Morgunblaðið - 27.04.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Ásabraut 3, Sandgerði, fnr. 209-4608 , þingl. eig. Karolina Aneta Los,
gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 09:00.
Austurbraut 6, Keflavík, fnr. 208-6910 , þingl. eig. Ísak Þór Ragnars-
son, gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 09:40.
Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8873 , þingl. eig.
Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og
Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 5. maí
nk. kl. 10:20.
Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8874 , þingl. eig.
Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og
Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 5. maí
nk. kl. 10:25.
Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8877 , þingl. eig.
Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og
Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 5. maí
nk. kl. 10:30.
Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9588 , þingl. eig.
Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og
Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 5. maí
nk. kl. 10:35.
Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9589 , þingl. eig.
Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og
Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 5. maí
nk. kl. 10:40.
Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9585 , þingl. eig.
Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og
Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 5. maí
nk. kl. 10:45.
Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9584 , þingl. eig.
Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og
Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 5. maí
nk. kl. 10:50.
Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8878 , þingl. eig.
Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og
Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 5. maí
nk. kl. 10:55.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
24. apríl 2020
Félagsstarf eldri borgara
Bústaðakirkja Ég óska ykkur gleðilegs sumars. Við hittumst vonandi
fljótt eftir að Þríeykið gefur okkur grænt ljós. Bestu kveðjur og
Guðsblessun til ykkar. Hólmfríður djákni
Seltjarnarnes Starfsfólk félags og tómstundastarfsins sendir ykur
öllum hlýjar kveðjur og óskar ykkur gleðilegs sumars. Vonumst eftir
því að hitta ykkur sem fyrst í félagsstarfinu. Einhverjar tilslakanir
verða eftir 4. maí en í mjög litlum skrefum. Við þurfum að hlýða Víði
eitthvað áfram. Sýnum þolinmæði og höldum í gleðina. Munum að
drekka nóg, hugum að næringu og hreyfingu.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Málarar.
Tökum að okkur alla almenna
málningarvinnu, mjög sangjarnir
í verðum.
Upplýsingar í síma 782-4540 eða
loggildurmalari@gmail.com
Hjólbarðar
Bridgestone 4 sumardekk til sölu
Notuð aðeins síðasta sumar.
16 tommu. 195/50 R 16
Verð aðeins 25 þús.
Upplýsingar í síma 698-2598
Ný Bridgstone ónotuð 4
sumardekk til sölu
18 tommu, 225/40 R 18,
Verð aðeins 25 þús.
Upplýsingar í síma 698-2598.
✝ Svava KristínAlexanders-
dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
15. september 1929.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
19. apríl 2020. For-
eldrar hennar voru
Alexander Gíslason
og Ásdís Sveins-
dóttir.
Svava giftist 19.
maí 1951 Tryggva Guðmunds-
syni, f. 1. október 1920, d. 1. júní
2004.
Börn þeirra eru: 1) Gylfi, f. 23.
september 1951, maki Margrét
Rósa Jóhannesdóttur. Synir
þeirra eru Daði Jóhannes, Kári
Tryggvi og Gylfi Mar. 2) Aldís f.
21. september 1953, maki Vil-
mars 1939, maki Ólafur Höskulds-
son, d. 6. ágúst 2013.
Svava ólst upp í foreldrahúsum
á Landamótum í Vestmanna-
eyjum. Hún hóf búskap með
Tryggva á Bárustíg 11 og síðan á
Ásaveg 20 þar sem þau bjuggu
fram að eldgosinu 23. janúar
1973. Þau fluttust fljótlega eftir
gos í Garðabæ og bjuggu í Efsta-
lundi 9 í tæp tuttugu ár og eftir
það í Arnarsmára 2 í Kópavogi.
Svava var húsmóðir í Vest-
mannaeyjum en eftir að þau fluttu
upp á fasta landið starfaði hún
með Tryggva í versluninni Hraun-
veri í Hafnarfirði sem þau ráku í
sex ár. Eftir það starfaði hún sem
ritari á fæðingardeild Landspít-
alans þar til hún fór á eftirlaun.
