Austri


Austri - 16.12.1993, Page 10

Austri - 16.12.1993, Page 10
10 AUSTRI Egilsstöðum, jólin 1993. Stefán Guttormsson fyrrverandi umboðsmaður Olís á Reyðarfirði „Manni 6rá efcfórt þó eittfwað fccemifyrir'' Miklar breytingar hafa átt sér stað í samgöngumálum frá 1920 til dagsins í dag. Upp úr 1920 komst skriður á vegalagnir. Um 1930 má segja að helstu byggðarlög landsins hafi verið tengd akfær- um vegum. Arið 1924 var bifreiðaeign landsmanna rúmlega 300 bflar en 6 árum síðar var flotinn kominn í um 1450 bfla. A árunum fyrir og eftir stríð voru farnar áætlunarferðir milli Reyðarfjarðar og Akureyrar, 1 x í viku á meðan fært var. Reyndar má segja að ferðin hæfist í Viðfirði þangað sem farþegar frá Nes- kaupstað voru sóttir. Margir bflstjórar hafa komið við sögu í þessum áætlunarferðum og má segja að þetta hafi verið eini ferðamátinn á milli landshluta á þessum tíma. Einn af þeim er Stefán Guttormsson fyrrverandi umboðsmaður Olís á Reyðarfirði. Blaðamaður Austra hafði samband við Stefán símleiðis og spurði hvort hann vildi ekki rifja upp einhver brot frá þessum árum. Stefán tók vel í segja frá þessu tímabili er hann starfaði hjá KHB fyrstu árin Ég byrjaði á því að spyrja Stefán hvenær hann hefði byrjað að keyra bfl? “Ætli það hafi ekki verið árið 1936 í Vestmannaeyjum þar sem ég var á vertíð. Ég byrjaði að keyra um áramót svona í hálfgerðu plati. Ég fékk ekki réttindi fyrr en 24 maí en ég var búinn að taka prófið fyrir austan áður en ég fór til Vest- mannaeyja. Þeir voru í vandræðum í verstöðinni með að fá bflstjóra á bfl sem þar var. Ég kem hingað austur af vertíð um vorið 1936 og fer þá að vinna hjá kaupfélaginu alveg þar til 1946. Árið 1938 fékk ég meiraprófið en þá var kaupfélagið farið að vera með 3 rútubíla í akstri norður í land. Ég fékk prófið síðastur hér fyrir austan því árið eftir þurfti að fara suður til að taka prófið. Elís Árnason á Reyðarfirði og Guðni Jóhannsson frá Ekkjufelli voru prófdómarar fyrir breytinguna”. Hvernig voru bflarnir á þess- um árum? “Þetta voru sæmilegir btlar þeirra tíma”. Var kaupfélagið með verk- stæði? “Nei. Aðstaðan var þannig að við urðum að gera við allt sjálfir, vor- um bara inn í fjárhúsi, annað var ekki að hafa, það var hvergi verk- stæði. Það var ekki fyrr en Bretarn- ir voru farnir, að aðstaða skapaðist. Þá fékk kaupfélagið tvo skúra fyrir viðgerðir. (I dag er nýbúið að rífa skúrinn en hann stóð við hlið nú- verandi verkstæðis, á bak við kjör- búðina.) Þessir skúrar voru notaðir sem varahlutageymslur fyrir flug- vélarnar á stríðsárunum”. Hvernig voru vegirnir á árun- um 1920-30 ? “Þeir voru ekki góðir, þetta voru bara ruddir vegir í krákustígum. En það má segja að vegurinn yfir Fagradal hafi verið sæmilegur, hann var skástur. Svo var sæmilegt að fara upp í Hallormstað, eftir 1930”. Hvernig var ferðast yfir Fagra- dal á veturna á þessum árunum ? “Þá var bara ferðast um á sleð- um, Þorsteinn Jónsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri var með hesta og sleða til ferðalaga yfir Fagradal á veturna. Pabbi heitinn var með hest og sleða og hann fór margar ferðir yfir Dalinn. Ég fór aldrei með honum, ég var svo ungur þá”. Hvað var kaupfélagið með marga bfla í upphafi ? Sveinn Sigurjónsson var með bfl sem við kölluðum bændabíl sem bændur á Héraði áttu. Þetta hefur verið 1920. Þorsteinn kaupfélagstjóri gerði samning við Jón Friðriksson um að fara suður og læra á bfl. Síðan kom hann með einn bíl ósaman settan í kassa, en hann var búinn að læra að setja hann saman. Eftir að búið er að setja hann saman, var bflinn hlaðinn vörum á Reyðarfirði og svo ekið af stað upp í Hérað. Jæja, eftir u.þ.b. tvo tíma kemur Jón gangandi til baka. Hann hafði lent út af í skriðunum í Grænafell- inu sem þá þóttu brattar og erfiðar yfir að fara. Bfllinn hafði ekki kraft til að komast upp brekkurnar og drap á sér. Við það rann hann aftur á bak en Jón náði að stökkva af bflnum áður en hann fer út af veg- inum. Bíllinn valt margar veltur og var ekkert notaður meira eftir það. Þetta hefur verið um sumarið 1919. Árið eftir, 1920, réð Þorsteinn kaupfélagstjóri, Meyvant Sigurðs- son sem bílstjóra hjá félaginu. Reyndist sá akstur svo vel að hann var fenginn aftur næsta sumar til að aka vörum frá Reyðarfirði til Hér- aðs. Svo var lítið um akstur á veg- um kaupfélagsins þangað til 1928 þegar Eggert Bríem kemur hingað austur með einn nýjan bíl og var með hann í akstri sumarið 1928. Árið eftir óku þeir bræður Kristján frá Sandfelli og Benedikt í Tung- haga fyrir kaupfélgið, Benedikt í 3 ár en Kristján í 6 ár. Ég byrja svo að keyra fyrir alvöru árið 1936”. Gátu þessir vörubflar sem þú varst á borið mikið hlass? “Sumir voru með 1 1/2 tonn eins og bfllinn sem ég var á sem var Chervolett. Fordinn sem kom 1934 var fyrir 2 tonn. Fordarnir voru á breiðari dekkjum og mesta furða hvað var hægt að komast á þeim”. Hvernig var að fá gert við þeg- ar þessir bflar biluðu? “Það var hægt að fá varahluti að sunnan, það þurfti bara að panta þá og það gat tekið einhvern tíma. En það var lítið hægt að sjóða á þess- um tíma. Eftir að ég var byrjaður að aka var þetta þægilegra. Fyrstu suðutækin sem komu hingað á Reyðarfjörð voru í eigu Frímanns Jónssonar, sem þá var rafstöðvar- stjóri. Hann sauð fyrir okkur hljóðdunka og svoleiðis hluti. Þetta var áður en herinn kom en eftir komu hans fóru allir að reyna að gera eitthvað við”. Voru einhverjir með eigin bfla á þessum tíma? “Þórarinn Stefánsson og Kristinn U-67 GMC hertrukkur, sem Stefán átti með Birni Stefáns og KHB árið 1945. Bíllinn var svartur að lit og með stóru spili aðframan. Magnússon áttu bíl saman. Þórar- inn keyrði bensíni og ýmsu fyrir Kristinn. Óskar Beck og Stefán Bjarnason keyptu tvo bfla af Vega- gerðinni. Bfll Stefáns var árgerð ‘28 en Óskars var nýrri árgerð ‘29, sem hann átti svo í mörg ár. Þessir menn voru alltaf með sjálfstæðan rekstur. Svo fórstu að keyra rútunna? “Já ég fór fljótt inn í rútubrans- ann, er bara fyrst um sinn í vöru- bílaakstri hjá kaupfélaginu. Magn- ús Sefánsson keyrði fyrstur rútuna árið 1936 að mig minnir. Sigþór í Tunghaga og Jónas Jónsson þar á eftir. Kaupfélagið kaupir fleiri bíla og ég fer í það að keyra mest á rútu á sumrin en á haustin var verið að flytja fé til slátrunar. Féð var sótt af öllu Héraðinu og ekið niður á Reyðarfjörð. Síðar var sláturhús byggt á Fossvöllum. Fé úr Tung- unni, Hjaltastaðaþinghá, Eiða- þingá, Fljótsdal og Skriðdal var þó áfram keyrt ofan eftir. Það voru eingöngu bflar frá KHB sem fluttu féð og annan varning milli Reyðar- fjarðar og Héraðs; það átti alltaf svo marga bfla”. (hlær) Árið 1939 var ég á rútu. Þá var ég með rútu sem KHB hafði keypt frá Akureyri. Þetta var 18 manna chervolet. Það var byggt yfir hana fyrir norðan. Árið 1935 var bíllinn fyrst notaður þá í eigu Kristjáns hjá BSA á Akureyri. Var bíllinn not- aður í akstur austur á land. Uvíinnisstceðferð norður í íancC “í ágúst mánuði árið 1939, fórum við Thulin Johansen og Sigþór Bjarnason með Lúðrasveit Reykja- víkur á þremur rútum suður á Akranes. En sveitin hafði verið að spila á samkomu á Hallormsstað. Við vorum 10 daga í túrnum. Við fórum bæði á Húsavík og Dalvík þar sem sveítin spilaði. Ég var á 18 manna bfl. Þá var bara farið eftir götum sem voru frá því í gamla daga, slóðir sem búið var að taka úr grjót og kannski búið að laga aðeins yfir mýri. Þetta var ekki vegur, en þetta slapp allt sam- an, við komust þetta. Það var ótrú- legt hvað þessir bílar gátu gengið, af því að það voru ekki nein verk- stæði til þess að standa undir þeim á þessum tíma”. Hvenær var farið að keyra reglulega til Akureyrar?. “Ég held að það hafi verið 1937. Sumarið 1943 keyrði ég eingöngu á rútunni norður því á þessum tíma var það mikið að gera og þurfti oft að hafa fleiri bfla í akstrinum, stundum þrjá. Metusalem Sigmars- son ók með mér í þessum ferðum”. Hversu oft var farið í mánuði? “Fyrst var farið einu sinni í viku. Stundum byrjað í maí eftir tíðar- fari. Póstur var hafður á þakinu og farangur sem fólk hafði meðferðis var sett aftast í bflinn”. Nýtti fólk sér þessar ferðir? “Það var bara alltaf fullt (segir Stefán og brosir) það var ekki verið að spyrja um það, því það var ekki hægt að komast öðru vísi. Svo eftir stríð koma flugvélar og keyrslan minnkaði. Ég held að eftir stríð hafi oftast verið tveir bílar í þess- um ferðum. Ég hætti um áramótin 1946 en þá tók Metusalem Sig- marsson við af mér og var á rút- unni í eitt eða tvö ár”. Þessi mynd er tekin rétt við Vatnajökul, þegar hópur manna undirfor- ustu Þorsteins Jónssonar kaupfélagsstjóra, fóru inn að Brúarjökli árið 1938. Stefán og Sigþór Bjarnasson standa upp á vörubílnum t.li. sem Stefán ók. Bíllinn t.v. er Vallanesbíllinn svo kallaði, árgerð 1934 sem Sigþór ók. Gist var þarna um nóttina og daginn eftir var ekið í Möðrudal svo austur að Sœnautaseli og gist seinni nóttina við Rangalón.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.