Austri


Austri - 16.12.1993, Blaðsíða 19

Austri - 16.12.1993, Blaðsíða 19
Egilsstöðum, jólin 1993. AUSTRI 19 Barnagaman Sagan af stúlkunni sem var kænni en keisarinn Endur fyrir löngu var dálítið sveitaþorp einhvers staðar langt úti í veröldinni. Allir bændumir í þorpinu vom mestu búskussar. Kirkjan þeirra var bæði lítil og lé- leg og alveg efnasnauð, svo að nærri má geta, að presturinn og djákninn hafa ekki verið upp á marga fiska. Eitt sinn sem oftar fór klerkur í kaupstað. Þegar hann hafði lokið úttekt sinni, átti hann, aldrei þessu vanur, nokkra skildinga eftir af- gangs, og hugsaði sér því til hreyf- ings að kaupa eitthvert góðgæti handa maddömunni sinni í jóla- gjöf. Hann kom þar að, er maður seldi hangikjöt, og falaði þegar af honum vænt sauðarlæri. Þetta var daginn fyrir Þorláksmessu; en maddömuna mátti ekki fyrir nokkurn mun gmna neitt um gjöf- ina fyrir fram. Karlsauðurinn var því alltaf að velta því fyrir sér á heimleiðinni, hvar lærið mundi best geymt þangað til á aðfanga- dagskvöldið. En hvemig sem hann lagði sig í líma, gat honum lengi vel ekki hugkvæmst neinn heppi- legur felustaður, og var að því komið, að hann hætti við allt sam- an. En er hann reið fram með kirkjugarðinum, datt honum það snjallræði í hug að fela lærið undir altarinu: þangað mundi þó enginn fara að hnýsast. Hann brá sér því inn í kirkjuna, stakk hangikjötslær- inu undir altarið og hélt svo hróð- ugur heim til sín. Á Þorláksmessu varð djáknan- um gengið út í kirkju: hann hugs- aði með sér, að engin vanþörf væri á að snotra þar lítið eitt til fyrir há- tíðina; mikið gæti hann að vísu ekki aðgert, en vonandi mundu dýrðlingar kirkjunnar, Pétur og Páll, víkja sér einhverju á jólunum, ef hann léti ekki sitt eftir liggja til þess að kirkjan væri sómasamlega hirt. Líkneskjur þessara postula stóðu sín hvorum megin á altarinu, og voru þær orðnar ærið fornfáleg- ar, gyllingin molnuð og málið máð. Djákninn sópaði rykinu af líkneskjunum og blés úr hverjum faldi og fellingu með mestu vand- virkni. Því næst tók hann klæðið af altarinu og dustaði það, en í því rekur hann augun í lærið. “Nei, hvað skyldi nú þetta vera? Hangi- kjötslæri!” Hann bograðist inn undir borðið og náði lærinu. “Ójú, er það ekki sem mér sýndist? Allra vænsta sauðarlæri” Frá sér num- inn hampaði hann því á lófum sér og leit ýmist á það eða á postulana. “Það er ekki um að villast. Blessaðir postularnir hafa sent mér þetta í launa skyni fyrir að dusta af þeim rykið!” Enn þá einu sinni varð honum litið framan í þá og sýndist honum þeir horfa á sig með blíðusvip eins og þeir vildu segja: “Taktu við því, veslingur, þú átt það meira en skilið!” Enda kom honum nú ekki til hugar að efast um þetta lengur, heldur tók á rás heim til sín með hangikjötslærið og færði það dótt- ur sinni; hún var bústýra hjá föður sínum, er var ekkjumaður. Stúlkunni þótti þetta góður búbætir svona rétt fyrir jólin og varð svo mikið um, að hún gáði ekki að spyrja föður sinn,hvernig honum hefði fengist það. Sjálfur hirti djákninn ekki að skýra neinum frá hvert gustukaverk postularnir hefðu gjört á sér. Um kvöldið fengu þau feðgin sér góðan bráð- lætisbita af lærinu. Nú víkur sögunni til prestsins. Á aðfangadagskvöldið laumast hann út í kirkju, til þess að sækja jóla- gjöfina handa konu sinni, en grípur í tómt eins og nærri má geta. Læt- ur hann nú greipar sópa um alla kirkjuna, en lærið finnur hann ekki að heldur. “Hver þremillinn getur verið orðinn af því?” tautaði hann fyrir munni sér. Loks gefur hann upp leitina og fer að finna djákn- ann, er honum var kunnur að ráð- snilld og vitsmunum og jafnan hafði verið hans einka athvarf í öllum vandamálum. “Komið þér sælir, djákni minn!” sagði prestur. “Þér skylduð vænti ég ekki hafa orðið var við hangi- kjötslæri, sem ég skildi eftir undir altarinu í gær? Þegar ég fór að vitja þess áðan, var það allt á burt”. Djáknanum varð heldur hverft við spuminguna, og vissi hann ekki gjörla, hverju svara skyldi. “Po-postularnir-!” stamaði hann í hálfgerðu ofboði. “Postularnir? Hvað er um þá?”sagði prestur. “Þeir, þeir - það era þó aldrei þeir, sem hafa rænt hangikjötinu yðar, prestur minn? Þeir voru komnir al- veg á heljarþrömina, veslingamir, og fengu ekki svo mikið sem mál á kroppinn á sér í jólagjöf. Svo hafa þeir líklega tekið hangikjötslærið heldur en ekkert! “Þér munuð eiga kollgátuna”, sagði prestur. “En það skal verða þeim dýrkeyptur biti! “Hann var skapbráður, karlsauður- inn. Og hvað haldið þið svo að hann hafi gert? Hann gekk rakleið- is út í kirkju, tók líkneskjur guðs- mannanna, bölbraut þær og fleygði brotunum á eldinn. Söfnuðurinn varð nú að vera dýrðlingalaus, og létu menn sér það allvel lynda. En einn góðan veðurdag fær prestur boð frá keis- aranum, að hann ætli að vera við messu hjá honum í postulakirkj- unni, er hann komi að taka skatt af löndum sínum. Þetta þótti klerki ill tíðindi, og voru nú góð ráð dýr. Hann fer samt að finna djáknann. Djákninn veltir vöngum um stund og segir síðan: “Þér eigið tvo syni, prestur minn, sem era hér um bil jafnháir. Nú skuluð þér klæða þá postulabúningi og láta þá standa á altarinu í stað Páls og Péturs”. Þetta þótti presti óskaráð. Hann dubbaði upp drengina og skipaði þeim upp á altarið. Svo kom keis- arinn, og hóf prestur guðsþjónust- una eins og ekkert væri um að vera. í fyrstu gekk allt ágætlega. En þegar prestur er í besta gæti að lesa upp pistilinn, verður sankti Páli litið út um gluggann og sér að geithafur Péturs bróður síns er kominn inn í kálgarðinn sinn og hámar í sig kálinu. Tekur hann þá viðbragð, slengir frá sér sverðinu og stekkur út um gluggann, til þess að skeyta skapi sínu á kálþjófnum. Þegar sankti Pétur sá þetta, datt honum í hug að Páll kynni að mis- þyrma geithafrinum, og þá tilhugs- un gat hann ekki þolað, því að haf- urinn var uppáhaldið hans. Hann gleymdi því sjálfum sér, fleygði lyklunum og hentist út um glugg- ann á eftir bróður sínum. Keisarinn horfði steinhissa á að- farir postulanna. Honum varð orð- fall um stund. Loks kallaði hann þó til prestsins og spurði, hverju slíkt undur sætti. Þarna stóð veslings presturinn í standandi vandræðum og star- blíndi út í loftið. Það var eins og hugsanir hans væru foknar út í veður og vind. Honum var því nauðugur einn kostur að þegja. En djáknanum varð ekki ráðfátt fremur en vant var. Hann laut að keisaranum og sagði með mesta spekingssvip: “Það er ekki furða, yðar hátign, þó að postularnir hlypu á burtu. Þeir hafa fyrirorðið sig fyrir fátækt sína og kirkjunnar og ekki getað þolað að standa svona tötralega búnir frammi fyrir yður”. Þetta fannst keisaranum ósköp eðlilegt. Hann dáðist að sómatil- finningu postulanna og sárkenndi svo í brjósti um þá, að hann sneri hið bráðasta heim til sín og sendi prestinum um hæl aftur ógrynni fjár til þess að láta reisa nýja og skrautlega kirkju handa Pétri og Páli í stað hinnar gömlu. Þorpsbú- ar þóttust allra manna lánsamastir, er þeir höfðu eignast svona inn- dæla kirkju, og létu letra