Morgunblaðið - 13.03.2020, Page 15

Morgunblaðið - 13.03.2020, Page 15
Lýðsleikjur hafa sameiginlegt eðli með nýsósíalistum. Lýð- sleikjur og nýsósíalist- ar vita allt meira og betur en aðrir af hyggjuviti einu saman. Þekking þeirra er mun meiri en hjá þeim sem lært hafa og rannsakað með hlutlægum hætti. Nú eru komnar fram lýðsleikjur sem hafa meira vit en smitsjúkdómafræð- ingar á faraldsfræði sjúkdóma. Fram til þessa hafa lýðsleikjur á Al- þingi einbeitt sér að efnahags- málum. Nú er forsætisráðherra ætl- að að taka fram fyrir hendur landlæknis, enda hefur landlæknir viðurkennt að hafa ekki mikið vit á raðgreiningu í veirufræði. Sennilega hefur forsætisráðherra enn minna vit á veirufræði og smitsjúkdómum en landlæknir. Það er gott stjórnarfar þegar þegnarnir vita ekki nöfn á ráðherr- um. Því vona ég að ráðherrar verði við beiðnum og ráðum þeirra sem þekkingu hafa og verði ekki aðal- leikendur í þeim vörum sem verður beitt. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Eitt sinn tók dómsmálaráðherra til sinna ráða og rak yfirlækni á Kleppi. Reynslan af því var afleit. Ekki aðeins fyrir sjúklinga, heldur einnig fyrir ráðherra. Ráðherrann hóf starfsdaginn með því að láta aka sér á Klepp til að athuga hvort hinn nýi yfirlæknir á sjúkrahúsinu væri mikið eða lítið frávita af víndrykkju. Og einnig að huga að því hvort yfir- læknirinn gengi stofugang á nær- haldinu. Það var of mikið fyrir ráðherrann þegar yfirlæknirinn gekk með haglabyssu á stofugang. Sennilega hefur yfirlæknir hugs- að sem svo að öllum andskotanum mæti menn þegar þeir séu byssulausir. Lýðsleikjur aldamótanna Um aldamótin komu fram nýjar lýðsleikjur. Ein slík ók um bæinn á gráum bíl, vel til fara og óaðfinn- anlega greidd. Lýðsleikjan brosti til vegfarenda. Allir héldu að lýð- sleikjan hefði komið heim með mikla peninga úr Bjarmalandsför. Vegna hins mikla álits sem lýðsleikjan hafði aflað sér með akstri um borg- ina töldu stjórnvöld að rétt væri að selja lýðsleikjunni gamlan þjóð- banka, sem hafði mikla viðskiptavild vegna íhaldssemi í rekstri. Senni- lega var upphafsmaður þessarar viðskiptahugmyndar bankastjóri bankans, en hann naut mikils álits og trausts og reyndist vindhani. Þegar lýðsleikjan í bílstjórasætinu var komin að kjötkatlinum lét hann bankann „sinn“ gefa út og suður. Þetta voru góðverk lýðsleikjunnar. Svona rétt eins og andlegur leiðtogi argentínsku þjóðarinnar, Evita Pe- ron. Ekkert af gjöfum lýðsleikj- unnar kom úr eigin vasa. Eins og önnur góðverk á kostnað annarra. Og svo sat þjóðin uppi með gjaf- mildina. Jafnvel einkagóðgerð- arsjóð lýðsleikjunnar! Eins og hjá andlega leiðtoganum í Argentínu! Til þess að framfylgja hinni al- ræmdu helmingaskiptareglu var talið eðlilegt að önnur lýðsleikja gæti keypt banka. Sá hafði ekki keyrt reglulega um bæinn enda bú- settur í öðru landi. Sá rekur eigin velgjörðarsjóð og skemmtir vinum sínum með því að láta Elton John syngja og leika fyrir gesti sína í af- mæli. Þessi lýðsleikja keypti banka án þess að greiða nokkru sinni eina krónu fyrir bankann, varð stærsti eigandi bankans, en fór frá gjald- þroti bankans með því að hirða um 90 milljónir dollara fyrir að stuðla að sameiningu tveggja banka, ef annan bankann skyldi kalla banka. Þessi snúningur var gerður til að allir fengju sitt og hagsmuna Fram- sóknarflokksins væri gætt. Lýð- sleikjusnillingurinn er nefnilega