Morgunblaðið - 17.03.2020, Blaðsíða 21
✝ GerhardDeckert fædd-
ist í Vínarborg 10.
ágúst 1941. Hann
lést 16. febrúar
2020 í Bad Tatz-
mannsdorf í Aust-
urríki. Fyrri kona
Gerhards var Ing-
rid Csaslavsky.
Börn þeirra eru
Zeno og Claudia.
Gerhard kvæntist
seinni konu sinni,
Hrefnu Hjalta-
dóttur 12. júlí
1988. Börn
þeirra eru Matt-
hías og Sophie.
Stjúpbörn Ger-
hards, börn
Hrefnu, eru
Hjalti og Sunn-
eva Bager.
Útförin hefur
farið fram.
Gerhard Deckert lagði stund á
píanóleik og hljómsveitarstjórn í
heimaborg sinni og var undirleik-
ari með ýmsum söngvurum. Hann
lauk einnig námi í upptökutækni.
Árið 1963 var Gerhard ráðinn
æfingarstjóri við Ríkisóperuna í
Vínarborg og starfaði þar um ára-
bil sem aðstoðarstjórnandi frægra
stjórnenda, svo sem Karls Böhm
og Herberts von Karajan. Um
tíma starfaði hann einnig við há-
tíðasýningar í Bayreuth og Salz-
burg. Frá 1974 var Gerhard
hljómsveitarstjóri við Ríkis-
óperuna í Vín en einnig var hann
gestastjórnandi við ýmis óperu-
hús, austan hafs og vestan og
stjórnaði tónleikum, m.a. með Fíl-
harmóníusveitinni í Vín.
Árið 1985 kom hann fyrst til
starfa við Íslensku óperuna og
stjórnaði þá Leðurblökunni eftir
Johann Strauss. Ári síðar stjórn-
Gerhard Deckert aði hann flutningi á óperum Ver-dis Il trovatore og Aidu árið 1987.
Gerhard var gestastjórnandi á
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands 1986 og 1987 og fór með
hljómsveitina í tónleikaferð um
Vestfirði og Vesturland.
Seinni starfsferill Gerhards var
við gagnaflutning og gagna-
geymslu á sviði geislalækninga og
taugaskurðlækninga. Hann vann
sjálfstætt og stofnaði fyrirtækin
Medgraph og GDConsult. Ger-
hard vann að verkefnum fyrir að-
alsjúkrahúsið í Vínarborg (AKH).
Í samstarfi við geislalækninga-
deild AKH vann hann verkefni á
vegum Efnahagsbandalagsins.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hrönn Hjaltadóttir.
Þegar ég var lítil
stelpa var alltaf
spennandi að heim-
sækja Dollý frænku
í Keflavík, börnin hennar eru að-
eins eldri en við systurnar svo þau
áttu flott herbergi og fengust við
allt aðra hluti en ég þekkti, þau
tóku líka alltaf einstaklega vel á
móti okkur. Mér fannst Dollý allt-
af vera að stússast eitthvað í eld-
húsinu og Palli var alltaf í
vinnunni en sást stundum dott-
andi í sófanum. Þegar ég man
fyrst eftir heimsóknum til þeirra
bjuggu þau á Smáratúninu og
höfðu þar þær stærstu svalir sem
ég hef nokkurn tímann séð. Það
var léttilega hægt að fara í snúsnú
án vandræða en við þurftum víst
að passa okkur á konunni á neðri
hæðinni henni var ekki vel við að
fá börn inn á sinn hluta lóðarinnar.
En auðvitað minnkaði fjöl-
skyldan hjá Dollý þegar börnin
urðu fullorðin og fluttu að heiman,
loksins fór að hægjast um og
kannski ekki jafn mikil þörf á
þessu endalausa eldhússtússi. En
Sólveig Hulda
Jónsdóttir
✝ Sólveig HuldaJónsdóttir
fæddist 1. ágúst
1934. Hún lést 20.
febrúar 2020.
Útför Sólveigar
fór fram 12. mars
2020.
þrátt fyrir það
fannst henni ekkert
mál að taka mig að
sér árið 1987, fimm-
tán ára stelputryppi
frá Ísafirði sem vildi
prófa vængina og
ganga í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja.
Ég bjó hjá Dollý,
Páli og Kristni í tvö
ár, fékk stórt her-
bergi á neðri hæð-
inni á Óðinsvöllum þar sem fór
einstaklega vel um mig. Þessi
Keflavíkurvera lengdist töluvert
þar sem ég kynntist manninum
mínum og við fórum að búa saman
svo það má segja að Dollý hafi haft
töluverð áhrif á líf mitt. Hún hélt
líka alltaf áfram að vera til staðar
fyrir mig, við heimsóttum alltaf
hvor aðra og hún var eins og auka-
amma fyrir strákana mína.
Eftir að ég og mín fjölskylda
fluttum vestur var Dollý áfram
fastur liður í heimsóknum fjöl-
skyldunnar til Keflavíkur. Alltaf
höfðingi heim að sækja einstak-
lega jákvæð og umburðarlynd og
hallmælti aldrei nokkrum manni.
Elsku Gugga, Jón, Maggi, Tóti,
Kristinn og fjölskyldur, ég sendi
ykkur mínar innilegustu samúðar-
kveðjur við yljum okkur við minn-
ingar um heitt súkkulaði og bestu
ástarpunga í heimi.
Halla Magnadóttir.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020
Það er varla önn-
ur sönnun órækari
þess að maður eldist
en tíðni jarðarfara.
Nú og svo
kannski hve manni verður oftar
gripið til gamalla spakmæla.
Fylkir Þórisson
✝ FylkirÞórisson
fæddist 8. október
1941. Hann lést 23.
febrúar 2020.
Útför Fylkis fór
fram 6. mars 2020.
Sjaldan er ein báran
stök og allt það.
Núna í einni viku
horfði ég á bak
tveimur mönnum
sem ég leit mikið
upp til og var stoltur
af að þekkja og
kannski enn stoltari
af því að þeir þekktu
mig.
Fylkir frændi
minn var virkilega
flottur kall og það var Raggi líka.
Þeir voru án efa ólíkir um
margt en gagnvart mér voru þeir
báðir einstaklega ljúflyndir, bros-
andi og þægilegir menn sem auðg-
uðu líf mitt.
Og ekki síst voru báðir afburð-
armenn á sínu sviði.
Ég minnist þess hve flott mér
fannst að sjá nafn Fylkis frænda
míns á kreditlistunum í árdaga
sjónvarpsins.
Í viðtali við framámann hjá
RÚV um upphaf útsendinga sjón-
varpsins sagði hann að þær hefðu
gengið langtum betur en nokkur
hefði þorað að vona og það hefði
verið alfarið nokkrum afburða-
mönnum að þakka og nefndi Fylki
Þórisson fyrstan.
Gleðin í augum hans þegar
hann lýsti fyrir mér lúmminu sem
hann hafði lagt í Land Roverinn
sem þeir smíðuðu feðgarnir og
afastrákurinn með, þetta eru sko
almennilegir menn í minni bók.
Og að toppa þetta svo með 650
kílómetra göngu í fyrra frá Osló til
Þrándheims; er nokkuð hægt að
vera flottari frændi eða betra for-
dæmi en það!
Um endalok þessa manns sem
alla tíð stundaði eindæma heil-
brigða lífshætti, nú eða bræðra
hans, er of sárt að tjá sig. Ég
sakna þessa hógværa séntil-
manns. Kæra Bärbel, Jens, Hauk-
ur og Dagbjört, mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Konráð Eyjólfsson.
