Morgunblaðið - 03.02.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki er búist við öðru en að allir eða
allflestir erlendir starfsmenn sjávar-
útvegsfyrirtækjanna í Grindavík
skili sér til vinnu í dag. Björgunar-
sveitarmaður í Grindavík sagði frá
því í útvarpsþætti
á laugardag að
töluvert af fólki
hefði yfirgefið
Grindavík þegar
harðir jarð-
skjálftar riðu yfir.
„Ég var að
koma frá vígslu
nýs glæsilegs
íþróttahúss.
Tímasetningin er
löngu ákveðin og
við héldum okkur við hana. Þetta var
notaleg stund með íbúum, gestum og
gangandi. Þetta stendur upp úr í
dag,“ sagði Fannar Jónasson, bæjar-
stjóri í Grindavík, þegar hann var
spurður tíðinda.
600 með erlent ríkisfang
„Ég hef líka heyrt þetta, að ein-
hverjir hafi farið úr bænum. Það
kemur ekki á óvart. Þeir sem eiga
hér sumarbústaði eða afdrep fóru í
burtu um helgina. Það er eðlilegt að
fólk vilji víkja af bæ þegar svona
stendur á, fara í annað umhverfi. Ég
veit ekki til þess að menn hafi farið í
burtu til frambúðar og reikna með að
flestir verði komnir í sína vinnu í
fyrramálið,“ segir Fannar.
Um 600 Grindvíkingar eru með er-
lent ríkisfang, samkvæmt upplýsing-
um bæjarstjórans. Þar af eru um 400
Pólverjar og 30 Taílendingar en
færri af öðru þjóðerni. Fréttir hafa
borist af því að margir þeirra hafi
orðið skelkaðir enda ekki vanir jarð-
skjálftum úr sínu heimalandi og
tengi atburðina jafnvel við afleiðing-
ar stríðsátaka.
Pétur H. Pálsson, framkvæmda-
stjóri Vísis, segir að það sé misjafnt
hvernig erlent fólk upplifi jarð-
skjálftana, rétt eins og við hin. Ein-
hverjir séu á mörkum þess að þola
þetta en aðrir eigi gott með það. Seg-
ist hann til dæmis hafa fullan skiln-
ing á því þegar starfsmaður vilji vera
heima hjá konu sinni og nýfæddu
barni, þegar svona stendur á.
„Við höfum reynt að halda utan
um starfsfólkið og halda því upp-
lýstu. Mér finnst fólk taka þessu al-
mennt með ró. Þá hefur bærinn einn-
ig haldið vel utan um upplýsinga-
gjöf,“ segir Pétur. Hann á von á
góðum heimtum á fólki til vinnu nú í
dag. Enginn hafi látið vita um forföll.
Fannar segir að Grindavíkurbær
hafi gert sér sérstakt far um að
halda erlendum starfsmönnum sem
búsettir eru í bænum upplýstum.
„Þetta fólk hefur ekki mikið bakland
hér, nema hjá löndum sínum sem eru
í svipuðum sporum. Við þurfum að
upplýsa fólkið. Höfum látið þýða all-
ar leiðbeiningar á pólsku, taílensku
og ensku. Starf okkar og fyrirtækj-
anna við upplýsingagjöf eykur ör-
yggiskennd hjá fólki og vonandi
verður það rólegra,“ segir Fannar.
Spurðu annarra spurninga
Grindavíkurbær var með opið hús
í menningarhúsinu Kvikunni í fyrra-
dag. Magnús Tumi Guðmundsson,
prófessor í jarðeðlisfræði, fór yfir
stöðuna og svaraði spurningum.
Hópur Pólverja mætti á fundinn og
segir Fannar að Magnús hafi lagt sig
fram við að upplýsa þá.
Magnús Tumi sagði við mbl.is í
gær að Pólverjarnir hefðu eðlilega
haft aðrar spurningar en margir Ís-
lendingar enda margir að upplifa
jarðskjálfta í fyrsta skipti. „Ég benti
á að hús væru byggð eftir ströngum
stöðlum og yrðu ekki fyrir neinum
skemmdum í þeim skjálftum sem
verða og þyldu miklu öflugri skjálfta.
Fólk þyrfti ekki að hafa áhyggjur af
því að húsin stæðu ekki.“
Fannar bæjarstjóri segir að vel
hafi gengið að uppfæra áætlanir.
Lokadrög rýmingar- og viðbragðs-
áætlunar verði lögð fram nú eftir
helgi. „Við eigum gott bakland í al-
mannavörnum, björgunarsveit og
hjá jarðvísindamönnum. Það fyllir
mann öryggiskennd að vinna með
þessu fólki,“ segir Fannar en hann
situr í almannavarnanefnd.
Hann veit til þess að fólk hefur
notað helgina til að festa þunga
skápa til að draga úr hættu á slysum.
Þá segist hann vita til þess að íbúar
hafi tekið til gleraugu, lyf og nauð-
synlegasta fatnað og sett á vísan stað
ásamt bíllyklum til að geta yfirgefið
hús sín á stuttum tíma, ef svo ólík-
lega vildi til að það þyrfti að gera.
Eiga von á öllu starfs-
fólki til vinnu í dag
Áhersla lögð á að upplýsa Pólverja og aðra erlenda íbúa
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grindavík Ró er yfir höfninni en ólga undir og við bæjarfjallið Þorbjörn.
