Morgunblaðið - 06.04.2020, Side 19

Morgunblaðið - 06.04.2020, Side 19
ástæða þessa skrifa heldur er það fyrir frænda minn Róbert Jón Jack sem nýverið lést eftir langa baráttu við veikindi. Róbert, eins og mennirnir sem ég nefndi hér að ofan, er einn af þeim sem gerði líf annarra svo sannarlega betra. Maður sem ég hlakkaði alltaf til að hitta. Maður með afar þægilega nærveru. Maður sem fólk mun sakna. Með Róberti deildi ég ástríðu, sú ástríða var Manchester United. Ég var það heppinn að ég fékk að upplifa tvær ferðir með honum til Manchester og var fyrri ferðin sú ferð sem ég kynntist Róberti al- mennilega. Með í för voru Baldur sonur Róberts og faðir minn hann Guðmundur. Ferðin var skipulögð þannig að við myndum fljúga til London, keyra til Manchester og ná þar kvöldleik gegn AC Milan. Við vorum búnir að panta miða á leik- inn á „svörtum“ markaði og átt- um að hitta mann fyrir utan leik- vanginn. Fluginu okkar seinkaði og var því áætlun okkar orðin tæp. Þegar við lentum komum við okkur í bílaleigubíl. Þetta var fyr- ir google maps og Róbert fékk það hlutverk að lesa af korti og, já, við vorum með þetta týpíska kort sem maður þarf að fletja út. Róbert taldi það lítið mál og af stað fórum við. Af þeim fjölmörgu góðum eiginleikum sem Róbert bjó yfir var það að lesa af korti ekki einn af þeim. Við villtumst reglulega af leið en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum náðum við á leiðarenda. Við hlupum til að hitta miða-„fixerinn“, fengum miðana, fundum sætin, settumst niður og um leið og rassarnir okk- ar snertu sætin var leikurinn flautaður á. Eftir alla þessa óvissu um að ná leiknum get ég ekki sagt ykkur frá einu atviki sem gerðist í leiknum. En það sem ég man eftir er, að eftir leik- inn fórum við og fengum okkur að borða og þjónninn kemur til að taka niður pöntun. Þjónn: What can I get you? Róbert: Ég ætla að fá hamborg- ara. Þjónn: What? Róbert: Ham- borgara, ég ætla að fá hamborg- ara. Þjónn: Hamburger? Róbert: Já, já hamborgara. Þjónn: Al- right, anything to drink? Róbert: Appelsínudjús. Þjónn: Juice? Orange or a …? Róbert: Já. Þjónn: Alright then, hamburger and an orange juice. Róbert: Já, takk. Þjóninn brosti og gekk í burtu til þess að stimpla inn pöntunina okkar og örugg- lega til þess að ná sér eftir þessa snöggu íslenskukennslu frá Ró- bert frænda. Því næst brosti Ró- bert til mín og sagði: „Það skilja þetta allir.“ Hvað hann átti við spurði ég aldrei en ég ákvað að túlka það þannig að það kusu allir að skilja Róbert. Mann sem var afar viðkunnan- legur. Mann sem var ávallt með bros á vör og með húmorinn að vopni. Mann sem gerði okkar heim betri. Mann sem þurfti bara að tala eitt tungumál til þess að fólk tengdist honum. Mann sem margir munu sakna. Mann sem ég mun sakna. Hvíldu í friði. Þinn frændi, Erlingur Jack. Þetta líf er svo skrítið Þú segir sögu í dag en þegir á morgun. Þú finnur til en ert tilfinningalaus næsta dag. Þá kemur ljósið og umvefur þig. En Þú hefur skrifað sögu þína með tilveru þinni á þessari jörðu, sem ættingjar þínir munu varðveita eins og stóran glitrandi demant. Anna Guðrún Gunnarsdóttir. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020 ✝ Ingigerður(Inga) fæddist í Bæjum á Snæfjalla- strönd 29. júlí 1936. Hún lést á hjúkr- unarheimili Hrafn- istu í Boðaþingi 13. mars 2020. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Hjaltason, skóla- stjóri, f. 6. septem- ber 1899, d. 3. sept- ember 1992, og Guðjóna Guðjónsdóttir, f. 20. október 1901, d. 20. nóvember 1996. Systkini Ingu eru: Finnbogi, f. 1930, Árni, f. 1933, d. 2015, og Hjalti, f. 1941. Eiginmaður Ingu er Björn M. Sæmundsson, f. 30. mars 1931. Þau giftu sig árið 1956 og bjuggu lengst af í Vopnafirði en síðustu árin í Kópavogi. Börn þeirra eru: 1) Þorkell, f. 21. júlí 1956. Sonur hans er Björn Helgi, f. 8.10. 2005. 2) Sæmund- ur Egill, f. 29. ágúst 1957. 3) Hanna Jóna, f. 24. ágúst 1959. Hennar börn eru a) Inga Björk, f. 6.6. 1981, dóttir hennar er Theódóra Líf. b) Brynjar Örn, f. 24.5. 1983, dóttir hans er Ágústa Björk. c) Sandra Björk, f. 29.5. 1995, sonur hennar er Gabríel Máni. 4) Brynjar, f. 14. júlí 1961, d. 2013. Dóttir hans er Helga Björk, f. 29.10. 1992. 5) Helga, f. 9. október 1962. Eigin- maður hennar er Aðalsteinn Arnar Halldórsson. Synir þeirra eru: a) Daníel Örn, f. 19.1. 1982, stjúpsonur hans er Bragi Fannar. b) Björn Metúsalem, f. 25.4. 1989. Inga ólst upp í Bæjum á Snæ- fjallaströnd til 11 ára aldurs en þá flutti fjölskylda hennar til Súðavíkur. Hún fór snemma í vist til Ísafjarðar, vann tvö sumur á símstöðinni í Súðavík og í frystihúsi þar. Þegar hún varð 18 ára réð hún sig í vist hjá Þórunni Elfu Magnúsdóttur, rithöfundi í Reykjavík. Ári síðar hóf Inga störf á Mjólkurbarnum, mat- sölustað sem var við Laugaveg 162. Þar kynntist hún eftir- lifandi eiginmanni sínum, Birni M. Sæmundssyni, og flutti með honum til Vopnafjarðar. Á Vopnafirði vann Inga við al- menn sveita- og húsmóðurstörf, ásamt því að starfa í fiskvinnslu Tanga hf., sláturhúsi kaup- félagsins og dvalarheimilinu Sundabúð. Árið 2013 fluttu Inga og Björn í Boðaþing í Kópavogi en bjuggu ekki lengi saman, þar sem Inga flutti fljótlega á hjúkr- unarheimili Hrafnistu í Boða- þingi þar sem hún lést. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Elsku Inga. Far þú í friði. Þú varst mér alltaf betri en ég átti skilið. Ég veit af lind, er líður fram sem ljúfur blær. Hún hvíslar lágt við klettastall sem kristall tær. Hún svalar mér um sumardag, er sólin skín. Ég teyga af þeirri lífsins lind, þá ljósið dvín. Og þegar sjónin myrkvast mín og máttur þver, ég veit, að ljóssins draumadís mér drykkinn ber. Svo berst ég inn í bjartan sal og blessað vor. Þá verður jarðlífs gatan gleymd og gengin spor. En lindin streymir, streymir fram, ei stöðvast kann, og áfram læknar þunga þjáðan, þyrstan mann. (Hugrún) Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Aðalsteinn Arnar Halldórsson. Ingigerður Jóhannsdóttir ✝ Jón Gunn-laugsson fædd- ist í Reykjavík hinn 15. október 1963. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 19. mars 2020. Hann lætur eftir sig tvær dætur þær Fríðu Kristínu Jónsdóttur, f. 14. apríl 1994. Maki Ísak Þór Þor- steinsson, og Hildi Jónsdóttur, f. 9. nóvember 1998. Maki Alex- ander Leonard Vidal. Foreldrar Jóns eru Gunn- laugur Baldvinsson, fyrrverandi flugvirki og flug- vélstjóri, f. 1.1. 1941, og Hildur Jónsdóttir hús- móðir, f. 18.7. 1944. Systkini Jóns eru Gróa Gunn- laugsdóttir förð- unarfræðingur, f. 13.11. 1966, d. 19.4. 2010, Gunnhildur Gunnlaugsdóttir þjónustufulltrúi, f. 15.8. 1971, og hálfbróðir Jóns er Ásmundur Gunnlaugsson flug- virki, f. 25.1. 1959. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Elsku pabbi minn, nú ert þú farinn og þrautum þínum er lokið. Eftir langa og erfiða baráttu við parkinson og krabbamein sem að lokum lagði þig að velli. Þú stóðst þig eins og hetja og gafst aldrei upp. Ein af uppáhaldsminningum mínum um pabba voru sumarbú- staðarferðirnar upp í Skorradal. Þar fórum við í bátsferðir um borð á Guggunni, þótt ég hafi verið mjög vatnshrædd þá fannst mér alltaf mjög gaman að fara út á bátinn á Skorradalsvatn. Ég man líka eftir því þegar þú fannst gamla gúmmíbauju og festir hana með bandi milli trjánna í bústaðnum og úr því var róla sem var mjög skemmti- legt. Pabbi var alltaf svo snið- ugur að finna upp á einhverju að gera eða búa til, manni leiddist aldrei með honum. Eitt af áhugamálum pabba var að fara í fjallgöngur og ferðast um Ísland. Við fórum í nokkrar skemmtilegar fjallgöngur saman og ég man sérstaklega eftir bíl- túrnum sem við fórum í Þjórs- árdal. Þar var steikjandi hiti og blankalogn. Hann sýndi mér alls- konar staði sem þar eru, þar á meðal Búrfellsvirkjun og vind- myllurnar, þetta var með skemmtilegustu bíltúrum okkar. Söknuðurinn er mjög mikill, pabbi minn, en einnig er léttir fyrir þig, pabbi, að vera laus und- an þessum miklu veikindum sem lögðust þungt á þig síðustu mán- uðina sem þú lifðir. Hvíldu í friði, pabbi minn. Þín dóttir, Hildur. Elsku Jón, að okkur sækja minningar frá liðnum árum. Skorradalur, heyskapur með Stebba vini þínum á Vífilsstöð- um, ferð til Honda Minola í New York þar sem við keyptum mot- orcrosshjól og þú þeystist um allt nágrennið og upp um fjöll og firnindi, Sumardvöl á Tálkna- firði, alltaf varstu skemmtilegur og kátur. Hafið heillaði enda kominn af miklum sjósóknarmönnum á Breiðafirði og Vestfjörðum. Þá tóku við siglingar í tvö ár, Stýri- mannaskólinn svo siglingar í 20 ár á skipum Eimskipafélagsins og síðast sem yfirstýrimaður á ýmsum skipum félagsins. Þú slappst svo ekki heldur við brot- sjó lífsins, hinn ægilegi sjúkdóm- ur Parkinson og í kjölfarið krabbamein. Alltaf varst þú æðrulaus og sterkur, gerðir lítið úr þessu með bros á vör. Þó man ég hvað þú þráðir að komast út í vorið en ýmislegt hamlaði því. En þó að blási kalt og dagar verði að árum voru tvær ynd- islegar dætur sem hlökkuðu til þess að pabbi kæmi heim af sjón- um með dót frá útlöndum. Þær voru sólargeislarnir þínir sem þú elskaðir af öllu hjarta. Nú stöndum við á ströndinni og skipið þitt hverfur í blámann. Ný og ókunn lönd blasa við. Við hlökkum til næstu endurfunda við þig í sumarlandinu æðrulaus- an, glaðan og sterkan. Góður Guð blessi þig. Góða nótt, góða nótt vertu gott barn og hljótt meðan yfir er húm situr engill við rúm. Sofðu vært, sofðu rótt eigðu sælustu nótt Pabbi. Jón Gunnlaugsson Vel man ég þegar ég sá Jarþrúði Lilju Daníelsdóttur í fyrsta sinn þótt ég hafi líklega verið á sjötta ári. Foreldrar hennar voru að bregða búi á Kjalarnesi og flytja í Kópavog, á Hlíðarveginn en þangað hafði mitt fólk komið á mölina alla leið austan úr Skafta- fellssýslu nokkrum árum fyrr. Kópavogur var sannkölluð land- nemabyggð rétt fyrir miðja síð- ustu öld, reitaður niður í sum- arbústaðalönd og vegir ruddir eftir grjótholtum. Að vísu var komið rafmagn en allt annað sem þéttbýli tilheyrir lét bíða eftir sér um alllanga hríð. Þótt Kópavogur hafi síðar verið réttnefndur barnabær var hann enn svo strjál- býll að ekki vissi ég til þess að eitt einasta barn á mínu reki væri í sunnanverðum Kópavogi. Þess vegna hrópaði ég til mömmu þeg- ar ég sá rauðan hárborða sveiflast á kolli handan við Hlíðarveginn: Jarþrúður Lilja Daníelsdóttir ✝ Jarþrúður LiljaDaníelsdóttir fæddist 29. septem- ber 1941. Hún lést 18. mars 2020. Útför Lilju fór fram 31. mars 2020. „Það er komin stelpa á tuttugu.“ Ekki er að orð- lengja að foreldrar okkar Lilju urðu aldavinir og flesta daga átti einhver leið yfir Hlíðarveg- inn upp á smáspjall. Sveitarbragurinn á Kópavogi átti vel við bændafólkið og kom sér ekki sístvel fyrir Daníel, föður Lilju, sem bjó sér til atvinnu að bændasið, hafði með sér kú úr sveitinni og var hún þar fyrsta árið en rak svo hænsnabú allmörg ár á lóðinni. Við Lilja fengum þann bitling að selja egg við húsdyr í Kópavogi, síðan veit ég að 18 egg eru í kílóinu! Fljótlega rættist úr með ung- dóminn við Hlíðarveg og krökk- um fjölgaði. Samt urðum við á æskuárum okkar Lilju ekki fleiri en svo að hentugt var að gera ekki veður út af því þótt miseldri væri í hópnum. Lilja lét mig ekki gjalda þess að ég væri smápolli, tveim árum yngri en hún. Elsti félagi okkar varð mynd- listarmaður og vann að list sinni seinni hluta ævinnar í Gautaborg. Þar sem vinátta í þessum hópi entist vel naut Lilja þess þegar hún fékk áhuga á vatnslitamálun og fékk uppörvun hjá þessum gamla vini okkar af Hlíðarvegin- um. Tryggð við vini og æskuslóðir var eiginleiki sem alltaf prýddi Lilju. Á fullorðinsárunum átti hún heima í Hafnarfirði og kunni vel að meta bæinn þar sem hún bjó með Óla sínum og þau komu upp þremur strákum. Lengi vann hún hjá Rafveitunni á Suðurlands- braut og minntist oft á skemmti- legan félagsskap á þeim vinnu- stað og vini sem ekki gleymdust. En þegar Kópavogsbúar hittust til að rifja upp liðna daga var Lilja oft mætt til að gleðjast og fræðast með okkur, t.d. á fundum Sögu- félagsins í Héraðsskjalasafninu. En ekki var síst að fá Lilju í heim- sókn þegar hún „átti leið hjá“. Móðir mín leit til æviloka á Lilju sem eina sína bestu vinkonu sem hafði áhrif til upphressingar ef dagarnir voru ekki nógu bjartir. Að síðustu langar mig að benda á eitt sem sýnir vel lífsafstöðu Lilju. Þegar hún talaði um gengið samferðafólk lét hún gleði yfir góðum minningum vera í fyrir- rúmi, miklu frekar en söknuðinn sjálfan sem mest ber á við skiln- aðarstund. Hún ljómaði þegar hún minntist á bræður sína, for- eldra og eiginmanninn sem hún missti á miðjum aldri. Þannig ætla ég að minnast Lilju, vinkonu minnar. Fjölskyldu Lilju sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Bjarni Ólafsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIKTORÍA ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR frá Aðalbóli, Vestmannaeyjum, andaðist laugardaginn 4. apríl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer útför fram í kyrrþey. Fjölskyldan vill þakka starfsfólki á heilbrigðisstofnuninni fyrir góða umönnun og velvild. Ólafur Ágúst Einarsson Halla Svavarsdóttir Agnes Einarsdóttir Kári Þorleifsson Viðar Einarsson Dóra Björk Gunnarsdóttir Hjalti Einarsson Dagmar Skúladóttir ömmu- og langömmubörn Elskuleg dóttir mín, systir, mágkona og frænka, GUÐBJÖRG TORFHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR, BOBBA, Hamragerði 5, Egilsstöðum, lést á Landspítalanum 2. apríl síðastliðinn. Útför fer fram í Egilsstaðakirkju miðvikudaginn 8. apríl kl. 14.00. Vegna sérstakra aðstæðna verður athöfninni streymt á egilsstaðakirkja.is/youtube.com Magnhildur Magnúsdóttir Magnús Kristjánsson Guðrún María Þórðardóttir Sveinn Elmar, Kristján Orri, Hafliði Bjarki, Magnhildur Ósk og fjölskyldur Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET RÓSINKARSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, lést þriðjudaginn 24. mars. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hefur útför farið fram í kyrrþey. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir einstaka umönnun á erfiðum tímum. Guðrún S. Kristjánsdóttir Gunnar Einarsson Jakob Kristjánsson Elsa Björk Gunnarsdóttir Kolbeinn R. Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefn- um. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.