Morgunblaðið - 27.04.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.04.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020  Knattspyrnumaðurinn Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði BATE sem vann mikilvægan útisigur gegn Gorodeya í efstu deild Hvíta- Rússlands á laugardaginn síðasta. Leiknum lauk með 2:0-sigri BATE en Willum Þór lék allan leikinn með BATE sem er í fjórða sæti hvít- rússnesku úrvalsdeildarinnar með 10 stig, þremur stigum minna en topplið Slutsk.  Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, segir helmingslíkur er á því að Parken- völlurinn í Kaupmannahöfn í Dan- mörku geti hýst leiki á Evrópumeist- aramóti karla í knattspyrnu næsta sumar eins og til stóð. Upphaflega átti EM 2020 að fara fram í sumar en mótinu var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Kaup- mannahöfn er ein tólf borga sem áttu að hýsa EM en alls áttu þrír leikir í riðlakeppninni að fara fram á Parken og einn leikur í sextán liða úrslitum keppninnar. Ástæða þess að óvissa er um leikina á Parken er Tour de France-hjólareiðakeppnin sem á að fara fram í Kaupmanna- höfn á sama tíma. Danska knatt- spyrnusambandið á enn eftir að fá samþykki frá yfirvöldum í Danmörku og Kaupmannahöfn fyrir að færa leikina til næsta árs og er óvíst að það sé hægt vegna hjólreiðakeppn- innar.  Lið í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik geta byrjað að æfa á nýjan leik í byrjun maí en það er ESPN sem greinir frá þessu. Þetta á aðeins við um lið í deildinni sem eru á svæðum þar sem baráttan gegn kórónuveirunni hefur gengið vel en síðast var leikið í deildinni 11. mars síðastliðinn. Forráðamenn deildarinnar eru áfram bjartsýnir á að hægt verði að klára tímabilið í sumar og hefur það verið í umræðunni að spila alla úr- slitakeppnina í Las Vegas.  Pierre-Emerick Aubamayeng, fyr- irliði enska knattspyrnufélagsins Arsenal, mun að öllum líkindum yf- irgefa félagið í sumar en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Aubameyang er samnings- bundinn Arsenal til sumarsins 2021 en þénar í kringum 200.000 pund á viku hjá félaginu en það samsvarar rúmlega 36 milljónum íslenskra króna. Arsenal er ekki tilbúið að hækka Gabon-manninn, sem er orð- inn þrítugur að árum, í launum og því er félagið nú tilbúið að selja hann á meðan það fær eitthvað fyrir hann. Aubameyang kom til Arsenal í janúar 2018 frá Bo- russia Dort- mund í Þýska- landi en hann kost- aði 60 millj- ónir punda. Arsenal vill fá svipaða upphæð fyrir leik- manninn í sumar en Barcelona og Inter Mílanó hafa bæði áhuga á leikmanninum. Eitt ogannað HANDBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Handknattleiksmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson er orðinn leikmaður Nice í Frakklandi. Kemur hann til fé- lagsins frá Haukum, þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður síðustu tvö tímabil. Grétar hefur alla tíð leikið með Haukum, fyrir utan lánsdvöl hjá Selfossi og ÍR. Grétar, sem er 24 ára, var fastamaður í yngri landsliðum Ís- lands. Þá var hann aðalmarkvörður U18 landsliðsins sem vann brons á HM 2015. Grétar skrifaði undir tveggja ára samning við franska félag- ið. Ekki pressa að fara upp „Ég heyrði fyrst í þeim fyrir um þremur vikum og þetta tók ekki lang- an tíma eftir það. Í rauninni fékk ég sólarhring til að ákveða hvað ég ætlaði að gera, þar sem félagið var að tala við annan markvörð á sama tíma,“ sagði Grétar, sem hafði einhverja aðra möguleika, en Nice var sá mest spenn- andi að hans mati. „Það voru einhver önnur félög, en ekki margt sem var spennandi. Eftir að faraldurinn skall á fækkaði möguleikunum.