Morgunblaðið - 06.04.2020, Side 18

Morgunblaðið - 06.04.2020, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020 ✝ Róbert JónJack fæddist á Akureyri 15. sept- ember 1948. Hann lést á krabbameins- lækningadeild Landspítalans 18. mars 2020. For- eldrar hans voru Robert John Jack, prestur frá Skot- landi, f. 5.8. 1913, d. 11.2. 1990, og Sigurlína Guðjónsdóttir hús- móðir, f. 15.2. 1908, d. 2.3. 1952. Stjúpmóðir hans er Guðmunda Vigdís Jack, húsmóðir og bóndi, f. 24.3. 1929. Alsystkini Róberts: Davíð Wallace, f. 25.6. 1945, d. 30.6. 2017, María Lovísa, f. 28.8. 1946, d. 17.1. 2020, Pétur William, f. 21.12. 1950, d. 31.10. 1983. Hálf- systir sammæðra: Hildur Ólöf Eggertsdóttir, f. 24.11. 1930, d. 28.4. 1988. Hálfsystkini sam- feðra: Ella Kristín, f. 14.6. 1954, Anna Josefin, f. 25.7. 1958, Jón- ína Guðrún, f. 3.3. 1960, Sig- urður Tómas, f. 12.9. 1963, og Sigurlína Berglind, f. 2.2. 1965. Stjúpbróðir: Erlingur Jóhannes Ólafsson, f. 20.4. 1950, d. 12.8. 1967. Börn Róberts með Sigrúnu Jónu Baldursdóttur, f. 3.4. 1951: 1) Vigdís Linda Jack, sjúkraliði og kennari, f. 13.1. 1970, eigin- systkinin urðu eftir á Íslandi í fóstri. Hann kom heim til Ís- lands með fjölskyldunni árið 1955 og fluttist á Tjörn á Vatns- nesi í Vestur-Húnaþingi vorið 1956 þar sem systkinin samein- uðust á ný. Barnaskólanám hans fór fram hjá farkennara í sveit- inni og kláraði hann síðasta barnaskólaveturinn á Akranesi þar sem hann dvaldi hjá stjúp- afa sínum og -ömmu. Hann stundaði gagnfræðanám á Reykjaskóla veturinn 1962/63 og næstu tvö árin á Hlíðardals- skóla í Ölfusi. Hann lærði hjá Bræðrunum Ormsson og lauk sveinsprófi í rafvirkjun frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1972 og síðan rafvirkjameistaranámi á Akranesi 1981. Róbert bjó í Reykjavík öll sín fullorðinsár frá 18 ára aldri. Hann starfaði sem rafverktaki, byggingaverktaki og bygg- ingastjóri ásamt því að reka veitingastaðinn Geitafell á Vatnsnesi í Vestur-Húnaþingi. Róbert var mikill stuðnings- maður Manchester United og stofnaði safn þeim til heiðurs á Geitafelli. Hann var einn stofn- enda Drúídareglunnar á Íslandi. Tengsl Íslands og Skotlands og saga vesturfara til Kanada voru Róberti mjög hugleikin. Útför Róberts Jóns hefur far- ið fram að viðstöddum nánustu ættingjum vegna óvenjulegra aðstæðna í þjóðfélaginu. Minn- ingarathöfn mun fara fram síðar. maður hennar er Björgvin Ibsen Helgason viðskipta- fræðingur, f. 1.7. 1957. Börn hennar: a) Sigrún Ruth Lo- pez Jack, f. 1993. b) Róbert Alejandro Lopez Jack, f. 1997. 2) Baldur Þór Jack rafverktaki, f. 31.10. 1976, sam- býliskona hans er Kolbrún Lís Viðarsdóttir sjúkraþjálfari, f. 12.5. 1978. Börn: a) Birkir Hrafn Jack, f. 2012. b) Bjarni Þór Jack, f. 2016. 3) Heiða Hrund Jack landslags- arkitekt, f. 5.11. 1978. Börn: a) Snæbjörn Helgi Arnarson Jack, f. 1996. b) Arnþór Bjartur Andrason Jack, f. 2001. Róbert kvæntist Sigrúnu Jónu Baldursdóttur, sjúkraliða og fótaaðgerðafræðingi, 25.9. 