Morgunblaðið - 13.03.2020, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020
✝ Leonhard IngiHaraldsson
fæddist í Reykjavík
18. mars 1943.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 28. febrúar
2020.
Foreldrar Leon-
hards voru hjónin
Guðbjörg Ingi-
mundardóttir, f.
7.6. 1917, d. 9.4.
1985, og Haraldur Óskar Leon-
hardsson, f. 11.11. 1914, d. 13.5.
1966. Bæði voru fædd á Stokks-
eyri.
Leonhard kvæntist 5.7. 1969
eftirlifandi eiginkonu sinni
Amalíu H. Skúladóttur, f. 11.7.
1944. Börn þeirra eru: 1) Har-
aldur Óskar, f. 17.11. 1969, maki
Anna Kapitola Engilbertsdóttir.
Börn: Guðbjörg Anna og Þórdís
Amalía. 2) Ásta, f. 26.10. 1973,
maki Þóroddur Björgvinsson.
Börn: Leonhard Ingi, Höskuldur
Páll og Kristbjörg Sigríður. 3)
Halla Ingibjörg, f. 8.8.1976,
maki Einar Örn Jónsson. Börn:
Vigdís Halla og Ingunn María.
4) Ingunn Guðfinna, f. 8.8. 1976.
Börn: Rósa Kristín og Guð-
mundur Ingi. Bróð-
ir Leonhards er
Haukur Haralds-
son, f. 31.8. 1945.
Leonhard ólst
upp í austurbæ
Reykjavíkur. Nam í
Austurbæjarbarna-
skóla og Gagn-
fræðaskóla Austur-
bæjar þaðan sem
hann lauk lands-
prófi. Varð stúdent
frá MR 1964, innritaðist í tann-
læknadeild Hí og útskrifaðist
sem tannlæknir 1971. Með námi
starfaði Leonhard jafnan við
byggingarvinnu og sem kjöt-
matsmaður hjá Hval hf. Eftir
tannlæknanámið starfaði Leon-
hard sem skóla- og aðstoðart-
annlæknir til 1975. Þá stofnaði
hann eigin tannlæknastofu sem
hann rak þar til hann lét af
störfum 1996 sökum heilsu-
brests. Leonhard var virkur í fé-
lagsstarfi tannlækna, m.a. söng
hann með kór Tannlæknafélags
Íslands.
Útför Leonhards Inga fer
fram frá Háteigskirkju í Reykja-
vík í dag, 13. mars 2020, klukk-
an 13.
Þú gafst mér skýin og fjöllin
og Guð til að styrkja mig.
Ég fann ei, hvað lífið var fagurt,
fyrr en ég elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins,
er lærði ég að unna þér,
og ást mín fær ekki fölnað
fyrr en með sjálfum mér.
(Sig. Nordal)
Þakka þér fyrir árin 55 elsku
Lenni minn. Ég sakna þín sárt og
hlakka til endurfunda okkar í
sumarlandinu.
Sjáumst.
Þín
Halla.
Elsku pabbi minn. Nú ertu
laus við þjáningarnar sem ein-
kenndu hálfa þína ævi. Það er
sárt að hafa þig ekki lengur því
þú varst svo mikill klettur í lífi
mínu. Öll hvatningin, örugga
skjólið sem þú veittir, öll þín fal-
legu gildi og allt sem þú stóðst
fyrir. Þú gerðir allt betra. Ég á
ótal fallegar minningar um þig,
þær gætu fyllt meira en heila
bók. Að hreppa þig og mömmu
sem foreldra og seinna ömmu og
afa barnanna minna, þeirra Rósu
Kristínar og Guðmundar Inga,
var mín blessun í lífinu. Þú skip-
aðir svo stóran sess í lífi okkar og
tókst afahlutverk þitt alvarlega
frá byrjun. Daginn eftir að ég átti
Rósina og var óörugg og hrædd
birtist þú í dyragættinni og þá
vissi ég að allt yrði í lagi. Þú
horfðir dolfallinn á Rósina þína
og mig og skynjaðir ótta minn og
sagðir: „Ingunn mín, við gerum
þetta saman.“ Þannig var þitt
lífsmottó og þannig stuðlaðirðu
að heild í stórfjölskyldunni. Þeg-
ar Mundi kom í heiminn varstu
svo stoltur og myndaðist ákveð-
inn þráður á milli ykkar sem
slitnaði aldrei. Í þér og mömmu
áttu börnin mín ásamt öllum
barnabörnunum mikinn vin og
hvöttuð þið þau óspart áfram.
Okkar síðasta stund áður en
kallið kom var fimmtudaginn áð-
ur en þú lést. Þitt heimili var
hjúkrunarheimilið Sóltún síðustu
þrjú árin og þar leið þér vel. Eftir
nokkurra daga dvöl á bráðamót-
tökunni þar sem útlitið var ekki
gott fórstu aftur á Sóltún og þá
ríkti hamingjan hjá þér. Þú varst
svo slakur og glaður að vera
kominn til baka og með mömmu
þér við hlið sem vék aldrei frá
þér. Brosið vék ekki af andliti
þínu og það var kyrrð yfir þér
þrátt fyrir verki. Eftir um tvo
tíma sagðist ég ætla að fara að
vinna en kæmi aftur til þín dag-
inn eftir og þá sagðirðu við mig:
„Ég er svo stoltur af þér því vinn-
an þín er svo falleg Ingunn mín.
Þú stendur þig alls staðar með
prýði.“ Ég kyssti þig á kollinn og
kinnina, sagðist elska þig og
strauk þér um kinn og á hand-
arbakinu. Þar varstu svo mjúkur.
Þú varst mér allt elsku pabbi
minn og ég var stolt af þér. Að
kúra hjá þér sem barn og horfa á
enska boltann var mín gæða-
stund með þér. Að aðstoða þig á
tannlæknastofunni og sjá þig í
vinnugírnum var mín gæðastund
með þér. Að fara í hjólreiðatúra
að ógleymdum sundferðunum
þar sem þú syntir með okkur
systkinin á bakinu var mín gæða-
stund. Að finna þolinmæði þína
þegar þú aðstoðaðir mig við
heimanámið var mín gæðastund
með þér. Þið mamma kennduð
okkur krökkunum að hafa trú á
okkur og framkvæma drauma
okkar. Þið gerðuð mig að þeirri
sterku og sjálfstæðu konu sem ég
er og fyrir það verð ég ævinlega
þakklát.
Þú varst og verður alltaf best-
ur, hlýr, kærleiksríkur og mikill
húmoristi, oft fullkaldhæðinn að
mömmu fannst. Þú varst svo
glæsilegur og gerðir aldrei neinn
mannamun því allir voru jafnir í
þínum huga. Þú sást ekki sólina
fyrir mömmu og fjölskyldunni
þinni. Ég lofa að passa vel upp á
mömmu því hún var þinn besti
vinur og var þér allt. Ég sakna
þín meira en orð fá lýst og kveð
þig með þínum orðum: „Við kom-
umst í gegnum þetta og stöndum
saman.“ Ég elska þig.
Þín dóttir,
Ingunn.
Elsku hjartans pabbi og vinur
var yndislegur maður. Ástríkari
og vænni mann var ekki hægt að
finna. Hann var húmorsríkur
fram í fingurgóma og alveg fram
í andlátið. Léttur og tónelskur.
Dýrkaði fjölskylduna, elskaði að
prakkarast í okkur krökkunum,
mömmu til mikillar gleði eða
þannig. Mikil félagsvera og öð-
lingur. Maðurinn með stóra nafn-
ið og enn stærra hjarta. Svona
var pabbi.
Pabbi hvatti okkur krakkana
og barnabörnin óspart áfram í
okkar vegferð í átt að fullorðins-
árum. Eftir að barnabörnin hans
fóru að mæta í þennan heim
hvert af öðru pantaði hann þau í
sífellu í pössun á meðan við
systkinin lukum okkar verkefn-
um, hvort sem það var í háskóla-
námi eða á öðrum vettvangi. Ég á
þeim allt mitt að þakka því þau
hafa alla tíð staðið þétt við bakið
á mér, jafnvel þótt pabbi væri
sjálfur ekki heill heilsu. Fyrir það
fæ ég aldrei fullþakkað. Það
skapaði þeim líka minningar sem
þau hafa getað hlegið dátt að með
honum æ síðan.
Pabbi dró stutta stráið þegar
kom að líkamlegri heilsu en hann
fann mjög snemma fyrir krank-
leika sem átti eftir að aukast og
setja sitt mark á líf hans og
mömmu. Hann hætti að vinna
rúmlega fimmtugur, sem hann
tók mjög nærri sér. Pabbi var
mikill keppnismaður og náði sér
á strik eftir hverja heilsurimm-
una á fætur annarri.
Það er erfitt að eldast á Íslandi
ef heilsan er manni ekki hliðholl.
Í tilviki hjóna reynir á heilbrigð-
ari makann að annast þann sem
veikburða er, sem í kjölfarið
greiðir fyrir álagið með eigin
heilsutapi. Þetta er óþolandi
raunveruleiki margra þeirra sem
eldast og smánarblettur í ís-
lensku heilbrigðiskerfi sem á að
gagnast þeim sem þurfa á því að
halda.
Þetta fengu pabbi og mamma
að reyna. Mamma vék aldrei frá
pabba í veikindum hans og barð-
ist við hvert kerfið á fætur öðru
fyrir hagsmunum hans og vel-
ferð. Alveg eins og ljón og gafst
aldrei upp. Hans velferð var
hennar velferð og öfugt. Ást
þeirra var sterkari en nokkur
annar kraftur og gaf þeim lengra
líf saman en nokkurn hefði órað
fyrir. Aðdáunarvert í augum
allra þeirra sem urðu vitni að.
Pabbi bjó hinstu þrjú æviár sín
á Sóltúni þar sem hlúð var mjög
vel að honum og mikil virðing
áfram borin fyrir pabba. Fyrir
það erum við fjölskyldan starfs-
fólki og vistmönnum á Sóltúni af-
ar þakklát. Pabba leið mjög vel á
Sóltúni og hann eignaðist góða
vini. En ekki hvað fyrir pabba.
Alltaf elskaður þessi maður.
Til marks um þann kraft sem
bjó í ást þeirra pabba og mömmu
þá kvaddi pabbi ekki þetta líf fyrr
en mamma var komin við hlið
hans til að halda í hönd hans. Með
mömmu sér við hlið var hann
fyrst reiðubúinn að fara. Í bili.
Elsku pabbi minn. Söknuður-
inn er deyfandi sár. Við huggum
okkur við að þú ert laus við lík-
amlegar þjáningar og fyrir það
erum við ólýsanlega þakklát. Við
pössum öll vel upp á ömmu, litla
drekann okkar, eins og þú kallaðir
hana, og vitum að þú verður hjá
okkur öllum. Alltaf.
Farðu í friði elsku pabbi minn.
Pöppukveðja, þín
Ásta.
Í dag kveð ég elsku pabba
minn.
Minningarnar eru margar; bíl-
túrar niður á höfn að skoða skipin,
sundferðir um helgar þegar
mamma þurfti pásu frá krakka-
skaranum (oftast áður en enski
boltinn með Bjarna Fel. byrjaði),
ferðalögin á Plymmanum, ferð-
irnar til útlanda, fyrsta reiðhjólið,
mótorhjólið og trommusettin sem
hann keypti handa mér o.s.frv.
Foreldrar mínir gáfu mér góða
æsku.
Það var umtalað hversu góður
maður pabbi var, með ljúfa og
góða nærveru. Hann þótti góður
tannlæknir, mjúkhentur og nær-
gætinn. Hann mátti ekkert aumt
sjá, vildi alltaf létta fólki lífið, t.d.
ef einhver kom að selja happ-
drættismiða fór sölufólk brosandi
til baka búið að selja miða, oftast
fleiri en einn og kom alltaf aftur.
Hann var hjálpsamur en þá sjald-
an einhver misnotaði góð-
mennsku hans eða gerði eitthvað
á hans hlut sagði hann „helvítis
þrjóturinn!“ og svo var það búið.
Hann var einstakur.
Pabbi elskaði tónlist, átti stórt
plötusafn og frábærar Bang &
Olufsen-græjur. Á föstudögum
eftir vinnu kom hann oft við í
Fálkanum og keypti eins eða tvær
plötur. Stuðmenn, Mannakorn og
Bítlarnir voru hans uppáhalds-
hljómsveitir. Í sérstöku uppáhaldi
var Egill Ólafsson, pabbi átti allt
sem Egill gaf út sóló eða með
hljómsveitum. Hann var músík-
alskur og gat spilað flest eftir eyr-
anu á píanó. Hann kunni engar
nótur, það dugði honum að vita
hvar C-nótan var á píanóinu, svo
hlustaði hann á eitthvert lag, fann
út hljómaganginn og spilaði lagið
um leið, sem er mikill hæfileiki.
Hann var hrifinn af karlakórum,
sérstaklega Fóstbræðrum, og
sjálfur söng hann lengi með Tann-
læknakórnum. Þegar ég fór í
karlakór fylgdist hann með,
mætti á tónleika og hafði gaman
af, mér þótti afar vænt um það.
Pabbi lagði áherslu á að við
systkinin fyndum okkar eigin leið
í lífinu og stóð með okkur. Hann
sýndi mér áhuga og umhyggju en
leyfði mér líka að reka mig á til að
læra af reynslunni, fyrir það er ég
þakklátur.
Pabbi var mikill fjölskyldu-
maður, hann var félagslyndur og
vinmargur. Síðustu ár voru erfið,
heilsunni hrakaði jafnt og þétt en
hann hafði ótrúlegt baráttuþrek
og lífsvilja. Elskuleg mamma mín
stóð með honum eins og klettur
allan tímann og fyrir það er ég
þakklátur. Hann lagði mikið á sig
til að taka þátt í öllum gleðistund-
um innan fjölskyldunnar. Hann
mætti í flest afmæli, viðburði,
jólaboð o.fl. þótt það kæmi niður á
heilsunni næstu daga. Það gladdi
mig mikið að hann gat komið í
fjölskylduboð í tilefni af fimm-
tugsafmæli mínu í nóvember sl.
Það var líka dóttur minni dýr-
mætt að hann komst í fermingu
hennar þrátt fyrir mikil veikindi í
fyrravor. Síðast en ekki síst gátu
foreldrar mínir fagnað 50 ára
brúðkaupsafmæli sínu með stæl í
fyrrasumar - ekkert af þessu var
sjálfgefið. Hann var partíkall.
Starfsfólki á Sóltúni færi ég
mínar bestu þakkir fyrir frábæra
umönnun sl. þrjú ár, honum leið
mjög vel þar.
Elsku besti pabbi minn, takk
fyrir allt sem þú kenndir mér, fyr-
ir að vera til staðar þegar ég
þurfti og gefa mér gott líf. Ég
mun alltaf sakna þín. Takk fyrir
að vera góður pabbi.
Hvíldu í friði.
Þinn elskandi sonur,
Haraldur Óskar (Halli).
Það er skrýtin tilfinning að rita
minningarorð um pabba sinn.
Söknuðurinn er mikill og sár eftir
yndislegum, skemmtilegum og
hjartahlýjum manni sem auðgaði
allt í kringum sig. Það var mann-
bætandi að vera með pabba og
manni leið alltaf vel í návist hans.
Það voru forréttindi að eiga slíka
fyrirmynd sem pabbi var því
hann hafði marga góða og fallega
mannkosti. Hann var einstakt
ljúfmenni sem forðaðist deilur,
fór ekki í manngreinarálit heldur
tók öllum opnum örmum. Hann
hafði góða nærveru og risastórt
hjarta. Yfirvegun, jákvæðni, hóg-
værð og æðruleysi voru hans að-
alsmerki að ógleymdum ein-
stökum húmor. Oft veltumst við
fjölskyldan um í hláturskasti yfir
gullkornum pabba sem hann
hafði ekkert fyrir.
Elsku besti pabbi fékk því mið-
ur ekki bestu spilin í vöggugjöf
þegar kom að heilsunni. Þrátt
fyrir stöðuga verki sem ágerðust
með aldrinum neitaði hann að
láta þá stjórna sér heldur tókst á
við þá með aðdáunarverðri þraut-
seigju og baráttuþreki og sinnti
tannlækningum meðan hann gat.
Hann stundaði alla tíð hreyfingu
og á ég dýrmætar minningar um
sundferðirnar með pabba. Hann
var ósérhlífinn í leik og starfi og
vílaði ekki fyrir sér að leggja sitt
af mörkum fyrir vini og vanda-
menn þrátt fyrir erfiðan líkama.
Ljósmyndun var pabba ákaf-
lega hugleikin en hann byrjaði
ungur að taka myndir. Hvert sem
pabbi fór var myndavélin með í
för og hafði hann gott auga fyrir
augnablikum sem uppsetningu.
Myndefnið var einna helst mann-
fólkið, ekki síst barnabörnin eftir
að þau komu í heiminn. Pabbi
skilur eftir sig myndarlegt ljós-
myndasafn sem er okkur dýr-
mætt.
Samband pabba við barna-
börnin sín var alla tíð náið og fal-
legt. Hann var ótrúlega þolin-
móður og hafði alltaf nægan tíma
fyrir þau og má segja að foreldrar
mínir hafi alla tíð verið dyggir
stuðningsmenn þeirra sem nú
sakna afa síns mikið og syrgja. Í
pabba áttu barnabörnin traustan
bandamann og vin og fylgdist
hann stoltur og náið með þeim
sinna námi sínu og áhugamálum.
Hann samgladdist þeim innilega
þegar vel gekk en var líka til stað-
ar fyrir þau þegar á móti blés.
Pabbi var mikill fjölskyldu-
maður og leið best með fólkinu
sínu. Þótt oft væri þröng á þingi
skipti það ekki máli heldur sam-
veran með sínum nánustu. Pabbi
var einstaklega hlýr maður sem
alltaf var hægt að leita til. Hann
hughreysti á erfiðum stundum,
stappaði í mann stálinu þegar á
þurfti að halda og samgladdist
þegar vel gekk. Alltaf var hægt
að leita til hans og hann tók hlý-
lega á móti manni hvernig sem á
stóð og var boðinn og búinn að
gefa ráð eða gæta barna-
barnanna.
Það var einstaklega notalegt
að heimsækja mömmu og pabba
og er samheldni þeirra aðdáun-
arverð. Þau stóðu saman í blíðu
og stríðu, tókust í sameiningu á
við gleði og erfiðleika.
Elsku besti pabbi er nú laus við
þjáningar en í hjarta mínu standa
eftir margar dýrmætar minning-
ar um einstakan og hjartahlýjan
mann sem vildi öllum vel.
Takk elsku besti pabbi minn
fyrir allar dýrmætu stundirnar
og fyrir að vera alltaf til staðar.
Þín dóttir,
Halla.
Lenni, tengdafaðir minn, er
látinn eftir langvinn og erfið veik-
indi. Sjúkrasaga hans síðustu ár-
in er löng og flókin og iðulega
þurfti hann að berjast á fleiri en
einum vígstöðvum í einu. Margir
hefðu látið þetta buga sig en ekki
Lenni. Þó að líkaminn væri veik-
burða var andlegur styrkur hans,
þrjóska og æðruleysi með ólík-
indum og hjálpaði honum án
nokkurs vafa í þeim veikindum
sem hann átti við að stríða. Þá
hafði hann líka til að bera húmor,
jákvæðni og bjartsýni sem reynd-
ust öflug vopn í erfiðum aðstæð-
um. Það má læra margt af því
hvernig Lenni tókst á við sín
veikindi. Maður kann betur að
meta eigin heilsu og sinna nán-
ustu og svokölluð vandamál dag-
legs lífs virka léttvæg í saman-
burði við þau sem hann glímdi
við. Þegar raunverulegir erfið-
leikar knýja dyra í lífinu getur
svo margt verið vitlausara en að
hugsa til Lenna og hvernig hann
tókst á við sín veikindi. Þar má
finna mörg góð ráð sem hollt er
að tileinka sér.
Annar kostur í fari Lenna sem
taka má til eftirbreytni er að
leggja rækt við þá sem standa
manni næst. Hann sýndi fjöl-
skyldu sinni, eiginkonu, börnum
og barnabörnum alla tíð einstaka
ræktarsemi og hafði einlægan
áhuga á því sem fólk tók sér fyrir
hendur í lífi og starfi. Það er eng-
in tilviljun að barnabörnin voru
jafnhænd að honum og raun bar
vitni enda tók hann þeim alltaf
opnum örmum, jafnvel þó að lík-
aminn væri ekki upp á sitt besta
og hann væri plagaður af verkj-
um. Í raun báru honum allir vel
söguna, gamlir vinir og sam-
starfsmenn sem og þeir sem önn-
uðust hann á hjúkrunarheimilinu
síðustu árin. Margir hafa haft það
á orði að manni liði alltaf betur
þegar maður færi af fundi Lenna
en þegar maður kom. Það segir í
raun allt sem segja þarf um þau
mannbætandi áhrif sem hann
hafði á fólk.
Það hefur einnig verið aðdáun-
arvert og til eftirbreytni að fylgj-
ast með þeirri samheldni sem
fjölskylda Lenna sýndi í veikind-
um hans. Eiginkona hans, börn
og bróðir studdu hann dyggilega
gegnum þykkt og þunnt og stóðu
vörð um hagsmuni hans og rétt-
indi allt undir það síðasta. Fráfall
hans er því mikill skellur fyrir
alla sem stóðu honum næst. Miss-
ir fjölskyldunnar er mikill en eftir
lifa góðar minningar um mikið
ljúfmenni og fyrirmynd sem hafði
lífsgildin á hreinu.
Einar Örn Jónsson.
Elskulegur tengdafaðir minn
er látinn eftir löng og erfið veik-
indi. Hann lagði aldrei árar í bát,
fór þetta á þrjóskunni og einum
mesta lífsvilja sem ég hef orðið
vitni að. Hann lifði fyrir fjölskyld-
una, fagnaði hverju einasta
barnabarni sem bættist í hópinn
og bauð okkur tengdabörnin
hjartanlega velkomin af sinni al-
kunnu hlýju. Ég hef alltaf sagt að
ég vann í tengdaforeldralottóinu
og þau Halla og Lenni lögðu sig
fram um að taka mér opnum örm-
um frá fyrsta degi.
Við Lenni áttum sameiginlegt
áhugamál þegar kom að því að
taka myndir - því fleiri myndir því
betra, okkur fannst gaman að
fikta við myndvinnslu og auðvitað
eiga góðar græjur til að sinna
þessu áhugamáli okkar. Hann var
duglegur að taka myndir og oft
kom hann með bunka af útprent-
uðum myndum sem hann hafði
tekið og gaf okkur. Sömuleiðis
hvatti hann alla og minnti okkur
reglulega á að festa minningarn-
ar á filmu. Það er dýrmætt að
eiga allar þessar myndir.
Lenni var mikill fjölskyldu-
maður eins og áður sagði og
fylgdist vel með því sem fólkið
hans var að gera. Hann hringdi
reglulega í okkur öll, bæði börn
og fullorðna, símtölin voru yfir-
leitt frekar stutt en alltaf
skemmtileg. Hann var aldrei
ánægðari en þegar öll fjölskyldan
var samankomin og samveru-
stundirnar hafa verið margar og
góðar. Ekki fannst honum verra
ef eitthvert kruðerí var á boðstól-
um, tertur, súkkulaði og nóg af
rjóma – þá var hann kátur. Góð-
látlegur, stundum kaldhæðnis-
legur húmor hans var skemmti-
legur og þeir feðgarnir hlógu oft
og mikið saman enda voru þeir
góðir vinir.
Þegar við Halli eignuðumst
hana Guðbjörgu Önnu okkar þá
Leonhard Ingi
Haraldsson
Okkar ástkæri eiginmaður, fjölskyldufaðir
og bróðir,
BJARNI JÓN MATTHÍASSON,
Sandlæk í Gnúpverjahreppi,
áður Kirkjubæjarklaustri,
andaðist á deild 11G á LSH miðvikudaginn
26. febrúar. Útförin fer fram frá Skálholtsdómskirkju
laugardaginn 14. mars klukkan 12. Vegna þjóðfélagsaðstæðna
verður athöfnin send út á útvarpsrás fyrir þá sem kjósa að
hlusta úr bílum sínum.
Elín Erlingsdóttir
Ester Elín Bjarnadóttir Björgvin Rúnarsson
Guðrún Heiða Bjarnadóttir Andri Jónasson
Helgi Haukur Hauksson Helga Margrét Friðriksdóttir
barnabörn, Sigríður og Sigurjóna Matthíasdætur