Morgunblaðið - 03.02.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Gamli Elliðavatnsbærinn blasir við á milli glerhallanna í Kópavogi í stilltu og björtu veðri sem verið hefur undanfarna daga. Þegar líður á janúar fer að birta til og glitta í fallega liti, sem sólin kastar af veðurbörðum trjánum í allri sinni dýrð. Veðrið var kyrrt og svalt á höfuðborgarsvæðinu um helgina og nýttu sér eflaust margir veðurblíðuna til útivistar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Náttúran skammt undan Útlit er fyrir vinda- og vætusama viku, samkvæmt upplýsingum frá Haraldi Eiríkssyni, veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Mun vikan byrja með rólegheita- veðri í dag og hægum vindi að sögn hans. Líkur eru á því að það muni snjóa eitthvað með suðurströnd landsins og á Reykjanesi. Þá verður skýjað en þurrt víðast hvar á landinu. Áfram verður frost um mestallt land og kaldast fyrir norðan. Á morgun fer að blása af suðri og er búist við að það fari að snjóa síð- degis sem mun síðar fara yfir í slyddu og rigningu um sunnan- og vestanvert landið. Þá á að hlýna í veðri. Á miðvikudag og fimmtudag er von á sunnanátt og búist við að það verði vætusamt og milt en þurrt að mestu á Norðausturlandi. „Það er svona frekar órólegt framundan næstu vikuna,“ sagði Haraldur í samtali við Morgun- blaðið. rosa@mbl.is Órólegt veður framundan Rok Vindasöm og vætusöm vika er fram- undan á landinu ef marka má veðurspá. Vaxtaberandi skuldir Íslandspósts hafa lækkað úr 3,4 milljörðum króna í 1,9 milljarða og rekstrar- hagnaður fyrir afskriftir nam 480 milljónum í stað 50 milljóna. Þetta upplýsir Birgir Jónsson forstjóri um innihald ársreiknings fyrir árið 2019 sem verð- ur kynntur stjórn félagsins í vikunni. Hann segir þetta árangur af aðhaldsaðgerðum. Árið 2020 verður nýtt til að stórbæta þjónustu við fyrirtæki og almenning. „Framtíðin í starfsemi Póstsins er öll í pökkunum og þurfum við bæði að verða verðmætari samstarfsaðilar netverslana og leita leiða til að þjónusta heimilin betur,“ segir Birgir. Ætlunin er að gefa fólki kost á að sækja pakka á bensínstöðvar eða í matvöruverslanir. »12 Sækja pakka á bensínstöð eða í verslun Pósthús Fólk mun geta sótt pakka á fleiri staði. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Enn er ekki vitað hversu víðtæk áhrif kórónaveiran og aðgerðir gegn henni munu hafa á íslenska ferðaþjónustu, en bæði hótel og ferðaþjónustufyrir- tæki eru farin að fá afbókanir og fyr- irspurnir um afbókunarskilmála frá ferðamönnum í tengslum við faraldur- inn. Veiran á upptök sín að rekja til Wuhan í Kína en töluverður fjöldi hef- ur látið lífið vegna hennar og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á heims- vísu. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs hjá Ferðamála- stofu, segir áhrifin á ferðaþjónustuna ráðast af því hversu lengi neyðar- ástand ríkir vegna veirunnar. Sótt- varnalæknir segir þó enn langt í að hægt sé að binda vonir við fréttir um ný lyf og bóluefni gegn veirunni. „Við finnum fyrir þessu. Það sem við heyrum í greininni er að það eru að byrja afbókanir og annað þess háttar. En það er spurning hvað verð- ur um framhaldið. Það ræðst af því hversu lengi þetta verður hver áhrifin verða,“ segir Elías í samtali við Morg- unblaðið. Hann segist þó telja að áhrif veir- unnar á ferðaþjónustuna hér á landi muni líklega verða minni en ætla mætti vegna lágannatíma. Spyrja um afbókunarskilmála Þóra Björk Þórhallsdóttir, forstöðu- maður sölusviðs ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor, segir að þegar hafi nokkuð verið um afbókanir vegna veir- unnar. Segir hún einnig viðskiptavini sem eigi bókað fram í tímann vera farna að spyrjast fyrir um afbókunar- skilmála. Segir Þóra fyrirspurnir ekki aðeins berast frá kínverskum við- skiptavinum heldur fólki frá öðrum þjóðum. Hún segir að fólkið sé að skoða möguleika sína ef það kæmist ekki til landsins til dæmis vegna þess að landamærum yrði lokað vegna far- aldurs. Orri Paviainen, deildarstjóri hópa- deildar hjá GJ Travel, tekur undir með Þóru og segist hafa tekið eftir auknum fyrirspurnum um afbókunarskilmála frá fólki frá ýmsum löndum í kjölfar veirunnar þó að enn sem komið er hafi fyrirtækið ekki fengið mikið af afbók- unum. Björn Víglundsson, framkvæmda- stjóri Iceland Travel, segir að nokkrir hópar frá Kína hafi verið afbókaðir hjá ferðaskrifstofunni. Enn sem komið er séu afbókanir þó bundnar við kín- verskan markað. „Að einhverju leyti flokkast Ísland enn undir öruggan áfangastað í þess- um málum þannig að við höfum ekki fundið fyrir neinu frá öðrum mörkuð- um,“ segir Björn í samtali við Morg- unblaðið. Snorri Pétur Eggertsson, fram- kvæmdastjóri Keahótela, segir hótelin hafa orðið vör við einhverjar afbókanir en ekki miklar enn sem komið sé. Nokkuð hafi þó verið um fyrirspurnir varðandi afbókanir. „Við erum bara að sjá hvernig þetta þróast,“ segir hann. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir segir að enn sé langt í það að hægt sé að nýta bóluefni og lyf sem fjallað hefur verið um í fréttum gegn kór- ónaveirunni. Spurður um nýlegar fréttir um að kona í Bangkok á Taílandi, sýkt af kór- ónaveirunni, hafi náð bata eftir að hafa verið látin taka lyf sem notuð eru til meðhöndlunar við flensu og HIV- smiti, sem greint var frá í gær, segir Þórólfur ekki tímabært að binda vonir við neinar slíkar fréttir. „Það er langt í það. Þetta á eftir að fara í gegnum mat og yfirvöld sem myndu heimila að þetta yrði notað. Það er ekkert sem menn eru á þessu stigi að binda vonir neitt sérstaklega við,“ segir hann. „Við fylgjumst auðvitað með öllu. Það er að „poppa“ upp allskonar í fréttum um bóluefni og lyf og annað. En það er ekki neitt sem er „aktúelt“ á þessu stigi. Við erum ekki að elta neitt sérstaklega nema einhver yfirvöld lýsi því yfir að það sé rétt að prófa eitt- hvert lyf umfram annað,“ segir Þór- ólfur. Hann segir að enn sé fyrst og fremst undirbúningur í fullum gangi varðandi viðbragðsáætlanir í tengslum við veiruna. Segir hann að farið verði í að skerpa á áætluninni í vikunni, meta stöðuna betur og leita eftir vanda- málum. Þórólfur segir að meðal annars sé búið að fara yfir birgðastöðu á öllum lyfjum, vökvum og hlífðarbúnaði. Afbókunum og fyrir- spurnum fjölgar  Segir ótímabært að binda vonir við fréttir um nýtt lyf Morgunblaðið/Eggert Varin Undirbúningsstarf stendur yfir á Landspítala vegna veirunnar. Áhrifin enn óljós » Enn er ekki vitað hver áhrif kórónaveirunnar verða á ís- lenska ferðaþjónustu. » Þegar hafa borist afbókanir og fyrirspurnir um afbókanir til ferðaskrifstofa og hótela. » Sóttvarnalæknir segir ekki tímabært að binda vonir við fréttir um ný lyf og bóluefni gegn veirunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.