Morgunblaðið - 22.02.2020, Qupperneq 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Lífsfletir nefnist yfirlitssýning á
verkum Ásgerðar Búadóttir sem
opnuð verður í dag kl. 16 í vestursal
Kjarvalsstaða, en í ár eru hundrað ár
liðin frá fæðingu hennar. Ásgerður
lést árið 2014 og eftir hana liggur
merkilegt safn verka enda var hún
brautryðjandi á sviði vefjarlistar hér
á landi. „Í verkum hennar sameinast
aldagamlar aðferðir handverksins og
frjáls sköpun nútímamyndlistar,“
segir á vef Listasafns Reykjavíkur
sem Kjarvalsstaðir heyra undir en
verk sín vann Ásgerður fyrst og
fremst með ull og síðar bættust við
hrosshár. Hún nam myndlist við
Handíða- og myndlistaskólann og
síðar Konunglega listaháskólann í
Kaupmannahöfn, var þar í málara-
deild Wilhelms Lundstrøm. Hún var
aftur á móti sjálfmenntuð á sviði
vefjarlistar, að frátöldu stuttu kvöld-
námskeiði.
Titill sýningarinnar vísar í verkið
„Sjö lífsfletir“ sem Ásgerður gerði í
minningu sjö myndlistarkvenna sem
féllu frá á nokkurra ára tímabili. Í
því má sjá sjö samtengda fleti og nið-
ur úr því og út á gólf liggur borði með
fornöfnum kvennanna. Þar stendur
Nína (Tryggvadóttir), Barbara
(Árnason), Gerður (Helgadóttir), Ás-
laug (frá Heygum), Eyborg (Guð-
mundsdóttir), Ragnheiður (Jóns-
dóttir Ream) og María (Ólafsdóttir).
Langt og vandasamt verk
Sýningarstjóri Lífsflata er Aldís
Arnardóttir listfræðingur og þegar
blaðamaður hittir á hana, nokkrum
dögum fyrir opnun, er allt á fullu í
vestursal Kjarvalsstaða, starfsmenn
önnum kafnir við að merkja fyrir
verkum og hengja upp.
Það þarf engan sérfræðing til að
sjá að gríðarmikil vinna liggur í verk-
um Ásgerðar. Vefnaðarlist er enda
vandasöm og tímafrek og krefst mik-
ils skipulags, nákvæmni og ekki síst
þolinmæði. „Ég held að það taki
mjög langan tíma að vefa svona verk
og eftir að hún fór að nota hrosshárin
inn í bættist enn við tímann,“ segir
Aldís þegar blaðamaður veltir þess-
ari hlið listarinnar fyrir sér. Hross-
hárin komu til sögunnar hjá Ásgerði
á seinni hluta sjöunda áratugarsins
og segir Aldís að hugmynd hennar
hafi verið að fá meira líf í vefinn og
hleypa honum meira upp.
–Voru fleiri konur að vinna með ull
í vefnaðarlist á sama tíma og Ásgerð-
ur?
„Nokkrar voru að vinna á undan
henni, t.d. Vigdís Kristjánsdóttir og
Júlíana Sveinsdóttir, en Júlíana var
að mála líka. Sérstaða Ásgerðar var
að hún var menntuð í myndlist og
notar eingöngu ull í sína myndlist.
En svo fóru fleiri og fleiri að gera það
og sérstaklega á áttunda áratugnum,
þá varð vakning í því,“ svarar Aldís.
Hún er spurð að því hvers vegna
hún sé sýningarstjóri. „Ólöf Kristín,
safnstjóri Listasafns Reykjavíkur,
bað mig um að taka þetta verkefni að
mér og ég hef verið að sökkva mér
ofan í Ásgerði síðustu mánuði,“ segir
Aldís og segist bera mjög mikla virð-
ingu fyrir Ásgerði
sem listamanni.
„Ég er búin að
fara í gegnum all-
an feril hennar og
sjá hvernig hún
hefur þróast,
byrjar í fígúratífu
og fer fljótlega að
færa sig yfir í
óhlutbundið, ab-
strakt form með
sterkri náttúrutengingu og heldur
því í gegn. Hún er alltaf að hugsa um
rýmið og gerir mjög fljótt rýjaverk, á
sjöunda áratugnum, og er þá líka að
hugsa um að vefurinn sé lifandi. Hún
er alltaf að reyna á mörk miðilsins,
möguleika hans og takmörkun. Svo
bætir hún hrosshárinu við þannig að
hún er alltaf í þróun og rosalega
örugg.“
Nokkurn veginn í tímaröð
Á sýningunni er litið yfir feril Ás-
gerðar og segir Aldís að verkunum
sé stillt upp nokkurn veginn í tíma-
röð. „Við byrjum með elstu verkin,
þegar hún er að byrja að vefa. Svo
kemur tímabil með sléttum vefnaði
og rýjavefnaði og svo koma verk þar
sem hún er að byrja að nota hross-
hárið. Hún byrjar að nota það létt,
hafa það laust í og kembt létt yfir og í
innsta salnum eru yngstu verkin og
þar eru hrosshárin meiri massi, þrí-
hyrningar og ferhyrningar, þéttari
form,“ segir Aldís.
Mörg verkanna á sýningunni eru í
einkaeigu og segir Aldís að einhver
þeirra hafi verið skráð en að öðrum
hafi þurft að leita, hringja og spyrj-
ast fyrir. „Það er líka gaman að finna
verk og þegar maður er kominn á
sporið er manni kannski vísað á eitt-
hvað annað,“ segir Aldís og að vel
hafi gengið að safna saman verkum
fyrir sýninguna. Eigendur verka hafi
allir verið fúsir að lána þau.