Engum líkur,
elskulegur, þægi-
legur í allri um-
gengni og alltaf til í allt. Þessar
einkunnir meðal annars fékk
Raggi Bjarna hjá fjölmörgu
samstarfsfólki og vinum þegar
þeir minntust hans og söknuðu
Ragnar Bjarnason
✝ RagnarBjarnason
fæddist 22. septem-
ber 1934. Hann lést
25. febrúar 2020.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey að ósk hins
látna.
sárt eftir að hann
kvaddi.
Sjálfur get ég
tekið undir þetta
allt. Þegar ég hóf
dagskrárgerð í út-
varpi, seint á átt-
unda áratugnum,
fékk ég Ragga oft í
viðtöl og hafði auð-
vitað mikla ánægju
af, enda kappinn
búinn að vera í
uppáhaldi hjá mér lengi. Einu
sinni að minnsta kosti snerist
það við og ég fór í viðtal til
hans þegar hann vann við
þáttagerð.
Til í allt voru orð að sönnu.
Ég minnist nú sérstaklega
þátttöku þeirra Ragga og Ingi-
mars Eydal í þættinum „Í viku-
lokin“ hinn 7. febrúar 1981. Þar
var ég einn umsjónarmanna,
tveir í Reykjavík og tveir á Ak-
ureyri. Ég hringdi í Ragnar og
spurði hvernig honum litist á að
syngja gott lag í útvarpssalnum
okkar í Reykjavík og Ingimar
léki með að norðan. „Ekkert
mál, ekkert mál. Hringdu bara
í Ingimar og láttu mig vita hvað
hann segir.“ Ekki var nú Ingi-
mar neitt minni ljúflingur en
Raggi og leist strax vel á hug-
myndina. Úr varð að þeir tóku
Dagnýju þeirra Sigfúsar og
Tómasar og fóru létt með snill-
ingarnir. Eftir þennan einstaka
flutning áttum við spjall við þá
félaga og Ingimar sagði okkur
að örlítill munur hefði myndast
á öldum ljósvakans á söng og
píanóleik. Ég er ekki í vafa um
að þetta atriði er það eftir-
minnilegasta af mörgum
skemmtilegum sem ég kom að á
útvarpsárum mínum.
En nú rekst maður ekki
lengur á Ragga og Hellu á förn-
um vegi, til dæmis í Nóatúni í
Austurveri, en þar hitti ég hann
síðast.
„Senn fer vorið á vængjum
yfir flóann“, en nú öðruvísi eftir
fráfall Ragnars Bjarnasonar. Í
huga mínum er sérstök birta
yfir minningu þessa mikla
söngsnillings. Aðstandendur,
einlægar samhryggðarkveðjur
til ykkar allra.
Óli H. Þórðarson.
Elsku hjartans
Gísli afi og langafi.
Það sem ég er
þakklát fyrir að hafa
átt þig sem afa og fyrir það að
börnin mín fengu að kynnast þér
og þekkja þig. Þú varst einstakur
gæfumaður, svo hjartahlýr og
góður. En líka svo ríkur af ráðum
og heilræðum sem stundum voru
algjörlega óumbeðin en maður
tók þau samt alltaf til sín og fór
eftir þeim eins vel og maður gat.
Þú kenndir mér ótal margt, eins
og að borða hákarl, brjóta saman
fötin mín, berja harðfisk, keyra
bíl, um fjármál og margt og mikið
þarna á milli. Við áttum einstakar
og margar samverustundir, sér-
staklega þegar ég var barn. Sum-
ar man ég alveg sjálf og aðrar
vegna þess að þú rifjaðir þær upp
við mig mörgum sinnum. Þá var
sagan af því þegar kaupfélags-
stjórinn bauð mér gotterí gegn
því að ég sparkaði í þig, sú saga
sem ég fékk oftast að heyra. Það
var eins og þú værir svo ævinlega
hissa en samt svo stoltur af mér
Gísli
Kristjánsson
✝ Gísli Krist-jánsson fæddist
21. janúar 1928.
Hann lést 28. febr-
úar 2020.
