Morgunblaðið - 03.02.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið VIÐ BJÖRGUM GÖGNUM af öllum tegundum snjalltækja Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Góðan dag. Lenti óvænt á spánska rík- isspítalanum í Torre- veija um daginn. Fékk óvænt verk í vinstri fótinn sem var í meira lag, hafði áður fengið stundum smá sting sömu megin, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur fær- andi svona frískur eins og ég annars var á þessum sólríka degi í bílferð á milli bæja í stuttu fríi. Vil ég endilega nefna þessa stuttu heimsókn mína á þetta ágæta spánska háskólasjúkrahús vegna þess að ég fann það þarna á eigin skinni að það er engin ofsögn í því að spánska heilsugæslan er talin sú besta í Evrópu. Nefni ég þetta tilvik mitt til við- miðunnar við íslenska heilsugæslu sem að margra mati stendur langt í frá undir væntingum og virðist fyrst og fremst þjást af tauga- veikluðu skipulagsleysi sem er or- sök vanþekkingar. Er ekki kominn tími til að sjúkdóms- greina aðalsjúkrahús Íslendinga frá a-ö og fá til þess erlenda sérfræðinga sem eru sérmenntaðir á því sviði? En auðvitað er það algjör skepnuskapar að gagnrýna háskóla- sjúkrahúsið ásamt viðeigandi leiðindum í því samanburð- arsamhengi því gagn- rýni er alltaf óvelkomin og óþægi- leg og alveg sérstaklega ef hún á rétt á sér. En það verður bara að hafa það. Á bráðamótökunni tóku á móti okkur tveir lögreglumenn með al- væpni en hleyptu okkur hjónum inn með það sama. Sjálfsagt séð aumur á karlinum. Skráði ég minn inn með gull- gyllt Evrópukort upp á vasann ásamt ökuskírteini. Skráningin tók um 3 mínútur, fékk svo númer 305 og sagt að bíða fyrir utan innskráning- arskrifstofuna ásamt þrem öðrum manneskjum. Þar biðum við frúin í ca. 12 mín- útur, var þá kallaður upp með nafni en ekki númeri og fylgt inn á litla skrifstofu þar sem sat ung stúlka og spurði mig hvað væri að. Skráði hún lýsingu mína inn á tölvu og tók síðan blóðsykurs- og blóðþrýstingsmælingu ásamt því að benda mér fram á biðstofu. Beið ég þar í 10 mínútur með frúnni þangað til ég var kallaður upp og fylgt til læknis. Ungur maður var læknirinn og eftir að hafa handfjatlað báða fæt- ur og þrýst á vöðva og lyft fæti ákvað hann að senda mig í mynda- töku. Tók þetta um 10 mínútur. Á myndartökudeildinni biðu nokkrir sjúklingar en ég var kall- aður inn í herbergið eftir um 10 mínútur og lagður upp á bekk undir myndavélina. Myndatakan tók enga stund og mér skipað síðan að bíða á biðstof- unni fyrir framan læknastofuna. Þar biðum við smátíma eftir nið- urstöðu myndatökunnar áður en læknirinn kallaði á mig inn á skrif- stofuna. Niðurstaðan og sjúkdómsgrein- ingin eftir myndatökuna var mjaðmaliðarslit sem læknirinn sagði að gæti valdið sársauka snögglega og verk á fæti og upp á bak en skrifaði upp á töflur til að lina verkinn. Sagði hann mér að passa bara að ofgera mér ekki og hafa allar æfingar í hófi og leita til sérfræðings. Það sem ég tók strax eftir var hraðinn og skipulagið á ferð minni þarna á bráðamóttökunni. Þessi stutta hringferð mín tók í mesta lagi 50 mínútur á þessar 4 deildir. Innskráning: fyrsta viðtal við hjúkrunarfræðinginn: læknis- skoðunin: myndatakan: og síðast viðtal við lækninn, þangað til ég stóð fyrir utan spítalann með töflulyfseðilinn upp á vasann. Þarna var sérhæfingin algjör og einmitt vegna hennar gekk allt svo vel og fljótt fyrir sig og þá auðvit- að safnast ekkert fyrir af sjúkling- um það myndast engir flösku- hálsar