Morgunblaðið - 13.03.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.03.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020 Atli Steinn Guðmundsson skrifar frá Ósló Ríkisstjórn Noregs ákvað í gær að grípa til þess sem Erna Solberg for- sætisráðherra kallar mesta inngrip í líf þjóðarinnar á friðartímum þegar atvinnulífi landsins voru settar um- fangsmiklar skorður auk þess sem heilbrigðisstarfsfólki var bannað að yfirgefa Noreg fram til loka apríl- mánaðar. Bent Høie heilbrigðisráðherra kynnti meginhluta nýju reglnanna en Camilla Stoltenberg, forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Noregs, talaði einnig á fundinum. Frá klukkan 18 í gærkvöldi að norskum tíma var öllum skólastofnunum landsins gert að loka dyrum sínum í tvær vikur og auk þess fjölda annarra fyrirtækja; líkams- ræktarstöðvum, húðflúrstofum, hár- greiðslu- og snyrtistofum, sundlaug- um og vínveitingahúsum sem ekki bjóða upp á mat. 2,2 milljónir gætu smitast „Við skulum hafa hugfast hverra við erum að gæta. Þess vegna getum við ekki leyft öfum og ömmum í áhættuhópum að passa börnin,“ sagði Erna Solberg á fundinum og kynnti um leið þá lausn að ríkið myndi út- vega fólki í lykilstöðum barnapössun svo því yrði kleift að sinna störfum sínum. Tala smitaðra í Noregi fór yfir 700 í gær. Spár Lýðheilsustofnunar gera ráð fyrir því að allt að 2,2 milljónir Norð- manna geti sýkst af kórónuveirunni fari allt á versta veg. Einkenni flestra verði þó lítil, jafnvel engin, að sögn Stoltenberg. Í Danmörku höfðu 674 greinst með smit síðdegis í gær að sögn heilbrigð- isyfirvalda þar. Hafa Danir einnig lokað fjölda samkomustaða, hvort tveggja veitingahúsum og líkams- ræktarstöðvum. Íþróttasambandið DGI, sem hefur 1,6 milljónir iðkenda á sínum snærum, tilkynnti í gær að öllum viðburðum og keppnum á veg- um þess fram til 30. mars væri frest- að eða aflýst. „Við berum ábyrgð gagnvart þeim íþróttafélögum sem tilheyra sam- bandinu. Nú ríður á að við fylgjum þeim línum sem yfirvöld hafa lagt og við styðjum fullkomlega þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til,“ sagði Charlotte Bach Thomassen, formað- ur DGI, í fréttatilkynningu í gær. Óvissa hjúkrunarnema Samtímis þessu vita danskir hjúkr- unarfræðinemar ekki í hvorn fótinn stíga skuli eftir að Magnus Heunic- kes heilbrigðisráðherra tilkynnti í byrjun vikunnar að nemendur heil- brigðisvísinda mættu reikna með að vera kallaðir til starfa fyrirvaralaust. Á miðvikudaginn bárust hins vegar þau boð frá Mette Frederiksen for- sætisráðherra að allir nemar fengju frí frá starfsnámi og skyldu halda sig heima þar til annað yrði tilkynnt. Sænskir fjölmiðlar tilkynntu um 660 kórónusmitaða undir kvöld í gær. Eins og annars staðar í heiminum hefur kórónufaraldurinn komið harkalega niður á ferðaþjónustu og tilkynnti hótelkeðjan Scandic, sú stærsta í Skandinavíu, um uppsagnir 2.000 starfsmanna sinna í Svíþjóð í gær, sem er um það bil helmingur starfsmanna keðjunnar þar í landi. Svíar hafa þó ekki enn tekið ákvörðun um að leggja skólahald af vegna veirunnar og sagði Anders Tegnell sóttvarnalæknir í samtali við sænska ríkisútvarpið SVT í gær að sú ákvörðun að loka skólum hefði veru- leg áhrif á vinnumarkað alls sam- félagsins. „Að loka skólum gæti alveg eins haft þau áhrif að smitum fjölgaði frekar en að þeim fækkaði,“ sagði Tegnell. Læknar aflýsa ráðstefnu Í Finnlandi höfðu 109 manns smit- ast af veirunni um kvöldmatarleytið í gær. Meðal hinna smituðu er hjarta- skurðlæknir í Helsinki en auk hans sitja nú 15 læknar og 13 hjúkrunar- fræðingar í finnsku höfuðborginni í einangrun. Finnsk stjórnvöld hafa mælst til þess að samkomum fleiri en 500 þátttakenda verði aflýst og öðr- um samkomum frestað svo sem kost- ur er, en enn sem