“ Nice hafnaði í níunda sæti af fjórtán liðum í deildinni á síðustu leiktíð. Vann liðið níu leiki og tapaði níu leikjum sömuleiðis. Grétar segir markmiðið hjá félaginu ekki endilega að fara upp um deild. „Ég hef ekki heyrt af því. Það hefur verið stefna hjá félaginu að búa til leikmenn og ég held að það sé ekki mikið stress á því að fara upp akkúrat núna,“ sagði hann og bætti við að hann liti á Nice sem góðan stökk- pall, sem myndi auka möguleikana á að komast að hjá stærra félagi. Kirsuber á toppinn Nice er afar falleg borg í Suður- Frakklandi við Miðjarðarhafið, milli Marseille og Genóa á Ítalíu. Grétar er skiljanlega spenntur fyrir flutningum til Nice. „Ég fór þangað einu sinni í Evrópukeppni með Haukum. Þetta er fallegur staður og það er kirsuber á toppinn að vera að flytja þangað. “B- deildin í Frakklandi er töluvert sterk- ari en deildin hér heima og sterkari en flestar deildir á Norðurlöndunum. Grétar er ánægður með skrefið, sem hann segir gott sem fyrsta skref at- vinnumanns. Lágmark fjórir atvinnumenn „Ég hef ekki fylgst með þessari deild persónulega, þar sem maður er ekki mikið að fylgjast með B-deildum, en ég hef heyrt að ef þú ætlar að vera með lið í þessari deild þurfirðu að vera með að minnsta kosti fjóra atvinnu- menn, svo þetta er ekki léleg deild. Mér hefur verið sagt að þetta sé sterk- ari deild en í Noregi og Svíþjóð, en ekki mikið sterkari. Þá er hún ekki eins sterk og danska deildin. Þetta er örugglega svipað sterk deild og B- deildin í Þýskalandi og gott fyrsta skref í atvinnumennsku.“ Eftir afar góða spilamennsku Hauka fyrir áramót gekk allt á aft- urfótunum hjá liðinu á nýju ári. Hauk- ar töpuðu fjórum deildarleikjum í röð í febrúar og féllu sömuleiðis úr leik í undanúrslitum bikarkeppninnar gegn ÍBV. Liðið vann hins vegar sterkan sigur á Selfossi í síðasta leiknum áður en Íslandsmótinu var aflýst vegna kór- ónuveirunnar. „Okkur gekk illa í byrjun árs en svo vorum við hægt og rólega að rétta úr kútnum. Við töpuðum bara með einu á móti Aftureldingu og unnum Selfoss mjög sannfærandi. Það hefði verið gaman að sjá úrslitakeppnina, þar sem mér fannst þetta galopið.“ Dreymdi um að fara fyrr út Markvörðurinn viðurkennir að hann hafi viljað komast út fyrr, en að sama skapi var hann ekki að flýta sér of mik- ið. Vildi hann frekar bíða eftir rétta tækifærinu, heldur en fyrsta tækifær- inu. „Fyrst dreymdi mig um að fara út mjög snemma. Það hefur verið mark- miðið að komast út eftir tímabilið síðan ég byrjaði að spila í meistaraflokki. Það hefur alltaf verið markmiðið að standa sig fáránlega vel yfir tímabil og fara síðan út, en það er auðvitað léttara að segja það en að gera það. Ég ákvað að vera ekki að flýta mér of mikið. Það hafa komið upp möguleikar áður, en ekki mjög spennandi.