Morgunblaðið - 22.02.2020, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 22.02.2020, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020 ✝ Ólöf SjöfnGísladóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 30. nóvember 1936. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Lundi 11. febrúar 2020. Foreldrar Ólafar Sjafnar voru Unnur Ólafs- dóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 10.7. 1915, d. 27.7. 1975 og Gísli Jakobsson, bakari í Reykjavík, f. 22.12. 1913, d. 26.12. 1993. Ólöf var elst 6 systkina: Gunn- laugur Hafsteinn, f. 1937, Guð- björg, f. 1940, Þorsteinn, f. 1947, Gísli, f. 1955 og Guðrún Indíana, f. 1957. Ólöf giftist 8.8. 1954 Pétri Konráðs Hjálmssyni, fyrrv. ráðunaut Búnaðarsambands Ísl., f. 24. ág. 1929, d. 2. okt. 2011. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Sigríður Síta, f. 1955, maki Hilmar Þór Óskarsson, f. 1971. Börn frá fyrra hjóna- bandi með Hafþóri Kristjáns- syni: a) Linda Björk, f. 1975, börn: Kolbrún Ósk, Eyvindur Ernir, Margrét María og Krist- ófer Orri. b) Pétur Þór, f. 1977, maki Helga Ósk Egg- ertsdóttir, börn: 1) Embla Ósk, maki Katarina Haaland Olsen, urðar Gunnarssonar, f. 1962, d. 2012 (skilin), eru: a) Orri, f. 1985, b) Hróðmar, f. 1991, maki Ingibjörg Elsa Turchi, c) Ívar, f. 1994, maki Hringur Á. Sigurðsson. Ólöf Sjöfn, alltaf kölluð Dúdda, ólst upp í Vest- mannaeyjum hjá ömmu sinni og afa frá 4 til 12 ára aldurs. Eftir gagnfræðaskóla vann hún sem aðstoðarkona á tann- læknastofu. Dúdda var heima- vinnandi fyrstu hjúskaparárin, 1971 hóf hún störf í útibúi Búnaðarbanka Íslands, fyrst sem gjaldkeri og síðar skrif- stofustjóri allt þar til hún fór á eftirlaun 2003. Dúdda hafði fallega sópranrödd og söng í mörgum kórum, að ógleymd- um Kátum systrum, kvartett skipaður fjórum ungum kon- um, þær sömdu flesta sína texta sjálfar og skemmtu á hinum ýmsu uppákomum í Mosfellssveit. Dúdda var góður penni og hafði alltaf löngun til að skrifa, hún tók kúrsa í rit- list við HÍ eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá FB 2001. Hún skrifaði mest fyrir skúff- una en eftir hana liggja bæði ljóð og frásagnir. Pétur og Dúdda ferðuðust mikið saman bæði innan lands og utan, löngu áður en það var algengt að fólk væri að ferðast erlend- is sér til skemmtunar. Þau spiluðu golf og gerðu það svo lengi sem heilsa og kraftar leyfðu. Útför Ólafar Sjafnar fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 22. febrúar 2020, kl. 13. dóttir þeirra Alma Ósk, 2) Askur Þór, c) Ingi Karl Sigríð- arson, f. 1982, maki Guðbjörg Gunnlaugsdóttir. Börn Inga Karls og Rósu Drafnar Guðgeirsdóttur: Sigríður Karen og Guðgeir Rúnar. Fyrir átti Ingi Karl Telmu Líf. Guðbjörg á þrjú börn. 2) Unn- ur, f. 1957, maki Gunnar Bene- diktsson, f. 1956, d. 2017, syn- ir: a) Atli Örn, f. 1979, maki Lilja R. Oddsdóttir, b) Gunnar Snær, f. 1983, maki Helga Finnsdóttir, börn: Brynjar, Örvar og Ólöf Bryndís, c) Ey- þór Ingi, f. 1985, maki Svan- laug Birna Sverrisdóttir, synir: Gunnar Freyr og Stefán Óli, d) Örvar, f. 1992, maki Helga Jóna Gylfadóttir, börn Krist- ófer Ingi og Sóldís Rós, e) drengur andvana fæddur 1995. 3) Hjálmur. f. 1959, maki Halla Gunnarsdóttir, f. 1966, börn: a) Hildur, f. 1987, maki Bjarni A. Hjaltason, börn: Aron Gunnar og Eygló, b) Hjálmur, f. 1989, maki Ída Bjarnadóttir, sonur Pétur, c) Hugrún, f. 1993, son- ur Óðinn Pétur. 