Morgunblaðið - 03.02.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020 ✝ Kristján Jó-hannesson fæddist á Akranesi 6. desember 1948. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 26. janúar 2020. Foreldrar Kristjáns voru Ingi- leif Aðalheiður Kristjánsdóttir, f. 8. júlí 1926, d. 1. mars 1989, og Jóhannes Björnsson, f. 8. september 1925, d. 21. september 2002. Systkin hans eru Oddný Sigrún, gift Jóni Trausta Leifssyni, og Jón Már. Samfeðra systkin eru Berghildur Waage, Auður Ingibjörg og Ein- ar Örn. Kristján kvæntist árið 1971 fyrrverandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Rögn Jónsdóttur, f. 1992, maki Hákon Jónsson, f. 1985, synir þeirra: Viktor Atlas, f. 2013, og Tristan Úlfur, f. 2018. Selma átti dóttur úr fyrra sam- bandi, Sigurlaugu Rósu Guðjóns- dóttur, f. 1979. Góð vinkona til dánardags var Nhan Thanh Thi Cao, f. 1961. Kristján ólst upp í Ytri- Njarðvík. Hann lærði húsasmíði og starfaði sem smiður á fyrstu starfsárum sínum og um tíma sem smíðakennari. Kristján lauk kennaraprófi frá Kennarahá- skóla Íslands 1983. Hann var skólastjóri Þjálfunarskóla rík- isins í Bjarkarási, sem sérhæfði sig í vali um vinnu og virkni fyrir fullorðið fólk með þroskahöml- un. Kristján lærði nudd í svæða- og viðbragðsmeðferð og varð löggiltur sjúkranuddari 1987. Hann stofnaði Nuddstofu Reykjavíkur þar sem hann starf- aði bæði sem kennari og sjúkra- nuddari. Kristján málaði í frístundum. Útför Kristjáns verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 3. febr- úar 2020, klukkan 13. 1947. Dóttir þeirra er Inga Sif, f. 1972. Eiginmaður hennar er Brent Peter Thompson, f. 1967. Börn þeirra eru Ce- cilia Sif, f. 2001, Adam Ingi, f. 2004, og Maximilian Ingi, f. 2014. Guðrún átti dóttur úr fyrra sam- bandi, Önnu Helgu Bjarnadóttur, f. 1968. Kristján kvæntist 1986 fyrr- verandi eiginkonu sinni, Selmu Sigrúnu Gunnarsdóttur, f. 1960. Sonur þeirra er Kristján Freyr, f. 1985, giftur Höllu Hrund Loga- dóttur, f. 1981, dætur þeirra: Hildur Kristín, f. 2012, og Saga Friðgerður, f. 2019. Dóttir Krist- jáns og Selmu er Eva Guðrún, f. Elsku pabbi. Nú er komið að næsta ferðalagi hjá þér. Það eru spennandi tímar og loks fást svör við ótal spurningum. Við vitum að Inga og fleiri hlakka til að ræða við þig um ótalmörg mál. Við biðj- um að heilsa henni og manninum í fjallinu. Það er einkennilegt að missa þann sem alltaf var talað við. Þú tókst þinn tíma í að tala, en orðin voru alltaf vönduð. Þú hafðir svo margt. Þú gast skrifað, málað, skorið út og skreytt, en þinn mesti hæfileiki hefur alltaf verið að geta læknað. Þú vildir gefa en ekki þiggja og hafðir ekki álit á fólki út frá klæð- um. Þú fékkst okkur til að trúa að við gætum allt. Studdir okkur og hafðir áhuga á okkar áhugamál- um, sama hversu óáhugaverð þau voru. Þú tókst frá tíma, sýndir kærleik, ást og umhyggju. Fyrir það erum við þakklát. Þú gast líka ýtt okkur áfram. Til dæmis þegar þú bjóst til starf fyrir 12 ára son við að setja upp vefsíðu hjá vini þínum. Fyrsta skrefið væri einfalt; að læra að búa til vefsíðu. Það voru líka erfiðleikar. En við fyrirgefum þér þá. Undir lokin erum við þakklát fyrir að þú hafir náð að bíða, heyra okkar hinstu kveðjur, og fyrir að kveðja