fæddur inn í gamalt Sambandsveldi. Það var viðskiptaarmur Framsókn- arflokksins en var horfið af yf- irborði jarðar þegar hér var komið sögu. Fólk hefur ekki ímyndunarafl til að skilja stjórnmál. Fólk er of sak- laust. Sósíalismi nútímans Nú er helst talinn góður mál- staður að nefna sig sósíalista og að berjast gegn fátækt. Ekki það að sósíalistar hafi greint fátækt betur og dýpra en aðrir. Og alls ekki að þeir hafi betri og skjótvirkari ráð til að útrýma fátækt en þau sem áður hefur verið beitt. Ungur maður sagði eitt sinn: „Það er blindur maður sem sér ekki að sameignarskipulagið er þjóð- skipulag framtíðarinnar.“ Sameignarskipulagið var reynt víða og gekk sér til húðar. Í kjölfar þess voru glæpasamtök fyrst til að skipuleggja sig. Þau glæpasamtök voru af tvennum toga; þau sem hirtu eignir, sem voru í sameign, og þau, sem stunduðu glæpastarfsemi sem Eftir Vilhjálm Bjarnason »En spyrja má: Hve- nær hefur verið til almennilegur dýrlingur sem ekki var þjófur í byrjuninni? Dýrlingar láta aldrei af þrá sinni að syndga. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Lýðsleikjur og sósíalismi kennd er við mafíu og undirheima í eiturlyfjum, vændi og mansali. Sameignarskipulagið er reynt í Venesúela og nú er svo komið að flóttamenn frá því landi eru við- urkenndir í alþjóðasamfélaginu sem flóttamenn frá hættulegu svæði. Arði af auðlindum Venesúela er annaðhvort rænt ellegar að hann fer í afborganir af lánum sem kínversk- ir bankar veittu landinu. Andvirði lánanna fór í eitthvað sem lýð- sleikjur í Venesúela klúðruðu. Annað sameignarskipulag er reynt. Það er í Norður-Kóreu. Það er einfalt að bera saman lífskjör og fátækt í Norður-Kóreu og Suður- Kóreu. Sennilega er hungursneyð í Norður-Kóreu ekki minni en hung- ursneyð í Úkraínu á tíma Stalíns, en hann var sósíalisti. Gleymum ekki Kúbu. Það tókst að varðveita ástandið á Kúbu frá 1959. Það er sérstakt rannsókn- arefni fyrir félagsvísindi. Á Kúbu geta þeir sem einhvern aur eiga lif- að í allsnægtum án þess að hagur heimamanna vænkist. Viðskipti að- komufólks við heimafólk fara fram með gjaldmiðli, sem heitir „Cuba Convertible“. Þetta eru seðlar svip- aðir þeim sem Kaupfélag Ísfirðinga og Kaupfélag Berufjarðar gáfu út. Hugmyndafræðingur sósíalista á Íslandi í dag var í liði með hrunverj- um í svokallaðri útrás. Þeirri lið- veislu ber að gleyma. Blaðaútgáfa hugmyndafræðingsins tapaði nokkrum milljörðum á kostnað ís- lensks almennings. Þegar leikurinn stóð sem hæst mældist íslenski ný- sósíalistinn milljarðamæringur en sennilega er hann snauður núna. Sennilega er himnaríki hans aðeins ropvatn. Hættuleg ráðdeild Það skapast ávallt hættulegar að- stæður þegar lýðsleikjur komast til valda eftir að ráðdeildarríkisstjórn hefur leyst úr bráðum vanda og myndað varasjóði. Nú vilja nýsósíalistar breyta verkalýðsfélögum í stjórn- málaflokka. Sennilega yrði slík þró- un endalok verkalýðsfélaga, enda er félagafrelsi í landinu. Og það er einnig samningafrelsi. Lífeyrissjóðir hafa haft ákveðin tengsl við verkalýðsfélög og starfs- greinar. Þegar lífeyrissjóðir verða leiktæki fyrir lýðsleikjur er ástand- ið orðið hættulegt. Vissulega kom upp meðal lýðsleikja krafa um að líf- eyrissjóðir stæðu undir hagvexti framtíðarinnar. Það voru ekki sósí- alistar sem þess kröfðust. Lýð- sleikjurnar leynast víða. Lýðsleikjur eru fljótar að eyða varasjóðum og fyrningum. Sam- eignarsinnar og lýðsleikjur í Vene- súela voru fljótar að klára þjóð- arauðinn. Dýrlingar En spyrja má: Hvenær hefur ver- ið til almennilegur dýrlingur sem ekki var þjófur í byrjuninni? Dýr- lingar láta aldrei af þrá sinni að syndga. 