Morgunblaðið - 27.04.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Ættjarðarljóð í ljóðasöfnum
og hefðarveldi
Um miðja 19. öld fara Íslendingar
að gefa út ljóðasöfn með völdum
verkum ýmissa skálda. Ljóðasafnið
Snót kemur fyrst út 1850 og aftur í
endurskoðaðri gerð 1865; þriðja út-
gáfan lítur svo dagsins ljós 1877. Af
útgáfum eins og
Snót má ráða
nokkuð um stöðu
ættjarðarljóða og
hvernig til verð-
ur úrval kvæða
og skálda sem
sett eru í öndvegi
og mynda eins
konar hefð-
arveldi (e. ca-
non).
Í fyrstu gerð
Snótar eru eftirfarandi kvæði
fremst í bókinni: Ísland („Ísland,
farsælda frón“) eftir Jónas Hall-
grímsson, Íslands minni („Eld-
gamla Ísafold“) og Ísland („Þú,
nafnkunna landið!“) eftir Bjarna
Thorarensen, þá fjögur kvæði eftir
Jónas: Íslands minni („Þið þekkið
fold með blíðri brá“), Veislukvæði
(„Þú stóðst á tindi Heklu hám“),
Gunnarshólmi og Fjallið Skjald-
breiður og loks Fjöllin á Fróni
(„Hvað fögur er mín feðrajörð“) eft-
ir Sigurð Breiðfjörð (1798-1846). Ef
eitthvað er að marka fjölda
ljóðanna virðist litið á Jónas sem
helsta ættjarðarskáldið (fimm ljóð)
en Bjarni gengur næst honum (tvö
ljóð) og síðan Sigurður Breiðfjörð
(eitt ljóð).
Í annarri útgáfu Snótar er Ísland
Jónasar Hallgrímssonar enn fremst,
þá Íslands minni og Ísland eftir
Bjarna Thorarensen, síðan kemur
Ísland („Eykona hvít við dimmblátt
djúp“) eftir Steingrím Thorsteins-
son, Íslands minni, Veislukvæði,
Gunnarshólmi og Fjallið Skjald-
breiður eftir Jónas, Snæfellsjökull
(„Yfir hrauna hrjóstur“) eftir Stein-
grím, Fjöllin á Fróni eftir Sigurð
Breiðfjörð, Dettifoss („Þar sem aldr-
ei á grjóti gráu“) eftir Kristján Jóns-
son (1842-1869), Barmahlíð („Hlíðin
mín fríða“) eftir Jón Thoroddsen
(1818-1868) og „Dalvísur“ (þ.e. Dal-
vísa) eftir Jónas. Þetta er því
breiðari hópur en í fyrstu útgáfu
Snótar og þarna fá inni yngri skáld
eins og Steingrímur (tvö ljóð), Krist-
ján og Jón (eitt ljóð hvor).
Í þriðju útgáfu Snótar stækkar
hópur ættjarðarskáldanna enn og
þar eru þessi ljóð höfð fremst í bók-
inni: Ísland Jónasar Hallgrímssonar,
Ísland Bjarna Thorarensens, Ísland
(„Eykona hvít við dimmblátt djúp“)
eftir Steingrím Thorsteinsson, Ís-
land („Ó, fögur er vor fósturjörð“)
eftir Jón Thoroddsen, Minni Íslands
eftir Bjarna, Minni Íslands („Norður
við heimskaut í svalköldum sævi“)
eftir Kristján Jónsson, Minni Íslands
(„Hugurinn eigrar æ“) eftir Bene-
dikt Gröndal, Minni Íslands eftir
Jónas, Kveðja (til Íslands) („Vindur
blæs og voðir fyllir breiðar“) og Í
landsýn (við Ísland) („Tinda fjalla /
eg sje alla“) eftir Jón Thoroddsen,
Minnisvísur um Ísland (Kveðnar er-
lendis) („Heim stefnir sálarsjón“)
eftir Steingrím, Þjóðhátíðarkvæði
(Lofsaungur í minníngu þúsundára
byggíngar Íslands) („Ó, guð vors
lands“) eftir Matthías Jochumsson
(1835-1920), Þjóðhátíðarkvæði
(„Gullfögur Garðarsey“) eftir Grön-
dal og Þjóðhátíðarkvæði (Íngólfur)
(„Lýsti sól / stjörnustól“) eftir Matt-
hías. Eins og sjá má á úrvalinu kem-
ur þriðja útgáfa Snótar í kjölfarið á
þjóðhátíðinni 1874 og þarna má
segja að ættjarðarljóðin séu orðin að
hálfgerðri íþróttagrein sem skáldin
etja kappi í. Íslendingar fagna þús-
und ára byggð í landinu, þeir hafa
fengið sína eigin stjórnarskrá og
bjartsýni ríkir um framtíðina. Úrval-
ið sýnir að ný kynslóð skálda hefur
kvatt sér hljóðs enda er á þessum ár-
um farið að ræða um Gröndal, Stein-
grím og Matthías sem „þjóðskáldin
þrjú“. Ljóðum Jónasar hefur fækkað
til muna og meira jafnræði er með
honum, Bjarna, Jóni Thoroddsen,
Gröndal, Steingrími og Matthíasi
sem allir eiga tvö ljóð í bókinni en
Kristján á þar eitt ljóð.
Jafnræðið nær þó ekki út fyrir hóp
karla því að ekkert ljóð er þarna eftir
konu. Kvenskáldum reyndist líka
erfitt að finna sig í hefð sem skil-
greind var á forsendum karla og þær
kusu jafnvel frekar að hæðast að
töktum þjóðskáldanna. Júlíana Jóns-
dóttir (1838-1917) sneri út úr „Eld-
gamla Ísafold“ eftir Bjarna eins og
Helga Kress hefur bent á. Þetta
gerði hún í kvæði sínu Íslandi:
Eldgamla ísafold,
ófrjósöm þín er mold,
blásin og ber;
næðir af norðanvind’
nágol’ um snjófgan tind;
ást þinna barna blind
býr samt hjá þjer.
Júlíana afhjúpar hér goðsögn
þjóðernisstefnunnar um óbilandi
ættjarðarást landsins barna og segir
hana blinda. Kvæðið birtist í ljóða-
bók Júlíönu, Stúlku (1876), árið á
undan þriðju útgáfu Snótar (1877),
en hlaut ekki náð fyrir augum útgef-
endanna og var ekki valið í ljóðasafn-
ið. Ekki var nóg með að kvæðið væri
eftir konu heldur leyfði hún sér að
gagnrýna hefð ættjarðarljóða og
draga upp neikvæða mynd af land-
inu. Karlskáldin höfðu komist upp
með ákveðna gagnrýni en einkum ef
hún beindist að herraþjóðinni, Dön-
um. Kvenskáld voru í raun ekki sam-
þykkt inn í þessa hefð fyrr en seint
og um síðir þegar Hulda (1881-1946)
hlaut viðurkenningu á lýðveldishá-
tíðinni 1944 fyrir ljóð sitt „Hver á sér
fegra föðurland“. Hún átti þá
skammt eftir ólifað og Margrét
Jónsdóttir (1893-1971), sú kona sem
kemst næst Huldu í vinsældum sem
ættjarðarskáld, hlaut þá frægð ekki
fyrr en eftir sinn dag. Það var þegar
Magnús Þór Sigmundsson samdi lag
við ljóð hennar „Ísland er land þitt“
árið 1982. En skáldkonur hafa bæði
fyrr og síðar haldið uppi gagnrýni á
hina karllægu þjóðernisrómantík. Í
áðurnefndu ljóði Júlíönu fór „nágol’
um snjófgan tind“ og Gerður Kristný
(f. 1970) lýkur Ættjarðarljóði sínu á
orðunum: „Ísinn sleppir engum //
Landið mitt / útbreidd banasæng /
nafn mitt saumað / í hélað ver“.
Fleiri skáldkonur hafa snúið upp á
hefðina og í kafla 4.1.5 verður vikið
að því hvernig Jakobína Sigurð-
ardóttir (1918-1994) orti óvenjulegt
ættjarðarljóð á tímum kalda stríðs-
ins.
Alþýðuskáld áttu ekki heldur upp
á pallborðið í þessari hefð. Sigurður
Breiðfjörð var eitt örfárra alþýðu-
skálda sem fengu inni í úrvali ljóða
eins og Snót. Í doktorsritgerð sinni
sýnir Þórkatla Óskarsdóttir Helga-
son hvernig alþýðuskáld snúast í
fyrstu gegn ættjarðarljóðum mennt-
aðra skálda eins og Bjarna og Jón-
asar en fara síðan að yrkja sig inn í
þessa sömu hefð á síðari hluta 19.
aldar. Þau séu þó ekki eins bjartsýn
á framtíð þjóðarinnar og menntuðu
skáldin enda þekki þau á eigin skinni
erfið kjör íslenskrar alþýðu. Alþýðu-
skáldin fylgi þeim ekki heldur alltaf í
því að reyna að sameina þjóðina með
því að einblína á ættjarðarástina og
líta framhjá því sem gæti valdið mis-
klíð. Ólíkt Jónasi, sem gerir Gunnar
á Hlíðarenda að þjóðhetju, séu Sig-
urður Breiðfjörð og Jón Mýrdal
(1825-1899) gagnrýnir á hann og taki
málstað Hallgerðar í erjum þeirra
hjóna. En svo séu til þau alþýðuskáld
sem leggi áherslu á samtakamátt og
samheldni að fornu og nýju. Þau tali
þá frekar sem bændur og búalið en
ekki á almennan og óljósan hátt í
nafni þjóðarinnar allrar.
(Tilvísunum er sleppt.)
Ísland í
Eyjahafinu
Bókarkafli | Í sjálfstæðisbaráttunni litu Íslend-
ingar til sögufrægra þjóða eins og Forn-Grikkja
um fyrirmyndir til að sýna að þjóðin ætti sess
sem fullgild menningarþjóð. Sveinn Yngvi Eg-
ilsson rekur þá sögu í bókinni Ísland í Eyjahafinu
og sýnir fram á að hið þjóðlega reynist oft vera af
alþjóðlegum rótum runnið.
Júlíana Jónsdóttir Matthías Jochumsson
Jónas HallgrímssonSteingrímur ThorsteinssonJón Thoroddsen