komið er hafa boð og bönn ekki einkennt viðbrögð Finna. Sanna Marin forsætisráðherra bað landsmenn þess lengst allra orða að fara eftir því sem mælst væri til varð- andi ferðalög almennings og takast ekki á hendur önnur ferðalög en nauðsynleg væru. Finnska utanríkis- ráðuneytið tekur í sama streng og biður borgarana að meta hvort ferða- lög til annarra landa séu nauðsynleg. Til stóð að 3.000 finnskir læknar kæmu saman á ráðstefnu í Tampere en í gær bárust fréttir af því að ákveðið hefði verið að aflýsa henni vegna smithættu. Mega ekki fara frá Noregi  Mesta inngrip í norskt þjóðlíf á friðartímum  „Skulum hafa hugfast hverra við erum að gæta“  Íþróttakappleikjum frestað í Danmörku  Scandic-hótelkeðjan segir upp 2.000 starfsmönnum Kórónuveirufaraldurinn: Síðustu atburðir Ítalía: 2.300 ný tilfelli síðasta sólarhring. Fyrsta dauðsfallið í Grikklandi. Tilfellum á Spáni fjölgaði í 2.140. Ráðherrar í Frakklandi, Spáni og Bretlandi smitaðir Í Ástralíu: Kvikmyndastjarnan Tom Hanks og kona hans í einangrun. Formúlu 1 kappakstri aflýst eftir að keppandi smitaðist Japanar segja „óhugsandi”að aflýsa Ólympíuleikum Ferðamannastaðir í Shanghæ opnaðir á ný eftir að nýjum til- fellum í Kína fækkar til muna Bandaríkin Trump forseti setur mánaðarlangt bann á ferðir frá meginlandi Evrópu. Bretland og Írland undanskilin Hlutabréf og olía falla í verði en fjárfestar óttast að al- þjóðlegt samdráttarskeið sé framundan vegna ferða- banns Bandaríkjanna og yfirlýsingarWHO um heimsfaraldur Útbreiðsla kórónuveiru 12.mars kl. 17 Tilfelli greind í 115 löndum 127.863 tilfelli 4.718 dauðsföll Staðfest tilfelli Dauðsföll Íranir óska eftir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í fyrsta skipti í sex áratugi. Þar hafa 429 látist Tveir bandarískir hermenn og einn breskur létust í árás á Taji-herstöð- ina norður af Baghdad, höfuðborg Íraks, í gær. Heimildarmenn breska ríkisútvarpsins BBC staðfestu vígið í gær og sögðu nöfn hinna látnu enn ekki hafa verið látin uppi. Mikil spenna hefur ríkt milli stjórnvalda í Íran og herafla Vest- urlanda í Írak, einkum Bandaríkja- hers, síðan íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani var ráðinn af dög- um í drónaárás Bandaríkjamanna 3. janúar. Hóta maklegum málagjöldum Í gær fékkst staðfest að 18 flug- skeyti hefðu hæft Taji-herstöðina um klukkan hálfátta í gærkvöld að staðartíma í Írak og væri rannsókn á atvikinu hafin. Breska varnarmála- ráðuneytið sagði í yfirýsingu í gær, að breski hermaðurinn sem lét lífið hefði verið sjúkraliði. „Okkur mun seint gleymast fórn- fýsi hinna látnu og við ábyrgjumst að þeir sem frömdu þessi fólskuverk munu fá að svara til saka,“ sagði í yf- irlýsingu frá ráðuneytinu auk þess sem Ben Wallace varnarmálaráð- herra sagði árásina „heigulsverk undirmálsmanna“. Breski forsætisráðherrann Boris Johnson fordæmdi árásina enn fremur. „Utanríkisráðherra [Bret- lands] hefur rætt málið við starfs- bróður sinn í Bandaríkjunum og við munum taka málið upp við tengiliði okkar á alþjóðavettvangi til að öðlast skilning á því hvað býr að baki þess- ari viðurstyggilegu árás,“ sagði Johnson í yfirlýsingu í gær. Víga- menn með tengsl við Íran hafa legið undir grun ráðamanna í Washington fyrir ámóta árásir sem átt hafa sér stað, meðal annars á svæðum nálægt landamærum Íraks og Sýrlands. Fórust í flug- skeytaárás í Írak  Hinir ábyrgu fái að svara til saka AFP Líkfylgd Bandarískir hermenn bera félaga sinn sem lést í Írak um helgina um borð í flugvél heim. Pantaðu borð í síma 483 4700 | hverrestaurant.is Breiðumörk 1 C, 810 Hveragerði ÞÚ BORÐAR VEL Á HVER OPIÐ 11:30–22:00 ALLADAGA Fjölbreyttur og spennandi matseðill, notaleg þjónusta og hagstætt verð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.