Morgunblaðið - 17.03.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.03.2020, Blaðsíða 6
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ljóst er að atvinnuleysi mun fara vaxandi á næstunni og aukast meira á komandi mánuðum en Vinnu- málastofnun ætlaði fyrir aðeins fá- einum vikum, að sögn Karls Sig- urðssonar, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun. Illmögulegt er að spá nokkru á þessari stundu um hver fjölgunin gæti orðið á atvinnu- leysisskránni vegna veirufaraldurs- ins og þrenginga og samdráttar í rekstri sem fyrirtæki verða fyrir. Nái líka til verktaka Væntanlegar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar um aukinn bótarétt eiga að vega upp á móti uppsögnum hjá fyrirtækjum en frumvarp félagsmálaráðherra, sem dreift hefur verið á Alþingi, gerir kleift að minnka starfshlutfall starfsfólks í fyrirtækjum tímabund- ið í stað þess að grípa til uppsagna. Starfsmenn eigi þá rétt á hlutabót- um úr Atvinnuleysistryggingasjóði á móti skertum launagreiðslum. Breytingin á líka að auðvelda sjálf- stætt starfandi einstaklingum, verk- tökum og einyrkjum, sem missa verkefni og verða fyrir verulegum samdrætti að geta sótt sér atvinnu- leysisbætur án þess að þurfa að loka rekstri sínum eins og núverandi reglur kveða á um. Er vonast til að fyrirtæki sjái sér meiri hag í því að nýta þessi úrræði í tímabundnum erfiðleikum en að grípa til uppsagna starfsfólks sem á vitaskuld rétt á launum á uppsagn- arfresti. Markmið breytinganna er að starfsfólk geti haldið ráðningar- sambandi sínu. Var gripið til sam- bærilegra aðgerða í kjölfar krepp- unnar fyrir rúmum tíu árum. Þegar mest var nutu ríflega tvö þúsund manns þess úrræðis. Karl segir að aðstæður núna séu nokkuð aðrar þar sem nú sé gert ráð fyrir að kreppan verði skammvinn og gangi yfir á nokkrum mánuðum. ,,Við ger- um ráð fyrir að stærri fyrirtæki t.d. í ferðaþjónustunni muni nýta þetta úrræði í samráði við okkur í töluvert miklum mæli næstu tvo, þrjá mán- uðina,“ segir hann. Gæti náð til um þúsund manns Í greinargerð frumvarpsins kem- ur fram að reynslan frá fyrri árum hafi verið sú að hlutfall þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá vegna minnkaðs starfshlutfalls var á bilinu 8-11% af heildarfjölda atvinnuleit- enda á hverjum tíma. ,,Hvort hlut- fallið haldist svipað eða hækki er erfitt að sjá fyrir. Ef hópur þeirra starfsmanna sem lækkar í starfs- hlutfalli verður með svipuðu sniði og áður má búast við því að um þúsund einstaklingar fái greitt samkvæmt ákvæði þessu. Ætla má að með- algreiðsla til hvers einstaklings verði um 193.500 kr. auk 22.000 kr. í mótframlag,“ segir þar. Færist í aukana í apríl og maí Í venjulegu árferði fer atvinnu- leysi minnkandi frá og með febr- úarmánuði. Á því varð breyting í fyrra eftir fall WOW air og jókst at- vinnuleysið sérstaklega í apríl. Gera má ráð fyrir svipaðri þróun á næst- unni, í stað minnkandi atvinnuleysis muni það standa í stað eða fara vax- andi í mars og færast svo í aukana í apríl og maí. Vinnumálastofnun hefur gert ráð fyrir að meðalatvinnuleysi yfir árið verði 4,5-4,7% en núna er reiknað með að það verði eitthvað yfir 5% á árinu. Skráð atvinnuleysi hefur auk- ist á umliðnum mánuðum og mæld- ist 5% í febrúar. Að jafnaði voru 9.162 einstaklingar án atvinnu í seinasta mánuði. Það er mesti fjöldi á atvinnuleysisskrá frá því í febrúar árið 2013. Mikill munur er þó á þessum atvinnuleysistölum og í efnahagskreppunni fyrir áratug. Þannig fengu t.a.m. ríflega 29 þús- und manns greidda tæpa 28 millj- arða í atvinnuleysisbætur yfir allt árið 2009 samkvæmt Tíund, riti Rík- isskattstjóra um framtaldar bætur á skattframtölum á því ári. 11,1% atvinnuleysi útlendinga Vaxandi atvinnuleysi um þessar mundir kemur sérlega þungt niður á starfsmönnum sem eru af erlendu bergi brotnir. Alls voru 3.906 er- lendir ríkisborgarar án atvinnu í lok febrúar og samsvarar þessi fjöldi um 11,1% atvinnuleysi meðal er- lendra ríkisborgara. Þetta er mikil aukning frá sama mánuði í fyrra þegar fjöldi atvinnulausra með er- lent ríkisfang var 2.192 eða um 6,3%. Minna starfshlutfall á móti öldu atvinnuleysis  Fjöldi atvinnulausra nálgast tíu