Morgunblaðið - 22.02.2020, Síða 43

Morgunblaðið - 22.02.2020, Síða 43
Sad Party er fimmta breiðskífa Sin Fang. Hér leitar hann aftur í ræturnar, eftir dans við r og b- skotna strauma á síðasta verki. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það fór ekki sérstaklega mikið fyrir þess-ari plötu Sin Fang, sem er listamanns-nafn Sindra Más Sigfússonar, hérlendis. Platan kom út í nóvember síðastliðnum á vegum Morr Music, sem á varnarþing í Berlín, en starfssvið Sin Fang hefur einkanlega verið á al- þjóðavettvangi og það skýrir mögulega hversu lítt vatnið gáraðist hér heima. Síðasta plata Sin Fang, Spaceland (2016), var ákveðinn spássitúr utan alfaraleiðar. Eftir að hafa gefið út gjörsamlega pottþéttar plötur fram að því (Clangour, 2008; Summer Echoes, 2011 og Flowers, 2013), allt verk sem dönsuðu fullkomlega á mörkum aðgengilegheita og til- raunastarfsemi, var einfaldlega kominn tími á eitthvað annað. Formið á þessum þremur fyrstu plöt- um, knýjandi rafpopp með dassi af sýru, marglaga flæði í lögum sem hljómuðu sum hver eins og það væru fjögur lög í gangi í einu (en samt bara eitt!) var glæsilegt. Fagurfræðin fullmótuð og urðu plöturnar bara betri eftir því sem á leið (dómar mínir í Morg- unblaðinu einkenndust af æ fleiri upphróp- unarmerkjum og „hvernig fer hann að þessu?“ vangaveltum). Á Spaceland reyndi Sin Fang sig hins vegar við hálfgert r og b eins og það er stundum kallað, en samt með sínu lagi. Nauð- synlegt hliðarspor mætti segja, ekki var hægt að gera fjórðu plötuna í röð með gamla laginu, og hið Sin Fang-skotna r og b var með hinu besta móti, enda virðist Sindri eiga erfitt með að skila frá sér slöppu verki, að minnsta kosti hefur ekkert slíkt gerst á minni vakt. Og er hún orðin giska löng. Á milli þessarar plötu og Spaceland kom svo Team Dreams út, samvinnu- verkefni hans, Sóleyjar og Örvars Smárasonar og var sú samvinna með miklum ágætum. Þrír plúsar bjuggu þar til risastóran plús, tónlistin glettilega vel heppnuð samsuða af stílum þeirra allra. Sad Party er hins vegar ekki af þeim tog- anum. Sindri er búinn að skipta úr „svörtu“ yfir Társtokkið teiti í „hvítt“ á nýjan leik, ef svo mætti segja. Út með sálartónlistarspretti, inn með gamla góða ný- bylgjuskapalónið sem stendur undir fyrri verk- um. Platan byrjar á tæplega sjö mínútna ósung- inni stemmu, „Planet Arfth“, eins og þriðja Blade Runner-myndin sé að fara í gang. Svo er skellt í „Hollow“, sungið af angurværri rödd Sindra, melódískt og með þessum endalausu tónþráðum sem eru einkennismerki Sin Fang. Ágætlega hamingjurík framvinda einkenn- ir „Hollow“, sem var fyrsta smáskífa plötunnar. En þó er að finna þar línuna „When you feel so hollow inside“. Snilld! Platan rennur svo með líkum hætti, nefni þó sérstaklega hið frábæra „Smother“. Þetta er sumpart svo erlendis eitt- hvað, drengurinn ætti í raun að vera mun þekktari en hann raunverulega er. Platan er brotin upp um miðbikið með annarri ósunginni stemmu, ögn víraðri en hinni fyrstu. „Con- stellations“ lokar svo verkinu með reisn. Stönd- ug og gerðarleg plata eins og allt sem maður hefur heyrt frá pilti. Umslagið, hannað af Ingi- björgu Birgisdóttur eins og fyrri umslög, er þá enn ein neglan á því sviðinu. Sin Fang færir okkur enda alltaf mjög svo heildstæðan pakka, þar sem allt, hvort sem það eru lög, ljósmyndir eða svipbrigði, er í fullkomnu jafnvægi. Er það vel, svo ég noti einn af mínum uppáhalds- frösum. »Út með sálartónlistar-spretti, inn með gamla góða nýbylgjuskapalónið sem stendur undir fyrri verkum. Tvíeind Sindri Már Sigfús- son stendur á bak við lista- mannsnafnið Sin Fang. MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020 Leikfélag Kópa- vogs frumsýnir í kvöld kl. 20 leik- ritið Fjallið í hús- næði sínu að Funalind 2. „Við sem lifum venju- legu lífi þekkjum ekki hvað það er að vera stöðugt metin í skoðana- könnunum. Stjórnmálamenn eru ávallt undir smásjá, metnir í skoð- anakönnunum og þurfa að taka mið af niðurstöðum. Stíga niður eða stíga fram. Þegar persónan „Einar ráðherra“ fær afleita niðurstöðu úr slíkri könnun rétt fyrir kosningar, er aðeins um eitt að ræða. Að koma með krassandi hugmynd, svo magn- aða að allir kjósendur kikna í hnjánum og kjósa hann aftur. Sum- ir lofa öllu fögru en aðrir eru menn framkvæmda og láta verkin tala. Slíkur ráðherra er Einar í gaman- leikritinu Fjallið eftir Örn Alexand- ersson,“ segir í tilkynningu. Höf- undur leikstýrir og aðstoðarleik- stjóri er Sigrún tryggvadóttir. Leikfélag Kópa- vogs sýnir Fjallið Einar ráðherra. Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI  Rás 2  FBL m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN BESTA MYNDIN m.a. ÓSKARSVERÐLAUN4 ÓSKARSVERÐLAUN BESTI LEIKARINN: Joaquin Phoenix BESTA TÓNLISTIN: Hildur Guðnadóttir2 Útgáfu fyrstu hljómplötu hljómsveit- arinnar The Ghost Choir verður fagnað í dag í versluninni Lucky Records sem jafnframt er útgefandi plöt- unnar. Teitin hefst kl. 15 og verður platan fyrst leikin og kl. 16 tekur hljómsveitin við og leikur nokkur lög. Áður en teitin hefst, frá kl. 12 til 15, mun King Lucky taka „Soul 45’s“ DJ sett og boðið verður upp á léttar veit- ingar. Hljómsveitina skipa Magnús Trygvason Eliassen, Hálfdán Árna- son, Pétur Hallgrímsson, Hannes Helgason og Jóhannes Pálmason. Tónlist The Ghost Choir er lýst sem blöndu af „cinematic groove“, djassi og súrkálsrokki og er hún sögð tvinna saman á skemmtilegan hátt ólíka og fjölbreytta bakgrunni hljómsveitarmeðlima. The Ghost Choir fagnar frumburði Magnús T. Eliassen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.