15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020 Þriðjudaginn sl. kynntu stjórnvöld áætlun sína um mark- vissar aðgerðir til að mæta efna- hagslegum áhrifum COVID-19- kórónuveirunnar. Sannarlega eru þar á ferð jafnt jákvæðar fréttir sem og nauðsynlegar að- gerðir. En í hringiðu kórónuveir- unnar má ekki gleyma því að ís- lenskt efnahagslíf var á mjög viðkvæmum stað áður en áhrifa veirunnar byrjaði að gæta. Án kórónuveirunnar hefði sá sami kynningarfundur ef til vill verið óumflýj- anlegur vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Ís- land var komið í kreppu, með hvert efnahags- lega áfallið á fætur öðru síðustu 14 mánuði enda hafa blikur verið á lofti sem hafa smám saman raungerst. Í ljósi þessa er mikilvægt að boðaðar aðgerðir séu ekki sértækar eða horfi eingöngu til tiltekins hóps fyrirtækja sem þurfa að bregðast við breyttum markaðs- aðstæðum vegna minni eftirspurnar, s.s. í ferðaþjónustu. Þannig þurfa aðgerðirnar að vera víðtækar, draga úr kólnun hagkerfisins sem heildar og efla íslenskt efnahagslíf al- mennt. Það er einstaklega heppilegt, og vil ég hrósa framsýni íslenskra ráðamanna, að við erum í dag mun betur í stakk búin til þess að fylgja þessum aðgerðum úr garði. Stjórn rík- isfjármála síðustu ár hefur gengið út á að skila afgangi, spara og draga úr skuldum. Þessi ábyrga stjórn er okkur algjör lífsgjöf í dag, ég vil ekki hugsa þá hugsun hvernig staðan væri núna ef ekki hefði verið haldið jafn vel á mál- um og raun ber vitni. Þegar vel árar í hag- kerfinu á ríkið einmitt að búa í haginn fyrir niðursveifluna. Því miður hefur mörgum þjóð- um gengið þetta illa, því að á tímum eins og þeim sem við stöndum nú frammi fyrir mun öflug innspýting í hagkerfið bjarga verðmæt- um, lágmarka áhrif þrenginga og halda at- vinnustigi og –þátttöku í landinu góðu og stöð- ugu. Við höfum efni á að takast á við vandamálið. Eins er mikilvægt að ekki sé tjaldað til einnar nætur heldur ráðist í aðgerð- ir sem skili íslensku þjóðinni arði til framtíðar. Það fylgir því mikil áskorun að greina í hvaða fjárfestingar er ráðist og hver innspýtingin á að vera. Til að aðgerðirnar nái til- ætluðum árangri tel ég skipta gríðarlega miklu máli að settur verði rammi utan um hverju þær fjárfestingar eiga að skila. Eft- irfarandi eru mínar tillögur að slíkum ramma: 1. Fjárfestingin verður að vera arðbær og nýtast íslenskum al- menningi og íslenskum fyrir- tækjum til framtíðar og skila ávöxtun í rík- issjóð. 2. Fjárfestingin verður að nýta innlend að- föng og því ekki háð innfluttu vinnuafli, er- lendum tækjum og hugverki. Fjárfestingin verður þannig að nýta íslensk fyrirtæki og framleiðslu og skapa atvinnu fyrir vinnuafl á Íslandi. Sem sagt drifin áfram af innlendum kröftum. 3. Fjárfestingin grundvallist á þekkingu og reynslu einkaaðila, þ.e.a.s. að ríkið ráði ekki til sín starfsmenn til framkvæmda heldur leysi úr læðingi krafta einkaframtaksins. Með þetta að leiðarljósi og með ábyrgri fjárfestingu stjórnvalda trúi ég að okkur séu allir vegir færir til að hífa okkur upp úr þeirri vök sem efnahagslífið hefur verið að sogast of- an í. Vilji til verka er það sem þarf, en um leið ábyrg verkstjórn með heildarhagsmuni Ís- lands að leiðarljósi. Guðlaug Kristinsdóttir » Þessi ábyrga stjórn er okkur algjör lífsgjöf í dag, ég vil ekki hugsa þá hugsun hvernig staðan væri núna ef ekki hefði verið haldið jafn vel á málum og raun ber vitni. Höfundur er framkvæmdarstjóri Stekks fjárfest- ingarfélags, stjórnarformaður Securitas hf., Límtrés-Vírnets hf., Júpiters rekstrarfélags og í framboði til formans Samtaka iðnaðarins. Örugg viðbrögð á óvissutímum Eftir Guðlaugu Kristinsdóttur Efnahagsleg höggbylgja gengur nú yfir heiminn vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þá einkum vegna óvissu sem hún skapar. Slæmu fréttirnar eru að bylgjan brotnar harðast á ferðaþjónust- unni. Ísland er tíunda mesta ferða- þjónustuland heims þegar litið er til hlutfalls ferðaþjónustu af út- flutningi. Ef aðeins er litið til Vest- urlanda og þróaðra ríkja er Ísland með hlutfallslegu stærstu ferða- þjónustuna. Góðu fréttirnar eru þær að ástandið er tímabundið. Þá er ríkissjóður í sterkri stöðu eftir að hafa notað uppgangstíma síðustu ára vel í niðurgreiðslu skulda. Sama má segja um Seðlabankann. Hann býr yfir tæplega 900 milljarða króna gjaldeyrisforða. Bankahrunið bitnaði strax á fullum þunga á heimilum þegar eigið fé heimila minnkaði veru- lega við það að lánin þeirra hækkuðu með verð- bólgu og falli krónunnar. Sama er ekki uppi á teningnum nú og afar mikilvægt að gera grein- armun þar á. Bein áhrif á almenning sem ekki verður fyrir atvinnumissi verða með allt öðrum og vægari hætti til langs tíma. Fyrsta högg- bylgjan lendir á fullum þunga á atvinnulífinu. Því betur sem atvinnulífið stendur höggið af sér, því minni verða áhrifin á heimilin. Því verr sem at- vinnulífið stendur höggið af sér, því meira verður atvinnuleysið og því meiri verða áhrifin á heim- ilin. Það er því ánægjulegt að sjá ríkisstjórn og Seðlabanka grípa strax til þeirra úrræða sem þau hafa yfir að búa til að styðja við at- vinnulífið í þessari stöðu. Vaxta- og skattalækkanir og frestir til að greiða skatta og gjöld munu minnka kostnað fyrirtækja og heimila og gera þeim auðveldara að takast á við tímabundinn tekju- missi. Lækkun bindiskyldu losar um 40 milljarða króna hjá bönk- unum, sem þeir geta notað til að aðstoða fyrirtæki og heimili í vanda. Að flýta og auka ríkisfram- kvæmdir skapar störf í stað þeirra sem glatast. Markaðsátak fyrir ferðaþjónustu þegar hið versta er afstaðið mun flýta okkur að komast á lappir að nýju. Þetta eru góð fyrstu skref. Ríkisstjórnin, Seðlabankinn, atvinnulífið og launafólk vinna saman sem einn maður við að styrkja varnargarðinn. Fyrsta bylgjan er skollin á af fullum þunga. Ef við stöndum öll saman sem eitt í að standa hana af okkur og flýta fyrir efna- hagsbata að nýju verða skammtímaáhrif fyrir al- menning í lágmarki og langtímaáhrif verði minni en ella. Fyrsta bylgjan Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson Halldór Benjamín Þorbergsson » Slæmu fréttirnar eru að bylgjan brotnar harðast á ferðaþjónustunni. Góðu fréttirnar eru þær að ástandið er tímabundið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Morgunblaðið/Golli Atvinnulífið „Það er því ánægjulegt að sjá ríkisstjórn og Seðlabanka grípa strax til þeirra úrræða sem þau hafa yfir að búa til að styðja við atvinnulífið í þessari stöðu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.