Morgunblaðið - 06.04.2020, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020
Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00
Mikið úrval af
KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM
fyrir allar gerðir bíla
Tilkynnt hefur verið hvaða sex bækur keppa um al-
þjóðlegu Booker-verðlaunin, hin virtu verðlaun sem
veitt eru fyrir framúrskarandi skáldverk sem þýtt er á
ensku og gefið út á Bretlandseyjum. Fimm konur eru til-
nefndar og einn karl.
Þekktasti höfundurinn er hinn þýski Daniel Kehl-
mann en saga hans, Tyll, hefur selst í yfir 600.000 ein-
tökum í heimalandinu. Japanski höfundurinn Yoko
Ogawa er tilnefnd fyrir The Memory Police; hin hol-
lenska Marieke Lucas Rijneveld fyrir The Discomfort of
Evening, sem var metsölubók í heimalandi hennar; hin
mexíkóska Fernanda Melchor er tilnefnd fyrir Hurri-
cane Season sem fjallar um stúlku sem er sögð norn og myrt; Shokoofeh
Azar sem fædd er í Íran er tilnefnd fyrir The Enlightenment of the Green-
gage Tree; og Gabriela Cabezón Cámara frá Argentínu er tilnefnd fyrir
The Adventures of China Iron. Tilkynntur verður 19. maí hver hreppir
verðlanin og skiptist verðlaunaféð, 50 þúsund pund, milli höfundar og þýð-
anda.
Stuttlisti alþjóðlega „Bookersins“ kynntur
Marieke Lucas
Rijneveld
Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari
bendir lesendum meðal annars á
áhugavert streymi frá leiðsögn um
sýningar, splunkunýja bók að lesa
og sjónvarpsþætti sem ekki má
missa af.
„Á þessum tímum kemur sér vel
að vera í áskrift hjá bókaforlaginu
Angústúru – ég fékk nýjustu bók-
ina frá þeim,
Litla land eftir
Gaël Faye, senda
heim núna í vik-
unni. Hún fjallar
um uppvöxt Gaël
í Búrúndí á tím-
um þjóðarmorðs-
ins í nágranna-
ríkinu Rúanda.
Ég er reyndar
ekki búin með
bókina ennþá, en
hún lofar mjög góðu.
Ég hef tekið eftir því að fólk er
duglegt að nota göngustíga borgar-
innar, enda er nauðsynlegt að
hreyfa sig daglega. Þá er um að
gera að vera með áhugaverðan
hlaðvarpsþátt að hlusta á; fyrir fólk
sem hefur áhuga á myndlist get ég
mælt með Hyperallergic Podcast. Í
nýjustu þáttunum hefur Hrag
Vartanian verið að fjalla um áhrif
COVID-19 á listheiminn.
Þó að söfnin séu lokuð er hægt að
skoða margar sýningar í söfnunum
á ýmsum netviðburðum, t.d. net-
leiðsögn sem Oddný Halla Magnús-
dóttir og Einar Falur Ingólfsson
voru með á dögunum á sýningunni
Afrit í Gerðarsafni. Upplýsingar
um viðburðina eru inni á heimasíðu
safnsins (gerdarsafn.is).
Ég er reyndar sjálf að sýna verk
á tveimur sýningum sem eru uppi
núna, m.a. þessari í Gerðarsafni, en
einnig í Hafnarborg á sýningunni
Þögult vor. Hafnarborg verður ein-
mitt með netleiðsögn um þá sýn-
ingu í næstu viku og hægt verður
að fylgjast með því á bæði face-
booksíðu safnsins og á Youtube.
Hvað er svo betra á þessum erf-
iðu tímum en að taka hlutunum
með húmor? Þar mæli ég eindregið
með Daily Show hjá Trevor Noah,
þar sem hann kemur með innslög
úr íbúðinni sinni í New York, þau
má sjá víða á samfélagsmiðlum.
Mikið er talað um netflixáhorf
þessa dagana, en mig langar að
minna fólk á dagskrá RÚV, eins og
t.d sænsk-íslensku þættina Ísalög.
Þar tekur Stykkishólmur sig mjög
vel út sem grænlenskt þorp; eitt
sem stendur upp úr í þeim þáttum
fyrir mig er hvað það er rosalega
gaman að heyra grænlensku talaða.
Þá má líka finna Vasulka-áhrifin á
RÚV, mjög áhugaverð heimildar-
mynd um ævintýralegt lífshlaup
Steinu og Woodys Vasulka, sem
voru frumkvöðlar í vídeólist.
Að lokum, ef menn geta ekki
haldið sig frá Netflix þá eru þætt-
irnir Ozark að byrja aftur núna um
helgina. Laura Linney og Jason
Bateman fara á kostum í þessum
spennandi og vönduðu þáttum, þar
sem fjölskyldulíf og glæpir bland-
ast á undraverðan og oftast auð-
vitað afar óþægilegan hátt.“
Mælt með í samkomubanni
Úr Ozark Spennandi og vandaðir þættir „þar sem fjölskyldulíf og glæpir
blandast á undraverðan og oftast auðvitað afar óþægilegan hátt“.
Litla land og
Vasulka-áhrifin
AFP
Vasulka-hjónin Katrín mælir með
einstakri kvikmyndinni um þau.
Húmor Hinn snjalli Trevor Noah
talar til áhorfenda úr íbúð sinni.
Katrín
Elvarsdóttir
Starfsmenn menningarstofnana úti
um löndin keppast nú við að finna
nýjar leiðir og lausnir á því hvernig
hægt sé að miðla því efni sem þeir
hafa yfir að ráða. Á það jafnt við um
söfn sem tónlistarhús en starfsfólk
menningarhúsa reynir að fylla upp í
það tómarúm sem hefur myndast
þegar gestir geta ekki komið að sjá
verk eða upplifa flutning. Í fréttum
víða að má sjá að streymi af ýmsu
tagi á netinu hefur á tímum sam-
komubanns átt miklum vinsældum
að fagna, og í raun meiri en þeir sem
að slíku standa bjuggust við þegar
lagt var upp í fyrstu. Hér á landi
sýna tölur til að mynda að hátt á sjö-
unda þúsund manna hefur fylgst
með vefleiðsögn um sýningar, eins
og um Afrit í Gerðarsafni, og segir
safnafólk leiðsögn um sýningar
aldrei hafa verið jafn vel sótta.
Samkomubann er þungt högg fyr-
ir listamenn sem hafa margir misst
tekjumöguleika sína, hvort sem
byggt er á sölu verka eða flutningi á
tónleikum. Stofnanir hafa víða reynt
að ráða listamenn til að koma fram í
útsendingum en algengara er þó að
listamenn reyni að gleðja fólk og
gefa list sína á þessum furðutímum.
Dæmi um það er margra klukku-
stunda útsending Deutsche
Grammophon um síðustu helgi þar
sem margir píanóleikarar léku, þar á
meðal Víkingur Heiðar Ólafsson, og
hafa hundruð þúsunda fylgst með.
AFP
Nýjar leiðir Sýningarstjórinn Ulf Eriksson sagði á dögunum í beinu streymi á netinu frá sýningu í Moderna Museet
í Stokkhólmi á verkum bandaríska listamansins Roberts Rauschenbergs. Hann svaraði jafnframt spurningum.
Nýjar leiðir til miðlunar
Streymi frá sýningum og af tónlistarflutningi vinsælt
AFP
Í beinni Þýski stjörnupíanistinn Igor Levit lék á fimmtudag í Bellevue-
forsetahöllinni í Berlín og var píanóleik hans streymt beint á netinu.