Morgunblaðið - 13.03.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.03.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020 Andrés Magnússon, blaðamaðurog fjölmiðlarýnir Við- skiptablaðsins, sagði frá því í nýjum pistli sínum að það hafi gerst á dög- unum að Íslandsbanki hafi hafið eft- irgrennslan um kynjahlutföll á hverjum fjölmiðli. Þetta hefði kom- ið í framhaldi af fyrirætlunum Ís- landsbanka „að hætta að eiga við- skipti við fjölmiðla, þar sem hlutföll kynja á ritstjórn eru ekki nokkuð jöfn“.    Andrés bendir áað um áratuga- skeið hafi verið kynjahalli í stétt blaðamanna og þróun í átt að minni halla hafi verið afar hæg.    Þá spyr hann hvernig Íslands-banki vilji að fjölmiðlarnir bregðist við. Hann bendir á að reksturinn sé þröngur þannig að ósennilegt sé að þeir fjölgi stöðu- gildum til að jafna hallann og spyr hvort að bankinn ætlist til að karl- mönnum verði sagt upp til að þókn- ast bankanum.    Hann bendir líka á að kynja-hlutföll á ritstjórnum séu nán- ast nákvæmlega þau sömu og hlut- föll starfandi í fullu starfi á vinnumarkaðnum í heild sinni og veltir því upp hvort „bankinn krefji fjölmiðla um starfsmannastefnu, sem þeim kann að vera ómögulegt að uppfylla?“    Þetta eru ábendingar sem skiptamáli. Enn þýðingarmeira í þessu sambandi er þó að það er hvorki eðlilegt né æskilegt að banki beiti fjárhagslegum styrk sínum til að þvinga fram skoðanir sínar, hvorki í jafnréttismálum né öðrum.    Eða hvar ætlar bankinn aðdraga mörkin? Ætlar hann að bjóða fram í næstu þingkosningum? Andrés Magnússon Pólitískur banki? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Skil skattframtala einstaklinga hafa gengið mjög vel samkvæmt upplýsingum embættis ríkisskatt- stjóra. Síðastliðinn þriðjudagur var seinasti skiladagur almennra skattframtala og höfðu þá ríflega 182 þúsund skilað inn framtali sem eru tæplega 60% þeirra sem eru á skattgrunnskrá og þurfa að standa að skattskilum að því er fram kemur á vefsíðunni Skatturinn. Þeir framteljendur sem sóttu um frest til að skila framtali þurfa að skila því í seinasta lagi í dag, 13. mars. Samkvæmt upplýsingum Ríkisskattstjóra sóttu um 58 þús- und framteljendur um frest til að skila síðar. „Framtalsskil eru betri en þau voru á sama tíma 2019 en þá voru skilin einnig mjög góð og höfðu aukist umtalsvert milli ára,“ segir í frétt á vef embættisins. Fram hefur komið að endur- skoðendur, bókarar og aðrir fag- aðilar hafa frest fram í apríl til að skila skattframtölum fyrir við- skiptavini sína. ,,Fresturinn er mislangur eftir því hvort um er að ræða einstakling sem stundar at- vinnurekstur eða ekki, þ.e. til 14. apríl vegna þeirra fyrrnefndu og 22. apríl vegna þeirra síðar- nefndu.“ omfr@mbl.is 60% skiluðu framtali á réttum tíma  Skattskil einstaklinga betri en í fyrra  Frestur til að skila síðar rennur út í dag Morgunblaðið/Eggert Störf Telja þarf fram tekjur og eignir. Skilafrestur er að renna út. Stöðugt fleiri samkomum er frestað vegna kórónuveirunnar. Mörg fé- lagasamtök hafa einnig blásið af fundahöld til vors, eins og t.d. Frí- múrarar og Oddfellowar, og mörg önnur félög takmarkað sitt funda- hald. Hætt hefur verið við ýmis íþróttamót ungmenna, en þannig hefur KKÍ aflýst öllum mótum yngri flokka í marsmánuði. Músíktilraunir áttu að fara fram dagana 21.-28. mars í Hörpu en þeim hefur verið frestað fram í júní. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur „vegna almannavarnaástands út af kór- ónuveirunni“ frestað þingi sínu, sem átti að fara fram 24. til 25. apríl nk., til 24. til 25. september í haust. Karlakór Reykjavíkur sendir landsmönnum baráttukveðjur Fjöldi kóra hefur frestað eða af- lýst vortónleikum sínum, eins og Karlakórinn Heimir í Skagafirði, sem ætlaði að vera með tónleika í Langholtskirkju í Reykjavík í kvöld. Þá tilkynnti Karlakór Reykjavíkur í gær að æfingum kórsins og tónleika- haldi hefði verið frestað um sinn. Þannig munu vortónleikar kórsins færast til hausts. Í tilkynningu frá kórnum sagði m.a.: „Við sendum landsmönnum öllum baráttukveðjur á þessum tímum fannar, farsótta og jarðhræringa og minnum á að alltaf birtir til.“ Afhending á Íslensku vefverð- laununum átti að fara fram í dag, föstudag, en hefur verið frestað. Áð- ur hafði ráðstefnunni IceWeb verið frestað til 30. september nk. Þá var tónleikum Björgvins Hall- dórssonar í Salnum í Kópavogi, sem vera áttu í gærkvöldi, frestað á síð- ustu stundu. Verða þeir haldnir 10. september í haust. Fundum og tón- leikahaldi frestað  Kórónuveiran hef- ur sífellt meiri áhrif á samkomuhald Morgunblaðið/Sigurður Unnar Frestun Karlakór Reykjavíkur er meðal þeirra sem taka sér hlé. Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð FULL BÚÐ AF NÝJUM OG FALLEGUM VÖRUM 7.990 kr. Kápa 5.990 kr. Kjóll 8.990 kr. Kjóll

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.