raun um
rekstur héraðsdýralæknisemb-
ættisins, hún svaraði í síma, tók
niður pantanir, raðaði niður vitj-
unum, afgreiddi lyf til bænda sem
Jón hafði pakkað fyrir hvern og
einn, þreif áhöld, tæki, fatnað og
aðgerðaraðstöðu, allt launalaust
auðvitað því hún var jú heima-
vinnandi húsmóðir, að vísu með 9
börn þar að auki. Tóta var ein af
þessum yfirburðakonum og heim-
ili þeirra hjóna á Reynivöllum 12
var gjarnan eins og umferðarmið-
stöð, þar sem allir voru velkomnir
og drifnir inn í eldhús í kaffi og
meðlæti, spurt frétta og sagðar
sögur, þá iðulega gamansamar og
mikið hlegið.
Þeir eru ófáir dýralæknanem-
arnir og nýútskrifaðir dýralækn-
ar sem nutu leiðsagnar Jóns um
allt er sneri að dýralækningum og
þá var oft boðin gisting þeim sem
voru lengra að komnir, því allt var
jafn sjálfsagt á þeim bæ og hjónin
voru einstakir höfðingjar heim að
sækja. Jón var ekki bara öflugur
dýralæknir, heldur virkur í fjöl-
mörgum félögum í samfélaginu
og alltaf stóð Tóta við hlið hans
eins og klettur og sinnti því sem
með þurfti á þeim vettvangi. Tóta
virtist alltaf hafa nægan tíma til
að sinna gestum og gangandi
þrátt fyrir mjög annasamt heim-
ili. Tóta og Jón voru dugleg að
mæta á aðalfundum Dýralækna-
félags Íslands. Þar voru þau jafn-
an hrókur alls fagnaðar og það
var eftirsótt að komast til að sitja
við þeirra borð, því þar voru um-
ræður fjörugar og gleðin mikil.
Við minnumst Tótu með bros á
vör því alltaf var glatt á hjalla ná-
lægt henni, glettnisbrosið í aug-
um hennar einstakt, sérstaklega
þegar rætt var um pólitík, því
pólitísk var hún. Tóta var létt í
lundu, dugleg og æðrulaus og öll
verkefni voru einhvern veginn
svo auðleyst.
Það er með þakklæti í huga
sem við kveðjum hana Tótu okkar
og við sendum öllum hinum fjöl-
mörgu afkomendum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Brynjólfur Sandholt, Halldór
Runólfsson, Sigurborg Daða-
dóttir yfirdýralæknar.
Kveðja frá
Inner Wheel Selfoss
Áin okkar Ölfusá er öðruvísi en
hún var í gær.
Tíminn líður og hlutirnir breyt-
ast, það sem við göngum að vísu er
einn daginn runnið sitt skeið. Vin-
ir kveðja og þeirra er saknað. Við í
Inner Wheel Selfoss kveðjum nú
góðan félaga. Þórunn var heiðurs-
félagi klúbbsins og ein af stofn-
endum hans. Inner Wheel Selfoss
var stofnað í nóvember 1978 af
eiginkonum Rotarymanna á Sel-
fossi og var Þórunn virkur og góð-
ur félagi alla tíð. Ljúfar minningar
frá síðustu endurfundum núna á
janúarfundinum þar sem hún
naut sín vel og frá jólafundinum í
desember þar sem hún mætti
ásamt dætrum sínum. Þórunn bar
umhyggju fyrir fólki, hafði áhuga
á mönnum og málefnum, spurði
frétta og lét sig málin varða.
Blessuð sé minning Þórunnar
Einarsdóttur.
Fyrir hönd félagskvenna í Inn-
er Wheel Selfoss,
Vilborg, Guðbjörg, Esther
Nína og Hrund.
Þórunn
Einarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma, það
var alltaf gott að koma í
heimsókn til þín á Reyni-
vellina þar sem bæði var
hægt að fá súkkulaði, kex-
mola, kíkja í ipadinn og fá
knús.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Halldór Jónsson)
Kveðja frá langömmu-
börnum,
Þórunn Erla, Henning
Darri, Brynja Rún, Sölvi
Leó og Gauti Berg.