Austri


Austri - 02.12.1993, Blaðsíða 6

Austri - 02.12.1993, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 2. desember 1993. Frá félagi garðplöntuframleiðenda Sænskt gæðaparket á ótrúlega hagstæðu verði. * Sommer gólfdúkar. Ringo innihurðir. Stök teppi og mottur. Niðursagað skápaefni, ódýr valkostur. Egilsstöðum Sími 12223 Opiðfrá 13:00-18:00 KentrucK L YFTIHAND VAGNAR Sænskir vinnuþjarkar! Aldrei betra verö Gerið verðsamanburð ÁRVÍK ÁRMÚLA1 S. 91-687222 Um langt árabil hafa garðplöntu- framleiðendur verið beittir ranglátri og ósanngjarnri samkeppni frá hendi opinberra og hálfopinberra fyrirtækja. Fyrirtæki sem framleiða garðplöntur og skógarplöntur í miklum mæli og fá til þess ýmsa styrki, hafa einokunaraðstöðu og skila í mörgum tilfellum hvorki sköttum eða öðrum gjöldum í sam- ræmi við gildandi lög. Verður þá að hafa hugfast að hér er verið að ráðstafa umtalsverðum opinberum fjármunum. Starfsskilyrði einkarekinna garð- plöntustöðva hafa þrengst það mik- ið á síðustu árum að vart verður unað lengur. Félag garðplöntuframleiðenda hefur lengi leitað allra leiða til að fá leiðréttingu á því misrétti sem starfsgreinin hefur verið beitt, en oftast talað fyrir daufum eyrum bæði ráðamanna og fjölmiðla. Félagið lagði í mars á þessu ári, fram erindi til samkeppnisstofnun- ar, þar sem farið er fram á að stofn- unin taki til skoðunar það starfsum- hverfi og markaðsaðgengi sem einkareknar garðplöntustöðvar búa við. Erindi félagsins varðar annars vegar Skógrækt ríkisins og ræktun- arstöðvar bæjarfélaga og hins vegar starfsemi skógræktarfélaganna og náin tengsl þeirra við sveitarfélög. Varðandi skógrækt ríkisins er gagnrýnt hvernig lög þau sem þess- ari ríkisstofnun eru sett, eru snið- gengin, eða farið á skjön við þau. Þar er ríkisfé varið til stórfelldrar uppbyggingar á plöntuframleiðslu- stöðvum víðs vegar um landið, án lagastoðar. Þessar framleiðslu- stöðvar eru síðan í beinni sam- keppni við einkareknar garðplöntu- og trjáplöntustöðvar. Ræktunarstöðvar bæjarfélaganna eru hins vegar ekki að selja fram- leiðslu sína á frjálsum markaði en nota opinbert fé til fjárfestingar og til að styrkja framleiðsluna og skila líklegast engum eða fáum gjöldum eins og virðisaukaskatti, fram- leiðslugjöldum, fasteignaskatti m.m. Skógræktarfélögin, og er hér helst átt við Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Eyfirðinga, eru áhugamannafélög sem vegna starfsemi sinnar og rekstrarforms njóta skattfríðinda og margs konar hlunninda og styrkja bæði frá ríki og bæjarfélögum. Skógræktarfélag Reykjavíkur, sem er lang stærst félaganna, hefur þró- ast upp í að vera fyrirtæki sem framleiðir garð- og skógarplöntur í ágóðaskyni, jafnframt því sem það selur þjónustu sína við gerð útivist- arsvæða og annarra gróðursvæða innan borgarmarkanna. Megnið af því landssvæði sem félagið hefur undir starfsemi sína, hefur það fengið endurgjaldslaust hjá Reykja- víkurborg. Aðstöðumunur þessa fyrirtækis gagnvart öðrum garð- plöntuframleiðendum er gífurlegur. Reykjavíkursvæðið er stærsti markaður garðplantna á landinu og Reykjavíkurborg og stofnanir hennar því stærsti kaupandinn á því svæði. I stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur eru, og hafa löngum setið helstu áhrifamenn borgarkerf- isins, auk annarra náinna tengsla við ráðamenn borgarinnar. Sömu menn eru því fulltrúar kaupenda og seljanda. Þama hefur myndast lok- að markaðskerfi sem öðrum garð- og trjáplöntuframleiðendum hefur reynst mjög erfitt að nálgast. Gagnrýni Félags garðplöntu- framleiðenda beinist því ekki síður að þessari siðblindu borgarkerfis- ins. Svipaðir starfshættir hafa einnig þróast annars staðar eins og á Akureyri og í Hafnarfirði. Því var það að þegar ný sam- keppnislög gengu í gildi í vor, að Félag garðplöntuframleiðenda lagði þessi mál fyrir hina nýstofn- uðu samkeppnisstofnun. Mat sér- fræðinga hennar var að hér væru samkeppnislög greinilega þverbrot- in og því bæri stofnuninni að vinna að þessu máli. Síðan eru liðnir sjö mánuðir án þess að niðurstaða hafi fengist og þolinmæði flestra á þrot- um. Þessi mál hafa verið kynnt fyrir stjórn sambands Garðyrkjubænda. I framhaldi af því fengu þau umfjöll- un á aðalfundi Stéttarsambands Bænda á Hvanneyri þann 21. sept- ember 1993. Þar var samþykkt á- lyktun þar sem stjórn Stéttarsam- bandsins var falið að vinna að framgangi þessa máls í samráði við Félag Garðplöntuframeiðenda. Fréttatilkynning Verkalýösfélögin á Austurlandi Lííeyrissjóður Austurlands Kaupmannafélag Austurlands Héraðsbúar ^ Þið styrkið sjónverndarátak Lionshreyfingarinnar og sölubörnin okkar með því að kaupa merki 3. - 5. des. næstkomandi. Lionsklúbburinn Múli. j Hundaeigendur Egilsstöðum Hundahreinsun fer fram hjá Héraðsdýralækni að Reynivöllum 14 næstkomandi laugardag (04.12. "93) frá kl. 11:00- 13:00 fyrir hádegi. Vinsamlegast mætið ^ með hunda ykkar til hreinsunar á ^ 'V* umræddum tíma og losið þá við hugsanlega bandorma. Gíróseðlar vegna hundaskatts 1993 verða sendir bráðlega til þeirra hundaeigenda, sem ekki hafa þegar greitt umrætt gjald. Héraðsdýralæknir - Egilsstaðabær. Heiðarferð eldri borg- ara á Héraði 1993 Hér er meiningin að segja lítils- háttar frá heiðarferð eldri borgara sem var farin á höfuðdag 29. ágúst í björtu veðri en hitastig var frem- ur lágt. Að morgni safnaðist fólk saman við Miðvang 22, Egilsstöð- um, en þar stóð rútan hans Sveins Sigurbjörnssonar og hann aðstoð- aði þá sem með þurfti við að koma sér fyrir í bflnum. Kl. 9:00 rann bíllinn af stað með 47 manns innanborðs. Að þessu sinni var farið inn Velli um Hallormsstaða- skóg inn á Jökulsárbrú í Fljótsdal og út að Bessastöðum. Þar eru vegamót á svokallaðan virkjunar- veg upp Bessastaðafjall í 11 ess- beygjum upp á Ingiríði, en svo heitir hæsta aldan í fjallsbrúninni. Ekki er kunn þessi nafngift. Ekið var inn áðurnefndan virkjunarveg framhjá Einarsbúðum, sem nú eru ekki nema svipur hjá sjón síðan Einar í Mýnesi yfirgaf þær. Hald- ið var áfram sem leið liggur áleið- is til Snæfeltsbúða, en þoka huldi Snæfell svo við sáum það ekki í þetta sinn. Brátt var komið að vegi sem sagt var að lægi til Hrafnkels- dals. Fara þurfti fimm sinnum yfir eina áarsprænu, sem Hörkná heitir og rennur í mörgum krókum út og norður heiði og um síðir í Jökulsá á dal. Þegar komið var á austurbrún Hrafnkelsdals, þótti okkur bratt að líta niður eftir mjóum vegar- slóða niður í dalinn, en þar gaf að líta slegin og hirt tún á Aðalbóli. Þar er tvíbýli nú og mikil ræktun túna, en ekki nægur heyskapur, þvf við mættum Gísla bónda fyrir utan Aðalból með heyhlass á bíl með aftanívagni, var að flytja það utan frá Stóra-Bakka í Tungu- hreppi. Skammt frá Aðalbóli var farið að impra á því í bílnum, að mál væri að fara út og pissa. En fararstjóri sagði að það væru ekki nema nokkrir kílómetrar norður að bænum Brú, og þar væri búið að reisa hús með aðstöðu fyrir ferðafólk. Þegar að Brú kom var farið beint á snyrtingu, síðan var farið að huga að skjólsælum stað til að fá sér kaffisopa sem fólkið hafði með sér. Ekki virtist hann vera til staðar svo allir fóru inn í bflinn og drukku þar. A Brú kom til okkar í bílinn Sigurjón Guðmundsson bóndi á Eiríksstöðum, en hann fæddist og ólst upp í Sænautaseli. Hann hafði verið beðinn um að fræða okkur um heiðina. Þegar lagt var af stað frá Brú, var ekið upp fyrir utan tún upp lágan háls og slóðann út heiði með Eiríksstaðahnefla á hægri hönd sem rísa hátt og mynda grunnt dalverpi þarna út heiðina, þar er allmikill vatnaklasi með silungi í. Flest ef ekki öll býlin hafa verið byggð við vötnin. Það hefur gert veiðin. Fyrst var komið að Heið- arseli en það var síðasta býlið sem fór í eyði í heiðinni árið 1946. Bíllinn nam staðar á melöldu stutt frá og fólk fór út og margir gengu heim að tóttunum. En þar hittum við fyrst fyrir tvo Skriðdælinga. Metúsalem á Víðilæk og Hóseas í Eyrarteigi ásamt Arnheiði Guð- jónsdóttur frá Heiðarseli, sem voru komin þama á eigin bfl á undan okkur. Arnheiður lýsti tótt- unum og hvaða hús hefði verið í hverri tótt fyrir sig. Að því loknu kom hún í bflinn til okkar og þau Sigurjón skiptust á um að lýsa býlunum og lífi fólks og starfi á þessum afskekkta stað langt frá öðmm mannabyggðum í hart nær eina öld. Þegar komið var að Sænautaseli fóru allir úr bílnum og gengu heim og skoðuðu bæjarhús utan sem innan. En bærinn var endur- byggður á síðastliðnu sumri. Teknar voru með sér nestistöskur og tyllt sér niður við eldhúsborðið eða á rúmstokk upp á baðstofu- lofti, hresst sig á kaffisopa og skrifað í gestabók. Var síðan ekið af stað og farið viðstöðulaust út á norðurlandsveg og niður á Jökul- dal. A Skjöldólfsstöðum kvaddi Sigurjón og fór úr bflnum með dynjandi lófaklappi ferðafélaga. Var ferðinni haldið áfram út í Brúarásskóla. Þegar inn var gengið hljómaði samspil á píanó og harmonikku, einskonar forspil að frambornum kvöldverði sem neytt var af bestu lyst. Að honum loknum gerði fólkið sér eitt og annað til skemmtunar meðal annars var boðið upp í dans. En tíminn leið og brátt raðaði fólkið sér inn í bfl- inn sem ók af stað þegar búið var að telja. Ekið var í einum áfanga að bænum Heiðarseli en þar var hún Gunnhildur kvödd og nú styttist óðum leiðin að Miðvangi 22 þar sem leiðir skyldu og hver hélt til síns heima. Stefán Bjarnason, Fólkið horfir heim að Heiðarseli. Áshrifta- og auglýsingasímri AUSTRA erI1984

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.