Morgunblaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Veðurstofa Íslands fagnar nú 100 ára afmæli, en 1. janúar 1920 tóku Íslend- ingar formlega við veðurathugunum hér af dönsku veðurstofunni. Árni Snorrason, vatnaverkfræð- ingur og forstjóri Veðurstofunnar, segir að verksvið stofnunarinnar hafi aukist mjög frá stofnun. Nú nær starfsemin yfir verulegan hluta af jarðeðlisfræðilegum hluta náttúrunn- ar. Auk þess að sinna alhliða veður- þjónustu vaktar Veðurstofan jarð- skjálfta, eldgosahættu, jökla og hafís, vatnafar, ofanflóð og loftslagsmál svo nokkuð sé nefnt. Kjarninn er veðurþjónusta „Veðurþjónustan er enn sem fyrr kjarninn í starfseminni,“ sagði Árni. Auk þess að gera veðurathuganir og veðurspár fyrir landið og miðin er veðurþjónusta vegna flugs yfir Norð- ur-Atlantshaf veigamikil. Hún á stór- an þátt í því að unnt er að veita jafn góða veðurþjónustu hér á landi og raun ber vitni. Spásvæðið í háloft- unum er gríðarlega víðfeðmt, nær langt austur í haf, vestur fyrir Græn- land og alveg upp á norðurpól. Árni sagði að í upphafi hefði danski veðurstofustjórinn ráðlagt Íslend- ingum að byrja ekki strax með veður- spár. Gæta þyrfti þess að þær væru trúverðugar, annars myndu menn ekki treysta þeim. Ekki var farið eftir því og strax byrjað að spá fyrir um veður þótt á litlum upplýsingum væri að byggja. Langan tíma tók að byggja upp gott flæði veðurupplýs- inga. „Það má segja að það hafi ekki verið leyst almennilega fyrr en flug- veðurþjónustan komst á laggirnar fyrir miðja síðustu öld. Þá var athug- anakerfið á Grænlandi og hjá okkur styrkt mikið til að bæta veður- spárnar,“ sagði Árni. Veðurspár og vatnafar Sumir vilja frekar skoða útlendar veðurspár en íslenskar. Ein vinsæl síða er hin norska yr.no. Árni sagði að ástæða þess geti verið aðgengileg framsetning. „Þeir senda út spár fyrir allan heiminn. Þær byggja á líkani sem er gert í Evrópsku reiknimiðstöðinni í Reading. Við fáum líka öll þau gögn. Við keyrum spárnar í miklu hærri upplausn í samvinnu við Dani, 2,5 kílómetra eins og er á kortunum okk- ar á vefnum. Til viðbótar erum við sjálf að keyra þetta allt niður í 750 metra skala sem veðurfræðingar okkar hafa aðgang að. Það kemst engin önnur veðurspá nálægt því í gæðum,“ sagði Árni. Hann sagði að landið sjálft hefði mikil áhrif á vind og úrkomu, sem taka yrði tillit til ætti að spá sem réttast. Rannsóknir og vöktun á vatnafari eru annar veigamikill þáttur í starfi Veðurstofunnar. Árni sagði að heilsu- far landsmanna hefði batnað mikið þegar farið var að umgangast og nota neysluvatn með skynsamlegum hætti. „Það voru enn sýkingar frá brunnum í Reykjavík um þarsíðustu aldamót. Uppbygging vatnsveitu olli byltingu á heilsufari í borginni,“ sagði Árni. Skjálftar, gos, ofanflóð og hafís Jarðskjálftamælingar byrjuðu áð- ur en Veðurstofan var stofnuð. Strax var ákveðið að Veðurstofan myndi taka þær yfir. „Í fyrstu lögunum um Veðurstofuna er bæði talað um eld- fjöll og eldfjallaösku, sem er stór- merkilegt. Menn áttuðu sig á því að þetta skipti máli. Vatn og jöklar voru hins vegar ekki með í byrjun,“ sagði Árni. Hann sagði það sérstakt því löngu áður hefði verið ályktað á þingi Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar að huga skyldi að vöktun á jöklabreyt- ingum, meðal annars vegna loftslags- breytinga. Ofanflóðavöktun