Fannar
Jónasson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stærsti jarðskjálfti sem vitað er um
að hafi orðið á Reykjanesskaga varð
23. júlí 1929. Upptök hans voru ná-
lægt Brennisteinsfjöllum, líklega á
hinu svokallaða Hvalhnúks-
misgengi. Stærðin var 6,3 og fannst
skjálftinn víða um land og olli um-
talsverðu tjóni í Reykjavík og ná-
grenni.
Kemur þetta fram í sögulegu yf-
irliti sem Páll Einarsson, fyrrver-
andi prófessor við Háskóla Íslands
og nú starfandi hjá Jarðvísinda-
stofnun, hefur tekið saman vegna
hræringanna við Grindavík. Yfirlitið
nær yfir tímabilið frá árinu 1151. Þá
var eldur uppi í Trölladyngju. Eldur
kom upp úr sjó fyrir utan Reykjanes
árið 1211 og 1240 voru miklir land-
skjálftar fyrir sunnan land og eldur
fyrir Reykjanesi. Var síðasttalda
gosið talið það síðasta í hviðu slíkra
atburða sem álitið er að hafi byrjað
stuttu eftir 870.
Samkvæmt yfirlitinu hafa komið
þrettán jarðskjálftahrinur eða stakir
skjálftar þar sem jarðskjálftar hafa
verið 5 að stærð eða stærri á þessari
öld og þeirri síðustu.
Stærsti skjálftinn í þeirri hrinu
sem nú stendur yfir og á upptök
norðaustan við Grindavík var 4,3 að
stærð og kom á föstudagskvöldið.
Fjöldi slíkra skjálfta hefur orðið á
Reykjanesi á síðustu áratugum.
Stærstu skjálftarnir á síðustu tutt-
ugu árum urðu á árinu 2000, í kjöl-
far Suðurlandsskjálftans 17. júní. Sá
stærsti á Reykjanesi, 5,9 að stærð,
átti upptök undir Kleifarvatni. Féll
vatnsborðið um 4 metra á næstu vik-
um þar á eftir. Skjálftar yfir 5 að
stærð urðu 2003 í Krýsuvík og 2013
skammt austan Reykjaness.
Töluvert hefur dregið úr jarð-
skjálftahrinunni, samkvæmt upplýs-
ingum sem Veðurstofa Íslands birti í
gær. Land heldur áfram að rísa og í
heildina er það orðið yfir 4 cm frá
20. janúar. Með landrisi megi búast
við áframhaldandi jarðskjálfta-
virkni.
Á þrettánda hundrað jarðskjálfta
hefur orðið við Grindavík í hrinunni
sem nú stendur yfir. Enginn hefur
náð stærðinni 4, nema sá sem varð á
föstudagskvöldið, en nokkrir náð yf-
ir 3. Í gær urðu þrír skjálftar 3 að
stærð og yfir. Þeir stærstu urðu í
gærmorgun og gærkvöldi, 3,3 að
stærð, og fundust í Grindavík.
Mynd af skjálftavefsjá Veðurstofu Íslands
Skelfur Yfir 1.200 skjálftar hafa orðið í nágrenni Grindavíkur frá 20. janúar.
Stærsti skjálft-
inn fannst víða
Dregur úr virkni á Reykjanesi
Safnstjóri Sagnheima, byggðasafns
Vestmannaeyja, hefur ekki fengið
neinar ábendingar um hvaðan fall-
byssukúlan sem fannst í geymslum
safnsins er komin eða hvernig hún
komst þangað. Arnar Sigurmunds-
son, fyrrverandi framkvæmdastjóri
í Vestmannaeyjum og áhugamaður
um sögu Eyjanna, hefur farið í
gegnum aðfangalistana sem Þor-
steinn Þ. Víglundsson, stofnandi
safnsins, birti en ekki fundið neitt
um kúluna.
Sprengisérfræðingar Landhelgis-
gæslunnar fóru til Eyja til að sækja
sprengjuna sem við athugun reynd-
ist óvirk. Þeir hafa verið að afla upp-
lýsinga um hvaðan kúlan kynni að
vera.
Í rannsóknarferð til undirbúnings
byggingu vita á eyjunni Þrídröngum
vestur af Heimaey á árinu 1938
fundust tvær fallbyssukúlur, 30 kg
þungar. Í grein í Morgunblaðinu
2009 er vitnað til dagbókar Hjálm-
ars Jónssonar. Hann segir þar að
þeir hafi náð kúlunum og getur þess
að þar séu einnig margar kúlur
sömu gerðar kafreknar í bergið.
Ekki koma fram neinar skýringar
á þessu en helst er hægt að ímynda
sér að varðskip eða herskip hafi not-
að eyjuna sem skotskífu við æfingar,
einhvern tímann fyrir árið 1938.
Arnar hefur heyrt að eyjarnar Geir-
fuglasker eða Þrídrangar hafi verið
notaðar við skotæfingar herskipa en
hann tengir það frekar seinni heims-
styrjöldinni en þeirri fyrri. Lætur
hann þess getið að kúla sé föst í
berginu í Ystakletti en hún sé miklu
eldri en sú sem nú fannst. Sömu
sögu sé að segja um fallbyssukúlu
sem til er í safninu og fannst við
dýpkun hafnarinnar á árinu 1936.
helgi@mbl.is
Kúlur fundust í
Þrídröngum 1938
Ekki vitað hvaðan fallbyssukúlan er
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Skotfæri Fallbyssukúlan úr Eyjum
er 165 millimetrar að stærð.