Morgunblaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ER08 hægindastóll Leður – verð 285.000,- Tónlistarmenn hafa kallað eftir því að Spotify greiði þeim hærri fjár- hæð fyrir að streyma tónlist þeirra, nú á tímum kórónuveir- unnar með tilheyrandi tekjutapi hinna ólíku atvinnugreina og þeirra á meðal tónlistarmanna. Segir í frétt dagblaðsins Guardian að ósk- að sé eftir þrefaldri hækkun greiðslna. Nú hefur tónleikastöðum verið lokað víða um heim þar sem samkomubann ríkir og hefur það í för með sér mikið tekjutap fyrir tónlistarmenn. Þá hefur fjölmörg- um tónleikaferðum líka verið slegið á frest. Bandaríski tónlistarmaður- inn Evan Greer stofnaði bænaskjal þessa efnis á netinu og óskar þess að Spotify þrefaldi greiðslur sínar og leggi auk þess hálfa milljón doll- ara í sjóðinn Sweet Relief sem ætl- að er að styrkja tónlistarmenn sem berjast í bökkum vegna veirunnar. Í frétt Guardian segir að Spotify gefi ekki upp hversu mikið veitan greiði tónlistarmönnum fyrir hvert streymi á verkum þeirra en sér- fróðir munu hafa reiknað út að 0,00318 dollarar séu greiddir fyrir hvert streymi, jafnvirði um 45 aura í íslenskum krónum. AFP Stuð Maggie Rogers á sviði í teiti Spotify í Los Angeles sem helguð var bestu nýju tónlistarmönnunum og hljómsveitunum í janúar síðastliðnum. Óska eftir þrefalt hærri greiðslu Marteinn Þórsson kvikmyndagerð- armaður mælir með kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem hægt er að horfa á heima hjá sér á meðan á samkomubanni stendur. „Það fyrsta sem maður á að horfa á þegar maður er í sóttkví er auðvitað Contagion eftir Steven Soderbergh, mjög fín vírus- mynd sem fer vel inn í ástandið eins og það er núna. Svo er Outbreak eftir Wolfgang Peter- sen, ekki alveg jafngóð en fínt Hollywood- popp. Ef maður vill meira blóð, þá er ein fyrsta mynd Cronenbergs, Rabid, algjört svona „must see“. Svo er athyglisverð spænsk mynd, Los Ultimos Dias (e. The Last Days), eftir Alex og Dav- id Pastor. Hún gæti kveikt í einhverjum. Ef maður vill frí frá vírus- myndum þá er ágætt að skoða stórslysamyndir eins og Airport, frá 1970 (og allar framhaldsmynd- irnar) – það er hvort eð er enginn að fljúga þessa dagana. Svo er gott að hlæja aðeins að þessu öllu sam- an og horfa á Airplane en sú mynd tók fyrir stórslysamyndirnar á eftirminnilegan hátt. Af því að við búum á eldfjalli og vonumst öll eft- ir smá gosi þessa dagana, þá eru Dante’s Peak og Volcano ómiss- andi, engir vírusar í gangi þar, bara móðir jörð í „action“. Þegar maður er búinn með þenn- an skammt, þá er kannski ágætt að horfa á eitthvað mannbætandi og þar kemur Terrence Malick sterk- ur inn með Tree of Life, ein falleg- asta mynd um mannskepnuna sem gerð hefur verið og ein mín uppá- haldsmynd er finnska heimildar- myndin Steam of Life, en meiri fegurð er vandfundin. Svona í lokin þá langar mig að benda á HBO-seríuna Watchmen, þar vantar nú ekki hugmyndaflug- ið og útsjónarsemi kvikmynda- gerðarmannanna/-kvennanna al- veg einstök. Það er ágætt að klára þetta á annarri HBO-seríu sem heitir Succession því þar er fjallað um þetta margfræga 1% sem stjórnar heiminum og er örugglega búið að koma sér vel fyrir í sínum fínu bön- kerum og fylgist með öllu úr fjar- lægð og gæðir sér á eðalkampavíni með nóg af gullbrydduðum klósett- pappír nálægt dollunni.“ Mælt með í samkomubanni Grín Úr kvikmyndinni Airplane. Vírusar, slys og náttúruhamfarir Hryllingur Úr hrollvekjunni Rabid. Marteinn Þórsson Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er okkar viðleitni til að halda lífi í lokuðu húsi, gefa af okkur með- an á samkomubanninu stendur og vera í virku samtali við okkar góðu gesti. Fyrst áhorfendur komast ekki til okkar þá för- um við til þeirra,“ segir Brynhildur Guð- jónsdóttir borgarleikhús- stjóri um streymisveitu Borgarleik- hússins sem fór í loftið í upphafi vikunnar, en við- burðum er streymt alla daga vikunnar kl. 12. „Listin skiptir öllu máli á tímum sem þessum til að létta fólki lund og sýna samstöðu,“ segir Brynhildur og tekur fram að dagskráin sé í stöð- ugri mótun. „Enda erum við að fylla inn í óþekktan ramma og búa til dag- skrá sem ekki var fyrirséð fyrir nokkrum dögum að við værum yfir- höfuð að fara að búa til,“ segir Bryn- hildur og hrósar samstarfsfólki sínu fyrir elju. „Við höfum fengið afar sterk viðbrögð við streyminu og það gleður okkur,“ segir Brynhildur. Reglulegur pestarlestur Meðal þess sem boðið var upp á í liðinni viku var listamannaspjall þar sem Brynhildur ræddi við Ólaf Egil Egilsson um sýningarnar Níu líf og Elly, en Ólafur Egill skrifaði hand- ritið og leikstýrði Níu lífum, sem hlotið hefur afar góðar viðtökur gagnrýnenda, og skrifaði handritið að metsölusýningunni Elly í sam- vinnu við Gísla Örn Garðarsson. Í gær mætti Bubbi Morthens í Borgarleikhúsið með gítarinn, tók nokkur lög og sagði sögurnar á bak við lögin. Bubbi verður með tónleika alla föstudaga kl. 12 þar til sam- komubanni lýkur. „Hugsanlega fær hann með sér gestasöngvara úr sýn- ingunni,“ segir Brynhildur og vísar þar til söngleiksins Níu líf. Maríanna Clara Lúthersdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson hófu í vik- unni upplestur á Tídægru eða Decameron eftir Giovanni Bocc- accio. Verkið setti Boccaccio saman á árunum 1349-51 eftir að svarti- dauði hafði geisað á Ítalíu með gríðarlegu mannfalli. Streymt var frá uppfærslu leikhópsins Ást & ka- rókí á Skattsvik Development Group og leiklesið var verkið Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson. Í dag les Har- aldur Ari Stefánsson söguna um Gosa, en hann fer með hlutverk spýtustráksins í uppfærslu Borgar- leikhússins á Gosa. Á morgun verða sýndar upptökur á bak við tjöldin frá uppsetningu Borgarleikhússins á söngleiknum Mary Poppins árið 2013. Upptökurnar má nálgast á Youtube-rás Borgarleikhússins. Ríkharði streymt á sunnudag Spurð hvað verði á boðstólum næstu daga segir Brynhildur að á fimmtudag verði Hótel Volkswagen eftir Jón Gnarr leiklesið. Í vikunni verður einnig boðið upp á lista- mannaspjall um Ríkharð þriðja eftir Shakespeare þar sem þátt taka auk Brynhildar þeir Hjörtur Jóhann, sem fór með titilhlutverkið, og Kristján Þórður Hrafnsson, þýðandi verksins. „Upptöku af uppfærslu Borgarleikhússins á Ríkharði þriðja verður streymt sunnudaginn 29. mars,“ segir Brynhildur, en um er að ræða upptöku sem nemendur í Borgarholtsskóla unnu sem hluta af námi sínu í grafískri hönnun, kvik- myndagerð og leiklist. „Þarna eru listamenn og tæknimenn framtíðar- innar, en þetta nám er til algjörrar fyrirmyndar. Nemendur skólans hafa síðustu ár tekið upp eina sýn- ingu í Borgarleikhúsinu á ári og gef- ið okkur,“ segir Brynhildur og bend- ir á að sýningarnar séu teknar upp á sex myndavélum og ávallt í miklum gæðum. „Við höfum ekki sýnt þetta opinberlega áður, en í ljósi aðstæðna fannst okkur tilvalið að deila þessu með almenningi.“ Aðspurð segir Brynhildur allar æfingar liggja niðri í Borgarleikhúsinu sem stendur. „Vinna hefur haldið áfram með eina sýningu,“ segir Brynhildur og vísar þar til Veislunnar. „Aðstandendur sýningarinnar eru að skrifa hand- ritið og vinna það í fjarvinnu með fundum gegnum netið,“ segir Bryn- hildur að lokum. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Leiksigur Hjörtur Jóhann Jónsson í hlutverki sínu sem Ríkharður þriðji. „Okkar viðleitni til að halda lífi í lokuðu húsi“ Brynhildur Guðjónsdóttir  Borgarleikhúsið með beint streymi alla daga kl. 12 Regina King í Watchmen Brian Cox í Succession

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.