1969. Þegar Róbert fæddist bjó fjöl- skylda hans í Grímsey. Hann missti móður sína 1952 og fóstr- aði Guðrún Brynjólfsdóttir vinnukona hann þá. Nokkrum mánuðum seinna kom Vigdís, stjúpmóðir hans, á heimilið sem ráðskona. Hún tók að sér hús- móðurhlutverkið og giftist í kjölfarið pabba Róberts. Árið 1953 fluttist Róbert til Kanada með fjölskyldu sinni. Tvö eldri Pabbi naut þess að vera pabbi, hugsa um litlu stelpuna sína, fara með bænirnar fyrir svefninn, kenna henni að spila ólsen ólsen og að tefla, fara í ýmsa leiki, fara í göngutúra, fara niður að Tjörn að gefa öndunum brauð, kaupa ís, fara í sumarbústað og kanna svæðið í kring, fara í bíltúr. Hann kunni að hræra skyr og steikja fisk á pönnu (sem hann gerði í neyð ef mamma var ekki heima). Hann þreyttist aldrei á því að lesa alltaf sömu bækurnar um Snúð og Snældu og Stúf sem fór til tungls- ins. Þolinmæðin var hans helsti kostur og kímnigáfan og að geta sagt skemmtilega frá og átti hann þá það til að ýkja til að gera frá- sögnina skemmtilegri og til að ná athygli hlustandans. Pabbi var mjög gestrisinn og bætti mamma þar við með gestrisninni sinni. Það var því oft mikið af gestum á heimilinu og var oft setið saman yfir kaffibolla og meðlæti, og spjallað. Pönnukökur voru það sem oftast var bakað og voru þær líka vinsælastar. Pabbi skammaði okkur systkinin aldrei og þegar hann gerði það á sinn milda hátt brá okkur svo mjög að við pöss- uðum okkur á því að hlýða og hegða okkur vel. Hann hvatti okk- ur systkinin til að stunda nám. Hann var mjög stoltur af okkur fyrir það sem við höfðum áorkað og var okkar stoð og stytta í gegn- um allt unglings- og fullorðins- bröltið. Hann var þessi klettur sem var alltaf til staðar til að styðja við okkur, til að grípa okk- ur og til að koma okkur á fætur aftur. Slíkt gaf honum lífsfyllingu. Pabbi var mikill athafnamaður. Hann naut þess að koma hlutun- um í verk og helst stórum hlutum, eins og að byggja blokkir á höf- uðborgarsvæðinu eða einbýlis- og raðhús og stofna veitingastað á hjara veraldar. Hann naut einnig einfaldleikans, þess að eiga góða stund með sínum nánustu, hvort heldur á heimili sínu í Reykjavík, í sumarbústaðnum í Skorradal eða á Geitafelli. Undanfarin ár hef ég staðið mig að því að finnast eitt af því besta í lífinu að fá að sitja hjá pabba, inni í stofu eða við eldhús- borðið, og hlusta á hann tala um alls konar og segja frá hinu ýmsu. Ég sit þá yfirleitt hljóð og hlusta og nýt stundarinnar sem verður tímalaus, eins og ég sitji í eilífð- inni, engin fortíð né framtíð, að- eins núið og að njóta. Pabbi sagði mér eitt sinn að hann hefði beðið Guð þegar hann var um 10 ára gamall að gefa sér bestu og falleg- ustu eiginkonu af öllum. Það er skemmtilegt frá því að segja að Guð heiðraði pabba með því að svara bæn hans. Pabbi kynntist Reykjavíkurmeynni, henni mömmu, þegar hún kom í sveitina til að vera í vist á næsta bæ við hann. Hún var fegurst allra stúlkna í sveitinni og varla fannst myndarlegri húsmóðir og betri kokkur þó að víða væri leitað. Pabbi var dáður af barnabörnum sínum. Hann elskaði þau eins og sín eigin börn og var þeim enda- laus stuðningur, hvatning og fé- lagi. Að fá að vera þar sem afi var voru forréttindi fyrir þeim og Guðs gjöf. Ég er þakklát Guði fyr- ir að hafa átt svona góðan pabba. Ég er svo þakklát pabba fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig, með verkum, með orðum og með nærveru sinni. Hans verður sárt saknað. Vigdís Linda Jack. Elsku pabbi er kominn í partíið hinum megin. Þar biðu hans bræður, móðir, faðir, frændur og vinir. Nú situr hann þar og segir sögur og brandara, brallar ýmis- legt. Þegar ég hugsa um pabba fyll- ist ég þakklæti. Hann var styrkur minn og klettur. Hann elskaði allt, fyrirgaf allt, reiddist ekki, umbar allt, var langlyndur og góðviljaður. Gjafmildur og ást- ríkur. Hann var birtingamynd kærleikans og þvílíkt lán að hafa fengið að alast upp hjá þannig pabba. Hann var mér mikill kennari og fyrirmynd og ég mun búa að því alla ævi. Hann kenndi mér að standa með sjálfri mér og láta ekki bugast. Hann kenndi mér að njóta hverrar stundar og sjá húm- orinn í öllu. Hann kenndi mér að allt er hægt og mótlæti er bara til að leika sér að. Hann kenndi mér að dreyma og framkvæma, upp- fylla draumana og njóta svo af- rakstursins. Með honum voru jól alla daga. Söknuðurinn verður mikill en ég gleðst yfir því að vita að hann býr í hjarta mér og í strákunum mínum. Ég bið almættið um að geyma hann og að við munum hittast á ný. Það verður gleðistund. Ég bið að ég megi vera fyrirmynd eins og hann var og að ég öðlist þá eigin- leika sem hann hafði. Þá verður heimurinn örlítið betri. Elsku pabbi, njóttu þín hinum megin. Við söknum þín hér en vitum að þú ert alltaf með okkur í hug og hjarta. Hlakka til að hitta þig næst. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Heiða. Höfðingi er fallinn. Pabbi var maður sem átti engan sinn líka; örlátur, gestrisinn, þolinmóður, hjálpfús, yfirvegaður, iðinn, fram- kvæmdaglaður, lífsglaður, já- kvæður, óbilandi jafnaðargeð, úr- ræðagóður, brosmildur, húmor- isti, ævintýramaður, fjölskyldu- maður, frændrækinn og margt fleira. Skrýtið að pabbi sé ekki lengur hérna með okkur, hann hafði svo gaman af lífinu og að hafa fólk í kringum sig eins og sást best þeg- ar hann hélt upp á sextugsafmæl- ið sitt á ættaróðalinu Geitafelli. Þetta var eitt rosalegasta partí Ís- landssögunnar. Veislugestir þurftu bara að fara niður á Um- ferðarmiðstöð og stökkva upp í rútur sem pabbi hafði leigt og þegar á Geitafell var komið tók pabbi á móti gestunum í skotapilsi og harmonikkuleikur ómaði úr kastalaturninum ofan í regluleg fallbyssuskot sem bergmáluðu um sveitina á meðan lambalærin grilluðust á teinum. Ræðuhöld, hljómsveitir, kvæðamannafélagið í sveitinni, matur og drykkir af öllu tagi sem nægt hefði fyrir heila herdeild í viku. Hann vildi alltaf hafa fjör í kringum sig. Pabbi hafði alltaf áhuga á fót- bolta en hann átti ekki langt að sækja fótboltaáhugann því pabbi hans, afi, séra Róbert Jack, lagði mikla áherslu á að hafa fótbolta- æfingar í kringum messurnar sínar. Við fórum saman nokkrum sinnum á Old Trafford og upplifð- um frábærar stundir. Við horfð- um á óteljandi leiki með Man- chester United saman. Pabbi var einstaklega mikill aðdáandi Alex Ferguson en eins og margir vita þá gengur Manchester United best þegar Skotar eru við stjórn- völinn. Þetta sagði hann alltaf við gesti sem heimsóttu Manchester United-safnið hans í skoska kastalaturninum. Pabbi gleymdi aldrei skoska upprunanum. Ég og pabbi fórum alltaf í veiði í Tjarnará á hverju sumri. Í eitt skiptið þegar ég var kominn með lax á öngullinn og missti hann þá tók pabbi sig til og króaði laxinn af í ánni og sparkaði honum eins og Beckham upp á bakkann. Því- lík tilþrif! Þetta er skemmtilegt dæmi af því að vera samtímis úr- ræðagóður og með góðan húmor. Pabbi var rafverktaki og ég lærði hjá honum en margir aðrir voru lærlingar hjá honum í gegn- um tíðina. Pabbi var góður kenn- ari. Við unnum mikið saman í gegnum tíðina og betri sam- starfsmann get ég ekki ímyndað mér og hef ég góðar minningar um þennan tíma. Hann var líka byggingaverktaki og bygginga- stjóri og eftir hann standa marg- ar blokkir og alls konar önnur húsnæði. Pabbi var frábær afi og var í miklum samskiptum við barna- börnin og var tilbúinn að gera allt fyrir þau. Það var alltaf fjör og dekur þegar krakkarnir fengu að gista hjá afa og ömmu. Mamma og pabbi ferðuðust mikið saman útum allan hnött. Það var frábært að fylgjast með mömmu og pabba hvað þau áorkuðu miklu saman, eins og t.d. sumarbústaðurinn og Geitafell. Þvílík gæfa að vera sonur hans pabba og fá að vera samferða honum í gegnum lífið. Hann lifði lífinu með reisn. Takk fyrir allt elsku pabbi minn, ég mun alltaf sakna þín. Baldur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Nú er Róbert loksins búinn að fá hvíldina. Hvílík barátta í 20 ár við krabbann. Hann fékk að vísu 8 góð ár, en síðan var hann meira og minna á sjúkrahúsi. Þetta síð- asta ár var ein þrautaganga, en alltaf stóð hann upp aftur, þar til að lokum, hann gat ekki meir. Nú eru þau farin öll fimm eldri börn- in. Alsystkinin fjögur (stjúpbörn- in mín) og stjúpbróðir. Ég leit alltaf á þau sem mín börn. Róbert var bara þriggja ára þegar ég tók við honum. Ég var einungis búin að vera í mánuð þegar hann og yngri bróðir hans, Pétur, voru farnir að kalla mig mömmu. Hann var ákaflega ljúf- ur sem barn. Í gegnum árin man ég aldrei eftir að hann skipti skapi. Hann var ótrúlega jákvæð- ur og alltaf með hugann fullan af hugmyndum sem hann þurfti að koma í framkvæmd. Hann var ekki orðinn tvítugur þegar hann giftist henni Sigrúnu sinni sem hefur staðið við hlið hans eins og klettur í öll þessi ár. Og síðasta ár vissi hún raunar aldrei hvort hann myndi vakna næsta morgun. Róbert lærði rafvirkjun og var með sitt eigið fyrirtæki. Hann byggði m.a. hús og tvær blokkir í Sóleyjarima með Davíð eldri bróður sínum. Hann keypti jörðina Geitafell. Hún átti að verða draumastaður í ellinni. Byrjað var á því að byggja draumaíbúðarhúsið og fallegt gróðurhús. Þá var súrheys- turninn tekinn í gegn, sett í hann milliloft og gluggar. Einnig var opnað upp á þak til að fá útsýni. Að lokum var hann klæddur með fjörugrjóti. Í dag hýsir hann lítið safn. Þá lét hann hlaða upp gamalt kvíaból. Það er að öllum líkindum það eina á landinu í upprunalegri mynd. Þá var það hlaðan. Hvað var hægt að gera við hana? Var ekki upplagt að breyta henni í kaffi- hús? Og það var gert. Þar hefur verið rekinn með prýði matsölu- staður í nokkur ár. Róbert var óskaplega hrifinn af barnabörnunum sínum, prinsun- um fimm og prinsessunni. Þau munu sakna hans sárt. Nú eru systkinin öll fjögur komin saman með foreldrum sínum. Drottinn sem að lífið léði, líka hinsta hvílu bjó, dýrð sé yfir dánarbeði, dreymi þig í friði og ró. (Bjarni Kristinsson) Hvíldu í friði, kæri sonur. Mamma. Elsku besti Róbert minn, sorg- in hefur barið á dyr og ég kveð þig með miklum söknuði en með þakklæti í huga fyrir að hafa feng- ið að njóta þeirra forréttinda að eiga þig að í allan þennan tíma. Ég á svo góðar minningar frá uppvaxtarárum mínum þar sem þú varst stóri bróðir minn og fyrirmynd. Ég var mikið hjá þér og Sigrúnu þegar ég kom til Reykjavíkur og alltaf varst þú tilbúinn að vera mér innan handar og leiðbeina mér. Þú fórst með mig í fyrsta skipti á skemmtistað hér í Reykjavík sem var mikil upplifun, hjálpaðir mér að kaupa minn fyrsta bíl og aðstoðaðir mig út í lífið. Ég vissi það að ég gat ávallt leitað til þín og beðið um að- stoð og komst þú mér oft til hjálp- ar þegar þörfin var mest og fyrir það er ég þakklát. Róbert var mikill sögumaður og menn lögðu ávallt við hlustir hvort heldur það var á Geitafelli eða í Reykjavík. Róbert var mikill húmoristi og hárbeittra og mein- fyndinna sagna hans, sem voru stundum vel kryddaðar, verður sárt saknað, en hann bar þó alltaf virðingu fyrir skoðunum annarra og gaf sér tíma til að hlusta. Hann átti mjög auðvelt með að koma öll- um til að hlæja. Ég fékk að heyra svo margar sögur og frásagnir um ævintýri lífsins, bæði gamlar og nýjar, og frásagnir af þínu lífi. Þú varst svo jákvæður og horfðir á björtu hlið- arnar á lífinu. Eitt sinn sagðir þú við mig að undirstöðu bjartsýn- innar væri að finna í því hvernig við hugsuðum og fegurðina sást þú víða þrátt fyrir að ég hafi sagt þér að fegurðin væri bara hugtak. Fallegt umhverfi er forsenda fyr- ir góðu samfélagi sagðir þú mér þá. Aðdáunarvert var að hlusta á lýsingu þína á fegurðinni í Skorradal og síðan á Vatnsnesinu, sem ég hafði aldrei veitt sérstak- lega eftirtekt þrátt fyrir að hafa verið alin þar upp fyrr en þú sýnd- ir og sagðir mér frá fegurðinni og sagðir að alltaf hefði fegurð verið okkur mannfólkinu nauðsynleg, við yrðum bara að sjá það fallega. Börnum hans og barnabörnum sem voru honum svo dýrmæt og Sigrúnu votta ég mína dýpstu samúð sem og öðrum aðstandend- um. Ég og dætur mínar biðjum þess að Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Elsku Róbert, þú varst alveg einstakur, hafðir hjartað á réttum stað og varst stór persóna. Margir minnast þín af mikilli virð- ingu og væntumþykju og er ég af- ar stolt af því að hafa átt þig fyrir bróður. Minningin um þig mun lifa í hjarta mínu og verma mig um ókomin ár. Blessuð sé minn- ing þín. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin - mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Jónína Guðrún Jack. Símtalið sem ég var búinn að eiga von á með ansi reglulegu millibili undanfarin fimm til sex ár kom loksins í síðustu viku, þegar mér var tilkynnt lát Róberts mágs míns. Nærri því 20 ára bar- áttu við krabbamein var loks lokið með ósigri vinar míns, stríðið tapað. Við vitum að svona endar þetta hjá okkur öllum, en satt best að segja var maður eiginlega hættur að reikna með því að fá þetta sím- tal. Róbert var svo oft búinn að vinna orrusturnar sem hann háði við sjúkdóminn og oft hafði hlakk- að í manni þegar hann hjarnaði við eftir erfið veikindi. Orrusturn- ar háði hann með jafnaðargeði, æðruleysi og jákvæðni. Skæðasta vopnið held ég nú samt að hafi verið leiftrandi húmor, lúmskur á köflum en aldrei niðrandi gagn- vart nokkurri persónu, góðlátlegt, gáskafullt og saklaust grín. Þar spiluðu sögustundir hans stóran sess, og ef í söguna vantaði smá krydd, nú þá var því bara bætt við á húmorískan og einfaldan hátt, og svo var hlegið, bætt aðeins í og hlegið meira. Vinskapur okkar hófst fyrir rúmum fjörutíu árum þegar við störfuðum saman í vinnubúðum úti á landi. Báðir ungir og þrótt- miklir, þá var nú oft gaman. Svo höguðu forlögin því þannig til að ég kvæntist Önnu systur hans og urðum við því samferða í gegnum þessa áratugi fram á þennan dag. Lífsreynsla hans sem hann öðlað- ist í baráttunni við sjúkdóminn gerði hann víðsýnni og næman á mannlegt eðli, ég býst við því að það sé að mörgu leyti eðlilegt þeg- ar dauðinn er einhvern veginn alltaf handan við hornið. Alltaf var eins og maður væri nýbúinn að hitta Róbert, þegar við hittumst, þrátt fyrir að liðið hefðu margir mánuðir á milli sam- tala okkar. Það var þessi áreynslulausa nærvera sem mað- ur upplifir hjá allt of fáum sem maður kynnist á lífsleiðinni. Um tíma vorum við ekki á sömu skoðun í pólitík, þá var það umræðuefni einfaldlega tekið af dagskrá og svo tekið upp aftur þegar skoðanir okkar lágu nær hver annarri. En eitt vorum við sammála um alla tíð og það var hver væri flottasti klúbburinn í enska fótboltanum; það var Man- chester United. Gekk hann nú öðrum lengra og setti upp Man- chester United-safn í gömlum súrheysturni á höfuðbóli sínu á Geitafelli á æskustöðvum á Vatnsnesinu. Ég leyfi mér að full- yrða að þetta sé eitt frumlegasta United-safn í heiminum. Þarna var kjörið að fara með gesti frá veitingastaðnum og segja sögur, og tækifærin til þess óspart notuð á meðan heilsa leyfði. Ég veit af Róbert horfði til baka yfir lífsstarfið að mörgu leyti sáttur. Hann taldi það sérstaka gjöf að hafa náð að lifa í nærri því 20 ár, með krabbameinið, en hon- um hafði verið gefin lífsvon um nokkur ár í upphafi. Hann var af- ar stoltur af fjölskyldu sinni og því hvernig til tókst við uppbygg- inguna á Geitafelli á Vatnsnesi, þar sem hann og Sigrún byggðu upp glæsilega aðstöðu og veit- ingastað. Þar var alltaf gott að koma og höfðinglega veitt. Maður á eftir að sakna þess að geta ekki lengur heimsótt Skotann í United-safnið í súrheysturninum og hlýtt á nokkrar kímilegar sögur af sam- ferðamönnunum. Ég votta Sigrúnu og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Guðmundur Sigþórsson. Ég hef verið það heppinn í líf- inu að missa fáa frá sem hafa skipt mig máli. Það var afi minn séra Róbert Jack sem lést þegar ég var ungur og Ásgeir Elíasson minn fyrrverandi þjálfari, báðir stórir menn með mikla sögu sem ég sakna mikið. Báðir menn sem gerðu líf ann- arra betra. Báðir menn sem miss- ir er að. En þessir menn eru ekki Róbert Jón Jack

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.