Morgunblaðið - 27.04.2020, Side 8

Morgunblaðið - 27.04.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla LEVANTE sófi 3187 L 204 cm Leður ct. 15 Verð 389.000,- L 224 cm Leður ct. 15 Verð 399.000,- Sigurður Már Jónsson blaðamað-ur víkur í pistli á mbl.is að furðulegri framgöngu fréttamanns Rúv. sem virtist ekki átta sig á því í samtali við forstjóra Icelandair Group að marg- ítrekaðar spurn- ingar um launa- hækkanir ættu ekki við í því ástandi sem nú ríkir.    Sigurður Márbendir á að þó að blaðamenn þurfi að spyrja ágengra spurninga þurfi þeir einn- ig að vera í tengslum við raunveru- leikann og hann veltir því fyrir sér hvort í þessu „birtist lífsskoðun ríkisstarfsmanna“.    Og hann bætir við: „Fleiri ámótadæmi má sjá hjá ríkisfrétta- stöðinni, yfirleitt þegar fulltrúar fyrirtækja og atvinnulífs mæta til svara er þeim stillt á sakamanna- bekk á meðan verkalýðsforingjar, sem hafa fyrir löngu tapað jarð- sambandi, flytja furðulegar einræð- ur. Samsetning viðmælenda í um- ræðu- og spjallþáttum Ríkissjónvarpsins endurvarpar ein- hliða heimssýn, það er svo augljóst að það tekur því varla að ræða það.“    Ríkisútvarpinu ber umfram allaaðra miðla skylda til að gæta jafnræðis og láta skoðanir starfs- manna sinna ekki lita fréttir og um- ræður um of.    Þetta er ekki aðeins hefðbundinvinnuregla vandaðra fjölmiðla heldur beinlínis lagaskylda í tilviki Rúv. sem þó gengur mun verr en öðrum að gæta jafnræðis.    Hvernig stendur á því – og hversvegna kemst þessi ríkis- stofnun upp með þetta háttarlag? Sigurður Már Jónsson Hvers vegna fylgir Rúv. ekki lögum? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ferðamálastofa hefur upp á síðkastið fengið tíu beiðnir um niðurfellingu rekstrarleyfis ferðaskrif- stofa. Samkvæmt upplýsingum frá Helenu Þ. Karls- dóttur, forstöðumanni stjórnsýslu- og umhverfis- sviðs Ferðamálastofu, hefur stofnunin ekki innkallað nein leyfi vegna kórónuveirufaraldursins. Helena segir í svari við fyrirspurn blaðsins að þrjár af þeim tíu beiðnum sem borist hafi um nið- urfellingu séu bein afleiðing kórónuveiru- faraldursins. „Allt eru þetta aðilar með litla sem enga starfsemi. Þrír af þessum aðilum eru ekki að hætta rekstri heldur einungis draga saman starfsemi sína og hætta að selja pakkaferðir. Þeir þurfa því að sækja um annars konar leyfi,“ segir Helena ennfremur. Hún upplýsir jafnframt að um síðustu mánaðamót hafi runnið út frestur til að skila inn gögnum vegna árlegs endurmats á fjárhæð trygginga vegna sölu á pakkaferðum. „Á hverju ári í tengslum við þessi árlegu skil ber- ast alltaf allnokkrar beiðnir um niðurfellingar,“ segir Helena. hdm@mbl.is Tíu hafa skilað inn leyfunum  Áhrifa kórónuveirunnar gætir í ferðabransanum Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Ferðaskrifstofur hafa þurft að draga saman seglin vegna kórónuveirunnar. Stóri plokkdagurinn svonefndi var haldinn á laugardag þar sem íbúar landsins voru hvattir til þess að fara út og tína rusl. Viðtökur voru með eindæmum góðar samkvæmt frétta- tilkynningu frá ráðgjafar- og al- mannatengslaskrifstofunni Meðbyr. Er sagt að aldrei hafi þátttaka al- mennings verið eins áberandi og að mörg tonn af rusli hafi verið fjar- lægð úr náttúrunni. Að þessu sinni var dagurinn tileinkaður baráttu og dugnaði starfsfólks heilbrigðisstofn- ana landsins. Forsetinn lét sig ekki vanta Guðni Th. Jóhannesson forseti og Elisa Reid forsetafrú settu daginn ásamt Guðmundi Inga Guðbrands- syni umhverfisráðherra á lóð Land- spítalans og fóru með hvatningarorð til félaga sinna í plokkinu. Eru þau sögð hafa tekið til óspilltra málanna og plokkað ásamt hópi fólks. Í setn- ingarhvatningu sinni sagði umhverf- isráðherra að sér þætti vænt um framlag plokkara á Íslandi og þeir væru öðrum hvatning til góðra verka, náttúrunni til heilla. Á Facebook-síðunni Plokk á Ís- landi setti fólk inn myndir af sér við plokkiðjuna og mátti víða sjá unga sem aldna sinna umhverfishreinsun með bros á vör. M.a. mátti sjá einn plokkarann fjarlægja net úr fjöru við Þorlákshöfn. Lítið mál að virða regluna Er plokkið sagt gefa fólki tæki- færi til að sameina útiveru og hreyf- ingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Þá hafi ekki spillt fyrir að auðvelt sé að sinna því en virða tveggja metra regluna um leið. Mörg tonn fjarlægð úr náttúrunni  Stóri plokkdag- urinn þótti heppnast með eindæmum vel Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Plokk Guðni Th. Jóhannesson sýndi fyrirtaks plokktakta á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.