Austri


Austri - 16.12.1993, Qupperneq 6

Austri - 16.12.1993, Qupperneq 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, jólin 1993. Börnin eru það besta sem við höfum upplifað Allir þekkja þá eftirvæntingu og spennu sem ríkir þegar von er á barni í fjölskyldunni. Hjónin Svanfríður Kristjánsdóttir og Magnús Gunnarsson, sem búsett eru að Brávöllum 4 á Egilsstöð- um hafa upplifað þennan merkis- atburð í lífí hverrar fjölskyldu á dálítið óvenjulegan hátt. Þau hjón eiga tvö börn, Söndru Osk 5 ára og Gunnar Sigurð 1 árs og eru þau bæði ættleidd. Börnin eru fædd á Indlandi og þangað sóttu Svanfríður og Magnús þau með 5 ára millibili að undan- genginni langri og erfíðri bið. Eg leit inn til þeirra hjóna eitt kvöld í desember og fékk þau til að segja mér frá reynslu sinni. Við tókum þetta skref fyrir skref Ég spurði fyrst, hvaða skilyrði þarf fólk að uppfylla til að fá að ættleiða bam? Svanfríður: “Fyrst og fremst að hafa verið í hjóna- bandi a.m.k. í 1 ár og að saman- lagður tími hjónabands og sambúð- ar sé a.m.k. 3 ár. Aldurinn skiptir líka máli, kjörforeldrar mega ekki vera eldri en 45 ára og ekki yngri en 25 ára. Svo þarf að veita ýmsar upplýsingar s.s. um fjárhag, hús- næði og fleira”. Tekur langan tíma að fá ættleið- ingu í gegn? Svanfríður: “Við byrjuðum fyrst að hugsa um að ætt- leiða bam þegar við fluttum í Eg- ilsstaði fyrir 16 ámm síðan, en um það leyti vom böm ættleidd til Is- lands frá Kóreu og seinna Srilanka. Fljótlega var lokað á ættleiðingu frá báðum þessum löndum og þá hættum við að hugsa um þetta í nokkur ár. Arið 1987 fómm við síðan inn á biðlista hjá íslenskri ættleiðingu, sem er félagsskapur sem aðstoðar fólk sem vill ættleiða böm erlendis frá”. Magnús: “Við vorum á biðlista í u.þ.b. 2 ár. I október 1988 fengum við tilkynn- ingu um að við ættum kost á að ættleiða mánaðar gamla stúlku frá Indlandi”. Svanfríður:” Við fórum síðan til Indlands og sóttum Söndru Ósk í janúar 1989. Áður en ættleið- ingin gekk í gegn þurftum við að fara í gegnum mikla skýrslugerð. Við sendum í allt um eitt kíló af pappírum til Indlands. Sum þessi gögn þurftum við að útfylla sjálf, önnur voru unnin af Félagsmála- stofnun, Dómsmálaráðuneyti og Barnaverndamefnd”. Magnús:” Félagið aðstoðaði okkur í þessu öllu saman og leið- beindi okkur um hvaða pappíra við þyrftum. Við ákváðum síðan að taka þetta skref fyrir skref og unn- um okkur þannig í gegnum papp- írsflóðið. Skjölin fóm síðan fyrir dómstóla í Indlandi, þar sem okkur var dæmdur umráðaréttur yfir barn- inu og rétturinn gaf út skriflegt leyfi þess efnis að við mættum fara með það úr landi. I framhaldi af því fengum við tilkynningu um hvenær við mættum koma og sækja barn- ið.” Hvernig tilfinning er að fá allt í einu tilkynningu um að hafa eign- ast barn? Magnús:”Það er eins og að fá stóran vinning í happdrættinu. Langþráð augnablik. Magnús og Svan- fríður taka við Söndru Osk á bamaheimili í Kalkútta. Ég varð mjög hamingjusamur, en um leið spenntur og svolítið kvíð- inn. Ég hugsaði mikið um hvort ég mundi finna til eins sterkrar föður- tilfinningar gagnvart barninu, eins og ef það væri tengt mér blóðbönd- um. Við ræddum þessi mál mikið okkar á milli. Jólin, áður en við fórum út, urðu okkur t.d. mjög erf- iður tími. Við vorum þá búin að fá mynd af Söndru og vorum í raun farin að líta á hana sem barnið okk- ar. Það var sárt að vita hana á barnaheimili óralangt í burtu og geta ekkert gert fyrir hana”. Ég hefði viljað taka þau öll með mér Þið sóttuð bæði börnin til Ind- lands. Voru þetta erfið ferðalög? Magnús:” Já, þau þurftu mikinn undirbúning. Við þurftum að sækja um vegabréfsáritun til Indlands í gegnum sendiráð þeirra í Noregi. Síðan höfðum við samband við margar ferðaskrifstofur til að kanna verð, því auðvitað reyndum við að komast út á sem hagstæðast- an hátt því allt kostaði þetta mjög mikið. í fyrra skiptið reyndist best að skipta við Arnarflug, þeir pönt- uðu far áfram hjá KLM og sáu einnig um að panta hótel fyrir okk- ur”. Svanfríður:" Við vorum um 10 daga í allt í ferðinni. Við komum fyrst til Delhi en fórum síðan til Kalkútta, en þar hafði Sandra verið á barnaheimili frá fæðingu. Heimil- ið rekur Indversk kona sem heitir Chandana. Flest börnin koma á heimilið nýfædd, en stundum er um að ræða eldri börn sem fundist hafa á götunni. Um uppruna þessara barna er ekkert vitað, mæðurnar gefa ekki upp nöfn sín. Þarna voru mjög mörg börn og það er mjög vel hugsað um þau. Samt eru þau einhvern vegin svo umkomulaus. Við vorum nokkrir foreldrar frá Is- landi saman í hóp og þegar við höfðum klætt okkar börn í ný falleg föt sem við höfðum með okkur heiman að varð fátæktin og um- komuleysið á þeim sem eftir voru enn meira áberandi. Þegar ég gekk út með Söndru langaði mig mest til að taka þau öll með mér.” Magn- ús: I vor þegar við sóttum Gunnar var þetta allt miklu auðveldara því heimilið er flutt í betra húsnæði og börnin voru ekki eins mörg og í fyrra skiptið. Hvernig er að koma til Indlands? Svanfríður:”Ólýsanlegt, mann- mergðin, lyktin, loftslagið það er ekki hægt að lýsa þessu. Við vor- um búin að vera á flugi í 11 eða 12 tíma og höfðum mjög lítið getað sofið vegna taugaspennu. Ég held ég gleymi aldrei áhrifunum sem ég varð fyrir þegar ég sá þetta mikla mannhaf, mér fannst eins og ég væri ein í heiminum. Fólkið er svo ólíkt okkur og þó það talaði ensku gekk okkur illa að skilja það”. Magnús:” Við vorum 7 saman, öll í þeim erindagerðum að sækja börn. í hópnum voru þrenn hjón og einn faðir sem varð að fara einn vegna þess að konan hans gat ekki farið af heilsufarsástæðum. Ég held að það sé mjög erfitt að fara í svona ferð einn, álagið er mjög mikið og því nauðsynlegt að hjónin fari bæði. Það er líka hægt að fá einhvern til að fara fyrir sig til að sækja barnið, því það er búið að ganga frá öllu fyrirfram. Ég tel að það sé ekki æskilegt, það er mikil upplifun að koma til Indlands og ég held að það geri manni auðveldara fyrir seinna, þegar barnið fer að spyrja um uppruna sinn, að hafa séð landið og fólkið með eigin aug- um. Við höfðum áður en við fórum lesið allt sem okkur tókst að ná í um Indland. Þetta er stórkostlegt land með mikla og foma menn- ingu”. Svanfríður: Það sem mér finnst svo sérstakt er að allir eru brosandi þrátt fyrir fátæktina. Fólk- ið er svo glaðlegt, jafnvel þó það eigi ekkert nema fötin sem það stendur í. Var ekki erfitt að vera allt í einu komin með lítið barn í ókunnu landi? Svanfríður:” Nei, þetta gekk allt svo ótrúlega vel. Börnin voru u.þ.b 4 og 5 mánaða þegar við tókum við þeim og þau tóku okkur strax og voru í bæði skiptin mjög vær og auðveld á heimleiðinni. Við höfum líka verið alveg einstaklega heppin með heilsufarið hjá þeim. Eina vandamálið hefur verið þurr húð hjá Söndru”. Hvernig tóku fjölskyldur ykkar þessu? Hvernig var að koma heim? Svanfríður:” Alveg stórkostlegt. Fjölskyldur okkar beggja studdu okkur frá upphafi og reyndar höf- um við aldrei mætt öðru en vel- vilja, en margir eru forvitnir. Mér fannst það svolítið óþægilegt fyrst”. Við létum lukkuna ráða Hvernig var að vera allt í einu komin með barn eftir öll þessi ár? Svanfríður: Umskiptin voru mikil. Við vorum búin að búa saman í 16 ár og vorum óháð nema bara hvort öðru og fórum auðvitað að heiman þegar okkur datt í hug. Svo vorum við allt í einu komin með litla mannveru sem þurfti að taka tillit til. Það var svolítið erfitt fyrst. Einu sinni gleymum við Söndru og vor- um komin út á tröppur á leið í heimsókn til mágkonu minnar þeg- ar við áttuðum okkur á því að við áttum barn sem svaf inn í rúmi. Það var líka dálítið erfitt til að byrja með að þurfa að vakna til að sinna bami. Ég saknaði líka vinnunnar og þótti slæmt að þurfa að hætta að vinna, því ég var nýbúinn að ljúka námi í Póst og símaskólanum og var í fastri vinnu á pósthúsinu. Magnús:” Mér eru minnistæðust fyrstu jólin okkar með Söndru. Við höfum alltaf skreytt mikið og gert jólalegt í kringum okkur og notið þess að halda jól, en þegar við héldum upp á jólin í fyrsta skipti þrjú varð mér ljóst hve mikið vant- ar í fjölskylduna þar sem engin böm eru”. Voruð þið ekkert hikandi við að ganga í gegnum þetta allt aftur og ættleiða annað barn. Svanfríður: "Nei, alls ekki fljótlega eftir að við Sandra Ósk 5 mánaða hjá afa og ömmu í Reykjavík. A sínum jyrsta degi í nýju föðurlandi. komum heim létum við skrá okkur aftur á biðlista. Það eiga samkvæmt lögum að líða tvö ár á milli ættleið- inga og við þurftum að bíða í 3 ár í viðbót. Gunnar er jólabarn, fæddur 24 desember. Við fengum að vita um hann í febrúar og fórum og sóttum hann í maí, þá voru liðin rúm 5 ár frá því að við sóttum Söndru”. Magnús:” Mér fannst biðtíminn eftir Gunnari mjög lang- ur og á margan hátt erfiðari, en bið- tíminn eftir að fá Söndru Osk. Ræður tilviljun því hvaða bam þið fáið? Svanfríður:” Já það er al- gjör tilviljun”. Magnús: “Það er hægt að biðja um annað hvort dreng eða stúlku, en við vildum ekki gera það og lét- um bara lukkuna ráða í bæði skipt- in og vorum mjög heppin. Hér á landi er ættleiðing feimnismál Nú eruð þið félagar í félaginu Is- lensk ættleiðing? Er mikið starf á vegum félagsins? Svanfríður: Við hittumst alltaf einu sinni á ári í byrjun júlí og förum saman í úti- Svanfríður ásamt ferðafélögum fyrir utan Viktoríu safnið. Safnið, sem er kennt við Viktoríu drottningu, var opnað 1921. Safnið hýsir list og minjar nýlendutíma Breta á Indlandi. Eitt það merkilegasta sem Svanfríður og Magnús sáu á Indlandi var Taj Mahal graf- hýsið í borginni Akra. Grajhýsið, sem er byggt úr marmara lét Mongun keisari reisa til minningar um konu sína Muntaz Mahal drottningu. Byggingin stóð í 22 ár og við hana unnu 20 þúsund manns.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.