Morgunblaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020
Það er eitthvað svo galið að
hugsa til þess að landslið séu
ekki alltaf skipuð bestu leik-
mönnunum sem völ er á. Ís-
lenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu mætir Rúmeníu í umspili
um laust sæti á lokakeppni EM
2020 í lok mars á Laugardals-
velli. Það yrði ansi steikt ef Gylfi
Þór Sigurðsson og Jóhann Berg
Guðmundsson fengju ekki leyfi
frá félagsliðum sínum til þess
að taka þátt í leiknum.
Það væri enn þá steiktara ef
aðrir atvinnumenn liðsins fengju
ekki heldur leyfi til þess að taka
þátt í leiknum og að endingu
kæmi það í hlut bestu leik-
manna Pepsi Max-deildarinnar
að halda uppi heiðri Íslands í
leiknum. Hvað myndi handbolta-
landsliðið okkar gera ef leik-
menn sem spila í Meistaradeild-
inni fengju ekki að taka þátt í
undankeppni EM?
Þetta hljómar fráleitt en
svona er þetta í körfuboltanum.
Leikmenn sem spila með liðum
sem eru annaðhvort í Evr-
ópudeildinni eða Evrópubik-
arnum fá ekki leyfi til þess að
taka þátt í landsliðsverkefnum
og þannig hefur það verið lengi.
Evrópskir leikmenn sem spila í
NBA-deildinni fá ekki leyfi til
þess að fljúga heim í landsliðs-
verkefni en það er kannski skilj-
anlegra, enda leikaálagið gríð-
arlegt í NBA-deildinni.
Flestar íþróttahreyfingar virð-
ast dansa í nokkrum takti með
þetta nema körfuboltinn. Þjálf-
arar stærstu liðanna í fótbolt-
anum hafa hins vegar löngum
kvartað yfir meiðslum og leikja-
álagi leikmanna sinna í lands-
leikjahléum. Stærstu liðin hafa
hótað því að meina leikmönnum
sínum að taka þátt í landsliðs-
verkefnum. Vonandi gerist það
aldrei enda eiga bestu íþrótta-
mennirnir alltaf að vera til taks
fyrir land og þjóð.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
HM 2023
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Þegar allt kemur til alls þá held ég
að við getum bara vel við unað eftir
þessi úrslit, þrátt fyrir tap,“ sagði
Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrverandi
landsliðsþjálfari Íslands í körfu-
knattleik og núverandi þjálfari Þórs
frá Þorlákshöfn, í samtali við Morg-
unblaðið þegar hann var spurður út í
fyrsta leik Íslands gegn Kósóvó í
forkeppni heimsmeistaramótsins í
Pristína í Kósóvó á fimmtudaginn.
Íslenska liðið tapaði leiknum með
tveggja stiga mun, 80:78, en Ísland
leikur í B-riðli forkeppninnar ásamt
Kósóvó, Lúxemborg og Slóvakíu
sem íslenska liðið mætir einmitt í
öðrum leik sínum í forkeppninni í
Laugardalshöll á morgun.
„Það er alltaf erfitt að fara á þess-
ar slóðir og þó svo að Kósóvó sé með
tiltölulega nýtt landslið þá eru þarna
leikmenn sem hafa spilað hér og þar
áður. Maður var þess vegna hæfi-
lega bjartsýnn fyrir þennan leik og
það bætti auðvitað ekki úr skák að
margir af okkar bestu leikmönnum í
gegnum árin voru ekki með. Það var
hins vegar mjög jákvætt að sjá aðra
leikmenn stíga upp og taka við kefl-
inu. Með smáheppni hefðum við
klárlega getað unnið leikinn en
tveggja stiga tap á erfiðum útivelli
ætti að gefa okkur ágætis trú upp á
framhaldið að gera í þessum riðli.“
Tryggvi Snær Hlinason var eini
atvinnumaðurinn sem lék með
landsliðinu í Kósóvó en annars var
íslenska liðið skipað leikmönnum
sem spila allir á Íslandi.
„Þarna voru leikmenn sem hafa
fengið smá smjörþef af landsliðinu
og verið með í ákveðnum verkefnum.
Það eru leikmenn þarna sem hafa
sýnt það í gegnum tíðina að þeir geta
dottið niður á mjög góða leiki þegar
sá gállinn er á þeim. Maður var að
sjálfsögðu að vonast til þess að það
myndi gerast og ég var mjög ánægð-
ur að sjá innkomu þessara leik-
manna í gær sem hafa verið í tak-
mörkuðum eða nánast engum
hlutverkum þannig lagað með lands-
liðinu í gegnum tíðina.“
Bjartsýnn fyrir sunnudaginn
Þjálfarinn viðurkennir fúslega að
það sé eftirsjá að sterkustu leik-
mönnum landsins sem voru ann-
aðhvort meiddir eða fengu ekki leyfi
hjá félagsliðum sínum til þess að
taka þátt í landsleikjaverkefnunum.
