Morgunblaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 29
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is New Dreams, önnur sólóplata JFDR sem er listamannsnafn Jó- fríðar Ákadóttur, kemur út í dag en útgáfutónleikum sem halda átti í Iðnó í kvöld var því miður frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Jó- fríður hlaut mikið lof fyrir fyrstu sólóplötu sína, Brazil, sem kom út fyrir þremur árum og var m.a. valin poppplata ársins af Árna Matthías- syni í áramótalistauppgjöri Morgun- blaðsins það ár. Upplifði tilgangsleysi Jófríður er spurð að því hvernig hafi verið að fylgja eftir velgengni frumburðarins og segir hún að það hafi verið mjög jákvætt á heildina litið, hún hafi ekki upplifað neitt stress hvað það varðar. Hún hafi hins vegar upplifað ákveðið tilgangs- leysi á tímabili og velt fyrir sér hvers vegna hún væri yfirleitt að starfa sem tónlistarmaður. „Þetta er svo óhefðbundið starf og svo lítið passað upp á fólk. Ef maður lendir í því að líða illa eða upplifa sig einmana er rosalega erfitt fyrir mann að átta sig á því hvað maður á að gera. Ég veit í raun ekki hvort fleiri eru að díla við þetta,“ segir Jófríður, „en þetta er rosalega sérkennilegt að velja sér þennan starfsferil. Maður er að læra sjálfur með því að gera og trúa.“ – Það er líklega algengt að lista- menn spyrji sig að því af hverju þeir séu að þessu og velti fyrir sér fyrir hverja list þeirra sé? „Já … en ég er alla vega dauðfeg- in að þessi plata sé að koma út. Það er búið að tefja þetta svo lengi,“ svarar Jófríður. – Var þetta erfið fæðing? „Bæði og. Það var svolítið erfitt að byrja en mjög skemmtilegt að vinna plötuna þegar lögin voru komin. En það var erfitt að ákveða kóverið, erf- itt að ákveða hönnunina, lagaröð- unina og eitthvað svona. Ég festist í svona smáatriðum og ekkert út af þeim heldur hvernig mér leið og hvernig ég var stemmd á þessum tíma.“ Við stjórnvölinn – Ákvaðstu fyrir fram að platan myndi fjalla um eitthvert tiltekið efni eða hvað? „Nei, þetta var bara samsafn af lögum sem ég var að vinna á þessum tíma og í raun bara einhvers konar skrásetning á því sem ég var að hugsa um og hafði áhuga á og því sem ég var að plana sem listamaður. Það sem var áhugaverðast fyrir mig var að prófa að vinna meira í tækni- legu hliðinni, pródúksjóninni. Ég hafði yfirleitt haldið þessu aðskildu, samið og svo tekið upp í stúdíói þar sem aðrir sáu um öll tæknimál. Ég færði mig yfir í að gera þetta meira sjálf og fannst það rosalega skemmtilegt því sköpunin breytist fyrir vikið, niðurstaðan verður allt önnur þegar maður gerir meira sjálfur. Ég hafði ekki upplifað það áður.“ Áhersla á hið jákvæða – Plötutitillinn, New Dreams, hvernig á maður að skilja hann? Hafa draumar þínir breyst? „Þetta fjallar um breytingar, hvernig allt er að breytast en ein leið – sem maður lærir um í austur- lenskri speki og trúarbrögðum – er að líta ekki á breytingar sem eitt- hvað óhjákvæmilegt og vont heldur sem eitthvað jákvætt og kalla þær eitthvað nýtt. Að fókusera alltaf á endurnýjun,“ útskýrir Jófríður. Hún segir að vissu leyti kómískt að líta breytingar þessum augum, sem