er mikilvægur þáttur í starfi Veðurstofunnar, ekki síst vegna snjóflóða. Árni sagði að kaflaskipti hefðu orðið við snjóflóðin í Neskaupstað 1974. Heilmikil þekking var til fyrir þann tíma á sögu snjó- flóða hér á landi. Engu að síður hafði ekki verið gætt nægilega vel að land- notkun og byggt á svæðum þar sem var snjóflóðahætta. Heilmikið hefur verið unnið í snjóflóðavörnum síðan og heldur sú vinna áfram. Hafís er kallaður landsins forni fjandi. Þrátt fyrir rysjótt veður í vet- ur telur Árni ekkert benda til þess að hafísár séu í uppsiglingu. „Þrátt fyrir illviðrin hefur hitafar á norðurslóðum tekið algjörum stakka- skiptum. Það þýðir að líkurnar á hafís hafa minnkað mikið,“ sagði Árni. Hann sagði að Dani að nafni Lauge- Koch hefði skoðað gögn um hafís hér í gegnum aldirnar. Hann sá að innan hverrar aldar var yfirleitt áratugur þegar hafís var til mikilla vandræða. Frá hafísárunum á 7. áratug 20. aldar hefur ekki skapast hér alvarlegt ástand vegna hafíss. Hlýnun loftslagsins Loftslagsbreytingar eru á borði Veðurstofunnar. Árni sagði að fyrsta verkefnið á því sviði hefði verið á nor- rænum vettvangi árið 1991 eftir út- komu skýrslu loftslagsnefndar Sam- einuðu þjóðanna. Miðað við sviðs- myndir sem þá voru dregnar upp var alveg ljóst að jöklar og snjóalög myndu breytast mikið. „Orkustofnun og Vatnamælingar fóru að mæla jöklana skipulega 1987- 1988. Það var rétt áður en íslensku jöklarnir tóku að bráðna mikið. Síðan hefur þetta verið nánast á einn veg,“ sagði Árni. Loftslag á Íslandi hefur verið breytilegt í aldanna rás. Til dæmis var það tiltölulega milt við landnám. Annað milt tímabil var á fyrri hluta síðustu aldar, þ.e. frá um 1920 og fram undir miðja öldina. Ekki er langt síðan meðalhiti fór að fara upp fyrir þau gósenár. Á þeim tíma voru hlýindin staðbundin við Norður-Atlantshaf. Nú er hlýnunin af allt öðrum toga og útbreiddari, að sögn Árna. „Hitastig í Alaska og við Berings- haf hefur hækkað alveg ótrúlega mikið á síðustu 30-40 árum. Allar vís- indalegar niðurstöður styðja að sú hlýnun sé af mannavöldum. Aðal- óvissan tengist útblæstrinum og hvort við getum takmarkað hann,“ sagði Árni. Ógn af gróðureldum Gróðureldar eru ein ógnanna sem geta steðjað að náttúrunni. Margir minnst gróðureldanna á Mýrum og í Ísafjarðardjúpi. Ákveðin hætta fylgir vaxandi skógrækt, t.d. í kringum sumarhúsabyggðir. „Gróðureldar eru óbeint í okkar vöktun. Við höfum varað við þeim ef það er mjög þurrt. Við höfum hamr- að mjög á því að þetta verði tekið miklu fastari tökum en gert hefur verið. Ekki bara að vöktunin batni heldur líka að viðbragðsáætlanir verði betri. Ég veit að slökkvilið hafa búið sig undir að taka á þessu. Eftir að núgildandi ofanflóðalög voru sett 1997 fórum við að gera kerfisbundna áhættugreiningu fyrir ýmsa þætti og ýmsa staði. Áhættu- greiningin hefur verið útvíkkuð og auk ofanflóða og jarðskjálfta tekur hún nú til flóða og sjávarflóða, eld- gosa og öskufalls. Við viljum einnig nota það tól til að meta áhættu vegna mögulegra gróðurelda. Það lítur út fyrir að hún sé að verða sífellt alvar- legri, en úttekt liggur ekki fyrir. Slík áhættugreining þarf að vera grunnur að viðbragðsáætlun og stýringu á landnotkun. Landnotkunin er mikil- vægasta verkfærið í öllum við- brögðum gegn náttúruvá. Missi skipulagsyfirvöld stjórn á henni eykst tjónnæmið, viðkvæmni sam- félagsins gagnvart mögulegu tjóni, ótrúlega hratt,“ sagði Árni. Mikið alþjóðlegt samstarf Veðurstofan á í miklu alþjóðlegu samstarfi. Sem kunnugt er settu Danir hér upp ofurtölvu til veðurút- reikninga og er hún í umsjón Veður- stofunnar. Ákveðið hefur verið að auka mjög umfang verkefnisins. Norðurlandaríkin og Eystrasalts- ríkin eru í samstarfinu auk Hollands og Írlands. „Þessar tíu þjóðir ætla að keyra í sameiningu veðurspár frá árinu 2027. En frá árinu 2023 ætlum við, Danir, Írar og Hollendingar að keyra veðurspár á vestursvæðinu. Hinar þjóðirnar ætla að keyra veðurspár á austursvæðinu til að byrja með. Þetta verkefni gengur mjög vel,“ sagði Árni. Hann sagði að mikilvægt framlag Íslands væri ódýrt grænt rafmagn og hagstætt loftslag. Kalt loft og lítill loftraki einfaldaði rekstur ofurtölvunnar. Veðursjárkerfi byggt upp Nú er í deiglunni að hrinda í fram- kvæmd áætlun um uppbyggingu veð- ursjárkerfis. Veðursjá er sérstök ratsjá sem greinir ýmis veðurfyr- irbrigði. Veðurstofan hefur rekið veðursjá á Miðnesheiði frá árinu 1990. Eftir Eyjafjallajökulsgosið 2010 fengust fjármunir til að setja upp aðra veðursjá á Austurlandi og eins eignaðist Veðurstofan tvær fær- anlegar öskusjár. Árni sagði að hæð á gosmekki gæfi til kynna hvernig öskudreifing frá eldgosinu yrði. „Ef hægt er að halda Heathrow- flugvelli opnum klukkutíma lengur en ella borgar það fyrir þetta í 100- 200 ár,“ sagði Árni. Fyrir tveimur ár- um var gerð áætlun um að setja upp veðursjár sem þekja allt landið. Al- þjóðaflugið mun sjá um það sem snýr að því og eldfjallavöktun. Veður- stofan hefur kallað eftir því að ríkið komi að því að setja upp veðursjár á Norðurlandi. Þegar kerfið verður fullskapað eiga að vera í því sex veðursjár, þrjár á Norðurlandi og þrjár á Suður- og Austurlandi. Þá fæst mjög góð mynd fyrir allt landið. „Eftir norðanveðrið mikla nú í des- ember lögðum við sérstaka áherslu á þessa áætlun. Nú sjáum við mjög illa veður sem koma úr norðri. Hefð- bundnar mælingar segja mikið en veðursjárnar segja enn meira um úr- komu, úrkomutegundir og vind. Í ofsa eins og í vetur gefa úrkomumæl- ar ekki rétta mynd af því hve mikið fellur til jarðar. Það skiptir miklu fyrir samgöngur og ekki síður mat á ofanflóðahættu. Ráðuneyti okkar hefur tekið þessum hugmyndum mjög vel,“ sagði Árni. Hann sagði að óveðrið í desember hefði dregið fram ákveðna veikleika í innviðum sem þyrfti að bæta. Þar á meðal eru vef- og upplýsingatækni- kerfi sem þurfa að vera öruggari en nú. Stefnt er að því að bæta úr því. Veðurstofan birtir á vef sínum upplýsingar um veður, jarðskjálfta og fleira. Árni sagði að meðan á eld- gosinu í Eyjafjallajökli hefði staðið hefðu komið mikil viðbrögð frá Bret- landi. „Það var talað um það að vegna þess að allir jarðvísindamenn höfðu aðgang að upplýsingunum frá Íslandi í gegnum vefinn okkar hefði fengist miklu heillegra mat á atburðarásinni en ella. Þetta er dálítið grunnurinn að afstöðu okkar til náttúruvár, að það sé ein uppspretta upplýsinga og grunngagna fyrir alla. Það er sam- félagslegi ávinningurinn af okkar starfi að allir hafi aðgang að þessum upplýsingum. Við leggjum gríðar- lega mikla áherslu á trúverðugleika þess sem við sendum frá okkur. Bregðist hann fellur fljótt gildi virð- isaukans af starfinu,“ sagði Árni. Dagar vatns og veðurs Árlegur dagur vatnsins verður haldinn á sunnudag og dagur veðurs- ins verður á mánudag. Ekki verður efnt til neinna viðburða eða uppá- koma að þessu sinni vegna kórónu- veirufaraldursins. Ársfundur Veður- stofunnar var einnig sleginn af. Veðurstofan á vakt í heila öld  Stöðugt fylgst með mörgum mikilvægum þáttum náttúrunnar  Náttúruvárvakt allan sólarhring- inn  Vaxandi alþjóðlegt samstarf  Veðrið á Íslandi skiptir máli fyrir veður annars staðar í Evrópu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Víðtæk starfsemi Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, segir verksvið stofnunarinnar hafa víkkast mikið út. 1916 Í kjölfar mikilla sjóslysa bendir verkalýðshreyfingin á brýna þörf fyr- ir veðurathugunarstofu. Frumvarp var lagt fram árið eftir. 1918 Að fengnu fullveldi þótti ekki verjandi að Danir hefðu áfram um- sjón með veðurathugunum hér. 1920 Þann 1. janúar tóku Íslendingar við veðurathugunum hér á landi. Veð- urathugunarstöðvar voru þá 19 tals- ins. Fyrsta alíslenska veðurspáin var samin 17. janúar. 1923 Jón Eyþórsson lauk háskóla- prófi í veðurfræði, fyrstur Íslendinga. Hann vann á Veðurstofu Íslands 1926- 1965. 1925 Veðurstofan hóf að nýju jarð- skjálftamælingar en þær voru fyrst gerðar í Reykjavík á árunum 1909- 1914. 1926 Veðurfregnum fyrst útvarpað hér. Tveimur árum síðar var farið að lesa veðurfréttir frá Loftskeytastöð- inni og svo í Ríkisútvarpinu. 1942 Flugveðurþjónusta Veðurstof- unnar jókst vegna vaxandi flug- umferðar. 1946 Teresía Guðmundsson veður- fræðingur var skipuð veðurstofu- stjóri. Hún var fyrst kvenna í heim- inum til að gegna stöðu forstjóra veðurstofu. Sama ár var Íslandi falið að taka að sér þjónustu fyrir flugið á Norður- Atlantshafi. 1947 Samfelldar, kerfisbundnar vatnamælingar hófust hjá Raforku- málaskrifstofu. Þær færðust síðar til Veðurstofunnar. 1957 Mælingar á heildarmagni ósons í andrúmsloftinu hófust í Reykjavík. 1964 Vatnamælingar tóku upp tölvu- vinnslu á gögnum sínum. Úrvinnslan var hjá SKÝRR. 1968 Fyrsta landsnet jarðskjálfta- mæla fullskapað. Um sama leyti tók Veðurstofan við úrvinnslu hafísgagna og útgáfu hafís- skýrslna. 1977 Veðurstofan eignast fyrstu fjar- skiptatölvu sína. 1978 Veðurstofunni falið að annast snjóflóðavarnir og snjóflóðarann- sóknir og var ráðinn sérfræðingur til þess. 1979 Hafísrannsóknadeild stofnuð á Veðurstofunni. 1984 Tölvudeild stofnuð og Veður- stofan eignast fyrstu úrvinnslutölvu sína. 1987 Vatnamælingar fögnuðu 40 ára afmæli. 1989 Uppbygging nýs stafræns kerfis jarðskjálftamæla, SIL-kerfisins, hófst. Næsta ár var búið að setja upp átta stöðvar á Suðurlandsundirlendinu. 1990 Veðursjá sett upp á Miðnesheiði. 1991 Norrænt verkefni um áhrif lofts- lagsbreytinga á vatnafar og vatns- orku hófst. 1994 Beint fjarskiptasamband við Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa. 1997 Veðurstofunni falin umsjón flestra þátta sem snúa að snjóflóða- vörnum. 2009 Veðurstofa Íslands hin eldri og Vatnamælingar sameinast í nýrri stofnun, Veðurstofu Íslands. 2010 Veðurstofan útnefnd eldfjalla- eftirlitsstöð gagnvart alþjóðaflugi. 2015 Samþættri sólarhringsvöktun á flestum þáttum náttúruvár komið á. Stiklað á stóru í 100 ára sögu Veðurstofu Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.