Morgunblaðið - 22.02.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.02.2020, Qupperneq 6
Mikið tjón þegar eldur kviknaði í vélsmiðju segir að slökkviliðsmenn séu að ljúka störfum á vettvangi og afhenda lög- reglu vettvanginn. Um 30 slökkvi- liðsmenn tóku þátt í aðgerðunum í nótt, af öllum slökkviliðsstöðvum höfuðborgarsvæðisins auk fólks á frívakt. Unnið var við það fram á morgun að slökkva í síðustu glæðum og hreinsa upp vatn í húsnæðinu til þess að bjarga verðmætum. línis en það er töluverð lykt og það, fyrir fyrirtæki sem framleiðir mat- væli og er með lager, getur verið mjög slæmt,“ sagði Pétur við mbl.is í gærmorgun en síðar kom í ljós að lagerinn bjargaðist. Tugir slökkviliðsmanna Sigurjón Hendriksson, varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Kári Pálsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar Hamars, segir útlitið hræðilegt í húsnæði vélsmiðjunnar í Vesturröst 36 í Kópavogi en mikill eldur kviknaði í húsinu í fyrrinótt. „Hjartað er brunnið hjá okkur,“ sagði hann þegar blaðamaður mbl.is náði í hann á vettvangi. Tilkynnt var um eldsvoðann um kl. 3:30 í fyrrinótt og þegar slökkvi- liðið kom á vettvang stóðu eldtungur út úr gluggum og þaki. Grunur leik- ur á að eldurinn hafi kviknað út frá vél í húsnæði vélsmiðjunnar en versti bruninn varð í kringum vélina. Freyja brann ekki Auk vélsmiðjunnar er sælgætis- gerðin Freyja með lager og skrif- stofu í húsinu, sem er um 3 þúsund fermetrar að stærð en verksmiðjan sjálf er við Kársnesbraut. Pétur Thor Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Freyju, segir að hann hafi verið kominn á vettvang um fjögurleytið. „Við fengum að fara inn um klukkutíma síðar með slökkviliðs- mönnum en það brann ekkert hjá okkur. Engar reykskemmdir bein- Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tjón Slökkviliðsmenn að störfum við Vesturvör 36 í gærmorgun.  Vélsmiðjan mikið skemmd en lager sælgætisgerðar slapp 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020 Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Ný áætlun Uppbyggingarsjóðs EES um endurnýjanlega orku, umhverfis- og loftslagsmál í Póllandi Opnunarráðstefna og samstarfsfundir 3. og 25. mars í Varsjá Opnunarráðstefna 3. mars í Varsjá Michał Kurtyka - ráðherra loftslagsmála í Póllandi Małgorzata J. Jedynak - ráðherra þróunarsjóðs og byggðamála í Póllandi Lilja Alfreðsdóttir - menntamálaráðherra frá Íslandi, Olav Myklebust - sendiherra Noregs í Póllandi Samstarfsfundur um umhverfis- og loftslagsmál 3. mars í Varsjá milli fyrirtækja frá Póllandi, Íslandi og Noregi Samstarfsfundur um endurnýjanlega orku, hitaveitur og vatnsafl 25. mars milli fyrirtækja frá Póllandi, Íslandi og Noregi Áætlunin um endurnýjanlega orku, umhverfis- og loftslagsmál í Póllandi, er sú stærsta sem Ísland tekur þátt í á alþjóðavettvangi er varðar baráttu við loftslagsmál. Mikil tækifæri eru fyrir fyrirtæki frá Íslandi í þessum málaflokkum og fundirnir því mikilvæg byrjun. Frekari upplýsingar og skráning má sjá á os.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þessi ungi maður þarf að komast yfir mikið áfall. Hann þarf auk þess að horfa upp á það að allir vita hvað gerðist. Við búum við nýjan veru- leika sem snýr að því að ofbeldið er tekið upp,“ segir Inga Dóra Sigfús- dóttir, prófessor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Óhætt er að segja að margir hafi verið slegnir óhug eftir að myndband af lík- amsárás hóps unglingspilt á fjórtán ára pilt var birt í fréttum RÚV á fimmtudagskvöld. Myndbandið hafði verið í dreifingu á samfélagsmiðlum en líkamsárásin átti sér stað við bið- stöð Strætó í Hamraborg í Kópavogi á mánudaginn í síðustu viku. Á myndbandinu sést hvernig árás- armennirnir spörkuðu í drenginn og slógu hann. Fjölmargir voru við- staddir en enginn virðist hafa skakk- að leikinn. Faðir drengsins hefur upplýst að hann sé enn að jafna sig eftir árásina og glími við höfuðverk og uppköst. Hann kveðst telja mögu- legt að andúð á útlendingum liggi að baki árásinni en drengurinn er af er- lendum uppruna. Í fyrra réðst hópur ungmenna á sama dreng í Grafar- vogi. Tilkynnt var í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú árásina. Í tilkynningu segi að lög- regla telji sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni en vitni eða aðrir sem búa yfir vitneskju eru beðnir að hafa samband í gegnum einkaskilaboð á Facebook-síðu lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Málið er unnið með aðkomu barna- verndaryfirvalda. Ofbeldið hefur harðnað Inga Dóra segir að þarna sé um að ræða eitt einstakt hræðilegt atvik. Almennt séð hafi dregið úr ofbeldi og einelti meðal unglinga. „Það hef- ur dregið verulega úr vímuefna- neyslu og samhliða því hefur dregið úr annars konar frávikshegðun. Það sem ég hef haft áhyggjur af er að formið á ofbeldinu hafi breyst. Þessi tilvik sem við erum að sjá eru alvar- legri en áður. Þá voru ákveðnar leik- reglur um slagsmál og einn barðist við einn. Ofbeldið hefur harðnað og nú ráðast margir á einn.