á stein yfir dyranum þessi orð: “I vorri sókn á engin sorg heima”. Skömmu síðar kom keisarinn aftur til þorpsins til þess að líta eft- ir, hvemig kirkjusmíðin væri af hendi leyst. Þegar hann las letrið yfir dyranum, varð hann ævareiður og mælti: “Má vera að sorgin sé ykkur ókunn enn, en nú skal ég sjá um að þið komist í kynni við hana. Innan þriggja daga skuluð þið hafa getið gátu minnar, ella læt ég drepa þriðja hvert mannsbarn í þorpinu. Gátan hljóðar þannig: “Hver er fegurstur hljómur, feg- urstur söngur og fegurstur steinn?” Keisarinn reið nú burt með föra- neyti sínu, en bændur sátu eftir með sárt ennið. Þóttust þeir nú hafa verið helst til fljótir á sér, er þeir létu setja letrið yfir dymar. Djákninn, sem var talinn mesti vitsmunamaðurinn í þorpinu og jafnan þótti hafa ráð undir rifi hverju, botnaði ekkert í gátunni. Og þá fór nú að vandast málið. En til allrar hamingju var djákna- dóttirin enn þá meiri gáfnagarpur en karl faðir hennar. Hún réði nú gátuna og bjargaði, þannig sveit- ungum sínum. “Fegurstur hljóm- ur”, sagði hún, “er klukknahljóm- ur, fegurstur söngur er englasöng- ur og fegurstur steinn er visk- steinninn”. Bændur fóru nú hróðugir á fund keisara og sögðu honum ráðning- una. Keisara líkaði vel svarið, og vildi hann vita, hver getið hafði. Körlunum var ekki um að svara þeirri spumingu, en urðu þó að lokum að segja eins og var, að djáknadóttirin hefði getið gátunn- ar. “Fyrst hún er svona getspök, djáknadóttirin ykkar”, sagði keis- arinn, “þá verður henni líklega eitthvað úr að leysa eina þraut enn”. Fékk hann nú bændunum línræmu og þráðspotta, er þeir skyldu færa djáknadótturinni með þeim tilmælum, að hún saumaði honum úr því skyrtu og brók. Aðra úrlausn fengu þeir ekki, og með það urðu þeir að hypja sig. Undir eins og þeir komu heim til þorps- ins, flýttu þeir sér á fund djáknans og færðu honum spottana og orð- sendingu keisarans. Djáknanum féll allur ketill í eld og þótti nú hálfu ver en áður. En dóttir hans hughreysti hann. “Far þú bara að hátta; faðir minn”, sagði hún; “með guðs hjálp finn ég einhver úrræði, sem duga”. Djákninn lét sér vel líka ráð dóttur sinnar og fór að hátta. En í býtið morguninn eftir vaknaði hann við að dóttir hans stóð við rúmstokkinn með sópskaftið í hendinni. Hún bað hann klæðast sem skjótast og fara fyrir sig á fund keisarans. “Skaltu færa hon- um sópskaftið það arna með þeim skilaboðum frá mér, að ég geti ekki unnið honum neitt úr spottun- um hans, nema hann smíði mér áður vefstól úr skaftinu”. Djákninn fór að finna keisarann og færði honum skaftið og skila- boð dóttur sinnar. “Vitur er dóttir þín”, sagði keisarinn; “og fyrst henni hefur orðið svona lítið fyrir að ráða fram úr þessu vandkvæði, þá skaltu nú færa henni bikarinn þann arna og segja henni að þurausa með honum sjóinn”. Veslings djákninn labbaði nú heim aftur til dóttur sinnar, sár- hryggur í huga. En hún lét sér hvergi bregða við orðsendinguna, sagði karlinum að fara að hátta eins og ekkert væri um að vera og Eftir Helgu Svanlaugu Garðarsdóttur. Kökuhús. í hvert hús þarf 7 Maríukexkökur. Þið þurfið að skera tvær kökur þannig að þær líti út eins og gaflar á húsi. Þegar þið hafið lokið við það blandið þið frekar þykkt glassúr sem hægt er að líma kökuhúsið sam- an með. Ef þið viljið getið þið skreytt húsið að utan með glassúr þannig að það líti út sem það hafi snjóað eða jafnvel límt eitthvað sætt sælgæti utan á það t.d. Smarteis.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.