Eftir gagnfræðapróf lauk hún
námi í Húsmæðraskólanum á
Laugalandi í Eyjafirði. Hún var
mjög virk í kórstarfi og söng í
kirkjukór Landakirkju í Vest-
mannaeyjum og síðan í kirkjukór
Garðakirkju.
Svava verður jarðsungin í
kyrrþey 27. apríl 2020.
hjálmur Waage.
Sonur þeirra er Al-
exander. 3) Guð-
mundur Ásvaldur, f.
19. júlí 1956, maki
Auður Traustadótt-
ir. Börn þeirra eru
Elín Ósk, Trausti,
Svava Dís og Bjarni.
Guðmundur átti
einn son áður,
Tryggva. 4) Sveinn
Orri, f. 14. janúar
1963, maki Steinunn Ósk Kon-
ráðsdóttir. Börn þeirra eru Stein-
ar og Ásdís. Langömmubörnin
eru orðin 23.
Tryggvi eignaðist áður Soffíu
Völu, f. 8. desember 1946, maki
Vilhjálmur Ólafsson. Auk þess ól
hann upp ásamt móður sinni
systurdóttur sína, Bylgju, f. 23.
Nú kveðjum við elsku Svövu
fyrir fullt og allt. Sjúkdómurinn
alzheimer hafði þó tekið hana frá
okkur. Sárt var að sjá hana
hverfa frá okkur smátt og smátt í
annan heim. Lengi vel gat hún þó
yljað sér við minningar. Fór hún
stundum með okkur í huganum í
sveitina undir Eyjafjöllum sem
var henni svo kær. Þar dvaldi
hún á sumrin hjá ættingjum á
Ysta-Skála.
Síðustu árin á Eir áttum við
Svava til að raula saman gömlu
Eyjalögin. Þá var eins og hún
fengi blik í augun og hún söng
altröddina svo fallega og mundi
textana betur en ég.
Svava var einkabarn og átti
góða æsku. Dekruð af ömmu og
afa ásamt foreldrum. Svava út-
skrifaðist frá Gagnfræðaskóla
Vestmannaeyja og fór svo í Hús-
mæðraskólann á Laugalandi sem
var gott veganesti.
Svo kynntist hún Tryggva.
Glæsilegur og vinsæll Eyjamað-
ur. Tryggvi lýsti því oft fyrir
okkur þegar hann fyrst tók eftir
Svövu. Hún gekk yfir götuna ein-
beitt á svip. Létt í spori í bleikri
kápu og hrafnsvart hárið bylgj-
aðist um axlirnar. Amor hitti
hann beint í hjartað og hann vissi
að þessi kona yrði konan hans.
Hann þurfti hafa fyrir því. Hún
var hlédræg en ákveðin. En hann
náði að heilla hana. Tilhugalífið
var skemmtilegt. Þau höfðu bæði
gaman af söng og sungu mikið
saman og tilheyrðu mörgum kór-
um í gegnum tíðina.
Tryggvi og Svava gengu í
hjónaband 1951 og hófu sinn bú-
skap í húsinu Bifröst við Báru-
stíg. Þar fæddi Svava þrjú börn.
Það voru Gylfi, Aldís og Ási. En
brátt fór Tryggvi að huga að því
að byggja hús. Húsið var óvenju
framúrstefnulegt og glæsilegt,
við Ásaveg 20. Þar fæddist
yngsti sonurinn Sveinn Orri.
Einnig átti Tryggvi dóttur frá
fyrra sambandi, Soffíu Völu, og
kom hún í heimsókn á sumrin og
oft var glatt á hjalla á Ásaveg-
inum. Tryggvi gekk einnig syst-
urdóttur sinni í föðurstað, þá
sjálfur ungur að árum. Hann var
svo hamingjusamur með hópinn
sinn og sagði margoft „barnalán
er betra en fé“.
Á Ásaveginum bjó fjölskyldan
fram að eldgosinu á Heimaey, þá
örlagaríku nótt. Svava sagði okk-
ur að þegar hún kvaddi húsið
vissi hún að hún mundi aldrei aft-
ur koma í þetta hús. Hún tók
dúnsængina sína og gekk út 23.
janúar 1973.
Eftir að á meginlandið kom
fór Tryggvi að reka verslunina
Hraunbúðir í Hafnarfirði. Svava
vann með honum. Þau unnu bæði
hörðum höndum og stundum
fannst manni nóg um. Í Efsta-
lundi í Garðabæ undu þau hag
sínum vel þar til þau fluttu í íbúð
í Arnarsmára þar sem þau voru
afar sátt í fallegu íbúðinni sem
var með dásamlegt útsýni til
allra átta.
Svava var mjög heimakær en
félagslynd. Átti stóran vinkon-
uhóp, var í saumklúbbi þar sem
þær hittust reglulega og ekki má
gleyma árgangi 1929. Þau voru
afar dugleg að hittast og oftar en
ekki var Svava í undirbúnings-
nefnd sem var jafn skemmtilegt
og að mæta á sjálft mótið.
Við Svava erum báðar fæddar
í Eyjum og ólumst þar upp. Það
áttum við sameiginlegt og margs
var að minnast frá Eyjum. Ég
hef átt ótal margar ánægju-
stundir með Svövu og hennar
samheldnu fjölskyldu. Ég kveð
mína yndislegu tengdamömmu
og kæra vinkonu með þakklæti
fyrir allt.
Margrét Rósa
Jóhannesdóttir.
Elsku tengdamóðir mín,
Svava Kristín Alexandersdóttir,
er látin, tæplega 91 árs að aldri.
Ég vil muna hana hrausta og
heila eins og hún var áður en
sjúkdómurinn sem færði hana í
fjötra óminnis og öryggisleysis
tók völdin og rændi hana per-
sónuleika sínum. Þetta var erfitt
fyrir alla fjölskylduna.
Nú er komið að kveðjustund.
Svövu kynntist ég fljótlega
eftir að leiðir okkar Ása lágu
saman fyrir um það bil 45 árum.
Ég kynntist þessari fjölskyldu
„eftir gos“ eins og Vestmanna-
eyingar segja gjarnan. „Fyrir
gos“ bjuggu þau í Vestmanna-
eyjum og voru á hátindi lífs síns,
áttu sitt glæsilega heimili og
voru með sinn rekstur. Allt var
eins gott og það gat orðið en í
einu vetfangi var fótunum kippt
undan þeim eins og fjölda ann-
arra Vestmannaeyinga. Þau voru
hins vegar ekki á því að gefast
upp, fljótlega settust þau að í
Garðabæ, reistu sér annað fal-
legt heimili og undu vel við sitt.
Það er margs að minnast og
margt að þakka fyrir. Fallegar
minningar renna í gegnum hug-
ann. Við fjölskyldan höfum
ferðast mikið saman bæði innan-
lands og utan. Matarboðin eru
óteljandi,stendur þá upp úr ár-
legt lundaboð og veisla á gaml-
árskvöld. Þau kunnu að gleðjast
á góðum stundum og voru höfð-
ingjar heim að sækja. Þetta hef-
ur verið dásamlegur tími þar
sem hlýja og gleði hafa ráðið
ríkjum.
Svava og Tryggvi voru mjög
samhent hjón, nutu þess að vera
saman og gera hlutina saman.
Missir hennar var því mjög mik-
ill er Tryggvi féll frá um mitt ár-
ið 2004. Nú eru þau saman að
nýju.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Svövu góða samfylgd.
Með virðingu og þakklæti
kveð ég tengdamóður mína. Guð
blessi minningu hennar.
Auður Traustadóttir.
Elsku amma, núna hefur þú
kvatt okkur og ert komin til afa.
Margar yndislegar minningar
vakna á þessum tíma. Hlýja
brosið þitt og hlátur sem ávallt
fylgdu þér. Sögustundirnar voru
fjölmargar enda fór þér listavel
að segja skemmtilega frá.
Jólin með þér eru minnisstæð.
Aðfangadagur hófst klukkan sex
þegar fyrst mátti kveikja á jóla-
trénu. Eftirvæntingin á jóladag
var ekki síðri; hvaða jólaskeið
skyldi maður fá þetta árið til að
borða með heimatilbúna jólaísinn
þinn!
Sem barn var ég oft hjá þér og
afa. Þá var mikið spilað með
borðspilum. Síminn hringdi oft í
miðju spili því vinmörg kona
varst þú. Það reyndi oft á þol-
inmæðina hjá ungu barni að bíða
eftir að þeim símtölum lyki þann-
ig að hægt væri að halda áfram
að spila.
Ekki er hægt að gleyma góðu
djöflakökunni þinni sem ég hef
að sjálfsögðu tekið upp á að
baka. Hún kallar ætíð fram
minninguna um þig.
Alltaf hefur mér þótt vænt um
að vera alnafna móður þinnar
enda fer það orð af henni að hún
hafi verið yndisleg og heilsteypt
manneskja eins og þú.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku amma, þú munt alltaf
eiga stað í hjarta mínu. Ég kveð
þig með söknuði og þakklæti.
Þín
Ásdís Sveinsdóttir.
Allt hefur sinn tíma, upphaf og
endi. Það kom okkur systkinun-
um ekki á óvart að Svava amma
okkar hefði kvatt þennan heim.
Hún hefur í nokkur ár átt við erf-
iðan sjúkdóm að stríða. Upphaf-
lega leyndi sjúkdómurinn á sér
en með tímanum rændi hann lík-
amlegu og andleg þreki hennar.
Við getum huggað okkur við
það hve minningarnar um þig
eru yndislegar. Við barnabörnin,
börn Ása, erum á dreifðum aldri
og eigum því misjafnar og mis-
miklar minningar um ömmu en
allar eru þær ljúfar. Svava amma
var okkur mjög góð og við eigum
margar yndislegar minningar
um hana sem munu lifa með okk-
ur um ókomna tíð.
Amma var höfðingi heim að
sækja og lagði mikið á sig þannig
að okkur börnum leið vel. Við
gátum alltaf treyst því að við
færum södd og kát frá henni og
uppfull af fróðleik. Alltaf var til
nýbökuð djöflaterta og í seinni
tíð var passað upp á hafa suðu-
súkkulaði til taks. Við höfðum
alltaf nóg að gera þegar við kom-
um til ömmu og afa í Efstalundi
og seinna í Arnarsmára, hvort
sem það var að fara í tindátaleik,
kappkapal með ömmu eða golf út
á grasi. Það gaf okkur mikið að
koma til þeirra og var það í miklu
uppháhaldi hjá okkur öllum. Við
eigum eftir að sakna þessara
stunda alla ævi enda voru þær
okkur dýrmætar.
Það var þungt fyrir ömmu
þegar afi kvaddi þennan heim.
Hún var þó duglega að hreyfa sig
og fór í göngutúr á hverjum degi.
Það var því erfitt fyrir okkur öll
að sjá sjúkdóminn taka yfir
hennar líf. Þar sáum við ömmu
okkar sem var svo kraftmikil og
jákvæð tapa sínum eiginleikum.
Amma, þú kenndir okkur svo
margt um lífið og þín minning
mun lifa.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þín barnabörn,
Tryggvi, Elín Ósk,
Trausti, Svava Dís
og Bjarni.
Svava Kristín
Alexandersdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar