Morgunblaðið - 13.03.2020, Side 27

Morgunblaðið - 13.03.2020, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020  Jóhann Berg Guðmundsson missir af enn einum leiknum með Burnley á morgun þegar lið hans á að sækja Manchester City heim í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Jóhann hefur ekkert getað spilað vegna meiðsla síð- an 4. janúar og tvísýnt er orðið um þátttöku hans í umspilsleiknum gegn Rúmeníu sem fyrirhugaður er á Laug- ardalsvellinum 26. mars, eftir þrettán daga.  Brendan Rodgers, knattspyrnu- stjóri Leicester, staðfesti í gær að þrír leikmanna liðsins væru komnir í sóttkví þar sem þeir væru með ein- kenni kórónuveirunnar. Þar með er óvissa um næsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni en hann á að vera gegn Watford í hádeginu á morgun.  Leikmenn knattspyrnu- og körfu- knattleiksliða Real Madrid á Spáni voru settir í sóttkví í gær eftir að leik- maður körfuknattleiksliðsins greindist með kórónuveiruna. Öllum leikjum á Spáni hefur verið frestað næsta hálfa mánuðinn.  Íslensku U19 ára landsliðin í knatt- spyrnu karla og kvenna fara ekki í milliriðla EM í lok mars og byrjun apríl eins og til stóð. Karlaliðið átti að leika á Ítalíu en kvennaliðið í Hollandi en UEFA ákvað í gær að báðum mótum yrði frestað vegna kórónuveirunnar.  Ferli Jóns Axels Guðmundssonar í bandaríska háskólakörfuboltanum lauk snögglega í gær. Nokkrum klukkutímum áður en leikur Davidson Wildcats og La Salle í fyrstu umferð úrslitakeppninnar átti að hefjast í Brooklyn var keppninni aflýst vegna kórónuveirunnar. Jón Axel er því á heimleið eftir fjögur ár með liði Davidson þar sem hann hefur vakið mikla athygli fyrir frá- bæran frammi- stöðu. Mögu- legt er að hann spili með Grindvík- ingum í úrslitakeppninni hér heima, ef henni verð- ur ekki aflýst. Eitt ogannað HANDBOLTI Guðmundur Karl Víðir Sigurðsson Íslandsmeistarar Selfoss eru að heltast úr lestinni í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppn- inni um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik eftir stórt tap gegn Haukum á heimavelli í Hleðsluhöll- inni í gærkvöldi, 25:35. Þetta eru sömu tölur og þegar Selfoss sigraði Hauka fyrir tíu mán- uðum og tryggði sér Íslandsmeist- aratitilinn. Það er óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar síð- an. Selfyssingar hafa átt í ýmsum meiðslavandræðum í vetur og stað- an snarversnaði í gærkvöldi. Haukur Þrastarson var greinilega hálfur maður í fyrri hálfleik og fór útaf snemma í seinni hálfleik, meiddur framan á læri. Magnús Öder Einarsson og Atli Ævar Ing- ólfsson hrukku úr skaftinu snemma leiks, Magnús líklega handarbrotinn og Atli Ævar með heilahristing. Fjarvera þessara lykilmanna af- sakar þó ekki andleysið hjá Selfyss- ingum. Haukar hreinlega pökkuðu þeim saman í vörninni strax í upp- hafi leiks og þeir vínrauðu voru al- gjörlega ráðalausir og gerðu sig seka um mörg mistök í fyrri hálfleik. Varnarleikur Hauka var ákafur en ekki grófur og þeir gerðu vel í að stöðva Selfyssinga. Grétar Ari Guð- jónsson var öflugur í markinu hjá Haukum í fyrri hálfleik en munurinn á liðunum lá ekki þar því markvörð- urinn Alexander Hrafnkelsson var besti maður Selfoss í fyrri hálfleik. Einar Baldvin Baldvinsson tók við keflinu í seinni hálfleik og átti góðar vörslur sömuleiðis. Með þessum góða varnarleik gátu Haukar sveiflað refsivendinum grimmilega í hraðaupphlaupum þar sem Einar Pétur Pétursson var fremstur í flokki að afgreiða þau. Seinni hálfleikurinn var algjört formsatriði fyrir Hauka. Þeir náðu strax tíu marka forskoti og mun- urinn varð mestur þrettán mörk, 27:14, þegar kortér var eftir. Selfoss kláraði leikinn á unglingaliði sínu og klóraði í bakkann þar sem Daníel Karl Gunnarsson og Tryggvi Þór- isson voru duglegastir að skora. Hjá Haukum átti Ólafur Ægir Ólafsson mjög fínan leik og Einar Pétur var sem fyrr segir frábær í sókninni. FH á hælum Valsmanna FH á enn möguleika á að ná deild- armeistaratitlinum úr höndum Vals- manna eftir sannfærandi sigur á KA, 32:22, í Kaplakrika í gærkvöld. FH er tveimur stigum á eftir Val og er með innbyrðis úrslitin til góða og myndi því vinna deildina ef liðin enda jöfn að stigum. Valsmenn þurfa til þess að tapa fyrir ann- aðhvort KA eða Stjörnunni og FH- ingar þyrftu þá að vinna Stjörnuna og Fram í tveimur síðustu umferð- unum. Jóhann Birgir Ingvarsson skoraði 8 mörk fyrir FH, Ásbjörn Frið- riksson og Leonharð Þorgeir Harð- arson 6 hvor. Áki Egilsnes skoraði 8 mörk fyrir KA, Patrekur Stefánsson og Jón Heiðar Sigurðsson 4 mörk hvor. KA hefur ekki fengið stig í sex leikjum á þessu ári. Svöruðu fyrir skellinn í fyrra  Haukar unnu Selfyssinga með tíu marka mun fyrir austan fjall Ljósmynd/Þórir Tryggvason Fljótur Einar Pétur Pétursson var drjúgur í hraðaupphlaupunum fyrir Hauka og skoraði átta mörk í leiknum á Selfossi í gærkvöld. Sundsamband Íslands tilkynnti í gær að Eyleifur Jóhannesson hefði verið ráðinn yfirmaður landsliðs- mála hjá sambandinu. Eyleifur á langan þjálfaraferil að baki og hef- ur verið yfirþjálfari Aalborg Svøm- meklub í Danmörku undanfarin þrettán ár þar sem hans fólk hefur náð frábærum árangri, m.a. mörg verðlaun á HM og EM. Eyleifur hef- ur sjálfur verið valinn besti þjálfari Danmerkur, bæði sem afreksþjálf- ari og unglingaþjálfari. Hann lýkur þessu tímabili með Aalborg og hef- ur störf hjá SSÍ 1. ágúst. Sundsambandið ræður Eyleif Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimkoma Eyleifur Jóhannesson snýr heim frá Danmörku. Valdís Þóra Jónsdóttir fór vel af stað á South African Women’s Open- golfmótinu á Westlake-vellinum í Höfðaborg í Suður-Afríku í gær en það er liður í Evrópumótaröðinni. Valdís lék fyrsta hringinn á 72 högg- um, á pari vallarins, og er í 17.-28. sæti af 132 keppendum. Hún er að- eins þremur höggum á eftir fjórum efstu á mótinu. Guðrún Brá Björg- vinsdóttir átti ekki eins góðan dag en hún lék á 80 höggum, átta högg- um yfir pari, og er í 116.-124. sæti. Annar hringur er leikinn í dag og eftir hann er niðurskurður. Valdís fór vel af stað í Höfðaborg Ljósmynd/LET Par Valdís Þóra Jónsdóttir er framarlega í flokki á mótinu. Hleðsluhöllin, Olísdeild karla, fimmtudag 12. mars 2020. Gangur leiksins: 2:2, 4:5, 5:7, 6:10, 7:12, 8:15, 10:19, 11:22, 12:24, 14:27, 20:29, 21:32, 25:35. Mörk Selfoss: Daníel Karl Gunn- arsson 5, Tryggvi Þórisson 5, Einar Sverrisson 4/2, Haukur Þrastarson 4/1, Guðni Ingvarsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Alexander Már Egan 1, Hergeir Grímsson 1, Arnór Logi Hákonarson 1. Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 8/1, Einar Baldvin Baldvinsson 8/1. SELFOSS – HAUKAR 25:35 Utan vallar: 12 mínútur Mörk Hauka: Einar Pétur Pétursson 8, Ólafur Ægir Ólafsson 6/1, Brynj- ólfur Snær Brynjólfsson 6, Atli Már Báruson 4, Adam Haukur Baumruk 4, Heimir Óli Heimisson 3, Hjörtur Ingi Halldórsson 2, Jón Karl Ein- arsson 1, Gunnar Dan Hlynsson 1. Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 10, Andri Sigmarsson Scheving 3. Utan vallar: 16 mínútur Dómarar: Sigurður Hjörtur Þrast- arson og Svavar Ólafur Pétursson. Áhorfendur: 311. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Höllin Ak.: Þór Ak – Grindavík ........... 18.30 Blue-höllin: Keflavík – Þór Þ............... 20.15 1. deild karla: Álftanes: Álftanes – Vestri .................. 19.15 Ice Lagoon-höll: Sindri – Selfoss ............. 20 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Framhús: Fram – Stjarnan ................. 19.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Fylkishöll: Fylkir – Víkingur .............. 18.30 1. deild karla, Grill 66-deildin: Laugardalsh.: Þróttur – Haukar U .... 19.30 Origo-höll: Valur U – Fjölnir U........... 19.30 Víkin: Víkingur – FH U ....................... 19.30 TM-höllin: Stjarnan U – Grótta ............... 20 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Origo-völlur: Valur – Víkingur Ó ............. 18 Vivaldi-völlur: Grótta – HK...................... 19 Eimskipsv.: Þróttur R. – Grindavík ........ 19 Víkingsv.. Víkingur R. – Fram............ 19.15 Würth-völlur: Fylkir – Keflavík............... 20 Í KVÖLD! Manchester United vann í gærkvöld sinn stærsta útisigur í Evrópu- keppni í 55 ár þegar liðið lagði LASK að velli, 5:0, í Linz í gærkvöld, frammi fyrir galtómum leikvangi í austurrísku borginni. Þar með er nánast formsatriði fyrir United að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA en liðin eiga að mætast aftur á Old Trafford næsta fimmtudag. Mason Greenwood skoraði fjórða markið, nýkominn inn á sem vara- maður, og varð yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora fimm Evr- ópumörk fyrir Manchester United. Hann var í gær 18 ára og 163 daga gamall en George Best skoraði sitt fimmta Evrópumark fyrir United þegar hann var 19 ára og 291 dags gamall árið 1966. Odion Ighalo kom United yfir með glæsilegu marki og þeir Daniel James, Juan Mata og Andreas Pe- reira komust líka á markalistann í Linz. Ragnar Sigurðsson var utan 18 manna hóps FC København sem tapaði 1:0 fyrir Basaksehir í Ist- anbúl á marki úr vítaspyrnu rétt fyr- ir leikslok. Ragnar hefur verið tæp- ur vegna meiðsla og aðeins spilað Evrópuleiki liðsins eftir að hann kom til Kaupmannahafnar. Wolves er með ágæta stöðu eftir jafntefli, 1:1, gegn Olympiacos í áhorfendalausum leik í Grikklandi. Youssef El Arabi kom tíu leik- mönnum Olympiacos yfir en Pedro Neto jafnaði fyrir Úlfana. Basel, Leverkusen og Shakhtar Donetsk unnu góða útisigra. vs@mbl.is AFP Linz Daniel James og Odion Ighalo skoruðu tvö fyrstu mörk Manchester United í gærkvöld og fagna hér markinu sem James skoraði. Greenwood sló met George Best  Manchester United vann 5:0 í Linz

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.