Austri


Austri - 16.12.1993, Qupperneq 11

Austri - 16.12.1993, Qupperneq 11
Egilsstöðum, jólin 1993. AUSTRI 11 Myndin er tekin á Fagradal, sennilega árið 1951. A myndinni eru tveir GMC trukkar í eigu KHB á leið yfir Fagradal með aðstoð jarðýtu frá vegagerðinni. A þessum tíma var kaupfélagið með 5 GMC trukka. Hvaða leið var ekið norður? “Norðfirðingar voru sóttir til Viðfjarðar og bíll kom frá Seyðis- firði til móts við rútuna á Egils- stöðum. Þaðan var ekið norður í Möðrudal og í Grímsstaði síðan niður yfir Hólsand, en við fórum miklu austar en vegurinn liggur í dag meðfram Jökulsá. Við fórum út móana en þar var niðurgrafin slóð sem keyrt var eftir og þaðan niður að þar sem gamla brúin var skammt innan við Ferjubakka. Seinasta árið sem ég var í þess- ari keyrslu varð fólk að ganga yfir gömlu brúna, sumir urðu reiðir við að þurfa að ganga yfir. Nýja brúin við Ferjubakka var vígð árið 1957. Þegar komið var yfir var ekið í vestur að bænum Fjöllum, vestast í Kelduhverfi, og þaðan ekið inn og upp Reykjaheiðina í suður átt og þaðan til Húsavíkur; komið beint niður af fjallinu. Þá var ekki hægt að fara út fyrir Tjörnes. Venjuleg- ast var borðað á Grímstöðum, drukkið kaffi á Lindarbrekku svo aftur á Húsavík. Frá Húsavík var ekið aftur inn Reykjadal, að Einars- stöðum, farið yfir Fljótsheiðina og komið niður að Fosshóli, um Ljósavatnsskarð og yfir Vaðla- heiði. Þetta var 450 km leið á meðan ekið var þessa gömlu leið. Lagt af stað frá Reyðarfirði kl. 8 á þriðjudögum og venjulegast vorum við komnir norður um klukkan níu, beint í kvöldmatinn á hjá KEA. Rútubflstjórar sem óku rútunum frá Akranesi til Akureyrar, fannst við á Austurlandsrútunni vera andskoti lengi á leiðinni, þeir sögðust hafa komið klukkan átta til Akureyrar. “Já já, svaraði ég. Hvað var leiðin löng sem þið ókuð ? 350 kílómetr- ar, svöruðu þeir. Jæja, ég sagðist trúa því að þeir væru fljótari að fara þá vegalengd en við með okkar 450 kílómetra”. Það hefur þá enginn vegur ver- ið kominn yfir Mývatnsöræfin? “Nei nei en það var verið að leggja veginn þar. Það fóru bílar héðan að austan í þá vegagerð. Sigurður Sveinsson var ásamt öðr- um á bíl í vegavinnu á þessum stað. Hann varð að fara frá Grímsstöðum niður að gömlu brúnni á Jökulsá við Ferjubakka og yfir að Lindar- brekku í Kelduhverfi og þaðan upp Reykjaheiðina til Mývatns þaðan austur að nýju brúnni á Jökulsá á Fjöllum sem var vígð árið 1947. Eg var hættur í þessum áætlunar- ferðum þegar farið var að keyra yfir nýju brúna. Styttist vegalengd- in niður í 350 kílómetra sem áður var 450”. ‘Vztrarakftur Hvað gerðuð þið bílstjórarnir á veturna? “Eftir að komið er fram yfir stríðið komu trukkarnir og voru notaðir yfir dalinn á veturna og fór- um við í slóð þeirra á eindrifsvöru- bílunum og keyrðum þá töluvert yfir dalinn. En eftir að ég eignast sjálfur trukk, keyrði ég mikið yfir dalinn á vetuma. Arið 1946 fékk ég umboð fyrir Olíuverslun Islands og upp úr því fór ég að smá minnka við mig í akstrinum. Við Bjöm Stefánsson áttum þá tvo GMC trukka. Hvenær eignast þú svo sjálfur fyrsta bílinn? “Það hefur verið 1943 þegar við Bjöm Stefánsson mágur minn, keyptum í félagi Oldsmobil árg.’42. ‘DráttarvéCaútgerð Á stríðsárunum keypti ég traktor International, sem verið hafði í eigu Búnaðarfélags Eskifjarðar. Búnaðarfélagið ætlaði að fara að selja hann. En þá kom babb í bát- inn. Traktorinn stóð rétt hjá gömlu rafstöðinni á Eskifirði þegar áin sem rennur þar hjá hljóp með þeim afleiðingum að traktorinn fór á kaf í drullu og sand. Stuttu seinna var ég að tala við Einar Ástvaldsson sem þá var læknir og formaður Búnaðarfélagsins og spyr hann hvort hann vilji ekki bara selja mér traktorinn. Geturðu náð honum” spyr Einar? Eg get náð traktornum upp. “Þú getur fengið traktorinn og hvað viltu gefa fyrir hann”? Þrjú þúsund krónur, svaraði ég. Eg fékk allt heila klabbið, þetta var dálítill peningur en ég fékk líka heilmikið með honum, herfi, plóg, valtara, sáningavél o.fl. sem var hingað og þangað í skurðum inn á Hólmum. Svo var ég að leika mér að gera við hann um veturinn. Fyrsta árið leigði ég hann suður á Fáskrúðs- fjörð og fékk svolítið fyrir, var eig- inlega búinn að borga traktorinn upp. Næsta ár réði ég Olaf Indriða- son á vélina. Gekk á ýmsu í þess- ari útgerð. Að endingu var vélin seld suður í Breiðdal þar sem hún var notuð en stóð svo í mörg ár í túnflagi. I dag er verið að gera vél- ina upp á Norðfirði”. Lentir þú aldrei í neinum æv- intýrum? Eg man eftir einni ferð árið 1940. Það var einn morgun að Magnús Guðmundsson kallar í mig og segir mér að ég eigi að fara upp í Egilsstaði og taka þar enska her- menn sem þar biðu mín. Er ég kem þangað fæ ég að vita að ég eigi að fara yfir á Seyðisfjörð til að sækja þessa menn. Þar bíða mín 6 her- menn. Eg spyr þá hvert eigi að fara með þá. Þeir segjast hafa kort og geti sýnt mér það á leiðinni. Jæja svo settum við dótið í bflinn sem var yfirbyggður, svo var lagt af stað. Fyrst vilja þeir fara út í Jök- ulsárhlíð. Þeir vilja að ég aki yfir fjallið til Vopnafjarðar, sögðu að það væri vegur þar yfir. Ég sagði að væri vegur en ekki bílvegur. Svo förum við út í Hlíð og erum þar um nóttina að mig minnir. Næsta morgun er farið upp á Jök- uldal, ég tek bensín á Skjöldólfs- stöðum. Þaðan var haldið norður í Möðrudal. Þá ætluðu hermennirnir að fara þaðan út í Vopnafjörð. Ég sagði þeim eins og satt var að það væri ekki búið að leggja þangað veg. Þá var haldið í Grímsstaði. Hermennirnir voru búnir að finna út á kortinu að hægt yrði að fara yfir Haugsöræfin til Vopnafjarðar. Ég útskýri fyrir þeim að það sé ekki neinn vegur þar yfir, það hafi bara verið farið með hesta þá leið. En þeir vilja komast af stað svo við förum af stað í áttina að Haug eftir hestaslóðum sem þar voru. Þá sjá þeir að þetta er vonlaust og þá snú- ið til baka. Er til Grímstaða er komið vilja þeir út fyrir Hólsel og alveg yfir að Jökulsá. Þar keyri ég fram og til baka um sandanna fyrir þá til að kanna aðstæður. Þeir voru búnir að segja mér áður að ef Þjóð- verjarnir ætli að gera innrás í land- ið þá ætli þeir að lenda flugvélun- um (svifflugum) á þessum slóðum, það hafi verið búið að merkja fyrir flugvelli á þessum slóðum. Sama keyrsla var reyndar viðhöfð á Geitasandi á leiðinni norður. Svo er farið til baka. Þegar ég kem upp í vestari Fjallgarðinn, þá brotnar öxull í bflnum. Ég segi þeim að það sé eiginlega alveg sama hvora leið- ina ég fari, Grímsstaði eða í Skjöld- ólfsstaði en það var enginn sími í Möðrudal. En það sé betra fyrir mig að fara austur. Þeir vildu bíða í bílnum á meðan. Er ég legg af stað vilja þeir endilega láta mig hafa stóran regnfrakka gulan að lit og skammbyssu og pakka af skotum. Þeir sögðu mér að ef þýskir her- menn kæmu þá skildi ég bara að skjóta þá. [Á þessum tíma trúðu hermenn- irnir því að Þjóðverjar væru vænt- anlegir á hverri stundu til að gera árárs]. Frakkinn var svo þungur að það var ekki nokkur leið að ganga í honum og hélt ég því á honum alla leiðina austur að Rangalóni sem er rétt við Sænautavatn. Þar sé ég tjald en sé engan við það, þetta var að næturlagi í júní og því allbjart. Ég set frakkann inn í tjaldið og treð skammbyssunni undir koddann. Ég vissi ekki hverjir voru þarna. Nokkru seinna á leiðinni rekst ég á 4 hesta og næ einum og gat farið á honum niður í Ármótasel. Þar sé ég reiðhjól og sleppi klárum og hjóla í Skjöldólfsstað. Þegar ég er lagður af stað uppgötva ég að hjól- ið er bremsulaust og þegar ég sé ofan í Jökuldal þá skil ég hjólið eft- ir, ég þori ekki að fara á því bremsulausu niður brekkurnar. Ég hringi á Reyðarfjörð í Magnús og segi honum hvernig komið er og hann sendir Metúsalem Sigmarsson á bíl ásamt viðgerðarmönnum til að gera við minn bíl og taka farþegana niður á Seyðisfjörð. Ég legg mig á Skjöldólfsstöðum þangað til að þeir koma að neðan, fer með þeim til baka að mínum bíl. Þar skildum við eftir viðgerðarmenn en ég fer með Metúsalem heim. Hermennimir höfðu bara gaman af þessu eftir á, hlógu af þessu öllu saman. Maður var alltaf að lenda í ein- hverjum ævintýrum og brá ekkert þó eitthvað kæmi fyrir. Við vorum alltaf á þvælingi á þessum árum. Alltaf að þvælast með fólk t.d. í Ásbyrgi, þetta voru eintóm ferða- lög. Ég var aldrei heima yfir sum- arið” sagði Stefán að lokum. Þó Stefán sé kominn á efri ár, notar hann hvert tækifæri til að fara um öll fjöll á nýjum litlum jeppa sem hann á. Hefur gaman af að keyra um á harðfenni á vorin og stundum skreppur hann í dagsferðir einhverja jeppasióð- ina svona tii að rifja upp gömlu góðu daganna þegar akvegir voru eingöngu hestaslóðir. Stefán hefur gaman af að keyra um á harðfenni á vorin. Stundum skreppur hann í dagsferðir á jeppanum sínum upp á einhverja heiði eða dal. Hér er hann, ásamt Guttormi syni sínum, nýkominn yfir Sléttadal. Þennari bíl áttu þeir mágar Stefán og Björn S. í félagi við KHB. Bíllinn var GMC, keyptur frá Hofsós. Stefán minnir að þessum bd hafi verið bjargað ásamt öðrum bílum úr skipsstrandi suður á söndum á sínum tíma en svo verið byggt á hann hús hér á landi.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.