Morgunblaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 „ER ÞETTA EKKI FULL MIKIÐ? ÞETTA ER NÚ BARA TÖLVUVEIRA.” „MÁ ÉG EIGA MÁLNINGARRÚLLURNAR ÞÍNAR EF ÞÉR BATNAR EKKI?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fyrsta snertingin. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann BÖKUM SMÁKÖKUR ALDEILIS BLÍÐAN! LOKSINS! ÞETTA ER EKKI PÍTSUSENDILLINN! HRIND dóttir, f. 21.3. 1887, d. 3.6. 1977, hús- freyja. Börn Fríðar og Hjalta eru 1) Pétur Ármann, f. 22.11. 1953, öryggis- fulltrúi hjá Colas, maki: Rut Fjölnis- dóttir, búsett á Selfossi, Pétur á þrjú börn; 2) Erlingur Hreinn, f. 22.7. 1955, vélsmiður, maki: Sjöfn Ólafs- dóttir, búsett í Reykjavík, þau eiga þrjú börn; 3) Hafsteinn Rúnar, f. 18.2. 1957, bílstjóri hjá BM Vallá, maki: Anna Kristín Kjartansdóttir, búsett á Selfossi, þau eiga tvö börn saman og bæði áttu tvö börn fyrir; 4) Jakob Narfi, f. 2.2. 1960, rútubílstjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni, maki: Alice Petersen, búsett í Laugarási, þau eiga þrjú börn og hann átti eitt barn fyrir; 5) Guðbjörg Elín, f. 13.12. 1964, sjúkraliði hjá HSU, maki: Björgvin Snorrason, búsett á Sel- fossi, þau eiga tvö börn og hún átti barn fyrir; 6) Marta Esther, f. 8.8. 1968, bóndi á Kópsvatni í Hruna- mannahreppi, maki: Þór Guðnason, þau eiga þrjú börn. Systkini Fríðar: Heiðar, f. 15.1. 1933, d. 19.8. 1988, Gunnar Rúnar, f. 4.9. 1938, d. 19.2. 2017, Kristný, f. 24.11. 1942, Drífa, f. 21.9. 1944, Guð- mundur, f. 4.9. 1946, og Pétur Hauk- ur, f. 7.4. 1948. Foreldrar Fríðar voru hjónin Pét- ur Björnsson Guðmundsson, f. 21.1. 1906, d. 9.2. 1978, vélstjóri á Siglu- firði og bóndi í Laxnesi, og Guðbjörg Elín Sæmundsdóttir, f. 10.12. 1910, d. 4.8. 1963, húsfreyja. Fríður Esther Pétursdóttir Guðbjörg Vigfúsdóttir húsfreyja í Klettakoti Guðbrandur Þorkelsson verslunarmaður og bóndi í Klettakoti í Staðarsveit Ragnheiður Elín Guðbrandsdóttir húsfreyja í Ólafsvík og Spjör í Eyrarsveit Sæmundur Skúlason sjómaður í Ólafsvík og b. í Spjör Guðbjörg Elín Sæmundsdóttir húsfreyja á Siglufirði og í Laxnesi Hildur Helgadóttir húsfreyja á Eiði í Eyrarsveit Skúli Sveinsson bóndi á Hrafnkelsstöðum í Eyrarsveit Friðþjófur Guðmundsson útvegsbóndi á Rifi Jóhanna Sveinbjörnsdóttir húsfreyja á Harastöðum Jón Oddsson bóndi á Harastöðum á Fellsströnd Jófríður Jónsdóttir húsfreyja á Rifi Guðmundur Guðmundsson útvegsbóndi á Rifi Guðbjörg Stefánsdóttir húsfreyja á Ósi GuðmundurBjörnsson bóndi á Ósi á Skógarströnd Úr frændgarði Fríðar Pétursdóttur Pétur Guðmundsson vélstjóri á Siglufirði og b. í Laxnesi í Mosfellssveit Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Sjór á milli eyja er. Innst má finna hann í tré. Rák, sem hross á baki ber. Á blálandskeisaranum sé. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Állinn milli lands og eyja liggur. Líka áll er mergurinn í tré. Hrossa sumra einnig ál ber hryggur. ál á blálandskeisaranum sé. Helgi R. Einarsson svarar: „Við lifum skrýtna tíma þessa dagana og vonandi höldum við því áfram, það er að segja að lifa. Hvað sem öðru líður færðu hér lausnina“: Ál við eyjar sé. Állinn finnst í tré. Álótt merin er. Áll er spíra hér. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Áll er milli eyja sjór. Ál í trésins miðju finn. Ál á hrygg ber einatt jór. Álar blálandskeisarinn. Þá er limra: Valda á venusarþingum vísurnar oft ég syng um, í húminu þjáll og háll sem áll kvenfólkið snýst hann kringum. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Fer ég lítt á mannamót, mig það bagar ekki hót, gátu sem í næði nú, næsta létt mun þykja sú: Konu jafnt og karl á við. Kreikar sá um taflborðið. Notum oft sem ávarpslið. Er svo líka fornafnið. Svari Helga R. Einarssonar fylgdu tvær limrur, sem „urðu óvart til og eru ólíkar“. Sú fyrri ber yfirskriftina „Leiðindalimra“: Yfir ættarlandi vofir veirufjandi. Ógnar mér og einnig þér. Bregður sínum brandi. Sú síðari heitir „Höfnun“: Er í ljósbláu augun lít og af losta í sneplana bít hún snýr sér að mér og segir: „Ef þér er sama, éttu þá skít.“ Gömul bæn í lokin: Vaki englar vöggu hjá, varni skaðanum kalda. Breiði Jesús barnið á blessun þúsundfalda. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Afsleppt er áls haldið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.