þúsund og spáð er fjölgun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þakviðgerðir Blikur eru á lofti á vinnumarkaði um þessar mundir. „Staðan er mjög óljós og við að vinna úr aðstæðum sem breytast mjög hratt,“ segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar. Fjöldi fólks er erlendis um þessar mundir í ferðum á vegum ferðaskrif- stofunnar, svo sem á sólarstöðunum Kanarí og Tenerife. Þar gildir út- göngubann til 30. mars og er nú verið að skoða stöðuna varðandi flug þang- að á næstu dögum. „Yfirleitt hefur mars verið mjög góður sölutími hjá okkur fyrir kom- andi mánuði. Páskar eru alltaf há- annatími, sama hver áfangastaður- inn er. Núna er þetta allt stopp og við vitum náttúrlega ekkert hvernig mál þróast á okkar helstu áfangastöðum. Um leið og myndin skýrist eitthvað munum við hins vegar slá í og hefja nýja sókn, því landsmenn halda áfram að ferðast,“ segir Þórunn. Margir sem stefndu á eða höfðu bókað og keypt utanlandsferðirnar eru nú í óvissu með rétt sinn og stöðu, til dæmis vilji fólk hætta við ferðina. „Síminn hér hefur ekki stoppað í dag, enda eru aðstæður nú mjög óvenjulegar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasam- takanna. Pakkaferðir endurgreiddar Almennu reglurnar í sambandi við endurgreiðslur á ferðum segir Breki þær að fólk geti afpantað pakkaferð- ir og fengið endurgreiddar að fullu séu aðstæður óvenjulegar án þess að ferðaskrifstofa haldi neinu eftir. Um kaup á flugferðum einvörðungu, gilda aðrar reglur. Felli flugfélag niður flug, ber því að endurgreiða fargjaldið. Hætti farþegi við flug á eigin forsendum myndast ekki bóta- réttur né réttur á endurgreiðslu far- miða fyrir utan skatta og gjöld. Þá séu í skilmálum greiðslukorta og heimilistrygginga yfirleitt klausur um að farþegum sé bætt við tjón sé komið í veg fyrir ferð vegna ráðstaf- ana stjórnvalda. sbs@mbl.is Algjör óvissa og sala ferða stopp  Páskaferðir í upp- námi  Neytenda- samtökin svara Þórunn Reynisdóttir Breki Karlsson Margs konar þjónusta breytist vegna kórónuveirunnar og sam- komubannsins sem tók gildi í gær. Fyrirtæki færa þjónustu sína í auknum mæli yfir á netið, sumir starfsmanna vinna í fjarvinnu og starfsliði er skipt í hópa til að fara í mötuneyti fyrirtækja og stofnana. Arion banki hefur tímabundið lokað tveimur af fimm útibúum sín- um á höfuðborgarsvæðinu, í Kringlunni og Borgartúni 18. Hraðbankar þeirra útibúa eru þó áfram opnar. Beinir bankinn við- skiptavinum sínum í útibúin á Bíldshöfða, í Smárann og stafrænt útibú við Hagatorg. Nýti rúma afgreiðslutíma Borgarbókasafnið heldur af- greiðslutíma útibúa sinna óbreytt- um en hefur frestað öllum við- burðum þar um sinn. Snertifletir á söfnunum eru hreinsaðir minnst tvisvar á dag, s.s. handrið, posar, snertiskjáir og hurðarhúnar, auk þess sem leikföng eru hreinsuð sér- staklega. Matvöruverslanir hafa brugðist við samkomubanninu, aukið smit- varnir inni í verslunum og talið við- skiptavini inn þannig að þeir fari ásamt starfsfólki ekki yfir 100 í einu. Hafa verslanir hvatt fólk til að nýta sér rúman afgreiðslutíma, aðeins einn úr hverri fjölskyldu fari að versla og fólk virði tilmæli um tveggja metra bil á milli hvert ann- ars, sérstaklega þegar staðið er við afgreiðslukassana. Minna sætaframboð í bíó Sambíóin tilkynntu í gær breytt- ar ráðstafanir vegna veirunar. Bíó- húsin verða opin en sætaframboðið minnkar um 80%. Ekki verða fleiri en 100 manns í hverjum sal, minnst tveir metrar á milli fólks en þeir sem fara saman í bíó, t.d. fjöl- skyldur, mega sitja saman. Sér- stakar hreinlætisáætlanir eru gerð- ar og þrif aukin. Morgunblaðið/Styrmir Kári Bókasöfn Borgarbókasafn er áfram með opið í útibúum sínum. Þjónusta breytist vegna veirunnar Viðbrögð vegna veiru » Ekki verður gripið til lofts- lagsverkfalla unga fólksins á Austurvelli á föstudögum. Í staðinn er fólk hvatt til að koma skilaboðum sínum á framfæri á netinu. » Alls hafa um 350 manns skráð sig í bakvarðasveit heil- brigðisþjónustunnar. Í gær voru slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn hvattir til að skrá sig.  Arion banki lokar tveimur útibúum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.