Morgunblaðið - 13.03.2020, Page 2

Morgunblaðið - 13.03.2020, Page 2
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Teitur Gissurarson Ragnhildur Þrastardóttir „Við höfum sagt það undanfarna daga að við færumst æ nær samkomubanni.“ Þetta sagði Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi vegna kór- ónuveirufaraldursins í gær. Alls höfðu 117 manns greinst með veiruna hér á landi í gær. „Verum yfirveguð og látum ekki slá okkur út af laginu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stuttu síðar, en eins og Þórólfur minntist á hefur mikið verið rætt hér um samkomubann þó að til þess hafi ekki komið enn. Sagði Þórólfur samkomubann vera eina leið til viðbótar við þær aðgerðir sem hefur þegar verið ráðist í til að hefta smit veirunnar en óljóst væri hvernig ætti að beita slíku banni. Margar mismunandi útfærslur kæmu til greina. Benti hann í þessu tilliti á að Norðurlöndin hafi beitt mjög mis- munandi aðferðum. Aukinheldur sagði Þórólfur að samkomubann væri „mjög viðkvæmt og pólitískt tæki“ en það væri eitt af tólunum sem væri framarlega í röðinni þegar „við miss- um tökin á smitunum“. Bætti hann hins vegar við að samkvæmt fræð- unum væru meðvitaðar aðgerðir fyrirtækja og einstaklinga til að minnka smithættu þær sem skiluðu mestum árangri. Spurður frekar um mögulegt samkomubann sagði Þórólfur að ekki væri hægt að miða upphaf þess við ákveðinn fjölda smita. „Erum byrja í þessum faraldri“ Alls voru um 900 manns í sóttkví hérlendis í gær og sagði Þórólfur að enn þá væri það mikilvæg aðgerð. „Við erum að byrja í þessum faraldri og við eigum eftir að sjá hvernig út- breiðslan er.“ Aðspurður sagði hann að sóttkví myndi hins vegar ekki skila miklum árangri þegar faraldurinn væri orðinn „mjög útbreiddur“, en að hann teldist það ekki núna. Nefndi hann í því tilliti að enn fyndust þess ekki dæmi að fólk hefði smitast af kórónuveirunni án þess að hægt væri að rekja tengsl þess við fólk sem hefði komið að utan. Eins og með sam- komubann sagði Þórólfur að ekki væri hægt að miða við ákveðna tölu jákvæðra sýna til að faraldurinn væri skilgreindur „mjög útbreiddur“. „Það þarf að skoða hvort hann er staðbund- inn, hvort smit greinast hjá ein- kennalausum einstaklingum eða ein- staklingum með væg einkenni. Svo það er ekki hægt að gefa neina ákveðna tölu nema stór hluti af sam- félagssýnum sýni að stór hluti sé með þessa veiru. Þá breytir það leiknum töluvert.“ Styrkja ráðgjöf Á fundinum í gær var einnig komin Alma D. Möller landlæknir sem sagði frá því að um 180 manns hefðu skráð sig í svokallaða bakvarðasveit heil- brigðisþjónustunnar, hóp heilbrigð- isstarfsfólks sem hefði aðstæður og er reiðubúið að koma tímabundið í starf í heilbrigðisþjónustunni með skömmum fyrirvara. Af þeim sem hefðu skráð sig væru 75 sjúkraliðar, 67 hjúkrunarfræðingar, 30 læknar og 8 lyfjafræðingar. Helmingur byðist til að sinna sjúklingum sýktum af kór- ónuveiru og helmingur byði sig fram í önnur verkefni. Að auki sagði Alma að unnið væri að því að styrkja ráðgjöf vegna kór- ónuveirunnar. Landspítalinn ynni t.d. að því að styrkja teymi sem sinnir smituðum sem eru heima hjá sér, sem yrði æ umfangsmeira. Þá væri unnið að því að tryggja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu viðkvæmra hópa. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fundur Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma D. Möller landlæknir á blaðamannafundinum í gær. Færumst sífellt nær samkomubanni  117 sýktir og um 900 í sóttkví  180 í bakvarðasveitina Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimanir fyrir kórónuveirunni í dag. Þetta staðfesti Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Sagði hann að markmiðið með skimununum væri að kanna dreifingu veir- unnar í samfélag- inu, og því væri reiknað með að sýni yrðu tekin svo til af handa- hófi en ekki úr þeim sem sýndu einkenni sjúkdóms. Upplýsingar um dreifingu veir- unnar í samfélaginu almennt gætu haft mikla þýðingu, t.d. varðandi hvort þýðingu hefði að setja fólk í sóttkví. Hins vegar sagði Kári: „Ef menn eru með eitthvert kvef eða slíkt þá reiknum við með að þeir komi. Ákveðinn hundraðshluti almennings er með kvef. En við erum hvorki að auglýsa eftir þannig fólki né erum við að banna þannig fólki að koma.“ Spurður hvort fólk yrði af handa- hófi boðið í rannsókn eða hvort ætl- ast væri til að fólk kæmi sjálft sagði Kári að fyrirkomulagið yrði þannig að fólk gæti pantað tíma hjá Ís- lenskri erfðagreiningu í gegnum vefsíðuna bokun.rannsokn.is. Leiðbeiningar fylgja með Um hversu mörg sýni yrðu tekin á dag sagði Kári: „Við vonumst til að geta höndlað með um þúsund sýni á dag.“ Spurður hvernig fyrirkomulagið eftir að sýnatöku lýkur sé, t.d. ef sýnataka gefur jákvæða niðurstöðu fyrir kórónuveirusmiti, svaraði Kári: „Við tilkynnum niðurstöðu til sóttvarnalæknis og Landspítalans. Á Heilsuveru verður tilkynning til einstaklingsins. Með því að fylgja leiðbeiningar um hvað þú eigir að gera.“ Kári hefur skimanir í dag  Vilja rannsaka um þúsund sýni á dag Kári Stefánsson Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.is ljósmyndastofa FERMINGAR MYNDIR Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þró- unarmálaráðherra, aflýsti í gær varnaræfing- unni Norðurvíkingi sem halda átti hér á landi dagana 20.-26. apríl. Æfingin hefur reglulega farið fram frá árinu 1991 og er hún haldin í samræmi við samkomulag um framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Alls átti um 900 manna herlið frá 11 ríkjum, að langstærstum hluta frá aðildarþjóðum Atl- antshafsbandalagsins (NATO), að taka þátt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráð- herra segir að sú staða sem upp sé komin eftir útbreiðslu kórónuveirunnar og einhliða og fyr- irvaralausa ákvörðun Bandaríkjanna um ferðabann á ferðamenn frá Íslandi geri það að verkum að ekki séu forsendur til að standa sameiginlega að slíkri æfingu. „Þegar komið er á ferðabann eru ekki leng- ur forsendur fyrir svona æfingu. Það sér það nú hver maður,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Morgunblaðið. „Ferðabann hefur allra- handa afleiðingar.“ Guðlaugur Þór hefur ósk- að eftir símafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna vegna ferðabannsins. Mun hann þá koma á framfæri sjónarmiðum ís- lenskra stjórnvalda vegna ákvörðunarinnar. Spurður hvenær búast megi við símafundi ráð- herranna svarar hann: „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um það, svona hlutir geta oft tekið smá tíma því það er jú mikið að gera hjá okkur öllum. Ég er þó mjög vongóður. Þau samtöl sem ég hef átt við sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og við fulltrúa sendiráðsins voru jákvæð, sem og þau samskipti sem sendiráð okkar úti í Wash- ington hefur haft í tengslum við þetta mál.“ Mikið högg fyrir samfélagið Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var búið að bóka um 600-700 hótelherbergi á Suð- urnesjum og höfuðborgarsvæðinu vegna her- æfingarinnar. Þá var einnig búið að bóka fjöl- marga bílaleigubíla. Ljóst er að þessar bókanir munu nú ganga til baka. Í samtali við mbl.is segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík, það vera „gríðarlegt áfall fyrir svæðið í heild“ að búið sé að falla frá Norð- urvíkingi. „Þarna er búið að taka frá herbergi í tvær vikur og afbókunin kemur jafnt yfir alla. Sum- ir eru algjörlega búnir að setja allt undir æf- inguna,“ segir Steinþór. Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, tekur í svipaðan streng. Að falla frá varnar- æfingunni er mikið fjárhagslegt högg fyrir Reykjanesið. „Þetta er gífurlega mikið högg og mikið áfall sem kemur í fangið á okkur nú um ári eft- ir að WOW air féll. Atvinnuleysi hér mælist um og yfir 10 prósent, það er helmingi hærra en landsmeðaltalið,“ segir Berglind í samtali við Morgunblaðið. „Við erum því mjög ugg- andi yfir þeirri alvarlegu stöðu sem nú er uppi.“ Loftrýmisgæslan í uppnámi? Til stóð að hingað kæmi í næsta mánuði ítölsk flugsveit til að sinna loftrýmisgæslu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er afar ólíklegt að hópurinn komi sökum mikils kór- ónuveirufaraldurs sem nú geisar á Ítalíu. Þá er einnig ólíklegt að hægt verði að senda hing- að aðra flugsveit með svo skömmum fyrirvara. Guðlaugur setur heræfingu á ís  Ekki lengur forsendur fyrir Norðurvíkingi, segir utanríkisráðherra  Hersveitir afbóka hundruð hótelherbergja og bílaleigubíla  Gríðarlegt fjárhagslegt áfall fyrir Suðurnesin, segir hótelstjóri Morgunblaðið/Eggert Fundarhöld Heilbrigðisráðherra og utanrík- isráðherra ganga út úr Stjórnarráðinu í gær þar sem ríkisstjórnin fundaði um stöðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.