Morgunblaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir kemur fram á tónleikum Minningarsjóðs Jóns Sefánssonar í Langholtskirkju í dag kl. 16 og eru þeir haldnir samhliða annarri út- hlutun úr sjóðnum sem er ætlað að styðja ungt fólk sem er að hasla sér völl á sviði tónlistar og styrkja önn- ur verkefni sem stjórn sjóðsins met- ur að falli að hugsjónum Jóns heit- ins. Aðgangseyrir mun renna óskiptur í sjóðinn. Eivør verður ein með gítarinn á tónleikunum og mun bæði flytja lög af sólóplötum sínum sem og nokkur af þeirri tólftu sem er nú í smíðum. Eivør er einmitt í stúdíói þegar blaðamaður nær tali af henni, tveimur dögum fyrir tónleika. „Ég er bara að vinna í nýju plötunni minni og klára hana þessa dagana,“ segir Eivør á lýtalausri íslensku, en hún bjó hér á landi í um fimm ár og hefur margoft komið hingað eftir það til tónleikahalds og til að heim- sækja vini. Jón og Ólöf Kolbrún Harðardóttir urðu örlagavaldar í sönglífi Eivarar því Ólöf Kolbrún kenndi henni söng í Söngskólanum í Reykjavík og kom Eivör margoft fram sem einsöngvari með kórum Langholtskirkju auk þess að vera fastagestur á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju, eins og segir á miðasöluvefnum Tix.is þar sem kaupa má miða á tónleikana. Ekki verið sóló lengi „Ég eignaðist marga góða vini á Íslandi sem ég hef mikið samband við ennþá þannig að þetta er alltaf svolítið eins og að koma heim til mín, að koma til Íslands,“ segir Ei- vør. Um Jón heitinn segir hún að þau hafi verið rosalega góðir vinir og henni þyki því yndislegt að geta komið aftur og sungið á minningar- tónleikum um hann, en Eivør tók líka þátt í tónleikunum sem haldnir voru í fyrra. „Ég veit að honum myndi þykja mjög vænt um þennan sjóð,“ segir hún um Jón. –Þú kemur ein fram með gítar- inn, er langt síðan þú gerðir það síð- ast? „Já, ég hef ekki verið mikið að spila sóló í mörg ár, hef mest verið að túra með bandinu mínu. Núna verð ég með mjög „stripped back“ prógramm, bara nakið með gítarinn og effektana mína. Það er gaman að skipta stundum og fara í kjarnann aftur,“ svarar Eivør. –Hvernig verður prógrammið? „Ég ætla að spila lög af síðustu plötunum mínum; Slør, Bridges og kannski líka Room og svo ætla ég að taka nokkur ný lög líka í fyrsta skipti, ég hef aldrei spilað þau á tón- leikum. Þetta er gott tækifæri til að prófa þau aðeins.“ Eivør hefur margoft sungið í Langholtskirkju þar sem hún var í kórum undir stjórn Jóns og hefur líka sungið á jólatónleikum og fleiri tónleikum í kirkjunni. Hún segir góðan anda í kirkjunni og að hljóm- burðurinn sé líka góður. „Það er gott andrúmsloft í henni,“ segir hún. Góð tilbreyting Eivør samdi tónlist við sjónvarps- þættina The Last Kingdom með skoska tónskáldinu John Lunn og hlaut fyrir hana Færeysku tónlistarverðlaunin í fyrra. Þætt- irnir eru á Netflix og segir Eivør að hún hafi samið tónlist við átta þátta- raðir og að tónlistin hafi líka verið gefin út sérstaklega í fyrra og þá m.a. á vínyl. „Það er búið að vera rosa gaman og allt öðruvísi en það sem ég hef verið að gera sjálf,“ seg- ir hún um sjónvarpsþáttatónsmíð- arnar og er spurð hvort slíkar tón- smíðar séu orðnar fyrirferðarmeiri í listrænni sköpun hennar en áður. „Já, ég er svolítið mikið í því að semja fyrir ýmislegt og líka sam- starfi við aðra, er stundum að syngja á alls konar „soundtracks“ og kvikmyndatónlist,“ svarar hún. Eivør segist hafa gaman af þess- ari tilbreytingu og segir hún oft lítið um orð í þessari listsköpun og meira af alls konar hljóðum. „Maður tjáir sig aðeins öðruvísi en þegar maður er að semja lög,“ segir hún. Syngur í God of War –Ertu með einhver sjónvarps- eða kvikmyndaverkefni á prjónunum? „Já, ég hef verið að vinna aðeins að tónlist við teiknimyndaþætti sem eru ekki komnir enn inn á Netflix og á hverju ári fer ég til Los Angel- es og sem með alls konar fólki þar. En næstu tvö árin ætla ég að reyna að einbeita mér að nýju plötunni, það verður mikið túrað með henni.“ Hvað verkefnaval varðar segist Eivør reyna að taka að sér það sem henni þyki skemmtilegt. Til dæmis hafi hún komið að tónlistinni í tölvu- leiknum God of War, sungið og trommað en tölvuleikir eru orðnir æ fyrirferðarmeiri miðill fyrir frum- samda tónlist. Eivør segir að það hafi einmitt komið henni á óvart. „Ég hef aldrei verið mikið í tölvu- leikjum sjálf, eiginlega ekki neitt, þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta er stórt dæmi og vel gert. Þetta er bara eins og bíó- mynd,“ segir hún kímin. Ljósmynd/Shervin Laine Aftur í kjarnann  Eivør Pálsdóttir heldur sólótónleika í minningu Jóns Stefánssonar  Frumflytur lög af væntanlegri plötu Íslandsvinur Eivør bjó hér í fimm ár og heldur reglulega tónleika. Dauðadjúpar sprungur er heiti sýn- ingarinnar sem ljósmyndarinn Hall- gerður Hallgrímsdóttir opnar í sýningarsalnum Ramskram á Njálsgötu 49 í dag, laugardag, kl. 17. Hallgerður lauk BA-gráðu í myndlist í Glas- gow árið 2011 og meistaragráðu við Valand aka- demíið í Gauta- borg í fyrra. Um hið persónulega verk sem hún sýnir skrifar Hallgerður: „Verkið kom til þegar frum- burður okkar kom andvana í heim- inn og allt breyttist. Margar mynd- anna man ég ekki eftir að hafa tekið. Sumar tók ég þegar ég vissi ekki hvað annað ég ætti af mér að gera. Mánuðina eftir áfallið söfnuðust áteknar filmurnar upp. Ég eigraði um hverfið, við hjónin fórum í bíl- túra og myndavélin var bara þarna, eitthvað til að gera, fela sig á bak við, tæki sem fylgdi lógík og reglum. Einn daginn tók ég síðan eftir filmu- hrauknum í ísskápnum. Eftir það bættust myndir við safnið með með- vitaðri hætti. Verkið Dauðadjúpar sprungur á sér rætur í hjartasorg ljósmynd- arans, myndavélin fangar það sem brýst um í undirmeðvitundinni. Myndirnar sýna þannig bæði það sem á þeim er og með hvaða augum á það er horft. Sumar marglaga og táknrænar, aðrar einfaldar og auð- lesnar en allar eru þær hjúpaðar við- kvæmni og fjarlægð. Í sýningarrýminu er hula dregin fyrir sjónu áhorfandans. Bleik tjöld- in skapa hlýlegt andrúmsloft og stýra um leið ferðalagi gestanna um rýmið, liturinn og efniskenndin vísa bæði til heimilisins og kvenleikans.“ Ljósmynd/Hallgerður Hallgrímsdóttir Persónulegt Eitt myndverka Hallgerðar, ljósmynd tekin eftir áfall. Í hjartasorg ljósmyndarans  Dauðadjúpar sprungur í Ramskram Hallgerður Hallgrímsdóttir Í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands verður í dag kl. 16 opnuð sýningin Saga úr jörðu – Hofstaðir í Mý- vatnssveit. „Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild sem spannar allt frá víkingaöld fram til okkar daga. Þar hafa farið fram fornleifa- rannsóknir, þær fyrstu í byrjun 20. aldar en viðamestar hafa þær verið seinustu þrjá áratugi. Grafin var upp gríðarstór veisluskáli frá vík- ingaöld sem er eitt stærsta mann- virki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Þá var grafinn upp kirkju- garður á Hofstöðum sem í hvíldu heilar fjölskyldur. Beinin veita gagnlegar og áhugaverðar upplýs- ingar um líf fólks,“ segir í tilkynn- ingu um sýninguna og að mörg hundruð manns hafa komið að rannsóknum á Hofstöðum og víðar í Mývatnssveit og afraksturinn megi sjá í ritinu Hofstaðir, fjölmörgum fræðigreinum, skýrslum og nem- endaritgerðum. Markmið sýning- arinnar er að kynna það margþætta ferli sem fornleifarannsókn er, seg- ir í tilkynningu og að á sýningunni sé leitast við að svara spurningum er varða landið og nýtingu þess, miðstöðina Hofstaði, daglegt líf, mataræði, fjölskylduna, miðaldir til 20. aldar og rannsóknasögu Hof- staða. Saga úr jörðu í Bogasal Þjóðminjasafns Ljósmynd/Þjóðminjasafnið Kona Endurgerð andlits byggð á höfuð- kúpu konu sem fannst í kirkjugarðinum á Hofstöðum í Mývatnssveit (c. 950-1300). Sjónvarps- þáttaröðin Ráð- herrann verður frumsýnd á há- tíðinni Series Mania í Lille í Frakklandi, en hún hefst 20. mars og lýkur átta dögum sið- ar. Hátíðin er til- einkuð sjón- varpsþáttaröðum og er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, skv. tilkynningu. Ráðherrann verður tekin til sýninga á RÚV í haust, en í henni fer Ólafur Darri með hlut- verk nýkjörins forsætisráðherra Ís- lands sem glímir við geðhvarfasýki. Ráðherrann er ekki eina verk- efnið á Series Mania sem Sagafilm á þátt í, en samframleiðsluverk- efnin Ísalög og Cold Courage voru einnig valin á hátíðina. Ráðherrann frum- sýndur í Lille Ólafur Darri Ólafs- son í Ráðherranum Kómedíuleikhúsið verður með opið hús á morgun, sunnudag, frá kl. 14.01 til 14.59, í nýjum bækistöðv- um sínum á leikhúseyrinni á Vest- fjörðum, Þingeyri, nánar tiltekið Vallargötu 3. Þar hefur verið sett upp leiklistarmiðstöð undir starf- semina, staður til að vinna, skapa og hugsa, eins og því er lýst í til- kynningu. Tvö leikrit hafa verið æfð í miðstöðinni og hefjast æfing- ar á því þriðja á næstu dögum og hafa nemendur grunnskólans einn- ig komið á grímunámskeið. Boðið verður upp á Þingeyrarsnittur, kaffi og gos og sagt verður frá Leiklistarmiðstöðinni og þeim æv- intýrum sem fram undan eru. Allir eru velkomnir og aldrei að vita nema gestir geti fengið að setja upp grímu í tilefni dagsins, eins og segir í tilkynningu. Leiklistarmiðstöð með opið hús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.