Morgunblaðið - 22.02.2020, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.02.2020, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020 Þrif Salka Valka við Skólavörðustíg hugar vel að hreinlæti hátt og lágt, að innan sem utan. Eggert Flestir Eistar vita vel að Ísland var fyrsta landið sem við- urkenndi sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens 22. ágúst 1991. Ísland gekk þá á undan með góðu fordæmi og minnti um leið á mikilvægi þess að standa vörð um alþjóðalög og sameiginleg grunngildi. Samstarf ríkjanna og virk þátttaka þeirra í alþjóðlegu samstarfi hefur alla tíð síðan grundvallast á þessum meginreglum. Ríkin eru bæði dygg aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og leggja sitt af mörkum á alþjóðavettvangi. Eistland situr nú í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Ísland var kjörið til setu í mannréttinda- ráðinu til ársloka 2019. Borg- aralegir sérfræðingar frá Íslandi sem starfa hjá Atlantshafs- bandalaginu í Eistlandi og Litháen eiga þátt í að efla varnir Eystra- saltsríkjanna. Á móti miðla þau til Íslands mikilvægri þekkingu á netvörnum og hvernig bregðast má við falsfréttum og tryggja upp- lýsingaöryggi. Um áramótin tók Eistland við keflinu af Íslandi og leiðir nú sam- vinnu Norðurlanda og Eystra- saltsríkja (NB8). Samband Norð- urlandanna og Eystrasaltsríkjanna er náið og tækifærin mörg til að efla sam- starfið enn frekar. Ýmis tækifæri liggja á sviði gagnaskipta, raf- rænna lausna og netöryggis en reynsla Eistlands af stafrænni stjórnsýslu sýnir hvernig snjallar tæknilegar útfærslur geta örvað hagvöxt og einfaldað viðskipti. Ís- land, Finnland og Færeyjar eiga nú þegar í samstarfi við Eistland um þróun gagnaskipta sem með tíð og tíma gætu náð til hinna samstarfsríkjanna. Ísland gegnir formennsku í norðurskautsráðinu um þessar mundir og leggur þar áherslu á lífríki hafsins, loftslag og grænar orkulausnir, og fólk og samfélög norðurslóða. Þá er lögð áhersla á að efla samstarf innan ráðsins sjálfs og út á við enda hefur þró- unin á norðurslóðum víðtæk áhrif annars staðar, til dæmis í Eist- landi. Eistland sækist eftir áheyrnaraðild í norðurskauts- ráðinu og vill leggja sitt af mörk- um til sjálfbærrar þróunar, ekki síst með framlagi til heim- skautarannsókna. Öll þessi mál- efni voru til umræðu á fundi okkar í Tallinn í vikunni. Þótt atburðir ársins 1991 séu vel þekktir eru færri meðvitaðir um þá staðreynd að þjóðirnar tvær fengu báðar sjálfstæði árið 1918. Á þessari rúmu öld hefur samband þjóðanna vaxið og dafn- að, ekki síst undanfarna þrjá ára- tugi. Sú vinátta endurspeglast í vaxandi fjölda ferðamanna og kröftugum menningartengslum, sérstaklega á sviði tónlistar. Í ár ætla eistnesk stjórnvöld að veita þeim einstaklingum sem hafa látið að sér kveða í samstarfi Norð- urlanda og Eystrasaltsríkjanna viðurkenningu og er unnið að því að setja á fót norræn-baltnesk verðlaun sem stuðli að enn virkara samstarfi. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson og Urmas Reinsalu » Samstarf Íslands og Eistlands og þátt- taka þeirra í alþjóðlegri samvinnu hefur ávallt grundvallast á varð- stöðu um alþjóðalög og sameiginleg grunngildi. Guðlaugur þór Þórarson Guðlaugur Þór er utanríkisráðherra Íslands. Urmas Reinsalu er utanrík- isráðherra Eistlands. Aldarlöng vinátta Eistlands og Íslands Urmas Reinsalu Samtök iðnaðarins og Samál hafa nú um nokkurt skeið staðið í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum í eigu almennings á sama tíma og Rio Tinto, aðildarfyr- irtæki þeirra, reynir að fá lækkað raf- orkuverð. Reynt er að halda því að almenningi að Ísland sé ekki „land endurnýjanlegrar orku“ og tilraunir gerðar til að koma í veg fyrir að orkufyrir- tækin geti aukið verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag með þátt- töku í viðskiptum með upp- runaábyrgðir. Kerfi um upprunaábyrgðir raf- orku og losunarheimildir vegna mengunar eru tvö aðskilin kerfi. Annað, svokallað ETS-los- unarkerfi, er íþyngjandi óvalkvætt kerfi fyrir fyrirtæki sem valda mikilli losun gróður- húsalofttegunda. Hitt kerfið, uppruna- ábyrgðakerfið, er val- kvætt fyrir notendur raforku sem vilja láta gott af sér leiða og styðja við endurnýj- anlega orkuvinnslu. Málflutningur sam- takanna í þessu máli einkennist af ítrek- uðum rangfærslum og vill Landsvirkjun því spyrja samtökin fimm einfaldra spurninga. Spurning 1 SI staðhæfa á vef sínum: „Und- anfarin átta ár hafi íslensk orku- fyrirtæki getað selt svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evr- ópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum.“ Spurt er: Geta SI nefnt dæmi um kolaorku- eða kjarnorkuver í Evrópu sem hafa getað nýtt sér íslenskar upprunaábyrgðir til þessa að bæta ímynd sína? Spurning 2 SI staðhæfa: „Sala uppruna- ábyrgða úr landi skaðar ímynd Ís- lands.“ Spurt er: Geta SI bent á ein- hvern skaða sem hefur orðið á ímynd Íslands? Spurning 3 SI halda því fram að þátttaka í upprunaábyrgðakerfinu hafi nei- kvæð áhrif á ímynd Íslands og spyrja: „Hver vill ekki selja fisk frá kolefnishlutlausu landi?“ Spurt er: Geta SI svarað því hvernig viðskipti með upp- runaábyrgðir geti haft áhrif á kol- efnishlutleysi Íslands? Öll raforka sem er framleidd á Íslandi er endurnýjanleg og upp- runaábyrgðir breyta þar engu um. Ísland er og verður „land endur- nýjanlegrar orku,“ óháð þátttöku í kerfinu og allir geta stoltir selt fisk og vörur frá landi endurnýj- anlegrar orku. Þegar Ísland verð- ur kolefnishlutlaust í framtíðinni bætist sú staðreynd við þá já- kvæðu ímynd landsins. Spurning 4 Telja SI að alþjóðleg stórfyr- irtæki eigi að borga það sama fyr- ir græna þátt raforkunnar á Ís- landi og þau greiða í öðrum löndum? Frá því að Íslendingar byrjuðu að nýta raforku fyrir orkufrekan iðnað hafa vonir okkar staðið til að endurnýjanlega orkan okkar hefði sérstök verðmæti sem ein- hver væri tilbúinn að greiða sér- staklega fyrir. Það hefur nú loks raungerst. Verðmætin eru mikil, þó óvissu sé háð hversu mikil. Áætlanir benda til að þau gætu á næstu 10 árum numið 20-30 millj- örðum. Vegna aukinnar vitundar um mikilvægi loftslagsmála um allan heim gæti þessi upphæð orð- ið mun hærri. Spurning 5 Innan Samtaka iðnaðarins eru 1.400 fyrirtæki og aðildarfélög. Yf- ir 99% þeirra fá í dag upp- runavottaða endurnýjanlega orku frá sínum raforkusala. Er það með samþykki meiri- hluta aðildarfyrirtækjanna að samtökin beiti sér fyrir því að ís- lenska þjóðin gefi nokkrum alþjóð- legum stóriðjufyrirtækjum 20-30 milljarða á næstu 10 árum? Eftir Hörð Arnarson » Öll raforka sem er framleidd á Íslandi er endurnýjanleg og upprunaábyrgðir breyta þar engu um. Ísland er og verður „land endur- nýjanlegrar orku,“ óháð þátttöku í kerfinu. Hörður Arnarson Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar og var varaformaður Samtaka iðn- aðarins og stjórnarmaður til 6 ára. Hverra hagsmuna gæta Samtök iðnaðarins? – Fimm spurningar til samtakanna Umræða um sjávar- útveg festist oft í hjól- förum og spólar þar án nokkurs sjáanlegs ár- angurs. Þessari stöðu má vonandi breyta, enda má ganga út frá því að allir sem láti sig sjávarútveg varða vilji þar leggja gott til. Nú er það sem betur fer svo að flest álitamál má leysa með samtali, enda leiðir það til þess að skilningur manna á við- horfum hver annars verður betri. Sum mál virðast þó þess eðlis, því miður, að sama hvað gert er og sagt; enginn er skilningurinn og engin leið augljós úr ógöngum. Það er ekki gott og sjávarútvegurinn hefur ekki farið varhluta af þessu. Þar er ekki við einn að sakast og þessi staða er síst ný af nálinni. Það þýðir hins vegar ekki að henni megi ekki breyta. Henni verður einfaldlega að breyta. Sjávarútvegur stendur frammi fyrir ýmiss konar áskorunum og mikilsháttar breyt- ingum í umhverfinu. Það er því mikilvægt að okkur takist að auka samtalið um atvinnu- greinina, hlusta á hvert annað og reyna að skilja betur ólík við- horf. Það verkefni stendur nú fyrir dyr- um. Boðað hefur verið til fjögurra opinna funda um málefni sjáv- arútvegsins, sá fyrsti verður miðvikudaginn 26. febrúar í Mess- anum, við hliðina á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Þeir sem kjósa að taka daginn snemma eru velkomnir í morgunmat klukkan 8.30, en sjálfur fundurinn hefst klukkan 9.00. Fund- inum verður einnig streymt á Fés- bókarsíðu SFS. Þessi fyrsti fundur ber yfirskriftina „Hvernig getum við aukið gagnsæi í sjávarútvegi? Þeir þrír fundir sem á eftir koma, munu fjalla um (i) hvernig gera megi betur í umhverfismálum, (ii) fiskveiðistjórn- unarkerfið og hverju það geti skilað til samfélagsins og (iii) hvernig megi auka nýsköpun í sjávarútvegi. Fund- irnir verða alla miðvikudagsmorgna næstu vikur, þeir hefjast allir á sama tíma og verða á sama stað. Á þessum fundum vilja SFS leggja sitt af mörkum til að reyna að þoka málefnum sjávarútvegs upp úr hjól- förunum. Við ætlum að hlusta á fólk úr ólíkum áttum, heyra um nýjar hugmyndir, aðra nálgun og vonandi tekst okkur að hvetja til gagnlegs samtals. Við höfum því boðið til þess- ara funda og vonumst til þess að eiga uppbyggileg skoðanaskipti og hrein- skiptar umræður um sjávarútveg. Ég vona að sem flestir mæti til funda við okkur og taki þannig þátt í að móta íslenskan sjávarútveg til framtíðar. Samtal um sjávarútveg skerpir skilninginn Eftir Heiðrúnu Lind Marteins- dóttur » Við höfum því boðið til þessara funda og vonumst til þess að eiga uppbyggileg skoðanaskipti og hreinskiptar umræður um sjávarútveg. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.