Austri - 16.12.1993, Side 24
24
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1993.
F erðalag eldri borgara
á Héraði um Vestfirði
dagana 18-25 júní 1993
sem er eyðifjörður. Farið var út
Bæjarhlíð þar græn tún á Neðribæ
og Hærribæ. Þaðan eru bræðurnir
Halldór Sigurðsson á Miðhúsum og
Olafur í Búbót. Leið okkar lá um
Unaðsdal þar er félagsheimilið
Dalbær og skammt frá er kirkja.
Þar drukkið kaffi undir kirkjuvegg.
Fagurt er hér í fjallasal,
fremur er góður hagi.
Meðan við erum í Unaðsdal,
allt er í besta lagi.
Á.K.
Á síðastliðnum vetri fór stjórn
eldri borgara á Héraði að huga að
árlegri skemmtiferð félagsins. Fljót-
lega munu Vestfirðir hafa orðið
fyrir valinu. Var þá hafist handa
við að undirbúa ferðina og byrjað á
að leita til Sveins Sigurbjömssonar
sem bauð rútuna Guðríði og auð-
vitað var hann sjálfsagðar bflstjóri.
Var nú farið að skipuleggja ferða-
lagið og Sveinn hafður með í ráð-
um vanur langferðabflstjóri og
flestum leiðum kunnugur.Kynnt
var kostnaðaráætlun og könnuð
þátttaka. Samin ferðaáætlun og
gististaðir ákveðnir. Gert var ráð
fyrir 40 manna hóp. Eitthvað var
um að fólk hætti við og var þá
fólki boðið að vera með í ferðinni
sem ekki var í félaginu og tóku því
boði 5 manns af Berufjarðarströnd
og frá Djúpavogi.
Brottfarardagur var föstudagur
18. júní. Þá söfnuðust saman að
morgni til við Miðvang 22, Egils-
stöðum 36 manns með bflstjóra.
Olafur fararstjóri tók farþegaskrá,
las nöfnin og bað fólk að gefa
merki, síðan var lagt af stað kl. 9,
komið við í Heiðarseli, þar kom
Gunnhildur Björnsdóttir í bflinn.
Var nú farið í einum áfanga
norður í Möðrudal.Þar var stansað
í hálftíma og drukkið kaffi. Síðan
var haldið áfram í björtu og góðu
veðri norður til Mývatns. Numið
staðar við Skútustaði og tekið fram
nesti og það snætt úti í sól og blíðu
en árans mýflugumar angmðu okk-
ur svo Olafi gekk fljótt og vel að
telja inn í bílinn. Var svo ekið til
Akureyrar og var þar veitt leyfi til
að bregða sér í Hagkaup. Síðan
haldið áfram til Varmahlíðar í
Skagafirði og þaðan ekið á leið að
Stóra-Vatnsskarði og yfir það. Þá
komið í Austur-Húnavatnssýslu og
niður að Húnaveri í Svartárdal. Þá
ekið um Svínavatnshrepp meðfram
Svínavatni sem er 10 km á lengd
og 1-2 km á breidd. Komið að
Húnavöllum en þar er gmnnskóli
fyrir sjö hreppa í Austur-Húna-
vatnssýslu. Þar starfar Edduhótel
yfir sumarið og var þar okkar fyrsti
gististaður. Dagleiðin var 405 km.
Laugardagur 19. júní
Þokuloft og súld en létti brátt til.
Hiti 8 stig. Karlmenn mættu flestir
órakaðir til morgunverðar, þar sem
þeir fundu ekki tengla fyrir rakvél-
ar. Málið leystist eftir morgunverð-
inn. Allir sem vildu fengu kaffi á
brúsana sína til að hafa með sér til
dagsins. Lagt var af stað kl. 10.
Ekið var norður um þing en breidd-
in þar á héraðinu svo mikil að
mannlegt auga fær varla greint.
Húnavatn blasir við stórt og að
sjálfsögðu er veiði í því. Við
Vatnsdalshóla var afgirtur trjálund-
ur og trjáplöntur komnar vel á veg.
Ekið var vestur yfir Víðidalsá. Þar
stutt frá var okkur bent á bæinn
Múla og þaðan var Guðumundur
Jónasson þjóðkunnur fjallabflstóri
sem kom með snjóbfl austur til
Reyðarfjarðar veturinn 1950-51 og
flutti fóðurkorn og aðrar vömr vítt
og breitt um Fljótsdalshérað. Ekið
var framhjá Melstað í Miðfirði þar
er kirkja og prestsetur. Áð var í
Staðarskála.