„Vissulega munar um okkar at-
vinnumenn, sér í lagi þar sem við er-
um fámenn þjóð, og við finnum því
mjög vel fyrir öllum skakkaföllum.
Ef við förum tuttugu ár aftur í tím-
ann þá hafa þessir stóru Evrópuleik-
menn sem spila sem dæmi í NBA-
deildinni ekki fengið leyfi til þess að
fara í landsliðsverkefni með sínum
þjóðum. Evrópudeildin og nú síðast
Evrópubikarinn eru bara sérbatterí
utan FIBA og það hefur verið hálf-
gert stríð þar á milli undanfarin ár.
Talandinn hjá Evrópudeildinni og
Evrópubikarnum hefur verið í þá
áttina að það séu bara leikdagar í
keppninni þegar þessir landsliðs-
gluggar eru í gangi sem er auðvitað
bagalegt fyrir íslenska landsliðið.
Þetta er mikið og stórt mál og það er
erfitt að útskýra það í stuttu máli en
maður lifir hins vegar í voninni um
að þetta breytist einhvern tímann og
þeir leikmenn sem spila sem dæmi í
Evrópudeildinni og Evrópubik-
arnum fái á endanum leyfi til þess að
taka þátt í landsliðsverkefnum. Eins
og staðan er í dag sé ég það samt
ekki gerast í náinni framtíð.“
Slóvakar, mótherjar Íslands á
morgun, byrjuðu forkeppnina vel og
unnu átta stiga sigur gegn Lúx-
emborg í Bratislava, 73:65, en Frið-
rik Ingi telur möguleika Íslands
góða gegn Slóvökum.
„Það hefur verið talsvert jafnræði
með Íslandi og Slóvakíu á und-
anförnum árum. Liðin hafa skipst á
að vinna hvort annað í gegnum tíð-
ina en það leikur enginn vafi á því í
mínum huga að við eigum að geta
unnið þá á okkar heimavelli. Ég er
þess vegna bjartsýnn fyrir leikinn
um helgina og ef við ætlum okkur
upp úr þessum riðli þá er þetta leik-
ur sem við verðum að vinna. Það
gera sér allir grein fyrir mikilvægi
leiksins og vonandi geta strákarnir
byggt ofan á góða frammistöðu gegn
Kósóvó á sunnudaginn kemur.“
Breytist vonandi með tíð og tíma
Margt jákvætt við leikinn í Kósóvó
Bjartsýnn á sigur gegn Slóvakíu
Ljósmynd/FIBA
Troðsla Tryggvi Snær Hlinason er eini atvinnumaðurinn í íslenska hópnum.
Margt besta frjálsíþróttafólk lands-
ins verður með á Meistaramóti Ís-
lands innanhúss sem fer fram í
Kaplakrika í Hafnarfirði í dag og á
morgun. Þar verða meðal annars
Hafdís Sigurðardóttir sem er sigur-
strangleg bæði í langstökki og 60 m
hlaupi, hástökkvarinn bráðefnilegi
Kristján Viggó Sigfinnsson sem
þegar hefur stokkið 2,13 metra þó
hann sé aðeins 16 ára og sprett-
hlaupararnir Ari Bragi Kárason og
Juan Ramon Borges, ríkjandi Ís-
landsmeistari, sem gætu háð mikið
einvígi í 60 m hlaupi karla.
Meistaramótið
í Kaplakrika
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Öflug Hafdís Sigurðardóttir er lík-
leg til afreka um helgina.
Tveir sannkallaðir stórleikir í ensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu fara
fram í dag þegar fjögur af fimm efstu
liðunum mætast innbyrðis. Á Stam-
ford Bridge verður José Mourinho,
fyrrverandi stjóri Chelsea, í heimsókn
með lið Tottenham en liðin eru í
fjórða og fimmta sætinu og leikurinn
hefst kl. 12.30. Hann er sýndur beint á
mbl.is. Síðdegis tekur svo Leicester,
sem er í þriðja sæti, á móti Manchest-
er City, sem er í öðru sæti. Í stórleik
sunnudagsins tekur Arsenal á móti
Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í
Everton klukkan 16.30.
Mourinho mætir
á fornar slóðir
AFP
London José Mourinho er
andstæðingur Chelsea í dag.
ÍSHOKKÍ
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ísland verður í hlutverki gestgjafa
þegar 2. deild heimsmeistaramóts
kvenna í íshokkí hefst á morgun. Ís-
land er í B-riðli og verða leikir riðils-
ins spilaðir í Skautahöll Akureyrar.
Sarah Smiley, fyrirliði Skauta-
félags Akureyrar og landsliðsins, er
spennt fyrir mótinu, en fyrsti leikur
Íslands er gegn Ástralíu annað
kvöld klukkan 20.
„Ekki spurning. Það er ekki á
hverjum degi sem maður fær að
spila á svona móti á heimavelli, svo
ég er mjög svo spennt,“ sagði hún í
samtali við Morgunblaðið.