gangverkið til fyrirmyndar. Þarna á göngum voru engir sjúklingar í rúmum, engar tækja- grindur á hjólum hist og her, eng- ar rúmfata- eða aðrar taugrindur sýnilegar, engar skúringafötur, engar snúrur og kaplar fyrir hunda og manna fótum, né nokkrir aðrir hlutir nema sjúklingar í fylgd aðstoðarfólks og lækna. Allt mjög hreinlegt og ég fann til ör- yggis þar sem ég haltraði þarna um með frúnni, vildi ekki hjólastól. Gott skipulag skapar öryggi bæði fyrir starfsfólk og ekki síður sjúklinginn og mistök verða afar fátíð enda litin mjög alvarlegum augum. Á Íslandi eru mistök aftur á móti talin eðlileg í allri ring- ulreiðinni og afsökuð með því að álagið á starfsfólki sé yfirgengi- legt. Maður bíður bara eftir því að heilbrigðisyfirvöld rétti syrgj- endum útfararkrossa svona í sára- bætur. Einnig sparar gott skipulag mikla peninga, sem er andstætt skipulagsleysi sem er mjög kostn- aðarsamt, miklu kostnaðarsamara en fólk getur látið sér detta í hug. Ég held ekki að hinn íslenski forstjóri hafi einhverja sérþekk- ingu á rekstri slíkrar stofnunnar, annars væri ekki ástandið eins og það er. Þar vantar sérmenntað fólk til að stjórna sjúkrahúsinu. Þarf ekki hinn íslenski heil- brigðisráðherra að leita lausna á vandanum, leita hjálpar fyrir stofnunina og það erlendis frá, Spánverjar væru ekki lengi að sjá meinin. Og að lokum, er ekki allt of margt starfsfólk að snúast í kring- um hvað annað á spítalanum, þvælast hvað fyrir öðru, margir eru að gera það sama, mistök og skipulagsleysið allsráðandi. Ég er nokkuð viss um að hægt væri að reka háskólasjúkrahúsið og gera það að fyrirmynd- arstofnun með þeim peningum sem það nú hefur þegar ef strax væri gripið í taumana eftir að sjúkdómsgreiningin liggur fyrir. Vanþekking, öngþveiti Eftir Jóhann L. Helgason » Þarf ekki hinn íslenski heilbrigð- isráðherra að leita lausna á vandanum, leita hjálpar fyrir stofnunina og það er- lendis frá, Spánverjar væru ekki lengi að sjá meinin. Jóhann L. Helgason Höfundur er húsasmíðameistari. Ég hef í gegnum árin sest niður með mörgum pörum til þess að hjálpa þeim að leita lausna á ýmiskonar vanda sem steðjar að sambandi þeirra. Oftar en ekki berst talið að kynlífi, eða frekar ósætti para varðandi kyn- lífið. Við erum öll kynverur og kynlífið skiptir miklu máli í hjónabandi og sambúð eins og þetta sýnir. Kyn- lífið getur endurspeglað ástina og hamingjuna í sambandi tveggja einstaklinga sem elskast, það full- komnar og tengir saman elsk- endur sem virða hvort annað og er farvegur sterkra tilfinninga og sameiginlegs unaðar. En kynlífið getur líka orðið vígvöllur þar sem samkeppni, örvænting og hatur brjóta niður. Eins og þú efalaust veist af fréttum og ef til vill af eigin reynslu veldur kynhvötin oft mikl- um erfiðleikum. Þrátt fyrir mikla umræðu eru konur víða beittar kynlífskúgun, kynlífssölu og mis- notkun er beitt gagnvart börnum, konum og varnarlausum fórn- arlömbum og klámiðnaðurinn er stærri en nokkru sinni fyrr. Önn- ur einkenni kynlífsvandans end- urspeglast til dæmis í hómófóbíu víða um heim (hómófóbía = sjúk- legur ótti við samkynhneigða) og ranghugmyndum um kynlíf og ást sem glanstímarit, kynlífsblöð og fjölmiðlaiðnaðurinn framleiða til að græða peninga. Á hinn bóginn berast okkur líka bjartar og góðar fréttir af kynlíf- inu og því sem kynferði mannsins tengist. Vaxandi hluti ungs fólks lítur á kynlífið sem tákn um gagn- kvæma ást og virðingu, nokkuð sem báðir aðilar í sambandi elsk- enda eiga að njóta af