Einhver stakk upp á að heilsa
upp á prestshjónin á Prestbakka
séra Ágúst Sigurðsson og Guðrúnu
Ásgeirsdóttur. Þegar á staðinn kom
var þar fyrir fólk á ættarmóti og
prestur að sinna því.
Olafur og fleiri höfðu farið út á
planið og hitt Guðrúnu sem kom í
bílinn og heilsaði glaðlega. Hún
þekkti mörg af okkur frá árunum
sem þau hjónin dvöldu í Vallarnesi.
Guðrún sagði að þegar fólkið væri
farið skyldum við ganga í kirkjuna
þar myndi séra Ágúst spjalla við
okkur sem hann gerði. Hann sagði
að það væri ansi kalt við Hrútafjörð
norðan stormur 9 mánuði af árinu
og kaldast á Prestbakka. En bætti
við að þetta væri hlýjasti dagurinn
á vorinu, komin 10 stiga hiti.
Þórlaug Jónsdóttir á Egilsstöðum
úr okkar hópi settist við orgelið og
lék sálmalag og fólkið söng.
En þá komu boð frá Guðrúnu að
við ættum að ganga í bæinn og
þiggja kaffisopa. Að lokum fór
fram myndataka og presthjónin
kvödd með ósk um marga hlýja
daga.
Var nú ferðinni haldið áfram
með Hrútafirði að vestan. Farið
m.a, fram hjá Guðlaugsvík og
Óspakseyri við Bitrufjörð, þar er
kirkja.
Farið fyrir Skriðnisenni sem er
263 m yfir sjó. Nú sér niður í
Kollafjörð. Þar er bærinn Brodda-
nes svo og Stóra-Fjarðarhom og
Litla-Fjarðarhom. I Kollafjarðar-
nesi í Kirkjubólshreppi er kirkja,
Ölfusey á firðinum. Þá verður fyrir
hamraveggur í land.
Við sunnanverðan Steingríms-
fjörð er myndarbýlið Kirkjuból í
Tungusveit þar bjó lengi Benedikt
Grímsson, sem að sögn, var hlað-
inn fleiri trúnaðarstörfum en al-
mennt gerðist, enda landsþekktur.
Kona hans var Ragnheiður Lýðs-
dóttir. Einhvem tímann áður en bfl-
vegur var lagður norður á
Strandir,komu gangandi að sunnan
og gistu að Kirkjubóli tvær ungar
menntaskólastúlkur sem lögðu það-
an land undir fót norður á byggðar-
enda sýslunnar til þess meðal ann-
ars að sjá “skrítið fólk”. I bakaleið-
inni gistu þær einnig á Kirkjubóli.
Þær voru hrifnar af ferðinni og
kynnum við íbúana en þær urðu
fyrir þeim vonbrigðum að fá aldrei
litið “skrítið fólk”. “Það var bara
alls ekki ólflct okkur” sögðu þær.
Og þá mun nú Benedikt hafa bros-
að.
Höfuðstöðvar sýslunnar er
Hólmavík þar sem veraldlegt og
andlegt vald er samankomið. Á
Hólmavík stönsuðum við og feng-
um okkur að borða. Síðan var bær-
inn skoðaður. Þar eru staðsettir
minnisvarðar af Hermanni Jónas-
syni sem lengi var þingmaður
Strandamanna og annar af Stefáni
skáldi frá Hvítadal. Var síðan ekið
norður í Bjamarfjörð og út með
honum og síðan um Bala. Uti fyrir
Asparvík, eru eyjarnar Kóngsey og
Strákey. Kaldbakshom er 508 m
hátt og hrikalegt. Hæsta fjall á
Ströndum er Lómatindur 854 m. í
Kaldbaksvík eru tvö eyðibýli. Þá
Veiðileysufjörður, þar einn bær.
Svo var ekið yfir í Reykjafjörð og
að Djúpuvík sem er innst í firðin-
um. Þá vantaði klukkuna 15 mínút-
ur í sjö, langur og viðburðarríkur
dagur að kvöldi kominn. Ekki var
gistipláss fyrir okkur öll á Hótel
Djúpuvík svo það fóru 12 manns
20 km lengra eða að Finnbogastöð-
um til gistingar þar í skólahúsi.
Á Djúpavík var var reist mikil
sfldarverksmiðja og verbúð 1934-
35 og gekk vel fyrstu árin uns sfld-
in hvarf úr Húnaflóa. Þá var rekstri
hætt og á næstu áratugum lagðist
staðurinn í eyði.
