Morgunblaðið - 21.03.2020, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020
Hefur þú prófað nýju
kjúklingasteikurnar?
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOLT
A
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við höfum meðhöndlað sjúklinga í einangrun í langa
tíð. Við þekkjum þetta því mjög vel,“ segir Ólafur
Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnardeildar Land-
spítala. Vísar hann í máli sínu til meðferðar sjúklinga
sem liggja í einangrun eða á gjörgæslu spítala vegna
kórónuveirunnar. Til að sinna slíkum sjúklingum notast
starfsmenn spítalans við hlífðarbúnað auk þess að gæta
fyllstu varúðar.
Að sögn Ólafs hafa starfsmenn Landspítala mikla
reynslu af hjúkrun einstaklinga í einangrun. „Við höfum
reynslu af þessu enda er þetta sama aðferð og notuð er
þegar átt er við annars konar sjúkdóma, t.d. mislinga
eða berkla. Við erum á venjulegum degi með tugi í ein-
angrun af mismunandi ástæðum,“ segir Ólafur og bætir
við að tryggt sé að allir fái nauðsynlega þjónustu. „Fólk
klæðir sig í galla og við pössum upp á að allir fái þá þjón-
ustu sem þeir þurfa á að halda,“ segir Ólafur.
Getur hamlað hjúkrun
Ljóst er að sökum kórónuveirunnar mun álag á Land-
spítalanum aukast umtalsvert. Þá mun sjúklingum sem
þarfnast einangrunar eða þurfa að sæta sóttkví fjölga
svo um munar. Við umönnun framangreindra sjúklinga
þurfa starfsmenn að klæðast viðeigandi hlífðarbúnaði.
Viðbúnaður vegna sjúklinga í sóttkví er þó eilítið minni
en vegna þeirra sem sæta þurfa einangrun.
„Þeim er að mestu sinnt á sama hátt. Við vitum ekki
hvort eða hvenær það mun verða veikt. Þar af leiðandi
komum við fram eins og þeir séu smitaðir, en förum þó
ekki alveg alla leið. Við gætum þess þó að nota hlífðar-
búnað og sýnum aðgát,“ segir Ólafur sem viðurkennir að
þetta geti að vissu leyti hamlað hjúkrun. Til að bregðast
við því er þó ýmislegt gert til að þjónustan sé sem best.
„Þetta getur hamlað hjúkrun að ákveðnu leyti og við er-
um mjög meðvituð um hvaða áhrif þetta getur haft á
þjónustu sjúklinga. Við gerum það sem hægt er til að
laga það. Til að mynda kíkjum við ekki bara inn til hans
heldur þarf að fara inn til hans formlega. Þá eru sjúk-
lingar með hnapp eða síma til að hafa samband ef þeir
þarfnast aðstoðar,“ segir Ólafur.
Reynt að verða við heimsóknum
Spurður hvernig heimsóknum til sjúklinga sem
greindir hafa verið með kórónuveiruna sé háttað segir
Ólafur að aðstandendur verði að klæðast hlífðarbúnaði.
Séu sjúklingar alvarlega veikir reyni spítalinn eftir
fremsta megni að verða við óskum um heimsóknir. Þær
séu þó líkt og fyrr segir skilyrðum háðar.
„Við útfærum hvert skipti fyrir sig. Það geta auðvitað
ekki margir komið í einu en við reynum eftir bestu getu
að verða við óskum og þörfum. Fólk verður að sjálf-
sögðu að vera í göllum til að smitast ekki. Við reynum að
útfæra þetta á sem bestan máta til að fólk geti komið.
Það getur þó farið svo að einhverjir komist ekki að,“
segir Ólafur.
Morgunblaðið/Eggert
Hlífðarbúnaður Starfsfólk Landspítala gjörþekkir meðhöndlun einstaklinga sem eru í einangrun.
Búa yfir áratuga reynslu
af sambærilegri umönnun
Aðstandendur klæddir hlífðarbúnaði við heimsóknir
Veirufaraldurinn hefur gríðarleg
áhrif á markaði fyrir álafurðir álver-
anna. Eftirspurn, einkum bílafram-
leiðenda, hefur hríðfallið.
,,Þetta er fordæmalaus staða á
mörkuðum og það virðist einkenna
þessa krísu að það er hvergi skjól að
finna. Þetta ræðst bæði á framboðs-
og eftirspurnarhliðinni. Evrópu-
markaður er lykilmarkaður fyrir ís-
lenska álframleiðslu og þar má gera
ráð fyrir að það hafi áhrif á eftir-
spurn eftir áli þegar eftirspurn
minnkar eftir bifreiðum og öðru
vegna þess að fólk heldur að sér
höndum á svona tímum. Það eru þeg-
ar farin að sjást merki um það,“ segir
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri
Samáls, samtaka álframleiðenda.
„Greiningaraðilar hafa spáð því að
þetta muni hafa áhrif á verð á áli til
lækkunar. Það hafa verið erfið skil-
yrði á álmörkuðum síðustu ár þannig
að þetta hittir álverin fyrir á vondum
tíma en landslagið er að skýrast.“
Álverin þrjú hafa öll gripið til að-
gerða til að minnka smithættu í verk-
smiðjunum. „Það starfa um 2.000
manns hjá álverunum daglega, þar af
um 500 verktakar, og það er því mik-
ið utanumhald að halda utan um
þennan hóp og skipta niður á vaktir
til að reyna að koma í veg fyrir að
smit breiðist út meðal starfsmanna,“
segir Pétur. „Álver eru þess eðlis að
starfsemin má aldrei falla niður. Það
er unnið á vöktum allan sólarhring-
inn og sá kostur er einfaldlega ekki í
boði að slökkva á framleiðslunni. Það
er mikill viðbúnaður í gangi og er
verið að móta viðbragðsáætlanir í
samráði við stjórnvöld til að tryggja
að álverin geti siglt í gegnum þetta.“
Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður
samskipta hjá Norðuráli, segir unnið
að því hörðum höndum í álverinu að
lágmarka samgöngur á milli fólks og
draga þannig úr hættu á smiti á
vinnustaðnum. „Þetta er 600 manna
vinnustaður og erum við búin að
skipta honum upp í sóttvarnasvæði
eins og flestir eru að gera.“
Óvissa um eftir-
spurn eftir áli
Mikill viðbúnaður í gangi í álverunum
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Um miðjan dag í gær höfðu um 500
manns skráð sig í bakvarðasveit
heilbrigðisþjónustunnar, tilbúnir að
hjálpa til í baráttunni við kórónu-
veiruna. Skráningin hófst 11. mars
sl. og nú þegar er farið að kalla fólk
til starfa af þessum lista.
Af 496 sem höfðu skráð sig í gær
voru t.d. 159 menntaðir hjúkrunar-
fræðingar, 154 sjúkraliðar, 62
læknar og 57 sjúkraflutningamenn.
Stór hluti hópsins hefur verið á
eftirlaunum en aðrir hafa aðallega
verið í öðrum störfum innan
heilbrigðisgeirans. Enn aðrir í allt
öðrum störfum, t.d. sem flugfreyjur
og garðyrkjubændur.
224 af Landspítala í sóttkví
Skráning í bakvarðasveitina fer
fram rafrænt á sérstökum eyðublöð-
um á vef heilbrigðisráðuneytisins.
Ekki veitir af aðstoðinni því í gær
voru 224 starfsmenn Landspítala í
sóttkví og 25 í einangrun vegna veir-
unnar.
Sigríður Jónsdóttir, stefnumót-
unarsérfræðingur í heilbrigðisráðu-
neytinu, segir heilbrigðisstofnanir
sem ríkið rekur hafa aðgang að list-
anum og geta þar kallað inn fólk eft-
ir þörfum. Sigríður segir viðbrögð
heilbrigðisstarfsfólks hafa verið
mjög góð. Strax fyrsta daginn komu
yfir 100 skráningar, og alltaf hafa
bæst við fagstéttir. Í gær voru þær
orðnar átta.
Ásta Bjarnadóttir, framkvæmda-
stjóri mannauðsmála hjá Landspít-
ala, segir að byrjað hafi verið á að
heyra í sérhæfðum hjúkrunarfræð-
ingum og kortleggja hæfni þeirra.
Um 10 slíkir eru að fara í sérhæfða
þjálfun, til að koma inn á gjörgæslu,
og einn kominn með ráðningarsamn-
ing. Næst verður haft samband við
lækna, sjúkraliða og lyfjatækna.
„Við finnum fyrir miklum velvilja og
samhug hjá fólki. Frábært að sjá
hvað allir eru jákvæðir og tilbúnir að
hliðra til og leggja allt annað frá sér
til að koma og hjálpa. Við erum
þakklát þessu fólki og einnig stjórn-
völdum fyrir framtakið,“ segir Ásta.
Einnig hafa fjölmargir starfsmenn
boðist til að færa sig á aðrar deildir í
samræmi við þörfina nú.
Úr flugi og garðyrkju í bakvörðinn
Um 500 manns höfðu í gær skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar Margir á eftir-
launum en aðrir hafa unnið allt önnur störf að undanförnu Byrjað að ráða inn fólk af listanum
16 lyfjatæknar
41 lyfjafræðingur
57 sjúkrafl utninga-menn
Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar
496 hafa skráð sig í bak-varðasveitina
159 hjúkrunar-fræðingar
62 læknar
154 sjúkra-liðar
6 geisla-fræðingar
Störf sem fólk getur helst sinnt og stofnanir sem það vill vinna á
Heilsugæsla höfuðborgarsv.
Heilbrigðisst. á landsbyggðinni
Landspítali
Sjúkrahúsið á Akureyri
Sama hvar er
223
98
294
55
143
1 heilbrigðis-gagna-
fræðingur
Sjúklingar með
COVID-19
Klínískt starf
Símsvörun/fjarþjónusta
Önnur nauðsynleg þjónusta
Skráningin 20.mars kl. 12
Sj
á
ná
na
r á
v
ef
he
ilb
ri
gð
is
rá
ðu
ne
yt
is
in
s
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR