Morgunblaðið - 21.03.2020, Side 23
COVID-19 hefur
haft gríðarleg áhrif á
skólahald og kennslu.
Framhaldsskólar
landsins eru tómir og
nemendur stunda
námið heiman frá sér
í gegnum tölvu eða
snjallsíma. Það eru
undarlegir tímar að
mega ekki koma í
skólann, hitta kenn-
ara og samnemendur
og upplifa skólamenninguna sem
er fastur punktur í tilveru nem-
enda. Þess í stað hitta nemendur
kennara og samnemendur í raun-
tíma í gegnum kennsluumhverfið
INNU og ýmsa samskiptamiðla
eins og TEAMS, ZOOM, Slack og
margt fleira. Þessir tímar eiga sér
enga hliðstæðu í íslenskri mennta-
sögu og því er áríðandi að þeir sem
standa næst ungmennunum styðji
vel við bakið á þeim.
Hvetja ungmennin
til dáða
Mikilvægt er að aðstandendur,
það er foreldrar eða forráðamenn,
fylgist vel með náminu, spyrji
spurninga um námið og hvað ung-
mennin eru að fást við. Með öðrum
orðum sagt eiga foreldrar að vera
forvitni um námið og hvetja ung-
mennin til dáða. Góður stuðningur
minnkar líkur á að nemendur
hverfi úr námi. Það er gríðarleg
áskorun að vera kominn í nýtt um-
hverfi þar sem ungmennin þurfa að
treysta meira á sig sjálf, það er
stunda heima- og sjálfsnám þar
sem ekki er alltaf hægt að fá svör
við spurningum einn, tveir og þrír.
Miklu máli skiptir að fylgja
stundatöflunni og setja sér skipu-
lag sem er sambærilegt því að
sækja skólann.
Það er ekki auðvelt að breyta um
gír í einni svipan og kenna með
nýjum aðferðum.
Kennarar, eins og
nemendur, hafa tekið
þessum aðstæðum
sem áskorun um að
þróa nýjar kennsluað-
ferðir og nýta nýjar og
öðruvísi samskipta-
leiðir. Fjölmargir
kennarar hafa lagt á
sig mikla vinnu við að
endurskipuleggja
áfanga sína til að
mæta ólíkum kröfum
og ég tel að vel hafi
tekist til. Þessi breyt-
ing sem við upplifum nú í fram-
haldsskólunum staðfestir enn og
aftur hversu öflugur mannauðurinn
er sem vinnur innan veggja skól-
anna.
Þrautseigja gildir
Margir nemendur sakna kenn-
aranna sinna og að horfa á kenn-
arann í rauntíma á vefnum eða
vera í rafrænum samskiptum getur
aldrei komið í staðinn fyrir að vera
í gagnvirkum samskiptum inni í
kennslustofunni. Samkomubannið
mun taka enda en nú gildir að sýna
þrautseigju.
Aðstæðurnar sem skólakerfið
býr við þessa dagana hafa sann-
fært mig um að okkur eru allir
vegir færir. Með því að sýna frum-
kvæði, umburðarlyndi og sveigjan-
leika komumst við býsna langt.
Eftir Stein
Jóhannsson
»Kennarar, eins og
nemendur, hafa tek-
ið þessum aðstæðum
sem áskorun um að þróa
nýjar kennsluaðferðir
og nýta nýjar og öðru-
vísi samskiptaleiðir.
Höfundur er rektor Menntaskólans
við Hamrahlíð.
steinn@mh.is
Steinn
Jóhannsson
Starf í framhalds-
skólum á tímum
COVID-19
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020
Nú þegar viðburðum í hin-um aðskiljanlegustukeppnisgreinum hefurverið frestað eða þeir
verið slegnir af virðist Alþjóðaskák-
sambandið FIDE ekki láta út-
breiðslu COVID-19-veirunnar
trufla starfsemina og áskor-
endamótið hófst á tilsettum tíma í
Yekaterinburg í Rússlandi á þriðju-
daginn. Leitin að áskoranda Magn-
úsar Carlsen er þar með hafin en ef
að líkum lætur mun heimsmeist-
araeinvígið fara fram í haust þó að
staðsetning liggi ekki fyrir.
Í Yekaterinburg tefla átta af
sterkustu stórmeisturum heims
tvöfalda umferð. Það hefur ýmis-
legt gengið á í mótinu og í aðdrag-
anda þess. FIDE hafnaði málaleit-
an Teimour Radjabov um að mótinu
yrði frestað og Aserinn dró sig þá
úr keppni en Frakkinn Vach-
ier-Lagrave kom í hans stað.
Á þessu móti mæta keppendur
með það eina markmið að vinna
mótið. Vissulega eru sumir sigur-
stranglegri en aðrir. Í gær var
fyrsti frídagurinn en hart hefur
verið barist í fyrstu þrem umferð-
unum og línur ekkert farnar að
skýrast. Mesta athygli vakti að Li-
ren Ding tapaði tveim fyrstu skák-
um en vann Caruana í 3. umferð.
Giri tapaði í 1. umferð. Hann er
frægur fyrir að hafa gert jafntefli í
öllum skákum sínum í síðasta
áskorendamóti. Staðan eftir þriðju
umferð er þessi:
1.-3. Vachier-Lagrave, Nep-
omniachtchi, og Wang Hao 2 v. (af
3) 4.-5. Grischuk og Caruana 1½ v.
6.-8. Liren Ding, Giri og Alekse-
enko 1 v.
Vachier-Lagrave hefur lengi beð-
ið eftir tækifæri til að tefla á vett-
vangi áskorendamótanna. Hann
hefur margsinnis verið í hópi fimm
stigahæstu skákmanna en örlaga-
nornirnar hafa hvað eftir annað
gripið í taumana og svipt hann
tækifærinu. Þar til nú. Í 2. umferð
nýtti hann þau færi sem gáfust með
glæsilegri lokaatlögu sem minnti á
Kasparov. Sá ágæti maður hélt
mikið upp á leikbragð sem byggist
á því að peði er leikið beint ofan í
þrælvaldaðan reit:
Áskorendamótið í Yekaterin-
burg 2020:
-Sjá stöðumynd-
Vachier Lagrave – Liren Ding
34. d6!
Ágætur leikur sem vinnur skák-
ina hratt og örugglega. „Vélarnar“
eru fljótar að benda á annan peðs-
leik, 34. b7!, t.d. 34. … Bxb7 35.
Hb1 Ba8 36. Ba5! Hc8 37. Re4+!
Kxf5 38. Hb6 og svartur á enga
haldgóða vörn við hótuninni 39. Hf6
mát.
34. … Hxd6 35. Hb1 Rd8
Eða 35. … Bb7 36. Re4+! Bxe4
37. dxe4 og svartur getur sig hvergi
hrært. Hvítur leikur peðinu b7,
leikur hróknum á a-línuna og bisk-
upinum til d5 og vinnur án mikilla
erfiðleika.
36. b7! Bxb7 37. Ba5!
– og svartur gafst upp.
Fabiano er stigahæsti keppand-
inn með 2.842 Elo-stig en einungis
Liren Ding er einnig með meira en
2.800 Elo-stig. Telja verður Caru-
ana býsna sigurstranglegan þrátt
fyrir tapið í 3 umferð. Hann er með
skothelt byrjanakerfi og á því fékk
Alekseenko að kenna í 2. umferð:
Ákorendamótið í Yekaterinburg
2020:
Caruana – Alekseenko
Rússanum voru mislagðar hend-
ur í byrjun tafls, varð að gefa mann
fyrir þrjú peð og í þessari stöðu
hótar hann 30. … Rf2+. Var hann
að bjarga sér? En nú kom …
30. Rxh5+! gxh5 31. Bf5!
Hótar hróknum á c8 en þó fyrst
og fremst riddaranum.
31. … Be7 32. Bxg4 hxg4 33.
Dxg4+ Bg5 34. Dh5!
– Glæsilegt hliðarspor. 34.
Dxg5+ hefði líka unnið en það hefði
tekið sinn tíma. Svartur getur varið
biskupinn með 34. … f6 en þá kem-
ur 35. Rf5+! Kf8 36. Dh8+! Kf7 37.
Dh7+! og mátar.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
María Elísabet Kristjáns-
dóttir fæddist í Reykjavík 17.3.
1841 og ólst upp í Grjótaþorp-
inu. Foreldrar hennar voru
Rósa Bjarnadóttir og Kristján
Eiríksson sjómaður.
Hún giftist Magnúsi Eyjólfs-
syni, f. 1824, d. 1891, bónda og
hreppstjóra í Lykkju á Kjalar-
nesi. Fyrri kona Magnúsar var
Diljá Þórðardóttir, d. 1865.
Það hefur reynt mjög á dugn-
að og ráðdeild Maríu Elísabetar
að halda uppi búi og barna-
skara, jafnframt því að sinna
starfi ljósmóður, en María El-
ísabet var tilnefnd af hrepps-
nefnd Kjalarneshrepps til að
nema ljósmóðurfræði í Reykja-
vík samkvæmt nýjum lögum um
menntun þeirra. Skólastjórinn,
Jón Hjaltalín landlæknir, var
mikill baráttumaður fyrir auk-
inni þekkingu ljósmæðra. Skól-
inn var til húsa í Glasgow hús-
inu mikla við Vesturgötu sem að
hluta hafði verið breytt í íbúða-
og skrifstofuhúsnæði.
María Elísabet lauk prófi
1876 og varð ljósmóðir Kjalar-
nesumdæmis til 1892. Eftir lát
eiginmannsins flutti hún til
Kanada ásamt Helgu dóttur
sinni. Sinnti hún ljósmóður-
störfum í Winnipeg til æviloka.
María Elísabet lést 3.7. 1913
og hvílir í Brookside-kirkju-
garðinum í Winnipeg.
Merkir Íslendingar
María El-
ísabet Krist-
jánsdóttir
Morgunblaðið/Heimasíða
Fyrsti leikurinn Anatolí
Karpov, fyrrverandi
heimsmeistari, lék
fyrsta leikinn fyrir An-
ish Giri.
Áskorenda-
keppnin hafin
í Rússlandi