eitt- hvað nýtt í stað þess að telja þær slæmar eða glataðar. „Platan fjallar mikið um drauma og að vera inni í eigin raunveruleika. Hún fjallar um að geta ekki greint á milli þess hvað er raunverulegt og hvað óraunverulegt. Og líka að njóta þess og reyna að finna út hvað er fal- legt. Þetta er jákvæð nálgun á eitt- hvað sem er kannski sorglegt og dramatískt,“ heldur Jófríður áfram og blaðamaður spyr hvort platan sé þá einhvers konar geðhreinsun. „Já, smá hreinsun, það má segja það,“ svarar Jófríður kímin, „það er svo mikil fegurð í sorg og fegurð í því sem er oft alveg glatað. Þetta er stúdía á það“. – Þegar ég ræddi við þig um Bra- zil sagðirðu að Brasilía væri and- stæða Íslands, hlýtt land, stórt og litríkt. Ef þessi plata væri land, hvaða land væri hún þá? „Þetta er bara Grænland. Hljóð- látt, tómt, mikil náttúra,“ segir Jó- fríður og hlær, „mikið pláss og líka margt mjög framandi en samt ekki. Margt í þessu er bara fallegt“. Aðrar aðferðir – Þú samdir tónlist við kvikmynd- ina Agnesi Joy sem var frumsýnd í fyrra. Kom það verkefni á hár- réttum tíma, varstu í krísu og vissir ekki hvað þú ættir að gera? „Algjörlega. Þetta kom þegar ég var búin að klára plötuna en var ekki tilbúin í að gefa hana út, vissi ekki al- veg hvernig ég ætti að gera það. Ég var heldur ekki tilbúin að semja eig- ið efni eða farin að byrja á næsta verkefni og þá kom þetta og var mikil áskorun. Ég hafði aldrei gert kvikmynda-score og aldrei prófað að vinna svona. Ég hafði samið fyrir stuttmynd en aldrei heila bíómynd og það er allt öðruvísi, þú notar allt aðrar aðferðir og vöðva og ég lærði rosalega mikið af þessu.“ Ljúfsár stemning Jófríður segist hafa lesið handrit myndarinnar til að átta sig á stemn- ingunni og tengt við margt í því. „Það var svona ljúfsár stemning, við töluðum mikið um það og melankólíu og spennu, einmanaleika og nánd. Ég var að vinna með þemu sem ég hafði mikið skoðað sjálf í eigin verk- um. Það lá því vel við að gera þetta, það var ekki áskorun að semja tón- listina heldur þessi tegund af vinnu, þessir verkferlar, hvernig maður skipuleggur sig og fleira sem ég kunni ekki að gera.“ – Þú værir til í að gera meira af þessu? „Algjörlega og ég er mjög spennt,“ svarar Jófríður. Breytingar sem eitt- hvað jákvætt og nýtt  JFDR sendir frá sér aðra sólóplötu sína, New Dreams Ljósmynd/Saga Sig Draumar „Platan fjallar mikið um drauma og að vera inni í eigin raunveru- leika,“ segir Jófríður Ákadóttir, JFDR, um plötu sína New Dreams. Músíktilraunum hefur verið frestað en þær áttu að hefjast 21. mars og ljúka 28. Nýjar dagsetningar hafa ekki verið nefndar. Ástæðan er útbreiðsla Covid-19 veirunnar. „Það var rosalega góð þátttaka í ár og ótrúlega margt hæfileikaríkt tónlistarfólk. Við hlökkum til að halda hátíðina í sumar þegar þetta er liðið hjá. Við gerðum þetta af því við viljum gefa öllum jafnan grund- völl til að taka þátt,“ segir Unnur Sesselía Ólafsdóttir, einn af skipuleggjendum keppninnar og deildarstjóri menningardeildar Hins hússins. „Þetta verður í lok maí, byrjun júní,“ segir Unnur og segist að svo stöddu ekki geta gefið upp nákvæmar dagsetningar. Keppnin verður