Gullverðlaunahafi
Ásgerður var virkur þátttakandi í
íslensku og norrænu myndlistarlífi
og hlaut gullverðlaun árið 1956 á al-
þjóðlegri list- og handverkssýningu í
München sem markaði upphaf að
glæsilegum og áhrifamiklum ferli
hennar, að því er fram kemur á vef
Listasafns Reykjavíkur.
Aldís segir að Ásgerður hafi verið
beðin að taka þátt í sýningunni í
München og sýnt þar tvö verk frá
árinu 1952 sem bæði heita „Stúlka
með fugl“. Hlaut Ásgerður verðlaun
fyrir bæði verkin á þessari fyrstu al-
þjóðlegu sýningu sinni eftir að hún
fór að vefa, að sögn Aldísar.
Hún sýnir blaðamanni annað verk-
anna og fer ekki milli mála að þar er
stúlka með fugl. Litirnir eru öllu
sterkari en í þeim verkum sem Ás-
gerður varð hvað þekktust fyrir en
eins og segir í lýsingu á vef safnsins
var litanotkun hennar naum og um
miðjan sjöunda áratuginn hóf hún að
lita band sjálf og bættust þá við blár
indígólitur og rauðir, gulrauðir og
rauðbrúnir litatónar.
Vakning fyrir vefnaði
Aldís segir verk Ásgerðar tala inn
í samtímann, það sem sé í gangi í dag
hjá ungum listamönnum sem séu
margir að fást við vefnað, sauma og
þráð. Nefnir Aldís sem dæmi Örnu
Óttarsdóttur.
„Það er svolítil vakning fyrir vefn-
aði,“ segir Aldís og bendir á að Ás-
gerður hafi líka tvinnað saman gaml-
ar og nýrri aðferðir. „Í kringum 1978
fer hún að nota það sem er kallað
tenning. Það er aldagömul aðferð þar
sem þú ert með á víxl dökkan og ljós-
an þráð og þá myndast rendur.
Þannig að hún notar mjög gamlar að-
ferðir líka og blandar inn í sín verk.
Hið gamla og nútímamyndlist sam-
einast í verkum hennar.“
Alls hélt Ásgerður 15 einkasýn-
ingar á farsælum ferli sínum og tók
þátt í um 70 samsýningum bæði hér
á landi og víða um heim. Síðasta
stóra yfirlitssýningin á verkum
hennar var haldin í Listasafni Ís-
lands árið 1994 og síðasta einkasýn-
ingin í anddyri Hallgrímskirkju árið
2006. Það ár kom einnig út bókin
Veftir um ævi hennar og listamanns-
feril.
Sameinaði hið gamla og hið nýja
Yfirlitssýning á verkum Ásgerðar Búadóttur opnuð á Kjarvalsstöðum Sýningarstjóri segist bera
mikla virðingu fyrir listakonunni sem hafi reynt á mörk miðilsins, möguleika hans og takmörkun
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bláin Aldís Arnardóttir sýningarstjóri við hlið verksins „Bláin“ eftir Ásgerði Búadóttur, frá árinu 1981.
Ásgerður
Búadóttir
Ný sýning á verkum Kjarvals verður
opnuð um leið og sýningin á verkum
Ásgerðar og nefnist hún Jóhannes S.
Kjarval: Að utan. Sýningarstjóri er
Edda Haraldsdóttir. Á sýningunni
má sjá verk sem Kjarval vann á ár-
unum 1911 til 1928 og eiga sameigin-
legt að vera öll gerð utan landstein-
anna. Má sjá málverk og teikningar
sem sjaldan koma fyrir almennings-
sjónir og gefa innsýn í mótunarár
Kjarvals og áhrifavalda þessa
mikilsvirta málara sem þekktastur
er fyrir túlkun sína á íslenskri nátt-
úru, eins og segir á vef Listasafns
Reykjavíkur.
Kjarval stundaði nám í Danmörku
og dvaldi um hríð í London, á Ítalíu
og í Frakklandi og kynnti sér lykil-
verk í alþjóðlegri menningarsögu og
nýjustu hræringar í samtímalist,
segir á vefnum og að árið 1911 hafi
ræst langþráður draumur Kjarvals
þegar hann hélt í sína fyrstu för til
útlanda, til London. Hafði dvölin þar
mikil áhrif á Kjarval og listsköpun
hans. Þaðan hélt hann til Kaup-
mannahafnar og stundaði nám við
Det Tekniske Selskabs Skole og
Konunglega listaháskólann.
Í Danmörku vann Kjarval mörg af
sínum þekktari verkum.
Árið 1920 hlaut Kjarval styrk á
fjárlögum til Rómarferðar og hélt
þangað með eiginkonu sinni og ferð-
aðist um Ítalíu. Sneri hann aftur
með fjölda verka og þá aðallega
vatnslita- og pensilteikningar. Árið
1928 fór Kjarval í langþráða ferð til
Frakklands og var með vinnustofu í
París og dvaldi einnig í Fontain-
bleau-skógi utan við borgina. Vann
hann þar röð franskra skógar-
mynda. Ári eftir Frakklandsdvölina
ákvað Kjarval að leggja fyrir sig ís-
lenskt landslag og eru verkin á sýn-
ingunni því öll gerð fyrir árið 1929, á
fyrri hluta ferils listamannsins, verk
sem hann vann í London, Dan-
mörku, á Ítalíu og í Frakklandi.
Verk sem Kjarval
gerði í útlöndum
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Hugsi Jóhannes Sveinsson Kjarval
á vinnustofu sinni árið 1968. SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-LAUSU