4) Guðrún, f. 1961, hennar synir og Sig- Höggvið er hið fyrsta skarð í systkinahópinn við andlát systur minnar Ólafar Sjafnar – eða Dúddu eins og hún var alltaf kölluð. Áleitin verður myndin af fallegri og glaðværri konu þar sem ávallt var að finna skjól og systurkærleika í sinni fegurstu mynd. Þær birtast minningarn- ar frá vistinni hjá Dúddu og Pétri Hjálmssyni með frænd- systkinum í Mosfellssveit og á Úlfljótsvatni þar sem ævintýri voru við hvert fótmál. Þau Dúdda og Pétur voru náin og lífsglöð, en saman deildu þau áhuga á hestum og útreiðum auk þess sem söngur skipaði sinn sess í lífi þeirra. Það má segja að þau hafi verið með sveitablóð í æðum en eftir bú- setu á Úlfljótsvatni og í Mos- fellsbæ þá fluttu þau á Flúðir þar sem þau bjuggu lengi. Það var Dúddu þungbært þegar Pét- ur maður hennar féll frá árið 2011, en síðustu árin dvaldi hún á Lundi, hjúkrunarheimilinu á Hellu. Mitt eigið lífslán er að njóta góðra systkina og um allnokkurt skeið má segja að ég hafi verið eitt af börnum þeirra Dúddu og Péturs og til sanns vegar má færa að það hafi í þroska og uppvexti haft mótandi og já- kvæð áhrif með safni fallegra minninga. Það hefur eflaust reynt á þolinmæði og þraut- seigju að sinna fjórum fjörugum börnum að viðbættum fyrirferð- armiklum bróður, en aldrei var því mætt nema með hlýju og kærleik. Sameiginlega héldu Dúdda og Pétur þétt utan um fjölskylduna og síðar á lífsleið- inni barnabörnin. Þar kann að hafa sagt til sín reynsla Dúddu, sem var fyrstu æviár sín í fóstri í Vestmannaeyjum þar sem hún var fædd. Hin síðari ár voru henni hugleikin árin í Eyjum, áður en hún flutti til foreldra okkar og vera kann að sú æsku- reynsla hafi að hluta mótað þá miklu alúð sem hún bjó yfir í uppeldi barna sinna. Á lífsleið- inni nutum við systkinin ekki síður mildrar leiðsagnar Dúddu, hlýju hennar og stuðnings. Á kveðjustund eru þær verðmætu minningar efstar í huga frá ferðalagi okkar um fjölbreytt líf- ið með þessari góðu og glæsi- legu stóru systur. Eftir að Pétur féll frá dró ský fyrir sólu í hjarta Dúddu, en áfram yljuðu henni börn, barna- börn og barnabarnabörn, sem hvert um sig búa að hæfileikum og dugnaði sem glöddu hana mikið. Síðustu ár var þó ljóst að þrek hennar og lífsneisti kuln- uðu og aldurinn saxaði sífellt á lífsgæðin með hugarþoku sem þurrkaði út minni og minningar. En gamlir textar frá söngárum voru þó enn til staðar og heim- sóknir með harmoniku leiðin að hjarta hennar. „Kvöldið er fag- urt ...“ lifði ávallt með henni, en sá texti og lag átti sinn eilífa sess í huga hennar. Þar birtust henni minningar frá mörgum ljúfum og hamingjuríkum sam- verustundum með Pétri og varpaði blíðu ljósi á ást þeirra hjóna. Nú er lífssól systur minnar sest, en áfram búa með okkur hlýjar og góðar minningar lið- inna daga. Kveðja til hennar er því grunduð á djúpu þakklæti og ást, sem lifa mun til hinsta dags. Megi minningin um Dúddu lifa og ylja okkur um ókomin ár. Gísli Gíslason. Í dag kveð ég góða vinkonu og fyrrverandi samstarfsfélaga, Dúddu eins og hún var ávallt kölluð. Hún og Pétur maðurinn hennar bjuggu í sömu götu og ég í uppvextinum. Það tókst með fjölskyldunum góð vinátta þegar þau fluttu í Markholtið á sjöunda áratugnum og voru þau mömmu stoð og stytta þegar hún varð ekkja með fjögur ung börn. Lára systir sem var yngst okkar systkina átti þar sitt ann- að heimili og naut þar góðs at- lætis sem og við hin systkinin, og sem unglingur átti ég góðan vin í Dúddu og gat leitað til hennar með mín „unglingamál“ og fengið ráð og klapp á bakið. Leiðir okkar Dúddu lágu aftur saman þegar ég hóf ung störf í Búnaðarbankanum en þar kenndi hún mér réttu handtökin og gaf engan afslátt. Mér þótti alla tíð gott að vinna með henni og hún var mér afar kær og mikill vinur. Við leiðarlok votta ég ástvinum hennar samúð mína – góða ferð í sumarlandið mín kæra og berðu kveðju mína. Þér ég þakka vináttu og góðar stundir, hlýja hönd og handleiðslu, okkar stundir saman. Bjartar minningar lifa ævina á enda. Margrét Þóra. Ólöf Sjöfn Gísladóttir Elsku amma. Til þín ég hugsa, staldra við. Sendi ljós og kveðju hlýja. Bjartar minningarnar lifa ævina á enda. (HÓl.) Elsku amma, Guðríður Árna- dóttir eða „amma í Kópa“ eins og við kölluðum hana, er komin í sumarlandið. Það sem ég átti margar góðar stundir með henni í gegnum ár- in. Hún var seig, hlý en ákveðin og hafði skoðanir. Hún var list- ræn, gat málað og spilað á gítar, veiðikló og ótrúlega heppin í spilum. Amma spilaði mínígolf með góðum árangri enda kapp- söm kona, horfði á fótbolta og leysti krossgátur. Hún ferðaðist mikið bæði hérlendis sem og er- lendis meðan heilsan leyfði. Þegar við spjölluðum saman Guðríður Árnadóttir ✝ GuðríðurÁrnadóttir fæddist 22. október 1930. Hún andaðist 14. febrúar 2020. Útför Guðríðar fór fram 21. febr- úar 2020. spurði hún mig æv- inlega hvernig ég hefði það og hrós- aði mér fyrir hvað ég stæði mig vel. Hún studdi mig gegnum erfiða tíma og klappaði mér á bakið þegar þurfti að herða mig upp. Amma sagði mér hvað henni fannst. Í henni bjó ótrú- legur styrkur og seigla sem mig langar að segja að ég hafi fengið frá henni. Takk elsku amma fyrir allt. Hulda Ólafsdóttir. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald. hinum megin birta er. (Sigurður Kristófer Pétursson) Gauja föðursystir mín var yngst í fjögurra systkina hópi og hún kveður líka síðust. Á ní- tugasta aldursári var hún orðin södd lífdaga og hafði þráð hvíld- ina eilífu. Á kveðjustundu leita á mann minningar frá liðinni tíð og þótt samverustundirnar hafi orðið býsna strjálar hin síðari ár, sem er dæmigert fyrir hrað- ann í nútímasamfélagi, var sam- gangur milli fjölskyldnanna miklu meiri hér áður fyrr. Frá því ég frétti að Gauja hefði feng- ið áfall fyrir um hálfum mánuði og væri komin í líknandi með- ferð hafa fjölmargar minningar rifjast upp og leitað á hugann. Sérstaklega hefur það runnið upp fyrir mér hvað þau voru lík, pabbi minn og Gauja. Ekki bara í útliti heldur líka í háttum og lunderni og þau voru býsna ná- in, ekki síst á yngri árum. Það var ekki gauragangurinn í kringum þau, svo róleg og yf- irveguð og seinþreytt til vand- ræða, en gátu þó verið þung á brún ef því var að skipta. Þó man ég eftir að pabbi talaði um að Gauja hefði verið svo kátur krakki. Þau voru af verkafólki og sjómönnum komin, ættuð undan Jökli og þar hófu afi minn og amma búskap undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. En lífs- baráttan og sókn eftir vinnu ollu því að þau fluttu á mölina með eldri synina tvo, en í Reykjavík komu svo bæði pabbi og Gauja í heiminn. Gauja fæddist að segja má beint inn í kreppuna miklu og það var ekki alltaf mikla vinnu að hafa á heimilinu á þess- um árum og þar af leiðandi ekki úr miklu að moða. Það var í raun ekki fyrr en með Bretavinnunni í síðari heimsstyrjöldinni sem hagur fjölskyldunnar fór örlítið batnandi. Gauja og bræður hennar ólust því upp við að fara sparlega með og nýta alla hluti sem best, nokkuð sem þau bjuggu að alla tíð. Ég man vel eftir því að fyrir margt löngu, þegar Gauja dvaldi um tíma á æskuheimili mínu með börnin sín, þá gátu nú verið ærsl og læti, en alltaf hélt Gauja ró sinni og yfirvegun. Líf- ið fór þó ekki alltaf mjúkum höndum um hana Gauju og hún mátti t.d. sjá á eftir tveimur sonum sínum á miðjum aldri. En hún var þrautseig og stóð vel fyrir sínu. Gauja var afskap- lega hlý manneskja og skemmti- lega kímin og það var alltaf stutt í brosið. Hún lét sig varða fólkið í kringum sig og spurði fregna af skyldfólkinu og afkomendum, sem minnast hennar með virð- ingu og þökk. Síðast hitti ég Gauju fyrir um tveimur mánuðum í jarðarför Steinars bróður míns. Hún lagði mikið á sig til að geta komið og verið viðstödd en það fór ekki milli mála að það var dregið af henni. Að hennar tími var ekki langt undan. Ég á þess því miður ekki kost að fylgja Gauju frænku síðasta spölinn. En henni fylgja góðar óskir inn í sumarlandið og þakk- læti fyrir væntumþykju og tryggð alla tíð. Börnum hennar, tengdabörnum, ömmubörnum og langömmubörnum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Gauja frænka er kært kvödd. Árni Þór Sigurðsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA KATRÍN HANSDÓTTIR sem lést sunnudaginn 9. febrúar, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 24. febrúar klukkan 13. Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir Már Guðmundsson Indriði Þorkelsson Anna María Soffíudóttir Valdís Brynja Þorkelsdóttir barnabörn og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG HÓLM VIGFÚSDÓTTIR, Grundarstíg 9, Sauðárkróki, lést á HSN, Sauðárkróki, 17. febrúar. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 6. mars klukkan 14. Ásta Einarsdóttir Guðmundur Valdimarsson Jóhannes Jóhannesson Sveinfríður Jónsdóttir Jenný Eiðsdóttir Sigurður Gunnlaugsson Ágúst Eiðsson barnabörn og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JYTTE KAREN MICHELSEN, Brúnavegi 13, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sandra Díana Georgsdóttir Guðjón Rúnarsson Edda Marianne Michelsen barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir mín, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hákotsvör 1, Garðabæ, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 1. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Reynir Guðbjörnsson Einar S. Reynisson barnabörn og barnabarnabörn Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR SIGHVATSSON prentsmiður, lést á Hrafnistu í Reykjavík 11. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vitatorgs fyrir framúrskarandi og alúðlega umönnun. Ívar Hauksson Ana Moltó Pelegrin Kolbrún Hauksdóttir Egill Ragnars Guðjohnsen Brynja Hauksdóttir Bjarki Pétursson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.