Liðið hefur æft saman síðustu vik-
una og fór m.a í æfingaferð til Sví-
þjóðar, sem gekk vel.
„Við erum búnar að vera saman í
viku. Síðustu helgi vorum við í Sví-
þjóð að spila tvo æfingaleiki og við
unnum þá báða. Við komum heim
fyrir tveimur dögum og núna erum
við á hóteli rétt utan við Akureyri og
við fáum tækifæri til að einbeita
okkur að okkar verkefni. Við höfum
verið að æfa einu sinni til tvisvar á
dag síðustu daga. Undirbúningurinn
er búinn að vera góður.“
Gott að þekkja alla
Sarah segir það mikinn kost að
vera á heimavelli. „Það er alltaf
þægilegt. Við getum borðað það sem
við erum vön að borða og það eitt
breytir ýmsu fyrir leikmenn. Margir
leikmenn í hópnum eru vanir að
spila á Akureyri og þar þekkja þær
alla. Okkur líður vel heima hjá okk-
ur.“
Ásamt Íslandi eru Ástralía, Tyrk-
land, Úkraína, Nýja-Sjáland og Kró-
atía í riðlinum. Sigurliðið fer upp um
deild og leikur í A-riðli 2. deild-
arinnar á næsta ári. Sarah segir það
ekki endilega markmiðið að fara
upp.
„Við erum að reyna að hugsa ekki
um sérstakt markmið á þessu móti
heldur erum við að hugsa til lengri
tíma. Ef okkur gengur vel á þessu
móti er það ákveðinn plús. Við ein-
beitum okkur að því að verða betra
lið á þessu móti. Við erum búnar að
æfa vel saman.“
Allir klárir í slaginn
Allir sterkustu leikmenn Íslands
verða með á mótinu og m.a. leik-
menn sem spila erlendis. Liðið er í
betri stöðu en í fyrra, þegar nokkrir
leikmenn gengu með barn. Íslenska
liðið er skipað leikmönnum Skauta-
félags Akureyrar, Reykjavíkur og
svo leikmönnum sem leika erlendis.
„Það vantar engan. Það voru þrjár
eða fjórar óléttar í fyrra. Þær eru
komnar til baka og svo leika sex leik-
menn erlendis og þær hafa eflaust
bætt sig þar. Liðið er frekar sterkt,“
sagði Sarah við Morgunblaðið.
Ísland lék í sama riðli á síðasta ári
og vann Rúmeníu, Tyrkland og Kró-
atíu. Liðið tapaði hins vegar fyrir
Nýja-Sjálandi og Taívan og hafnaði í
þriðja sæti.
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Mark Allir leikmenn íslenska liðsins eru til taks fyrir HM á heimavelli.
Okkur líður vel
heima hjá okkur
Ísland á heimavelli á HM í íshokkí
KÖRFUKNATTLEIKUR
Forkeppni HM karla:
Laugardalshöll: Ísland – Slóvakía......... S20
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Ásvellir: Haukar – Skallagrímur .......... L14
Blue-höllin: Keflavík – KR..................... L14
Smárinn: Breiðablik – Snæfell .............. L16
Origo-höllin: Valur – Grindavík........ L16.30
1. deild kvenna:
Dalhús: Fjölnir – Tindastóll .................. L16
Blue-höllin: Keflavík b – ÍR ................... S14
Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – Hamar .. S16
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
KA-heimilið: KA – Fram........................ L17
Ásvellir: Haukar – Afturelding ........ L19.15
Dalhús: Fjölnir – ÍBV............................. S16
Kórinn: HK – FH.................................... S18
Austurberg: ÍR – Valur ..................... S19.15
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Eyjar: ÍBV – Stjarnan ...................... L14.30
KA-heimilið: KA/Þór – HK............... L14.30
Varmá: Afturelding – Fram .................. L15
Ásvellir: Haukar – Valur........................ L17
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Eyjar: ÍBV U – Selfoss........................... S14
Kórinn: HK U – FH................................ S16
Dalhús: Fjölnir – Grótta......................... S18
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Kórinn: HK – Þróttur R.................... L11.30
Origo-völlur: Valur – Fjölnir ................. L12
Samsung-völlur: Stjarnan – ÍBV .......... L12
Egilshöll: Fram – KA........................ L15.15
Akraneshöll: ÍA – Leiknir F .................. S12
Reykjaneshöll: Keflavík – Víkingur R .. S13
Akraneshöll: Vestri – Víkingur Ó.......... S14
Würth-völlur: Fylkir – Magni........... S15.15
Akraneshöll: Grindavík – Þór ................ S16
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Jáverkvöllur: Selfoss – Fylkir ............... S14
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Meistaramót Íslands innanhúss fer fram í
Kaplakrika. Keppt er í dag frá 11 til 15 og á
morgun frá 10 til 16.
UM HELGINA!