“ Grétar hefur verið viðloðandi lands- liðið síðustu ár og er hann klár í að klæða sig í landsliðstreyjuna, komi kallið frá Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara. „Auðvitað er gaman að spila með landsliðinu og það væri mjög gott að vera valinn. Samkeppnin er hörð akkúrat núna og sama hvað Gummi myndi velja, þá væri ekkert vitlaust í því. Ég væri ekkert ósáttur ef ég yrði ekki valinn, en að sama skapi væri auðvitað gaman að vera valinn,“ sagði Grétar Ari en hann hefur leikið níu A-landsleiki á ferlinum. Fékk sólarhring til að ákveða  Grétar Ari gerði tveggja ára samning við Nice  Gott fyrsta skref í atvinnu- mennsku  Lengi verið draumurinn  Möguleikunum fækkaði vegna veirunnar Morgunblaðið/Hari Markvarsla Grétar Ari Guðjónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Nice í Frakklandi. Körfuknattleikskonan Keira Rob- inson hefur framlengt samning sinn við Skallagrím sem leikur í úrvals- deild kvenna. Keira er 25 ára göm- ul en hún var algjör lykilmaður í liði Skallanna á síðasta tímabili. Hún skoraði 24 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð, ásamt því að taka níu fráköst og gefa fimm stoð- sendingar. Keira átti stórleik í úr- slitum bikarkeppninnar þegar Skallagrímur vann sinn fyrsta bik- armeistaratitil en hún skoraði 32 stig í úrslitum gegn KR í Laugar- dalshöll og tók ellefu fráköst. Lykilkona áfram í Borgarnesi Ljósmynd/KKÍ Lykill Keira Robinson er einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar. Handknattleiksdeild Stjörnunnar samdi við fimm leikmenn í bæði karla- og kvennaflokki á dögunum. Kvennamegin ganga til liðs við Stjörnuna þær Heiðrún Dís Magn- úsdóttir frá Fram, Anna Karen Hansdóttir frá Horsens í Danmörku og Liisa Bergdís Arnarsdóttir frá Noregi. Þá samdi karlalið félagsins við þá Dag Gautason frá KA og Pét- ur Árna Hauksson frá HK. Patrek- ur Jóhannesson mun þjálfa karlalið Stjörnunnar á næstu leiktíð en Rak- el Dögg Bragadóttir kvennaliðið. sport@mbl.is Penninn á lofti í Garðabæ Morgunblaðið/Eggert Vistaskipti Pétur Árni Hauksson er kominn til Stjörnunnar frá HK. Yfirvöld og knattspyrnusambönd víðsvegar í Evrópu sjá nú fyrir end- ann á kórónuveirufaraldrinum sem hefur herjað á heimsbyggðina und- anfarnar vikur. Allt íþróttalíf hefur nánast legið niðri í Evrópu og allar knattspyrnudeildir í álfunni, nema í Hvíta-Rússlandi, hafa verið í dvala vegna veirunnar. Nú sér loksins fyrir endann á far- aldrinum en Pólverjar voru fyrstir Evrópuþjóðanna til þess að tilkynna um nákvæma dagsetningu fyrir endurkomu efstu deildarinnar. Ma- teusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins, gaf grænt ljós á að leikar gætu hafist á nýjan leik í lok maí og verður fyrsti leikur í pólsku úrvals- deildinni, eftir hlé, þann 29. maí næstkomandi. Síðast var leikið í deildinni 9. mars síðastliðinn en alls eru fjórar um- ferðir eftir af deildarkeppninni þar í landi og svo tekur við úrslita- og fall- keppni. Pólverjar ætla sér að ljúka leik í síðasta lagi 19. júlí en Böðvar Böðvarsson er eini Íslendingurinn í deildinni og leikur hann með Jagiel- lonia sem er í áttunda sæti af sextán liðum. Þá ætla Norðmenn sér að hefja leik í efstu deild 23. maí en upp- haflega átti tímabilið þar í landi að hefjast 4. apríl. Því var svo aftur frestað til 2. maí en Norðmenn eru vongóðir um að fyrstu leikir tíma- bilsins geti farið fram 23. maí. Stjórnvöld í Noregi tilkynntu um helgina að samkomubann yrði í landinu út ágúst en bannið miðast við samkomur með 500 manns eða fleiri. Það er því ljóst að engir áhorf- endur verða leyfðir á leikjum í norsku úrvalsdeildinni fyrr en í sept- ember í fyrsta lagi. bjarnih@mbl.is Evrópa sér fyrir endann á faraldrinum Ljósmynd/@LegiaWarsa Æfing Legia Warszawa er með átta stiga forskot á toppnum í Póllandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.