saman. Rannsóknir sýna að heilbrigt kyn- líf í góðu sambandi eykur vellíðan einstaklingsins og lífslíkur. Lífið verður ekki aðeins lengra hjá þeim sem njóta góðs kynlífs með ástinni sinni, gæði lífsins verða líka meiri. Það hvernig þú lít- ur á kynferði þitt og lifir kynlífi þínu end- urspeglast í öllu því sem þú tekur þér fyr- ir hendur á lífsleiðinni – til góðs og ills. Kyn- lífið verður aflvaki og eykur gæði lífsins mest í ástarsambandi þar sem gagnkvæm virðing ríkir, umhyggja og blíða eru höfð að leiðarljósi og báðir aðilar sam- bandsins vilja leggja sitt af mörk- um til þess að makinn fái vaxið og dafnað. Kynhegðun er á margan hátt lærð; hluti af uppeldi okkar og þeim normum sem samfélagið vandi okkur við í bernsku og æsku. Þess vegna er líka hægt að losa sig við bældar og brenglaðar kynlífshugmyndir en læra upp á nýtt hvað það er að vera kynvera. Margir hafa valið þennan kost bæði á námskeiðum og í með- ferðum hjá kynlífsfræðingum og fjölskylduráðgjöfum. Fræðsla um kynlíf og leiðir til að auka vellíðan í kynlífinu og samskiptafræðsla hefur hjálpað mörgum að sleppa úr viðjum bæl- andi kynlífs. Aukin fræðsla losar líka um fordóma gagnvart kynlífi og gagnvart þeim sem í kyn- hegðun sinni falla ekki að hefð- bundnum kynhlutverkum. Kynlíf er ekki aðeins horm- ónastarfsemi. Kynlíf er líka aðferð til að fullnægja margs konar per- sónulegum þörfum og fá útrás fyr- ir innstu tilfinningar sínar. Sumar þessara þarfa eru hollar og upp- byggjandi, eins og til dæmis þörf- in fyrir ást, hlýju, nærveru, snert- ingu, umhyggju og líkamlega fullnægju. Aðrar þarfir geta verið særandi. Í traustum samböndum er kyn- lífið ofið inn í öll samskipti. Ef sambandið er gott og vinátta og skilningur ríkir eru líkurnar mikl- ar á því að kynlífið sé fullnægj- andi fyrir báða aðila. Ef sam- bandið er slæmt, fullt af togstreitu og spennu, þá verður kynlífið það líka. Kynlífið byrjar ekki í kyn- færunum, heldur í höfðinu. Oft endurspeglar dvínandi áhugi á kynlífi dýpri sálfræðileg vandamál í sambandinu eða hjá einstakling- unum. Vandinn getur átt sér djúp- ar rætur. Hann getur líka stafað af bældu uppeldi, brengluðum skoðunum, kvíða eða öðru því sem hemur gleði kynlífsins. Að halda líkamanum hraustum með hollri hreyfingu og góðu mat- aræði er ein af forsendunum fyrir því að kynlífið sé gott. Þetta á sérstaklega við þegar komið er á fimmtugsaldurinn og þar yfir. Reykingar og óhófleg áfengis- neysla, að ekki sé talað um önnur eiturlyf, draga úr kynlöngun og kynhvöt og geta gert líkamann óhæfan til þess að stunda kynlíf. Góðu fréttirnar eru að það er aldrei of seint að njóta kynlífsins. „Use it and you won’t lose it“, eða notaðu það og þú missir það ekki, er gott ráð sem bandarískir kyn- lífsfræðingar gefa. Þetta á reynd- ar við um allt sem að líkamanum og andanum snýr, líka ástina og rómantíkina. Margir halda að kyn- líf og rómantík séu bara fyrir unga fólkið. Þetta er mikill mis- skilningur. Þroski og gagnkvæm ást og virðing, sameiginleg reynsla, traust, umhyggja og nánd auka vellíðan kynlífsins eftir því sem árin færast yfir og parið kynnist betur. Það er sérstök rómantík fólgin í því að líta saman yfir farinn veg og uppgötva allt það sem maður hefur átt í meðlæti og mótlæti. Eftir Þórhall Heimisson » Góðu fréttirnar eru að það er aldrei of seint að njóta kynlífsins. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur og ráðgjafi. Kynlífsraunir ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.