Morgunblaðið - 17.03.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.03.2020, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020 Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð við myglu-gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 18.890 Verð kr. 49.920 Verð kr. 35.850Verð kr.15.960 Nýlega hafa verið kynnt drög að frum- varpi um mannanöfn. Frumvarpið er borið fram af sex þingmönn- um, fjórum úr flokki Viðreisnar, einum úr Samfylkingu og einum Pírata. Á vefsíðu Stjórnarráðsins er samráðsgátt þar sem almennir borgarar geta sent inn umsagnir og at- hugasemdir. Ég hafði hugsað mér að nýta þennan möguleika en varð of seinn. Hafði ekki áttað mig á því að gáttin var aðeins opin í tíu daga. Ég sé því þann kost vænstan að koma umsögn minni á framfæri í blaða- grein. Umrætt frumvarp er að mestu samhljóða frumvarpi sem lagt var fram á síðasta þingi en fékk ekki framgöngu þá. Í fréttum undanfarið hefur mjög verið getið álits Eiríks Rögnvaldssonar prófessors á frum- varpinu, en síður röksemda annarra svo sem talsmanna Árnastofnunar og mannanafnanefndar, sem eru á öndverðri skoðun. Í fréttum er þetta haft eftir Eiríki: „Hefð sem þarf að viðhalda með lög- um er ekki hefð – heldur nauðung.“ Þótt Eiríkur sé kunnur fyrir frjáls- lyndi og að vera óbundinn af hefðum vill hann þó gera undantekningar. Sem dæmi um æskilega menningar- hefð nefnir Eiríkur það að Íslend- ingar kenni sig við föður eða móður. En umrætt lagafrumvarp gerir ekki ráð fyrir því að slíkt sé nein skylda. Þvert á móti segir strax í fyrstu grein: „Heimilt er að nota ættarnafn sem kenninafn og er í þeim tilvikum ekki skylt að kenna barn til foreldris eða foreldra.“ Ættarnöfn eru algengari en ætla mætti; um fjórtándi hver maður ber ættarnafn. Það hlutfall er þó nægi- lega lágt til þess að þeir sem bera ættarnafn skera sig eilítið úr almúg- anum. Ef menn eru fylgjandi því að nota ættarnöfn ætti öllum að vera heimilt að taka þau upp. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, og er að því leyti jákvætt. Þegar sagt er að það sé hefð að menn séu kenndir við föður eða móð- ur er það ekki fyllilega rétt. Hefðin var sú að menn kenndu sig við föður, sárasjaldan við móður. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að menn eru farnir að kenna sig við móður, fyrir áhrif frá kvenréttindahreyf- ingum. Nú er það svo að sá siður að kenna menn við föður stafaði ekki einvörðungu af því að faðirinn væri talinn höfuð fjölskyldunnar. Þessi siður þjónaði jafnframt þeim tilgangi að fast- setja hver væri faðir barnsins og ábyrgð- armaður. Um móðernið þurfti sjaldnast að deila. Í hinu nýja frum- varpi um mannanöfn segir í 3. grein: „Heimilt er hverjum einstaklingi að breyta nafni sínu.“ Þessi heim- ild virðist ekki lúta neinum takmörkunum, svo að við- komandi getur breytt nafni sínu svo oft sem hann vill og þarf þá hvorki að kenna sig til foreldra né nota ætt- arnafn. Hann eða hún gæti þess vegna tekið upp nafnið „Fyrsti Apr- íl“. Í greinargerð með frumvarpinu segir: „Íslensk nafnahefð og íslenskt málkerfi er varið með neikvæðum íþyngjandi formerkjum í núgildandi lögum. Með því að fella brott ákvæði þess efnis að nöfn stangist ekki á við íslenskt málkerfi er opnað á mögu- leikann á því að tungumálið og nöfn þar á meðal fái að taka breytingum og þróast.“ Þá segir: „Það sem þetta frum- varp á sammerkt með frumvarpinu sem lagt var fram á 144. löggjafar- þingi er t.d. brottfelling ákvæða um að stúlkum skuli gefin kvenmanns- nöfn og drengjum karlmannsnöfn, að nöfn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og að nafn megi ekki vera nafnbera til ama.“ Enn segir: „Hlutverk löggjafans er ekki að skilgreina hvað eru kven- mannsnöfn eða karlmannsnöfn.“ Með öðrum orðum: Öll nöfn verða leyfileg, hvort sem þau fylgja ís- lenskri beygingarhefð eða ekki, og hvort sem þau hafa áður talist fylgja einu kyni fremur en öðru og hversu fáránleg sem þau gætu verið í ann- arra augum. Að drengur fái nafnið Sigríður eða Guðrún verður til dæm- is frjálst. Þessar fyrirhuguðu breytingar á reglum um íslensk mannanöfn eru sannarlega alvörumál. Svo að ég vitni í ummæli góðs vinar míns leiðir þetta frumvarp til „alvarlegrar skerðingar á rétti Íslendinga til að búa í því samskiptaumhverfi sem þeir hafa valið sér gegnum aldirnar“. Hugleiðingar um mannanöfn Eftir Þorstein Sæmundsson »Nýtt frumvarp um mannanöfn er alvar- leg aðför að íslenskri nafnahefð. Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er stjörnufræðingur. halo@hi.is Trúverðugur dreng- ur skrifar grein í Morg- unblaðið hinn 9. mars síðastliðinn og ber yfir- skriftina „Dásamleg forréttindi að eiga kristna trú.“ Fyrir- sögnin bergmálar orð úr ræðu fyrrverandi forseta Íslands. Undir þau munu margir geta tekið eins og fyrrver- andi dómkirkjuprestur í Reykjavík gerði í prédikun. Höfundur ofannefndrar greinar sem er andvígur því eins og fleiri að kristin trú skuli nánast horfin úr nám- skrá grunn- og framhaldsskóla spyr réttilega „hvort þekking á krist- infræði geti skipt máli fyrir skilning okkar á íslenskunni og þeirri menn- ingararfleifð sem við byggjum á. Hvort það geti verið að þekking á kristinfræði sé nauðsynleg forsenda til skilnings á tungu okkar, vestrænni menningu, samfélagi og gildismati“. Þá vitnar hann í grein sinni til eft- irfarandi ummæla eins hins virtasta íslenskufræðings sem nú er á dögum: „Ekkert eitt rit hefur haft jafn mikil áhrif á íslenska tungu og menningu og Biblían en myndmál Biblíunnar brenglast fljótt ef það hverfur úr námsefni grunnskólanna því það læra börnin sem fyrir þeim er haft.“ Ég undirritaður, sem er minnstur djákn í Guðs kristni, leyfi mér í allri auðmýkt að bæta hér við tilvitnun í enska prófessorinn og trúvarn- armanninn C.S. Lewis. Í bók sinni, Með kveðju frá Kölska, lætur Lewis reyndan djöfsa skrifa ungum ára og nemanda sínum bréf í því skyni að fræða hann um helstu aðferðir er að gagni megi koma til þess að vinna gegn kristinni trú og helst að ganga af henni dauðri. Báðir eru þessir vandræðagripir þegnar Gamla í Niðurkoti. Lewis skrifar: „Við leggjum allt kapp á að innprenta mönnum þá af- stöðu sem ég hefi leyft mér að kalla „kristindómur og eitthvað annað“. Þú veist, hvað ég á við: kristindómur og kreppan, kristindómur og nýja sál- fræðin, kristindómur og þjóðfélags- skipanin, kristindómur og huglækn- ingar, kristindómur og sálarrannsóknir, kristindómur og grænmetisát, kristindómur og sam- ræmd stafsetning forn.“ Í staðinn fyr- ir trúna, hreina og klára, setjum við einhvern tíðaranda með kristnu ívafi. Og gerum menn umfram allt logandi hrædda við sömu gömlu tugguna.“ Páll postuli ritar á einum stað: „Einn er Drottinn, ein trú, ein skírn, einn Guð og faðir allra, sem er yfir öll- um, með öllum og í öllum.“ (Ef. 4,5). Dásamleg forréttindi Eftir Gunnar Björnsson Gunnar Björnsson » Afstaðan “kristin- dómur og eitthvað annað“. Höfundur er pastor emeritus. Við vetrargnauð á þorra reikar hugurinn gjarnan til fyrri at- burða á Þingvalla- og Hengilssvæðinu. Til dæmis varðandi úti- legumenn sem dvöldu í dölunum við Hengil og víðar á svæðinu og mannýgu nautahjarð- irnar úr Viðey og frá Villingavatni sem voru þarna í dölunum á sumrin. Jafnframt hversu róstusamt var stundum í heiðarkofunum á Hellis- og Mosfells- heiði og það svo að þeir sem ætluðu að hafa þar næturdvöl þegar vetrar- byljir skullu skyndilega á gáfust upp á dvölinni og brutust til byggða oft við illan leik eða með verri afleiðing- um. Fjármenn voru með skrekk þeg- ar þeir voru að leita kinda þarna á svæðinu í skammdeginu, heyrðu þá gjarnan hávaða frá útilegufólki sem hafði gaman af því að gera þeim grikk með háreysti á rökkurkvöldum svo bergmálaði í fjallasölum dalanna, sér í lagi útilegukellurnar víðfrægu Jóra-gamla og Fjalla-Magga. Leitar- menn sem smöluðu svæðið á haustin höfðu vara á sér vegna nefndra nauta og útilegumanna og höfðu við höndina svipur miklar með hertum nautspung á endanum til að gera þær betri til varnar. Gerður var eitt sinn út mikill hreppstjóraleiðangur, líklega kring- um 1795, til að reyna að handsama Fjalla-Möggu í Hagavíkurlaugum, en hún hafði vara á sér sem fyrr og fór sem fótfrá tófa upp skriður og fjöll og hvarf leitarmönnum sjónum yfir í Ölfusdali. Það fór verr fyrir Elínu- skinnhúfu 1760 þegar hún ætlaði að flytja sig um set úr Björgunum á Villingavatni ásamt ráðsmanni þar á bæ sem hún átti vingott við, en varð úti við Mælifell þegar foráttubylur skall á, en ráðsmaðurinn komst til byggða við illan leik. Þá að öðrum atburðum á svæðið. Sumarið 1923 fannst greni við Dyr- fjöll þar sem voru miklir dýrbítar, stórir og gamlir refir. Á greninu fundust yfir 30 mislit lambshræ, flest frá Bringum í Mosfellssveit. Refirnir bitu í hausinn á lömb- unum og slengdu þeim upp á bak sér og báru þannig yfir heiðina háa. Það tók marga sólar- hringa að vinna dýrin, sem voru mjög stygg, en hafðist fyrir rest með öflugri hreindýra- byssu af Þorvaldi Guð- mundssyni frá Bíldsfelli sem var á sínu fyrsta greni í Grafningi af fjöl- mörgum síðar á 45 til 50 ára grenjaferli ásamt Jóni Sigurðssyni á Nesjavöll- um. Guðmundur Jóhannesson frá Króki nýtti sér mikið ísinn á Þing- vallavatni til vetrarferða á skautum og lenti stundum í honum kröppum. Hann fór síðast á skautum um vatnið 98 ára og áformaði að gera það einn- ig þegar 100 ára aldri væri náð, en féll frá nokkru áður. Á þorra vetur- inn 1944 fór Guðmundur ásamt Birni Guðmundssyni frá Hlíð á skautum að sækja óskilakindur að Skála- brekku og drógu þeir sleða á eftir sér. Þegar þeir voru komnir vestur fyrir Sandey fór ísinn að bresta und- ir þeim. Þá sagði Guðmundur við Björn, nú verðum við að skauta létt að Skálabrekku sem og þeir gerðu. Guðmann Ólafsson bóndi á Skála- brekku tók á móti þeim í fjörunni, sagðist hafa haldið að sjálft almættið væri þarna á ferð með fylgdarmanni, því svæðið hafði lagt tveimur dögum áður og ísinn því þunnur eftir að vatnið hafði brotið af sér þarna á kafla. Samkvæmt annálum (reyndar lítið um skráningar) er talið að frá land- námi til um 1800 að um og yfir 100 manns hafi farist með ýmsu móti á Þingvallavatni og nokkrir eftir það. Þá er jafnvel ekki talinn með hópur fólks frá Skálholti og hestar sem fór- ust á ferjuvaðinu fyrir ofan Efra-Sog kringum 1700. Í byrjun febrúar 1780 var Þing- vallaprestur séra Magnús Sæmunds- son að koma frá messu í Úlfljóts- vatnskirkju og reið greitt yfir ísilagt vatnið um kvöldið, en lenti í vök við Arnarfell og fórst ásamt hesti. Kveðið var eftir þennan atburð. Enginn veit um afdrif hans, utan hvað menn sáu, að skaflasporin skeifberans skörp til heljar lágu. Í byrjun þorra 1553 fóru 10 menn ríðandi úr Grafningi til að sækja aft- ansöng í Þingvallakirkju. Þegar þeir nálguðust ströndina við Þingvelli í dimmu snjóéli brast ísinn undan hópnum. Níu þeirra ásamt hestum komust upp á ísinn á ný eftir mikil átök, en tíunda manninn fundu þeir ekki. Við svo búið riðu þeir af stað til kirkju, en heyrðu þá hróp og köll frá vökinni og sneru við og fundi þá fé- laga sinn hangandi á ísskörinni. Þeir kipptu honum upp úr vökinni og settu í þurr föt og riðu síðan til Þing- vallakirkju og hlýddu á aftansönginn. Síðan riðu þeir suður vatn um kvöld- ið eins og ekkert hefði í skorist. Í mars 1917 hélt hópur fólks úr Þingvallasveit og þar á meðal prest- hjónin á Þingvöllum til útfarar í Úlf- ljótsvatnskirkju. Við Villingavatn brast ísinn undan hestum prest- hjónanna. Halldór Einarsson á Kára- stöðum sem var þarna með í för á skautum náði að bjarga þeim upp úr vökinni með miklu harðfylgi ásamt dóttur þeirra hjóna sem ætlaði að koma þeim til bjargar. Þannig að stundum fór vel í þessum íshremm- ingum. Hættulegar sprungur blöstu stundum grængolandi og ógnandi við ferðalöngum þegar farið var um ís- inn á vatninu. Ekki er rúm hér til að rifja frekar upp ýmsar íshremmingar og sögur af Þingvallasvæðinu fyrrum. Ísalög hafa breyst á Þingvallavatni hin síð- ari ár, þunnur ís og vakir víða þegar vatnið leggur og því ætti enginn að treysta og/eða leggja út á ísinn nema þá á örgrynningum við ströndina og þá með mikilli aðgát. Hremmingar fyrrum á Þingvallasvæðinu Eftir Ómar G. Jónsson »Hættulegar sprung- ur blöstu stundum grængolandi og ógnandi við ferðalöngum þegar farið var um ísinn á vatninu. Ómar G. Jónsson Höfundur fulltrúi/dst. og áhugamaður fyrir sögusetri á vatnasvæðinu. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.