Morgunblaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020
Gæðavörur
í umhverfisvænum
umbúðum
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com,
kajaorganic@gmail.com
Hollt, bragðgott og þægilegt
Vegan - Keto - Pascaterian - Glutenlaust
Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Melabúðin,
Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi
„ÉG ER MJÖG UPP MEÐ MÉR EN KANNSKI
ÆTTUM VIÐ AÐ BÍÐA ÞESS AÐ ÞÚ LOSNIR
ÁÐUR EN VIÐ HEFJUM SAMBÚÐ.”
„PILLAÐU EINS MIKIÐ ÚT OG ÞÚ VILT.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að bjóða alltaf góða
nótt.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ROP!ROP! AFSAKIÐ ÉG SAGÐI ÞETTA EKKI
ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ LÍTA
Á ELDAMENNSKUNA SEM
LISTFORM!
BERG-
MÁL
BERG-
MÁL
BERG-
MÁL
LOKSINS!!
… FYSTA VERKIÐ ER SKÚLPTÚR ÚR KARTÖFLUMÚS!
ára forskot á mig. Útséð með að ég
vinni það upp.“
Fjölskylda
Sambýlismaður Lóu er Jónas
Valdimarsson, f. 3.6. 1963, verkfræð-
ingur og leiðsögumaður. Þau eru bú-
sett í Reykjavík. Foreldrar Jónasar:
Hjónin Kristín Jónasdóttir, f. 24.4.
1933, d. 17.6. 2019, forstöðumaður
hjá Félagsstarfi aldraðra, og Valdi-
mar Örnólfsson, f. 9.2. 1932, íþrótta-
og skíðafrömuður, búsettur í Reykja-
vík. Fyrri maki Lóu er Sigfús Bjart-
marsson, f. 19.7. 1955, rithöfundur.
Synir: Tumi Bjartur, f. 6.12. 1990,
kvikmyndagerðarmaður, og Númi
Jörgen, f. 17.7. 2004, grunnskóla-
nemi. Stjúpdóttir frá fyrra sam-
bandi: Kolbrún Björt, f. 11.11. 1985,
leikstjóri, í sambúð með Tom Oakes
tónlistarmanni. Þau eiga eitt barn.
Stjúpbörn: Laura Kristín, blaðamað-
ur, f. 27.8. 1992, sambýlismaður Sim-
on Schmidt blaðamaður; Dagmar,
nemi, f. 31.10. 1996, og Valdemar, f.
18.10. 2000, nemi.
Systkini: Anna Guðrún, f. 8.1.
1974, lögfræðingur, búsett á Ísafirði,
og Finnur Kári, f. 16.4. 1986, verk-
fræðingur og doktorsnemi, búsettur í
Kaupmannahöfn.
Foreldrar: Hjónin Aldís Unnur
Guðmundsdóttir, f. 20.2. 1950, fyrr-
verandi sálfræðikennari í MH, og
Jörgen Pind, f. 8.5. 1950, prófessor í
sálfræði við HÍ. Þau eru búsett í
Garðabæ.
Lóa Pind
Aldísardóttir
Sigurður Þorvarðarson
sjómaður og verkamaður í Reykjavík
Ólöf Ólafsdóttir (Lóa)
húsfreyja í Reykjavík
Guðmundur Sigurðsson
húsasmiður og húsvörður í Kópavogi
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir
matreiðslukennari og ráðskona á Kópavogshæli
Aldís Unnur Guðmundsdóttir
fyrrv. sálfræðikennari í MH
Unnur Guðrún Ólafsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jóhann Karlsson
kaupmaður og forstjóri Magna í Hveragerði
Karl Ómar
Jónsson
bygginga-
verkfr. í Rvík
Stefán Geir Þórisson
hæstaréttarlögmaður
Ólafur Ó. Guðmundsson
tryggingayfirlæknir
Guðbjörg Ingimundardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Silja Hauksdóttir
leikstjóri
Björn Karlsson
fv. forstjóri
Mannvirkja-
stofnunar
Svava Sigurjónsdóttir
listsagnfræðingur
Haukur Haraldsson
teiknari í Rvík
Hrund Ólöf Andradóttir
prófessor í verkfræði við HÍ
Sigurjón Sigurðsson
kaupmaður í Rvík
Kristín Karlsdóttir
húsfreyja á
Akureyri og í Rvík
Guðmundína M. Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ingimundur Jónsson
útvegsbóndi á Stokkseyri
Jenný Ingimundardóttir
húsmóðir í Reykjavík (föðuramma Lóu)
Þórir Jensson
skrifstofustjóri hjá Fjarhitun (föðurafi Lóu)
Guðmundína M. Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jens Pétur Thomsen Stefánsson
stýrimaður og verkamaður
í Reykjavík
Úr frændgarði Lóu Pind Aldísardóttur
Jörgen Pind
prófessor í sálfræði, foreldrar: Kaj
Pind húsgagnabólstrari og Anna
Guðrún Pind húsmóðir í Kópavogi
Helgi R. Einarsson yrkir limr-una „Vangaveltur“:
Lýðir nú sig leggja
í líma, innan veggja,
veirunni’ að blóta
og næðisins njóta,
nema þá hvoru tveggja.
Helgi lét „Skáldið og sopann“
fylgja:
Á létta strengi sló ’ann,
í stuðla kvæðið bjó ’ann.
Orðaflens,
fliss og glens,
svo fram á borðið dó ’ann.
Pétur Stefánsson yrkir á Boðn-
armiði:
Áður fyrr ég drakk og drakk,
í dömum þá ég pældi.
Sumar þeirra sögðu takk,
sumar burt ég fældi.
En löngum þó ég lagðist bakk,
laut í gras og ældi.
Indriði Aðalsteinsson á Skjald-
fönn veltir „páskavandamálum“
fyrir sér:
Í veirunnar skugga er vont að búa
og vita ei hvernig sér á að snúa.
Það slær á alla gleði og gáska
að geta ekki ferðast um næstu páska.
Í hinni daglegu ólgu duttu þessar
vísur niður á blað hjá Hinriki
Bjarnasyni:
Þessi veira er þjóðarvá
– því er verr og miður -
og kraftaskáld er kallað á
að kveða hana niður.
Þeir sem báðum öxlum á
ávallt bera kápu
skola af sér veiruvá
með vatnsbunu og sápu.
Þig að knúsa víst ég vil
og vonir okkar beggja,
– en hefur veiran breikkað bil
að brjóstum okkar tveggja?
Friðrik Steingrímsson skrifar í
Leirinn að „Víðir biðji fólk að hlýða
fyrirmælum“:
Fyrirmælum fylgja á
fyrir lýðinn,
sem vitanlega verður þá
Víði hlýðinn.
Pálína Gísladóttir lýsti Heklugosi
þannig:
Hekla gýs, úr heitum hvoft
háir rísa mökkvar,
eldi frísar langt í loft,
láð um Ísa rökkvar.
Þessa dapurlegu stöku Kristjáns
Fjallaskálds kunna flestir:
Myrkur hylur marar ál,
myrk sig skýin hringa,
myrkur er í minni sál
myrkra hugrenninga.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vangaveltur um drykkju