“ „Má ekki viðgangast“ Hún segir sömuleiðis áhyggjuefni ef rétt reynist að árásin tengist af- stöðu til innflytjenda. „Það er alvar- legt og þarf að skoða sérstaklega.“ Aðspurð segir Inga Dóra erfitt að segja til um hvernig jarðvegur myndist fyrir hegðun sem þessa hér á landi. „Það þarf að rýna sérstak- lega í það en ég vona að þetta sé ein- stakt tilvik. Eflaust veit fólkið í nær- umhverfinu hvað er í gangi. En svona má ekki viðgangast og á ekki að þurfa að gerast. Krakkarnir okk- ar eiga bara að vera sáttir í sínu.“ Inga Dóra lýsir sömuleiðis áhyggjum af afskiptaleysi fólks á vettvangi í Hamraborg. „Það voru ýmis vitni sem ekki gripu inn í. Því miður er það þannig að vitni grípa ógjarnan inn í við svona aðstæður. Við verðum að passa að láta það aldrei viðgangast.“ „Það virðist vera eins og þarna sé einhver slagsmálamenning og það er alvarlegt áhyggjuefni,“ segir Guð- rún Svava Baldursdóttir, forstöðu- maður félagsmiðstöðvarinnar Þebu í Smáraskóla í Kópavogi. Tíu fé- lagsmiðstöðvar eru í bænum. Hún segir að skelfilegt hafi verið að sjá myndbandið af árásinni. Guð- rún, eða Dúna eins og hún er kölluð, hafði rætt atvikið við kollega sína en ekkert þeirra hafði nánari upplýs- ingar um það. Dúna segir að í gegn- um tíðina hafi komið upp atvik þar sem hópar hafi mælt sér mót til að slást en minna hafi verið um árásir sem þessa. Nýtt að ofbeldið fari á netið „Við höfum ekki orðið mikið vör við að verið sé að taka einn út þótt það þekkist auðvitað líka. Það er hins vegar nýtt að verið sé að taka þetta upp og setja á samfélags- miðla.“ Guðrún segir að starfsmenn frá félagsmiðstöðvunum í Kópavogi séu alltaf með svokallaða útivakt. Þá keyra þeir um bæinn og fylgjast með hópamyndunum, aðallega með tilliti til útivistartíma ungmenna. „En ef við hefðum séð þetta þá hefðum við auðvitað hoppað inn í og reynt að stoppa árásina. Við hringjum alltaf á lögregluna.“ Hún kveðst telja að árásin í Hamraborg sé frekar einstakt tilvik heldur en merki um þróun í ákveðna átt. „Mín tilfinning er að það séu ekki stórir hópar í hverjum skóla eða hverjum árgangi sem stunda þetta. En það eru hins vegar alltaf svartir sauðir inn á milli.“ Viðkvæmur hópur sem þarf að hlúa að Sturlaugur Sturlaugsson, for- stöðumaður Fjölsmiðjunnar, kveðst ekki þekkja til umræddrar árásar og segist ekki hafa orðið var við ofbeld- ishneigða einstaklinga í starfi sínu. Þar sé hins vegar nokkuð um ein- staklinga af erlendum uppruna og upplýsingar um að ráðist sé að fólki af þeim sökum séu áhyggjuefni. „Þetta er sá hópur sem er hvað viðkvæmastur í okkar samfélagi. Fólk sem er að reyna að fóta sig á Ís- landi, býr kannski við erfiðar að- stæður, hefur ekki vinnu eða talar ekki íslensku. Ég hef áhyggjur af þeim hópi. Ef þeir skynja að þeir séu ekki velkomnir hingað þá skapast alls konar vandamál.“ Ofbeldið alvarlegra en áður  Margir slegnir óhug eftir birtingu myndbands þar sem hópur réðst á ungling  Nýr veruleiki að of- beldi sé deilt á samfélagsmiðlum  Alvarlegt ef árásin tengist afstöðu til útlendinga  Málið í rannsókn Óhugnanlegt Hópur unglingspilta réðst á fjórtán ára dreng í Hamraborg í Kópavogi. Árásin var tekin upp á síma. Inga Dóra Sigfúsdóttir „Þessi sorglegi og hræðilegi atburður er sannarlega tilefni til að ræða al- varlega en á yfirvegaðan hátt við börnin okkar,“ segir í yfirlýsingu á Face- booksíðu Heimilis og skóla. Fjölmargir hafa tjáð sig um árásina og myndbandið. Samfok, Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, brýna sömuleiðis fyrir foreldrum að ræða við börnin: „Við biðjum foreldra að ræða þessi mál við börnin sín og gera þeim grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingarnar geta orðið af svona árás.“ Alexandra Briem varaborgarfulltrúi furðar sig á aðgerða- leysi viðstaddra: „Hvernig er hægt að standa hjá og gera ekkert þegar svona á sér stað? Ég skil ekki hvernig fólk getur látið berja barn fyrir framan sig án þess að gera eitthvað í því … a.m.k. hringja í lögreglu ef fólk treystir sér ekki í meira.“ Af hverju gerði enginn neitt? FORELDRAR HVATTIR TIL AÐ RÆÐA VIÐ BÖRNIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.