Hjónin Eva Sigurbjörnsdóttir og
Ásbjörn Þorgilsson úr Kópavogi
réðust í að kaupa verbúðina í
Djúpuvík gerðu á henni gagngerðar
endurbætur og hófu þar hótelrekst-
ur sumarið 1985. En þau fluttu ekki
alfarið fyrr en 1986 með 3 börn.
Ásbjöm stundar útgerð með 6
tonna trillu. Sfldarverksmiðjan og
flest tæki hennar standa þama enn
og eru áhugaverð til skoðunar.
Engin ætti þó að fara um verk-
smiðjuna án leiðsagnar því að hætt-
ur leynast þar víða.
Sunnudagur 20. júní
Stillt og bjart verður, hiti 3 stig.
Að loknum morgunverði í mat-
salnum í Djúpuvík, kvöddum við
gestgjafa okkar og óskuðum þeim
góðs gengis hér norður á hjara ver-
aldar.
Lagt var af stað frá Djúpuvflc kl.
10 og farið sömu leið til baka.
Stansað var á Laugarhóli í Bjamar-
firði og drukkið kaffi. Laugarhóll
er skólahús og aðeins 4 börn í hon-
um síðastliðinn vetur. Bærinn
Klúka er þama rétt við, í landi
hennar voru byggð fjögur nýbýli á
árunum í kringum 1940. Lagt var
til Steingrímsfjarðarheiðarinnar
kl. 13.00 fyrst um Staðardal og síð-
ar Norðdal upp á heiðina og var þar
ein fannbreiða svo langt sem augað
eygði, en snjógöng á stuttum kafla
í tveggja rútu hæð. Komum niður
að Rauðumýri og beið okkar þar
nýr leiðsögumaður. Ása Ketilsdótt-
ir frá Fjalli í Aðaldal í Þingeyjar-
sýslu, nú gift og býr á Laugalandi í
Skjaldfannardal. Sagði hún okkur
frá því markverðasta á leiðinni það
sem eftir var dagsins. Farið var út á
Snæfjallaströnd og út í Kaldalón
Ekið var upp á Melgraseyrarháls,
þaðan séð fram í Skjaldfannardal
þar eru þrír bæir í byggð: Laugar-
holt, Laugarás og Laugaland þar
býr Ása Ketilsdóttir, nú leiðsögu-
maður okkar. Farið var framhjá
Arngerðareyri sem var aðal versl-
unarstaður Inndjúps. Þá var farið
um Gervidal auðugan af margskon-
ar steinum. Þá lá leiðin yfir
Hestakleif og komið niður í Mjóa-
fjörð. Þar blasir við íbúðarhús Jóns
Fannbergs sem er kringlótt með
steyptu þaki og áttstrengt. Herberg-
in í laginu eins og tertusneiðar. Út
með Mjóafirði eru skógivaxnar
hlíðar, svo streymir heitt vatnið
niður hlíðarnar. Við Vatnsfjörð er
Grettisvarða stutt frá vegi, hlaðin
úr grjóti, hol að innan. Komið í
Reykjanes kl. 6, þar svefnpoka-
pláss í rúmum. Reykjanesskóli hef-
ur ekki starfað sem bamskóli í tvo
vetur en sem gistihótel. Nokkrar
talvenjur fyrir vestan: Það er kölluð
móða þegar skeflir í sjó fram og
hann brýtur fönnina. Að gefa sauð-
fé á garða þá er það kallað að gefa í
kró. “Heimri hvammur” “Fremri
hvammur”. Svo er sagt “Norður
yfir Djúp” og “Vestur gagnstæð
átt”
Mánudagur 21. júní
Alskýjað hiti 10 stig. Eftir að
fólkið hafði lokið morgunverði og
fengið kaffi á brúsana sína var lagt
að stað frá Reykjanesi kl. 10 og
lokað hringnum á Vatnsfjarðarvegi
með því að aka inn með Isafirði og
aftur yfir Eyrarfjall - Hestakleif -
Hlíðin með ísafirði er vel gróin og
heitt vatn er þar bæði í brekkum og
í sjávarmáli, enda má sjá fugla sitja
þar og verma á sér tæmar á vetrum.
Svansvík er næsti bær við Reykja-
nes og sá eini í byggð á þessari
leið. Ekið var yfir fjall og fyrir botn
Mjóafjarðar og út með Botnshlíð
skógi vaxinni. Numið var staðar
við Djúpmannabúð og bflstjórinn
skipaði fólki að fara út og pissa.
