Morgunblaðið - 06.04.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 06.04.2020, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020 6. apríl 1960 Morgunblaðið greinir frá því að Jón Pétursson hafi tveimur dögum áður orð- ið fyrstur Íslend- inga til að stökkva yfir tvo metra í hástökki. Það hafi hann gert á æfingu hjá KR og hæsti punktur stangarinnar hafi ver- ið 2,04 metrar. Afrekið sé eigi staðfest sem met, en „… eftir- tektarvert er það eigi að síður,“ eins og segir í fréttinni. Jón fylgdi þessu eftir með því að stökkva löglega yfir tvo metrana um sumarið. 6. apríl 1966 Morgunblaðið greinir frá því að ÍSÍ hafi staðfest breytingu á áhugamannareglum sam- bandsins. Íþróttafólki sé nú heimilt að fá greidda vissa fjár- upphæð á dag (333,92 krónur), vegna tapaðra vinnulauna fyrir þátttöku í milliríkjakeppni, eða keppni um Norðurlanda-, Evr- ópu- eða heimsmeistaratitil. „Þó má eigi greiða töpuð vinnulaun vegna æfinga til undirbúnings slíkum keppnum,“ segir í tilvísun í nýju reglurnar. 6. apríl 1973 Kvennalandslið Íslands í körfu- knattleik spilar tvo fyrstu leiki sína í sögunni, báða á sama deginum, þegar það mætir Finnum og Svíum á Norður- landamótinu í Bærum í Noregi. Báðir leikirnir tapast stórt, 13:70 gegn Finnum og 15:112 gegn Svíum. 6. apríl 1979 Ísland vinnur sannfærandi sig- ur á Danmörku, 90:69, í vin- áttulandsleik karla í körfu- knattleik í Kaup- mannahöfn. Pét- ur Guðmundsson fer illa með dönsku leik- mennina en hann skorar 29 stig í leiknum og tekur 24 fráköst. Kristján Ágústsson er næststigahæstur með 20 stig. 6. apríl 1981 Karlalandslið Íslands í körfu- bolta vinnur stórsigur á Wales, 101:66, á alþjóðlegu móti í Skot- landi. Pétur Guðmundsson er atkvæðamestur í íslenska liðinu með 25 stig og Torfi Magnús- son skorar 17 stig. Ísland hafði tapað fyrir Englandi, 64:89, og unnið Noreg, 88:51, í leikjum í Edinborg og Glasgow næstu tvo daga á undan. 6. apríl 2012 Ísland sigrar Síle, 25:17, í fyrsta leik undankeppni Ól- ympíuleikanna 2012 í Varazdin í Króatíu. Guðjón Valur Sig- urðsson skorar tíu mörk fyrir íslenska liðið og Björgvin Páll Gústavsson ver 16 skot í mark- inu. Hin tvö liðin í riðlinum eru Japan og Króatía en leikið er um tvö sæti á ÓL í London. 6. apríl 2017 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigrar Slóvakíu 2:0 í vináttulandsleik á útivelli. Elín Metta Jen- sen og Berglind Björg Þorvalds- dóttir skora sitt markið í hvorum hálfleik en Ís- land er þarna á lokasprettinum í undirbúningi sínum fyrir Evr- ópumótið 2017 í Hollandi. Á ÞESSUM DEGI HANBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Þetta tók mjög stuttan tíma. Að- dragandinn var sá að þeir hringdu í mig, ég hitti þá, hugsaði málið í einn dag og svaraði þeim síðan,“ sagði Sebastian Alexandersson í samtali við Morgunblaðið. Sebastian var í síðasta mánuði ráðinn þjálfari karla- liðs Fram í handbolta. Fram hefur endað í tíunda sæti síðustu tvö tíma- bil og því hvorki fallið né farið í úr- slitakeppni. Fram var svo í níunda sæti þegar gert var hlé á deildinni vegna kórónuveirunnar. Sebastian vill sjá liðið ofar í töflunni. „Mér fannst verkefnið skemmti- legt eins og þeir lýstu því og það verður gaman að taka þátt í því sem þeir eru að hugsa. Ég á að reyna að koma liðinu upp töfluna. Liðið er búið að vera lengi á þeim stað sem það er á og vonandi næ ég að leggja mitt af mörkum við að klifra upp töfluna,“ sagði Sebastian. Hann hefur undan- farin tvö ár stýrt kvennaliði Stjörn- unnar með fínum árangri. „Stjarnan er að halda áfram í sínu plani og mínu hlutverki í þeirri veg- ferð er lokið og ég held það sé enginn óánægður með mitt innlegg eða hvar ég skil við liðið. Þetta hefur verið á dagskránni hjá þeim lengi, að láta sitt fólk þjálfa meistaraflokk, eins og ráðningin karlamegin sýnir. Sú ráðn- ing er frábær,“ sagði Sebastian. Pat- rekur Jóhannesson stýrir karlaliði Stjörnunnar á næstu leiktíð og Rakel Dögg Bragadóttir kvennaliðinu. Undir stjórn Sebastians var Stjarnan í þriðja sæti í Olísdeildinni og á leið- inni í úrslitakeppnina á þessari leik- tíð. Hann vonar að tímabilið verði klárað, en viðurkennir á sama tíma að eiga ekki endilega von á því. „Ég er því miður hræddur um það en ég held enn þá í vonina. Okkar stefna var að ná þriðja sætinu og síð- an gera það sem þyrfti til að leggja Val í undanúrslitum. Við vildum fá tækifæri til að mæta Fram um Ís- landsmeistaratitilinn. Við lentum í gríðarlegum meiðslavandræðum á leiðinlegu augnabliki á mótinu en vorum að fá okkar sterkustu leik- menn til baka. Ég var mjög bjart- sýnn á að þessi plön gætu gengið eftir.“ Kjánalegt að tala um kvennahandbolta Hann segir lítinn mun á því að þjálfa konur og karla. „Ég hef alltaf sagt að þetta sé sama íþróttin. Hvort sem það eru konur eða karlar, þá er þetta bara þjálfun. Ég hef þjálfað karla, konur, yngri flokka og verið í sérþjálfun en þegar öllu er á botninn hvolft er þetta bara þjálfun. Vissu- lega er einhver áherslumunur í ein- hverjum þáttum en ég hef aldrei þjálfað konur eða karla öðruvísi. Það er kjánalegt að tala um kvenna- handbolta, því þetta er sama íþróttin. Það er ekkert sem er gert í karla- handbolta sem konur ættu ekki að ráða við.“ Sebastian ólst upp hjá Fram og mætti á sínar fyrstu æfingar hjá fé- laginu ungur að árum. „Ég er alinn upp í hverfinu og ég var fimm ára þegar ég gekk í Fram árið 1974 og æfði þar fótbolta í nokkur ár á mal- arvellinum þar sem nú er bílastæði. Ég var 12 ára þegar flutt var með mig til Vestmannaeyja, svo ég náði aðeins að vera þarna í 4-5 ár en svo kom ég aftur til félagsins 1998 og var í fimm ár. Á þeim tíma tókst okkur að vera í toppbaráttu og vinna m.a. þennan bikarmeistaratitil, sællar minningar,“ sagði Alexander, en hann stóð í markinu hjá Fram er liðið varð bikarmeistari í fyrsta og eina skiptið árið 2000. „Ég veit ekki hvort það sé bölvun eða kostur en ég man alveg ótrúlega mikið þegar kemur að handboltanum Ég man líka eftir bikarúrslitunum sem við töpuðum og úrslitaeinvíginu sem við töpuðum vorið 2000 á móti Haukum. Maður man þetta allt og vissulega var sætt að vinna bikar- titilinn. Ég man svo vel þegar ég kom aftur 2011-2012-tímabilið. Þetta var þannig að ég nennti ekki að fara að æfa eitthvað sjálfur til að koma mér í stand. Ég var orðinn of þungur og ég ákvað að gera það sem mér fannst gaman, sem var að fara í handbolta. Ég ákvað þá að það væri góð hug- mynd að enda ferilinn í Fram. Ég var þar í eitt ár og spilaði m.a. í bikarúr- slitum á móti Haukum. Svo var þetta svo gaman að ég hélt áfram og spilaði árið eftir í úrvalsdeildinni með ÍR og svo tvö ár í viðbót með Selfossi þang- að til ég hætti loksins. Ég spilaði til 45, sem var kannski óþarflega mik- ið,“ sagði Sebastian Alexandersson. Vill koma liðinu upp töfluna  Sebastian Alexandersson gerði þriggja ára samning við Fram Morgunblaðið/Brynjar Gauti Endurkoma Sebastian Alexandersson er kominn aftur í Safamýrina. Knattspyrnufélagið Liverpool, eitt það ríkasta í heimi, hefur nýtt sér neyðarúrræði stjórnvalda á Bret- landi og sent hluta af starfsfólki sínu í launað leyfi en launin verða greidd, að hluta, úr ríkissjóði. „Bjóst við meiru af Liverpool. Neyðarúrræðinu vegna kórónu- veirunnar er ætlað að hjálpa minni berskjölduðum fyrirtækjum að standa þetta ástand af sér, ekki gefa stórríkum knattspyrnu- félögum fé skattgreiðenda,“ skrif- aði Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Englands, m.a. Skattgreiðendur borga laun AFP Anfield Ákvörðun Liverpool hefur vakið hörð viðbrögð. Blaksamband Íslands tilkynnti í gær að ekki yrði leikið meira á veg- um sambandsins á þessari leiktíð. Var ákvörðunin tekin í samráði við blakfélögin í landinu. Ákvörðun stjórnvalda að framlengja sam- komubann fram í maí hafði mikið að segja. Verða því hvorki krýndir Íslandsmeistarar né bikarmeist- arar. „Stjórn BLÍ er mjög meðvituð um að ákvörðun sem þessi er ekki óumdeild og eflaust eru einhverjir aðilar innan hreyfingarinnar ósátt- ir,“ segir m.a. í yfirlýsingu blak- sambandsins. Engir meistarar krýndir í blaki Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Meistarar KA er ríkjandi meistari í karla og kvennaflokki í blaki. ENGLAND Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Vegna veirufaraldursins sem nú herjar á heimsbyggðina ríkir mikil óvissa um bæði hvenær og hvernig verður hægt að ljúka keppnistíma- bilinu í enska boltanum. Knatt- spyrnuyfirvöld í Bretlandi hafa frestað deildinni ótímabundið og ljóst að það eykur á óvissuna hjá fé- lögum, sérstaklega hjá þeim sem standa illa fjárhagslega. Það er ljóst að forráðamanna deildanna bíður verðugt verkefni; að leysa úr þeirri flækju sem upp er komin, og því við hæfi að skoða helstu möguleika sem koma til greina. Tímabilið dautt og ómerkt Harkalegasta úrræðið og verður aðeins beitt í neyð. Það eru aðeins níu umferðir eftir og því væri það raunhæft að ljúka mótinu á fjórum eða fimm vikum, einhvern tímann í sumar. Ótrúleg vinna liggur að baki þeim sjö mánuðum sem félögin hafa lagt í keppnistímabilið nú þegar og væntanlega er fáum alvara um að það erfiði eigi allt að vera til einskis. Það eru þó nokkur vandamál sem þessi leið gæti leyst. Leikmenn eru margir hverjir aðeins samnings- bundnir félögum sínum út leiktíð- ina, eða til 30. júní, og gæti það orð- ið erfitt úrlausnarefni að lengja tímabilið umfram þá dagsetningu. Að einhverju leyti væri þetta því hagkvæmasta lausnin; að horfa fram á veginn og líta til nýs tíma- bils. Enda tímabilið núna Annar kostur væri að sömuleiðis hætta keppni en leyfa úrslitunum að standa eins og þau eru. Þetta myndi þýða að 30 ára bið Liverpool eftir meistaratitli væri á enda, jafnvel þótt liðið sé tæknilega enn tveimur sigrum frá því að tryggja sér efsta sætið. Það sem verra er er viðkvæm staða liða í botnbaráttunni. Bourne- mouth er í fallsæti á markatölu, Aston Villa kemur þar tveimur stig- um á eftir en á leik til góða. Sá leik- ur gæti ráðið úrslitum um hvort lið- ið haldi sæti sínu í deildinni eða verði af þeim tugum milljóna punda sem fylgja því að spila í úrvalsdeild. Á sama tíma myndi Watford sleppa með skrekkinn, þökk sé einu marki í plús. Setja tímabilinu lokafrest Tímabilið þarf helst að klárast Hvaða valkosti hefur enska úrvalsdeildin?  Á að klára tímabilið eða hætta núna?  Helst þarf að ljúka keppni fyrir júlí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.