Gísli var jarð-
sunginn 7. mars
2020.
fyrir þennan verkn-
að. Það er kannski í
þetta atvik í barn-
æsku minni sem má
rekja minn eigin-
leika til þess að láta
ekkert stoppa mig?
Ég gæti lengið hald-
ið áfram á þessum
nótum, svo margt
áttum við saman. Ég
var alltaf sem
yngsta barn ykkar
ömmu frekar en barnabarn. Þú
sagðir oft að ég væri stelpan þín
og ef ég varð ósátt eða reið við þig
þá spurðir þú ávallt: „En þú ert nú
samt stelpan mín, er það ekki?“
Auðvitað var ég það og verð það
alltaf.
Þú gafst mér loforð fyrir slétt-
um 5 árum. Þegar stelpan þín var
í sínu svartasta svartnætti og sá
ekki fram á veginn fyrir sorg. Lof-
orð um að gefa mér minnst 5 ár til
að læra á lífið og undirbúa mig
undir það sem þú kallaðir „eðlileg-
ur endir“. Það stóðst þú við.
Ég veit þú kvaddir sáttur og
þakklátur fyrir lífið og því kveðj-
um við þig á sama hátt. Þakklát
fyrir að hafa átt þig og allar stund-
irnar og sátt við að þinn tími var
kominn og að ákvörðunin var þín.
Takk fyrir að bíða eftir mér, afi,
og takk fyrir að fá að leiða þig yfir.
Þín
Sigrún Kapitola og börn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns,
THORS B. EGGERTSSONAR
rafeindavirkja,
Sóleyjarima 15, Reykjavík.
Margrét Skarphéðinsdóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ELSA FRIÐDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR
Lækjargötu 30, Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 11. mars.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 19. mars klukkan 13.
Guðmundur Torfason
Halldóra K. Guðmundsdóttir Sveinn Rafn Ingason
Torfi Guðmundsson Lilja Birkisdóttir
Brynja Guðmundsdóttir Lárus Skúli Guðmundsson
Anton Guðmundsson Guðbjörg Jakobsdóttir
María Hrund Guðmundsd. Þórir Valdimar Indriðason
ömmu- og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUÐMUNDUR SIGURHANSSON
framreiðslumeistari,
lést á deild 11E á Landspítalanum við
Hringbraut 9. mars.
Útför hans fer fram í Skálholtskirkju laugardaginn 21. mars
klukkan 14.
Í ljósi aðstæðna verður útförinni einnig útvarpað í bíla.
Margrét Runólfsdóttir
Bjarki Freyr Guðmundsson
Gunnhildur Guðmundsdóttir
Jóhanna Björg Guðmundsd. Martin Christensen
Júlía Dögg Haraldsdóttir Þorsteinn H. Guðmundsson
og barnabörn
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
HRAFNHILDUR HALLDÓRSDÓTTIR
heimilisfræðikennari,
Sóltúni 2,
áður Lindarflöt 8, Garðabæ,
andaðist í faðmi barna sinna
á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 14. mars.
Hildur Jóhannesdóttir Jóakim Hlynur Reynisson
Þorleikur Jóhannesson Helga Melsteð
Halla Margrét Jóhannesd. Sólmundur Már Jónsson
Ólafía Ása Jóhannesdóttir Sigurður Garðar Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
LEÓ KRISTJÁNSSON,
vísindamaður emeritus,
lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi
föstudaginn 13. mars.
Í ljósi hinna óvenjulegu aðstæðna í samfélaginu um þessar
mundir mun útför fara fram í kyrrþey.
Minningarathöfn verður haldin síðar og verður auglýst þegar þar
að kemur.
Elín Ólafsdóttir
Kristján Leósson Margrét Leósdóttir
Hildigunnur Sverrisdóttir Kristján Bragason
Nanna Kristjánsdóttir Elín Kristjánsdóttir
Tómas Leó Kristjánsson María Ósk Kristjánsdóttir
Kristján Nói Kristjánsson
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar