Morgunblaðið - 06.04.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 06.04.2020, Síða 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg Atvinna Efnahagsáhrifin vegna faraldursins verða gífurleg og líklegt er að þau muni ná til flestra atvinnugreina. „Þessi könnun endurspeglar þá alvar- legu stöðu sem blasir við í dag og svip- aða stöðu má einnig sjá í okkar helstu viðskiptalöndum. Margt bendir til þess að þessi niðursveifla verði mun dýpri og alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir,“ segir Ásdís Kristjáns- dóttir, forstöðumaður efnahagssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið um niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína gerði fyrir SA. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að það verði ekki aðeins fyrir- tæki í ferðaþjónustu sem muni finna fyrir miklum samdrætti vegna kórónuveirufaraldursins heldur muni áhrifin ná til fyrirtækja í flestum at- vinnugreinum. Samkvæmt könnuninni telja rúm- lega 90% forsvarsmanna fyrirtækja að tekjur muni minnka milli annars árs- fjórðungs á síðasta ári og sama árs- fjórðungs á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á íslenskt atvinnulíf. 90% hafa gripið til hagræðingar Minnkun tekna er að meðaltali áætluð 50% en hjá þeim, sem svara að hún minnki, nemur samdrátturinn tæplega 55%. Þá telja 80% forsvars- manna íslenskra fyrirtækja að tekjur muni minnka í marsmánuði á milli ára. Um það bil 90% af íslenskum atvinnu- rekendum hafa þegar gripið til hag- ræðingaraðgerða vegna ástandsins í efnahagslífinu og algengasta aðgerðin er að skerða starfshlutfall starfs- manna. Niðurskurður annars rekstrarkostnaðar var önnur algeng- asta hagræðingaraðgerðin, tæplega sex þúsund samkvæmt könnuninni, og var langstærstur hluti þeirra í ferða- þjónustu eða fólksflutningum. Um 24 þúsund manns eru komnir í skert starfshlutfall af sömu ástæðum en um 30 þúsund umsóknir um hlutabætur höfðu borist Vinnumálastofnun föstu- daginn 3. apríl. Þykir sá mismunur sýna vel hversu hratt forsendur breyt- ist frá degi til dags. Könnunin var gerð á tímabilinu 26. til 31. mars. Flestir forsvarsmenn fyrirtækj- anna telja að áhrifanna muni gæta í þrjá til fjóra mánuði, eða um 30%. Fjórðungur telur að áhrifin vari í fimm til sjö mánuði og 29% telja að þau muni vara lengur en tíu mánuði. Að sögn Ásdísar var könnunin m.a. gerð til að átta sig á stöðunni í atvinnu- lífinu í heild og jafnframt til að meta til hvaða aðgerða stjórnvöld þurfi að grípa með tilliti til þeirra atvinnu- greina sem munu finna fyrir efnahags- legum áhrifum faraldursins. „Það eru vísbendingar þess efnis að samdrátt- urinn vegna faraldursins verði jafnvel eitthvað sem við höfum ekki séð áður í íslenskri hagsögu.“ Spurð hvort þær tölur og þessi könnun sýni þörfina fyrir frekara sam- tal og samstarf milli Samtaka atvinnu- lífsins og Alþýðusambands Íslands segir hún að ef tölur frá öðrum löndum séu yfirfærðar á Ísland megi búast við mjög skarpri niðursveiflu og það end- urspegli svigrúm atvinnulífsins. Það blasi við að hækkun launa ofan í tuga prósenta tekjusamdrátt sé varla sjálf- bært þegar svigrúmið er ekkert. Þá segir hún könnunina vísbend- ingu til stjórnvalda um hvaða frekari aðgerða sé þörf. „Við teljum að könnunin sé stað- festing þess efnis að áhrifin nái yfir atvinnulífið allt. Þá skiptir höfuðmáli gagnvart atvinnulífinu að vita að stjórnvöld hafi svigrúm og vilja til að bregðast við ástandinu. Við vonumst til að sjá aðgerðir sem eru til þess fallnar að koma til móts við atvinnu- lífið á meðan þetta ástand varir,“ bætir hún við. Drífa Snædal, forseti ASÍ, var ekki í aðstöðu til að veita viðtal þegar ósk- að var eftir því en tók fram að ASÍ myndi halda áfram að meta ástandið og þróun mála. thor@mbl.is Nánast öll fyrirtæki verða fyrir tekjumissi  Flestir telja að áhrifin muni vara í a.m.k. fimm mánuði Drífa Snædal Ásdís Kristjánsdóttir 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mikil ólga er í hópi þeirra sem vinna að minjavörslu og fornleifarannsókn- um, samkvæmt heimildum, vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að úthluta Björgun athafnasvæði við Þerneyjarsund. Skipulags- og sam- gönguráð Reykjavíkur ræddi tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna nýs iðnaðarsvæðis í Álfsnesvík og til- lögu að deiliskipulagi nýs iðnaðar- svæðis á sama stað á fundi sínum 1. apríl. Málið var afgreitt og því vísað til borgarráðs sem samþykkti það daginn eftir. Orri Vésteinsson, prófessor í forn- leifafræði við HÍ, vann greinargerð um menningar- og búsetulandslag fyrir Minjastofnun Íslands. Hann bendir á að Ísland hafi fullgilt Evr- ópska landslagssamninginn 4. janúar 2020 og tók hann gildi 1. apríl. „Þar með hafa íslensk stjórnvöld gengist undir ákveðin gildi varðandi verndun landslags,“ sagði Orri. Eitt af dæmunum sem nefnd eru um menningarlandslag á höfuðborgar- svæðinu í greinargerðinni er Þern- eyjarsund þar sem var ein aðalkaup- höfn landsins á 14. og 15. öld. „Þetta er að mínu mati skýrt dæmi um hvernig hægt er að eyðileggja landslagsheild með framkvæmd,“ sagði Orri og vísaði þar til fyrirhug- aðs athafnasvæðis Björgunar. Hann sagði að svo virtist sem skipulags- yfirvöld og borgarráð Reykjavíkur litu svo á að það væri nóg að draga hring í kringum sýnilegar mann- virkjaleifar til að fara að lögum. „Hugsunin í Evrópska landslags- samningnum er að það verði að horfa á heildina og heildaráhrifin,“ sagði Orri. Hann tók dæmi af Þingvöllum og sagði að helgi staðarins tengdist ekki bara tóftum þingbúðanna. „Þú gætir alveg fundið pláss á Þingvöll- um fyrir verksmiðju, án þess að skemma neinar fornleifar. En það sjá allir að þú værir að eyðileggja stað- inn með verksmiðjunni. Þetta er sambærilegt. Við Þerneyjarsund er ein af þessum gömlu kauphöfnum. Landslagið þar er merkilegt í heild sinni og varðveislu virði. Um leið og þarna er komið athafnasvæði, þótt krækt sé framhjá tóftum sem eru til staðar, er valdið skaða. Borgarráð horfist ekki í augu við það en skýlir sér á bak við þrætubókarlist að mínu mati,“ sagði Orri. Merkilegar fornminjar Þerneyjarsund var „minjar mán- aðarins“ hjá Minjastofnun í febrúar. Þar eru rifjuð upp orð dr. Kristjáns Eldjárn, fyrrverandi þjóðminjavarð- ar og forseta Íslands, sem sagði: „Þessi staður er einn af fyrirrennur- um Reykjavíkur og á að varðveitast eins og hann er.“ Í Gunnunesi eða Álfsnesi má finna minjar um kaupstað sem var þar á miðöldum. Kaupstaðurinn er þó bara hluti stórmerkilegra minja á svæð- inu. „Þegar allt þetta er lagt saman er ljóst að umhverfis Þerneyjarsund er einstakt og enn sem komið er óraskað minjasvæði sem mikilvægt er að varðveita í heild sinni,“ segir á síðu Minjastofnunar. Skipulagsstofnun benti á það í um- sögn um mat á umhverfisáhrifum starfsemi Björgunar á Álfsnesi að auk ábendinga Minjastofnunar hefði gildi minjanna einnig verið undir- strikað í fornleifaskráningu Borgar- sögusafns Reykjavíkur. Skipulags- stofnun telur í ljósi þess vera sérstakt tilefni til að vinna deiliskipu- lag fyirr umrædd minjasvæði, með það að markmiði að tryggja varð- veislu þeirra minja, eftir því sem kostur er. Ólga vegna at- hafnasvæðis við Álfsnesvík  Borgarráð hefur samþykkt  Fer í bága við Evrópska landslagssamninginn Mynd/Alta Þerneyjarsund Hugmyndin er að Björgun verði gegnt Þerney. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Varðskipið Þór lónaði í gærdag á Ísafjarðardjúpi, en í öryggisskyni hefur skipið verið við Vestfirði síð- ustu tvær vikur. Síðdegis í gær var vindur í Djúpinu 50-60 hnútar og skyggni sama og ekkert, en skjól og lítill sjór í mynni Jökulfjarða og ná- kvæmlega þar var Þór. „Við erum til taks og á slíku er þörf. Síðustu daga hefur verið ófært bæði um landveg og í lofti hingað vestur. Eina færa leiðin er á sjó,“ segir Halldór B. Nellett skipherra í samtali við Morgunblaðið. Á laugardag fór skipið inn til Ísa- fjarðar að sækja sýni vegna kórónu- veirunnar sem voru svo flutt á Arn- gerðareyri innst í Djúpinu. Þar sigldi Halldór skipi sínu eins nærri landi og komist varð. Svo fór mannskapur á léttabát að bryggju þar sem björgunarsveitar- menn tóku á móti sýnunum, sem síðan voru flutt áfram suður til Reykjavíkur til frekari rannsókna. Áhætta og ekkert skyggni „Auðvitað fylgir því áhætta að senda mannskap út á bát þegar veð- ur er vont; mjög hvasst, blindbylur og rúmir 50 hnútar og ekkert skyggni.Við erum með vel þjálfaðan mannskap og góð tæki sem gerir þetta auðveldara. Hér var hins vegar stutt að fara, með GPS-tækjum var hægt að sigla á hárréttan stað og blá blikkandi ljós á björgunarsveitar- bílnum gerðu slíkt auðveldara,“ segir Halldór. Skipherrann reiknar með að Þór verði áfram vestra, að minnsta kosti meðan veður er slæmt, líkur á rösk- un samgangna eða öðrum erfiðleik- um. Þá gildir að skipverjar halda sig nær alfarið um borð til að halda hættu á smiti af kórónuveirunni í lágmarki. Verður svo í þessu úthaldi sem er fram undir lok apríl. Er því ekki farið um borð í fiskiskip í eftir- lit, en tíminn frekar notaður í æfing- ar, viðhaldsvinnu og slíkt. Varðskip lónar á Djúpinu  Þór er öryggisins vegna fyrir vestan  Ekkert skyggni en lítill sjór í Jökulfjörðum  Fara ekki frá borði í fimm vikur Halldór B. Nellett

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.