haldin í Hörpu líkt og síðustu ár. Unnur ítrekar að þessi ákvörðun hafi verið tekin svo allir geti tekið þátt í tilraununum. Upphaf Músíktilrauna má rekja til samstarfs Tóna- bæjar og SATT (Sambands alþýðuskálda og tónlistar- manna) sem m.a. stóðu fyrir maraþontónleikum í kjall- ara Tónabæjar í nóvember árið 1982. Tilraunirnar voru fram til ársins 2000 haldnar í Tónabæ. Músíktilraunum frestað fram á sumar vegna kórónuveiru Morgunblaðið/Hari 2019 Tónlistarkonan Ásta í Músíktilraunum í fyrra. Útsending (Stóra Sviðið) Lau 14/3 kl. 19:30 7. sýn Sun 15/3 kl. 19:30 8. sýn Lau 21/3 kl. 19:30 9. sýn Magnað verk um átök innan fjölmiðlaheimsins og vald fjölmiðlanna Kópavogskrónika (Kassinn) Fös 13/3 kl. 19:30 aðalæ Fim 19/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/3 kl. 19:30 6. sýn Lau 14/3 kl. 19:30 Frums Lau 21/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 29/3 kl. 19:30 7. sýn Sun 15/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/4 kl. 19:30 8. sýn Til dóttur minnar með ást og steiktum Kardemommubærinn (Stóra Sviðið) Lau 18/4 kl. 15:00 Frums Sun 10/5 kl. 16:00 Lau 30/5 kl. 16:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Fös 15/5 kl. 17:00 auka Fös 5/6 kl. 17:00 Sun 19/4 kl. 16:00 Lau 16/5 kl. 13:00 Lau 6/6 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 16:00 Lau 16/5 kl. 16:00 Lau 6/6 kl. 16:00 Lau 25/4 kl. 19:00 auka Sun 17/5 kl. 13:00 Sun 7/6 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 16:00 Sun 7/6 kl. 16:00 Sun 26/4 kl. 16:00 Mið 20/5 kl. 17:00 Fim 11/6 kl. 17:00 auka Lau 2/5 kl. 13:00 Fös 22/5 kl. 17:00 auka Fös 12/6 kl. 17:00 auka Lau 2/5 kl. 16:00 Lau 23/5 kl. 13:00 Lau 13/6 kl. 13:00 Sun 3/5 kl. 13:00 Lau 23/5 kl. 16:00 Lau 13/6 kl. 16:00 Sun 3/5 kl. 16:00 Sun 24/5 kl. 13:00 Sun 14/6 kl. 13:00 Lau 9/5 kl. 13:00 Sun 24/5 kl. 16:00 Sun 14/6 kl. 16:00 Lau 9/5 kl. 16:00 Fös 29/5 kl. 17:00 Sun 10/5 kl. 13:00 Lau 30/5 kl. 13:00 Þjóðleikhúsið fagnar 70 ára afmæli með uppáhaldsleikriti íslenskra barna! Brúðumeistarinn (Brúðuloftið) Lau 14/3 kl. 17:00 3.sýn Lau 21/3 kl. 17:00 6.sýn Mán 30/3 kl. 19:30 9.sýn Mán 16/3 kl. 19:30 4.sýn Mán 23/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 4/4 kl. 17:00 10.sýn Fim 19/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 28/3 kl. 17:00 8.sýn Mán 6/4 kl. 19:30 11.sýn Átakamikil og nýstárleg sýning um uppgjör brúðumeistara við fortíðina Þitt eigið leikrit II (Kúlan) Lau 14/3 kl. 15:00 10. sýn Lau 28/3 kl. 16:00 Lau 4/4 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 15:00 Sun 29/3 kl. 15:00 Sun 5/4 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 16:00 Sun 5/4 kl. 16:00 Hvert myndir þú fara? Þú mátt velja núna! Sjitt, ég er sextugur (Þjóðleikhúskjallarinn ) Lau 14/3 kl. 21:00 Frums Sun 22/3 kl. 21:00 4.sýn Sun 5/4 kl. 21:00 Þri 17/3 kl. 21:00 2.sýn Fim 26/3 kl. 21:00 5.sýn Mið 22/4 kl. 21:00 Lau 21/3 kl. 21:00 3.sýn Fös 27/3 kl. 21:00 6.sýn Fös 24/4 kl. 21:00 Örn Árnason sýnir allar sínar skástu hliðar... í smá stund Eyður (Stóra Sviðið) Fös 20/3 kl. 19:30 3.sýn Sviðslistahópurinn Marmarabörn Skarfur (Kúlan) Fös 20/3 kl. 19:30 Frums Mið 25/3 kl. 19:30 3. sýn Lau 21/3 kl. 19:30 2. sýn Fim 26/3 kl. 19:30 4. sýn Í heimi þar sem illskan nærist á náttúrunni er ekki pláss fyrir ófleyga fugla. Bara góðar (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 13/3 kl. 20:00 Sprenghlægilegt uppistand! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Níu líf (Stóra sviðið) Fös 13/3 kl. 20:00 Frums. Sun 29/3 kl. 20:00 10. s Sun 19/4 kl. 20:00 20. s Lau 14/3 kl. 20:00 2. s Mið 1/4 kl. 20:00 11. s Mið 22/4 kl. 20:00 21. s Sun 15/3 kl. 20:00 3. s Fim 2/4 kl. 20:00 12. s Fim 23/4 kl. 20:00 22. s Fim 19/3 kl. 20:00 aukas. Fös 3/4 kl. 20:00 13. s Fös 24/4 kl. 20:00 23. s Fös 20/3 kl. 20:00 4. s Lau 4/4 kl. 20:00 14. s Lau 25/4 kl. 20:00 24. s Lau 21/3 kl. 20:00 5. s Sun 5/4 kl. 20:00 15. s Sun 26/4 kl. 20:00 25. s Sun 22/3 kl. 20:00 6. s Þri 7/4 kl. 20:00 16. s Fim 30/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/3 kl. 20:00 7. s Fim 16/4 kl. 20:00 17. s Lau 2/5 kl. 20:00 26. s Fös 27/3 kl. 20:00 8. s Fös 17/4 kl. 20:00 18. s Sun 3/5 kl. 20:00 27. s Lau 28/3 kl. 20:00 9. s Lau 18/4 kl. 20:00 19. s Fim 7/5 kl. 20:00 28. s Við erum öll, við erum öll, við erum öll; Bubbi. Gosi (Litla sviðið) Sun 15/3 kl. 13:00 7. s Sun 19/4 kl. 13:00 16. s Sun 10/5 kl. 15:15 26. s Sun 15/3 kl. 15:15 8. s Sun 19/4 kl. 15:15 17. s Lau 16/5 kl. 13:00 27. s Sun 22/3 kl. 13:00 9. s Lau 25/4 kl. 13:00 19. s Sun 17/5 kl. 13:00 28. s Sun 22/3 kl. 15:15 10. s Sun 26/4 kl. 13:00 20. s Lau 23/5 kl. 13:00 29. s Sun 29/3 kl. 13:00 11. s Sun 26/4 kl. 15:15 21. s Sun 24/5 kl. 13:00 30. s Sun 29/3 kl. 15:15 12. s Lau 2/5 kl. 13:00 22. s Sun 24/5 kl. 15:15 31. s Sun 5/4 kl. 13:00 13. s Sun 3/5 kl. 13:00 23. s Sun 5/4 kl. 15:15 14. s Lau 9/5 kl. 13:00 25. s Eitt ástsælasta ævintýri allra tíma Vanja frændi (Stóra sviðið) Mið 25/3 kl. 20:00 Lokas. Lokasýning 25. mars. Oleanna (Nýja sviðið) Fös 27/3 kl. 20:00 Frums. Sun 5/4 kl. 20:00 5. s Sun 19/4 kl. 20:00 9. s Lau 28/3 kl. 20:00 2. s Þri 7/4 kl. 20:00 6. s Fös 24/4 kl. 20:00 10. s Fös 3/4 kl. 20:00 3. s Fim 16/4 kl. 20:00 7. s Lau 25/4 kl. 20:00 11. s Lau 4/4 kl. 20:00 4. s Lau 18/4 kl. 20:00 8. s Lau 2/5 kl. 20:00 12. s Er lygin sönn? Veisla (Litla sviðið) Fös 24/4 kl. 20:00 Frums. Fös 8/5 kl. 20:00 7. s Fös 22/5 kl. 20:00 13. s Lau 25/4 kl. 20:00 2. s Lau 9/5 kl. 20:00 8. s Lau 23/5 kl. 20:00 14. s Fim 30/4 kl. 20:00 3. s Sun 10/5 kl. 20:00 9. s Fim 28/5 kl. 20:00 15. s Lau 2/5 kl. 20:00 4. s Fös 15/5 kl. 20:00 10. s Fös 29/5 kl. 20:00 16. s Sun 3/5 kl. 20:00 5. s Sun 17/5 kl. 20:00 11. s Lau 30/5 kl. 20:00 17. s Fim 7/5 kl. 20:00 6. s Fim 21/5 kl. 20:00 12. s Fim 4/6 kl. 20:00 18. s Það verður að vera gaman! Um tímann og vatnið (Stóra sviðið) Mán 27/4 kl. 20:00 Lokas. Kvöldstund með listamanni. Er ég mamma mín? (Nýja sviðið) Fös 13/3 kl. 20:00 10. s Fös 20/3 kl. 20:00 12. s Lau 14/3 kl. 20:00 11. s Lau 21/3 kl. 20:00 13. s Tvær sögur ■ eða alltaf sama sagan? Skjáskot (Nýja sviðið) Fim 26/3 kl. 20:00 Lokas. Kvöldstund með listamanni. Club Romantica (Nýja sviðið) Fim 23/4 kl. 20:00 24. s Sun 26/4 kl. 20:00 25. s Allra síðustu sýningar. Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.