Mjóifjörður er skógi vafinn og tún-
blettir grænir og óskemmdir með
góðum stofni. Hrútey liggur í fjarð-
arkjaftinum og er talað um hana
sem brúarstólpa af stjórnmála-
mönnum þegar kosningar nálg-
ast!!! Eyri er innar. Hér eru Kleifar
eða Kleifarkot og Eyri í hverjum
firði. Hjá Látrum breytir landið um
svip. Kjarrið hverfur og grjótið
verður allsráðandi. Nú blasir
Prestbakki í Hrútafirði.
Snæfjallaströnd við hinum megin
og Kaldalón opnar faðminn á móti
vegfarendum. Næst er Laugardalur
í hann ekki farið en þar eru þrír
bæir í byggð. Niður við sjó er
Strandsel, þar fæddist Sólveig
Olafsdóttir móðir Jóns Baldvins
Hannibalssonar. Ögurhólmar eru á
hægri hönd og svo sést heim að
Garðstöð og Ögri því höfðingja-
setri. En stendur þar brot úr tún-
garði öflugum rétt við veginn
hlöðnum úr grjóti af vermönnum í
landlegum eða leiguliðum stór-
bændanna. Næst er Skötufjörður
gríðarlangur, þar eru 8 bæir allir í
eyði nema Hvítanes. Á Kleifum var
áð og framið “uppát” (Vestfirska).
Við bæinn Borg og Kleifar fyrir
botni fjarðar hafa verið gróðursett
nokkur greni og furutré, nú eru
bæimir rústir en trén standa eftir.
Við túnið á Kleifum eru merkilegar
grjótmyndanir sem líkjast holóttum
osti. Sennilega gerst við snögga
hitabreytingu. Fossahlíð er brött
urðarhlíð að austan verðu. Um
hana hefur varðveist gömul vísa
eftir Amór prest í Vatnsfirði.
Ár og síð og alla tíð,
er hún meður fönnum.
Fjandinn ríði Fossahlíð,
ég fyrirbýð það mönnum.
Stutt frá Litlabæ var numið stað-
ar og tekin mynd af hringhlaðinni
Fjárborg úr grjóti, þar líka mikill
túngarður hlaðinn úr sama efni.
Næsti fjörður er Hestfjörður með
skógivaxnar hlíðar og fjallið Hestur
speglar sig í firðinum. Farið var
yfir lágan háls og var þá komið
niður í Seyðisfjörð. Þar er eyðibýl-
ið Kleifar og þaðan var drengurinn
sem fann skipbrotsmanninn er
komst einn af enskum togara er
fórst út á miðju Djúpi, en bátinn
rak að landi í Seyðisfirði. Ekið var
út að Kambsnesi. Þar er einn besti
útsýnisstaður um Djúpið, ekki var
numið staðar þar, heldur sveigt inn
í Álftafjörð, Súðavflc er handan
fjarðarins og yfir gnæfa fjallatindar
eins og Kofri og Sauratær.
Á leið út með Súðavíkurhlíð er
ekið gegnum jarðgöng í Amames-
hamri, þá komið fyrir Amames,
blasir þá við Hnífsdalur og Isa-
fjarðarkaupstaður, en að norðan-
verðu í Djúpinu er Vébjamamúpur,
það ysta af Snæfjallaströnd og þar
fyrir norðan birtist sýn í Jökulfirði
með Grænuhlíð ysta.
Ekið inn með Skutulsfirði, þar er
Arnardalur sem samnefnd ætt er
kennd við, þar bjuggu feðgamir
sem séra Jón þumlungur prestur á
Eyri lét brenna forðum daga.
Hafrafell gnæfir fyrir botni fjarð-
ar. Engidalur og Tungudalur sitt
hvoru megin. Skíðasvæði er á
Seljalandsdal þar er nægur snjór.
Sést í jarðgöngin innan við Tungu-
skóg en þau eiga að leysa af vetrar-
ferðir yfir Breiðadals- og Botns-
heiði.
Um leið og Ása lauk við að
kynna okkur landið og leiðina frá
Reykjanesi og til Isafjarðar, hafði
hún yfir vísu sem hún sagðist hafa
gert í bændaferð á leið austur á
Hérað.
Bráðum okkar léttist lund,
lifna vestfirsk hjörtu.
Um Egilsstaða græna gmnd,
gegn í veðri björtu.
Á ísafirði kvöddum við Ásu og
þökkuðum greinargóða leiðsögu
um þennan hluta Vestfjarða, sem
okkur flestum var ókunnur áður.
Nú kom í bflinn til okkar áttræð-
ur Isfirðingur Oddur Oddsson og
að hans ráði var ekið um bæinn og
sagði hann og sýndi okkur eitt og