Morgunblaðið - 27.04.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020
Góð þjónusta í tæpa öld
10%afslátturfyrir 67 ára
og eldri
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Reykjavíkurborg hefur auglýst til
umsagnar nýtt deiliskipulag fyrir
svæði sem afmarkast af Dunhaga
18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tóm-
asarhaga 32-46. Í tillögunni felst að
festa í sessi leiksvæði á borgarlandi
og hverfisvernd á byggð Hjarðar-
haga og Tómasarhaga með minni-
háttar heimildum til breytinga þ.
á m. bílskúrsheimilda á tveimur lóð-
um, niðurrifi bílskúra og uppbygg-
ingu á lóð nr. 18-20 við Dunhaga,
segir í skipulagslýsingu.
Uppbygging á svæðinu hefur ver-
ið umdeild og íbúar við Hjarðarhaga
hafa kært fyrri samþykktir borgar-
ráðs um deiliskipulag fyrir svæðið.
Gerðu þeir athugasemdir m.a. við
breytingu fjölbýlishússins við Dun-
haga sem muni auka skuggavarp á
nærliggjandi lóðum. Nú síðast úr-
skurðaði úrskurðarnefnd umhverfis-
og auðlindamála hinn 20. mars sl. að
samþykkt borgarráðs frá 6. júní
2019 um nýtt deiliskipulag skyldi
felld úr gildi.
Húsið er farið að láta á sjá
Fram kemur í skipulagslýsingu að
helsta markmið skipulagsins sé að
nýta núverandi íbúðarhús og versl-
unarrými á Dunhaga 18-20 betur,
húsnæðið sé farið að láta á sjá og
kominn tími á miklar endurbætur. Í
núverandi húsi liggja fyrir sam-
þykktar teikningar að breytingum á
efri hæðum fyrir smærri íbúðir og
nú sé einnig fyrirhugað að sækja um
að byggja ofan á húsið og stækkun á
bakhlið hússins til norðvesturs.
Breytt deiliskipulag geri ráð fyrir að
það verði allt að 23 íbúðir í húsinu.
Þá segir ennfremur: „Verkefnið er
tvíþætt, annars vegar að efla verslun
og þjónustu í íbúðahverfi og hins-
vegar að þétta núverandi íbúða-
byggð. Lóðin í dag er nokkuð stór og
mætti nýta hana betur. Þá hafa verið
á jarðhæð verslanir frá því að húsið
var byggt, t.d. gamla KRON-búðin
og er vilji til þess að efla samskonar
þjónustu í íbúðahverfinu. Bílskúrar
á baklóð verða fjarlægðir.“
Það varð niðurstaða húsakönn-
unar Borgarsögusafns að rík ástæða
sé til að hverfisvernda skipulag
reitsins sem sé hluti af heildstæðu
skipulagi þar sem vel hefur tekist til
með samsetningu lágreistra fjöl-
býlishúsa, sólríka suðurgarða og
staðsetningu á leiksvæði barna.
Skipulagið sé vitnisburður um nýja
strauma í skipulagshugmyndum síns
tíma. Húsin á reitnum við Hjarðar-
haga annarsvegar og Tómasarhaga
hinsvegar myndi jafnframt heild-
stæða götumynd sem ástæða er til
að vernda, ásamt upprunalegum
garðveggjum sem eru hluti af götu-
myndinni. Húsið Dunhagi 18-20,
sem er stærra verslunar- og fjöl-
býlishús, tilheyrir því skipulagi sem
lagt er til að vernda, en er ekki hluti
af þeirri götumynd og heild lág-
reistra fjölbýlishúsa sem einkennir
annars reitinn og svæðið.“
Einnig kemur fram að Dunhagi
18-20 sé steinsteypt, þrílyft fjölbýlis-
og verslunarhús í móderniskum stíl,
hannað af Þóri Baldvinssyni arki-
tekt. Verktakafyrirtækið Fjallhagi
hf. byggði húsið árið 1959. Auk kjör-
búðar KRON (Kaupfélag Reykja-
víkur og nágrennis, sáluga) hafa ver-
ið í húsinu fiskbúðin Fiskihöllin,
gardínu- og vefnaðarvöruverslunin
Perlon auk þess sem Framsóknar-
flokkurinn hafði þar kosninga-
skrifstofu um tíma.
Almenningur getur kynnt sér
skipulagstillöguna á vef Reykjavík-
urborgar. Ábendingar/umsagnir
berist eigi síðar en 15. maí 2020.
Allt að 23 íbúðir í
húsi við Dunhaga
Morgunblaðið/sisi
Dunhagi 18-20 Húsið var byggt fyrir hálfri öld og er farið að láta verulega
á sjá. Samkvæmt nýju skipulagi á að stækka húsið og fara í endurbætur.
Reykjavíkurborg auglýsir nýtt skipulag á umdeildum
reit í Vesturbænum Fyrra skipulag var fellt úr gildi
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fyrirhugað er að friðlýsa Lundey á
Kollafirði. Akurey var friðlýst 3. maí
á síðasta ári og er það afstaða um-
hverfis- og heilbrigðisráðs Reykja-
víkur að einboðið sé að friðlýsa einn-
ig Lundey en hún er í eigu ríkisins.
Umhverfisstofnun óskaði fyrr í
þessum mánuði eftir afstöðu Reykja-
vikurborgar til þess að hefja undir-
búning að friðlýsingu Lundeyjar og
tilefna fulltrúa í samstarfshóp sem
vinni tillögu að friðlýsingunni og
mörkum svæðisins.
Rætt var um málið á seinasta
fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs í
vikunni og var samþykkt bókun þar
sem segir m.a. að verndargildi Akur-
eyjar og Lundeyjar sé mikið enda sé
þar ríkulegt lífríki sjófugla og varp-
staður m.a. lunda sem er í bráðri út-
rýmingarhættu.
Þúsundir ferðamanna ár hvert
Í bréfi Umhverfisstofnunar er vís-
að til þess að Fuglavernd hafi á árinu
2014 hvatt umhverfisráðuneytið til
að beita sér fyrir friðlýsingu Lund-
eyjar. Eyjan fóstri ríkulegt fuglalíf,
þar sé annað af tveimur lundavörp-
um í borgarlandinu og eyjan hafi
einnig mikið gildi fyrir ferða-
mennsku. Þangað sé siglt með þús-
undir ferðamanna ár hvert til að
skoða lunda en aðrir fuglar á eyjunni
eru m.a. fýll, kría og teista.
Umhverfisstofnun lýsir því í bréf-
inu að stofnunin hafi nú hug á að
hefja vinnu við undirbúning að frið-
lýsingu Lundeyjar.
Undirbúa friðlýs-
ingu Lundeyjar
Annað af tveimur lundavörpum í borg-
arlandinu Akurey friðlýst á síðasta ári
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lundey Ríkulegt lífríki sjófugla er í
Lundey og verpa m.a. lundar þar.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Varpstofnum gargandar og dugg-
andar hefur hnignað verulega og
æðurin er nær horfin af svæðinu
við Reykjavíkurtjörn að því er
fram kemur í skýrslu um fuglalíf
Tjarnarinnar á seinasta ári sem
lögð var fram í umhverfis- og
skipulagsráði borgarinnar í vikunni.
,,Stokkönd hefur líka fækkað
verulega frá 2007 og skúfandar-
stofninn er einnig á niðurleið.
Langvarandi viðkomubrestur
stendur andastofnunum fyrir þrif-
um og það hnignunarskeið sem nú
stendur yfir hefur varað í um 15
ár,“ segir í samantekt fuglafræð-
inganna Ólafs K. Nielsen og Jó-
hanns Óla Hilmarssonar, sem
standa að þessari vöktun fyrir
Reykjavíkurborg, sem hefur staðið
yfir frá árinu 1973.
Þrjár meginskýringar eru sagðar
vera á lélegri afkomu andarunga;
fæðuskortur, afrán og hnignun bú-
svæða. Benda þeir á að Tjörnin er
fuglagarður í miðri borg og umsjón
og ábyrgð þessa svæðis er á hendi
borgaryfirvalda.
„Ástand fuglastofna Tjarnarinnar
er óviðunandi og ekki í samræmi
við mikilvægi fuglanna fyrir borg-
arbúa. Vorin 2014 og 2015 var
spyrnt við fótum og borgaryfirvöld
stóðu að andarungaeldi við Tjörn-
ina til að styðja við hnignandi
stofna og það starf hefur borið ár-
angur. Haustið 2017 voru ágengar
plöntur í kríuvarpinu í Þorfinns-
hólma upprættar og haustið 2018 í
kríuvarpinu í Vatnsmýrarfriðlandi,“
segir í ágripi Ólafs og Jóhanns Óla.
Segjast þeir fagna þessu frum-
kvæði og hvetja til að haldið verði
áfram á sömu braut og jafnframt
að ráðinn verði eftirlitsmaður til að
sjá um umhirðu Tjarnarfuglanna.
Hætta getur stafað af fram-
kvæmdum í Vatnsmýri
Í umfjöllun um niðurstöður vökt-
unarinnar segja höfundar að
vatnsbúskapur Tjarnarinnar gæti
verið í hættu vegna mikilla fram-
kvæmda víða í Vatnsmýri eða í
jaðri hennar. ,,Bæði eru fram-
kvæmdir í Hlíðarenda og svo
stendur til að byggja við sunnan-
verðan flugvöllinn. Þessar fram-
kvæmdir gætu haft áhrif á
vatnsbúskapinn og þarf að vakta
hann gjörla, annars er hætta á að
vatn hætti að renna til Tjarn-
arinnar og það mundi verða end-
anlegur dauðadómur yfir lífríkinu
og fuglalífinu,“ segir í skýrslunni.
Fram kemur að hólmarnir í
Norðurtjörn eru að hverfa í hvönn,
sem hefur lagt undir sig litla hólm-
ann og er smátt og smátt að leggja
stóra hólmann undir sig. Uppræta
þurfi hvönnina.
Morgunblaðið/Ómar
Kríumamma matar unga Ágengar plöntur í kríuvarpinu í Þorfinnshólma
voru upprættar haustið 2017 og 2018 í kríuvarpinu í Vatnsmýrarfriðlandi.
Fuglalífi hnignar
við Tjörnina