fljótlega. Hvíldu í friði. Kristján Freyr Kristjánsson, Eva Guðrún Kristjánsdóttir. Elsku pabbi. Þú varst kannski stjúppabbi minn, en það er stimpill sem þú kenndir mér að skiptir engu máli. Okkur er alveg sama hvort ein- hver er stjúp-, hálf- eða alvöru. Okkur þykir alveg jafn vænt hvoru um annað og aðra. Fjöl- skyldur geta alveg verið nánar og innilegar, þótt þær séu ekki „hefðbundnar“. Þetta viðhorf þitt tók ég með mér þegar ég stofnaði mína fjölskyldu. Ég bjó með þér öll mín upp- vaxtarár og þú kenndir mér margt sem ég hef svo sjálf tileink- að mér í foreldrahlutverkinu. Það að vera ákveðinn en sanngjarn og samkvæmur sjálfum sér fer vel saman, og þó ég hafi ekki alltaf kunnað að meta það á mínum yngri árum, þá eru það gildi sem ég hef reynt að tileinka mér. Að alast upp hjá sjúkranudd- ara og hjúkrunarkonu var ekki alltaf auðvelt. Það var aldrei í boði að taka „veikindadag“ vegna höfuð-, maga- eða túr- verkja, þú ýttir bara á nokkra punkta á höndum og fótum og þá var það farið. Þú varst alltaf hálf- gerður galdrakarl. Bæði skiptin þegar ég var ólétt og ekki búin að segja neinum, hringdir þú stöð- ugt til að fá fréttir, því auðvitað vissir þú það. Síðastliðna mánuði hringdir þú oft í mig og ég spurði þig hvað þú fyndir á þér núna. Þú viðurkenndir að það væri tilfell- ið, en gast bara ekki alveg neglt það og nú finnst mér ég bara vera í lausu lofti. Þú varst mikill sprellari og ert klárlega ástæðan fyrir því að ég fer helst ekki fram úr rúmi 1. apr- íl, til að eiga ekki á hættu að vera göbbuð, enn eitt árið. Þú tókst alltaf þátt í öllum leikjum, teikn- aðir fyrir okkur krakkana páska- og jólabækur, málaðir mikið og föndraðir. Önnur eins sköpunar- gleði er vandfundin. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér allt til enda- loka og mun aldrei gleyma öllum stundunum okkar saman. Eins og ég sagði við þig þegar ég var lítil: Við erum ekki vinir! Þú ert vinur minn og ég er vinkona þín. Minn söknuður er mikill, en mest finn ég til með systkinum mínum sem misstu pabba sinn allt of snemma. Elsku Inga Sif, Kristján Freyr og Eva Guðrún, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar. Ég elska þig, pabbi minn, takk fyrir allt. Þín dóttir, Sigurlaug Rósa. Kristján stóri bróðir er látinn. Stóri bróðir sem alla tíð stóð mér við hlið og hvatti mig alla tíð til góðra verka. Samband okkar var náið og leið varla sá dagur að við hefðum ekki samband til að ræða um verkefni líðandi stundar. Kristján var mjög andlega sinn- aður og áhugasamur um andleg málefni. Við áttum margt sameig- inlegt, meðal annars áhugann á að starfa við þjónustu við fatlaða. Minnisstæðar eru mér ferðir okkar suður með sjó á æskustöðv- arnar þar sem við eyddum góðum tíma við að rifja upp góðar minn- ingar og heimsækja leiði mömmu. Þar settumst við yfirleitt niður og ræddum við hana eins og hún væri hjá okkur. Við sögðum henni frá hvað við vorum að gera og fréttir af fjölskyldunni. Við viss- um að hún tók þátt í gleði okkar yfir lífinu þótt látin væri. Minn- ingarnar sem við áttum frá barn- æsku ræddum við einnig mikið við mömmu. Kristján bróðir var með stórt hjarta sem lýsti sér vel í því að hann var ávallt reiðubúinn að hlusta og hughreysta þegar erf- iðleikar steðjuðu að. Kristján hef- ur snert hjarta ótrúlega margra sem til hans hafa leitað og skilur eftir góðar minningar í hjarta þeirra. Kristján skilur eftir sig arfleifð sem verður honum ávallt til sóma, börn sem voru ljósgeislar hans í lífinu. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér þegar þú kvaddir á sunnudaginn elsku Kristján minn. Ég veit að mamma tekur vel á móti þér í ljósinu. Þið farið saman og hittið ömmu og afa í Einarslóni á Snæfellsnesi. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf óþ.) Oddný Sigrún Jóhannesdóttir. Elsku frændi minn, þegar ég hugsa til baka ertu svo stór hluti af mínum æskuminningum. Ég man svo vel eftir heimsóknum í Dalselið, þangað fannst mér gam- an að koma sem barn og ungling- ur, sitja í eldhúskróknum og hlusta á samræður ykkar mömmu. Þá á ég sérstaklega sterkar minningar um jólahátíð- ina, þú og pabbi eigið heiðurinn af þeirri gleði. Þá mættuð þið tveir galvaskir jólasveinar sem glöddu stór og lítil hjörtu. Jólin eru og voru minn uppáhaldstími og góð- ar æskuminningar mikilvægar fyrir barn sem safnar í minninga- brunninn, takk fyrir að vera mik- ilvægur hluti af mínum. Þú varst einstakur maður, elsku frændi, kærleiksríkur og hafðir alltaf tíma fyrir mann. Það voru ófá símtölin sem ég fékk þar sem þú vildir að ég vissi að þú værir til staðar fyrir okkur. Ég skal halda vel utan um mömmu, ég veit að þú myndir vilja það. Þið áttuð svo gott samband og strengurinn milli ykkar mömmu var sterkur. Ég minnist þín og fallega hjarta- lagsins um ókomna tíð. Megi góður Guð styrkja ástvini alla og minning um góðan mann búa í hjörtum okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þín systurdóttir, Eva Lín. Nú er komið að kveðjustund, nú hefur Kristján frændi lagt upp í sína hinstu för, í sumarlandið þar sem tekið verður vel á móti honum. Kristján Jóhannesson var stóri frændi í uppvexti mínum í Kefla- vík, skírður í höfuðið á afa sínum. Hann var sonur Ingileifar móð- ursystur minnar sem flust hafði til Keflavíkur ásamt foreldrum sínum, þeim Jóneyju Margréti Jónsdóttur og Kristjáni Jónssyni, er þau brugðu búi á Einarslóni á Snæfellsnesi. Heima hjá afa og ömmu áttum við fagrar minningar, þar var ég alinn upp við guðsótta og góða siði, öll lærðum við snemma að treysta honum og fela honum líf okkar, en það eitt er það besta veganesti sem nokkur getur átt. Kristján mótaðist af þessu um- hverfi, hann var afar umhyggju- samur allt frá fyrstu tíð og þær eru ófáar minningarnar þar sem hann sótti mig á Hringbrautina til ömmu okkar og afa og þar sem ég ólst upp og tók mig á hina ýmsu viðburði í Keflavík. Eitt sinn tók hann mig með sér á leiksýningu þar sem hann lék sjálfur á sviðinu. Það þótti mér mikil upphefð, að eiga frænda á sviðinu. Hinn kynngimagnaði kraftur sem fylgir búsetu undir Snæfells- jökli lá djúpt í fólkinu okkar. Við vorum einhvern veginn öll bundin þessum átthagafjötrum og ekki sjaldnar en árlega fórum við vest- ur að Einarslóni til að upplifa gamla góða og fallega tíma í þessu stórbrotna landslagi sem tónar djarflega við óblíðar öldur hafsins sem báru okkur kraftmikla tóna sína. Kristján frændi minn var afar mörgum góðum kostum prýddur. Hann bjó yfir miklu æðruleysi, hann var mikill húmoristi enda sá maður hann sjaldnast öðruvísi en með bros á vör. En það sem ein- kenndi hann mest var að hann lét sig velferð náungans varða. Umhyggja fyrir fólki átti fyrir honum að liggja, alla sína starfs- tíð tileinkaði hann velferð ann- arra. Kristján var afburðagóður nuddari og stundaði nám í grein- inni þar sem hann útskrifaðist sem sjúkranuddari árið 1987. Kristján var eftirsóttur af við- skiptavinum sínum, hann vann bæði hjá öðrum auk þess sem hann rak bæði Gufubaðsstofu Jónasar og síðar Nuddstofu Reykjavíkur um árabil. Færni hans var þekkt; maður verður að vinna með líkamanum en ekki á móti honum voru einkunnarorð hans. Sumir höfðu á orði að Kristján væri í raun ekki bara nuddari. Hann ætti gott með úrlausnir ým- issa annarra hluta, væri bæði nuddarinn þeirra og sálfræðing- urinn. Kristján sem var rólynd- ismaður gerði aldrei mikið úr þessu, sjálfur sagði hann að nudd væri fyrst og fremst persónuleg samskipti milli tveggja einstak- linga og vilji annars til að láta hin- um líða betur. Börnum þínum og fjölskyldum þeirra bið ég Guðs blessunar á kveðjustund. Ég kveð þig með þessum ljóð- mælum afa okkar, Jóns Ólafsson- ar frá Einarslóni: Ljúfi guð sem léttir mínu lífi yfir sporin vönd, lýstu mér með ljósi þínu leiddu mig við þína hönd. Guð blessi minningu góðs frænda. Jón Ólafsson. Kristján var einstakur vinur og kunni skil á mörgu, var smiður, kennari, nuddari og listmálari. Við kynntumst fyrst þegar við vorum báðir að vinna í Hafnar- búðum sem þá var verið að breyta Kristján Jóhannesson HINSTA KVEÐJA Elsku kæri vinur. Megi Guðs ljós umvefja sálu þína í ást og kærleika, loks þegar líkaminn sleppir sálinni og hún upphefst til Guðs almáttugs, því í dauð- anum lifum við að eilífu. Þar til við hittumst á ný kæri vinur, þegar við sam- einumst í ástinni, lifir þú í hjarta mínu. Snorri Snorrason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR ÓSK ÓSKARSDÓTTIR, Hamraborg 18, 200 Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 28. janúar síðastliðinn. Gyða Björg Svansdóttir Skúli Alexandersson Anna Edda Svansdóttir Halldór Garðarsson Rakel Svansdóttir Vidar Nilsen Sigrún Aradóttir Almar Sigurðsson Stella Aradóttir Björgvin Antonsson Sigurjón Arason barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn og faðir okkar, SÆVAR SIGURSTEINSSON, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 2. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Sigrún Gerður Bogadóttir Sigurður Bogi Sævarsson Sigursteinn Gunnar Sævarsson Nikki Kwan Ledesma Ragnhildur Sævarsdóttir Daníel Pálsson ✝ Guðrún Jó-hannsdóttir fæddist á Hvamms- tanga 14. desember 1942. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga 26. janúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Jóna Ann- asdóttir frá Hind- isvík á Vatnsnesi, f. 2. mars 1921, d. 9. febrúar 2008, og Jóhann Ólafur Benediktsson frá Torfustöðum í Miðfirði, f. 16. janúar 1907, d. 31. janúar 1962. Systkini Guðrúnar eru: 1) Ragnheiður Helga, f. 28. júlí 1946, maki Aðalsteinn Guð- þrjú börn úr fyrra sambandi, Haf- þór, f. 1987, Ólaf Auðun, f. 1991, og Lindu Guðrúnu, f. 1994. 2) Svava Eyrún Ingimundardóttir, f. 1964, maki Jónas Mikael Pét- ursson, f. 1964. Synir þeirra eru Jón Mikael, f. 1982, Viktor Már, f. 1985, og Þröstur Mikael, f. 1999. 3) Jón Ingi Ingimundarson, f. 1967, maki Soffía H. Weisshappel, f. 1972. Börn þeirra eru Gabríela Sól, f. 1999, Mikael Máni, f. 2006, og Patrek Máni, f. 2014. Langömmubörnin eru 12 samtals. Þann 17. desember 1994 giftist Guðrún seinni manni sínum Hreini Halldórs- syni, f. 29. júlí 1934, d. 21. októ- ber 2010. Börn hans af fyrra sambandi eru: 1) Halldór, f. 1957, maki Arndís Frederiksen, f. 1972. 2) Guðbjörg, f. 1962, maki Juan A. Guerrero, f. 1960. 3) Hildur Sif, f. 1974, maki Svav- ar Björgvinsson, f. 1972. Guðrún bjó lengst af á Hvammstanga, þar sem hún undi hag sínum vel og var hún Hreini seinni manni sínum stoð og stytta, hvort sem var í rekstri og vinnu við plastpokaverksmiðjuna Pálma ehf. sem þau settu á fót eða öðrum þeim verkefnum sem þau tóku sér fyrir hendur. Guð- rún vann lengi vel á sjúkrahúsinu á Hvammstanga við almenna umönnun og einnig við afgreiðslu á Pósthúsinu. Víst er að margir úr bæjarlífinu sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahúsið eða áttu leið á pósthúsið þar sem hún vann nutu alúðlegrar móttöku hennar, umhyggju og þjónustu í starfi. Guðrún bjó á Garðavegi 17 þar til hún sökum heilsubrests flutti á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga þar sem hún naut umhyggju og alúðar starfsfólks, þar til yfir lauk. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. mundsson og eiga þau þrjú börn. 2) Einar Benedikt, f. 29. nóvember 1947, maki Ögn Levy Guðmundsdóttir og eiga þau þrjú börn. 3) Jóhann Ólafur, f. 8. júní 1962, d. 22. júní 1990. Þann 28. október 1962 giftist Guðrún Ingimundi Jóni Einarssyni, f. 26. maí 1941, d. 11. október 2016. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Jóhann Örn Ingimundarson, f. 1962, maki Agla Sigríður Björnsdóttir, f. 1965. Dóttir þeirra er Birna Kol- brún, f. 2006. Fyrir átti Jóhann Mig langar að minnast tengda- móður minnar, hennar Gúu, sem ég kynntist fyrir margt löngu þegar við Jói fórum að rugla sam- an reytum okkar. Gúa og Hreinn, maðurinn hennar, bjuggu á Garðabrautinni á Hvammstanga, þar sem ávallt var gott að koma. Gúa tók mér strax vel og það var einkennandi fyrir hana að allir voru jafnir, hverra manna sem þeir voru eða hvort sem það voru börn eða fullorðnir. Börnin löð- uðust að henni og sóttu það fast að fá að fara norður til ömmu og afa, hvort sem var til lengri eða skemmri dvalar. Gúa sá um að allir fengju næringu og víst var að enginn var svangur sem þar dvaldi. Garðurinn hjá Gúu og Hreini var ævintýralega fallegur og undu krakkarnir sér vel við leik í bakgarðinum, hvort sem var í „drullubúinu“, púttkeppni, í galsaleik eða í pottinum. Gúa vann algjört þrekvirki í þessum garði og ekki prýddu garðinn bara allskonar blóm og trjá- plöntur, heldur einnig handmál- aðir steinar eftir hana, því mjög listfeng var hún. Þar gat að líta fugla, sveppi og ýmislegt sem Gúa sá út úr hverjum steini og málaði af alúð og lagni. Innan- dyra var einnig mikið handverk eftir Gúu. Þegar Gúa var að sýsla eitthvað, hvort sem var við mat- seld, föndur eða annað, þá humm- aði hún alltaf ákveðna laglínu og hefur sú laglína ómað í huga mér Guðrún Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.