Austri - 16.12.1993, Qupperneq 26
26
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1993.
Jón Kristjánsson:
Haustið 1963
Þrjátíu ár eru ekki langur tími í
sögunni, en þau eru drjúgur hluti
mannsævinnar. Ekki síst á þetta við
þegar tímaskeiðið spannar miklar
breytingar í þjóðfélagsháttum og
andinn er sá að sækja fram til
meiri umbyltinga.
Þessar hugleiðingar tengjast per-
sónulegri reynslu. Fyrir hugskots-
sjónum mér eru haustdagar 1963
ljóslifandi. Ég stóð þá á krossgöt-
um í lífinu, settist að í nýju um-
hverfi á stað sem ég hafði aldrei
augum litið. Þetta var á Egilsstöð-
um. Þorpið var ungt, og ég hef upp-
lifað það á þessum tíma að fylgjast
með vexti þess, sjá bæjarfélag
verða til.
Mér kom því í hug að rifja upp
nokkrar minningar frá haustinu
1963, um þá mynd sem blasti þá
við mér á Héraði og á Egilsstöðum.
Strandaglópur fyrir norðan
Það var einn mildan haustdag í
október 1963 að ég lagði af stað úr
Skagafirði og með mér var Pálmi
Rögnvaldsson frændi minn sem var
á leið í Eiðaskóla. Þetta var á þeim
tíma sem hauststörfum sveita-
manna var að ljúka fyrir norðan.
Sláturtíð langt komin, tvennar
göngur að baki. Ferðinni var heitið
austur á land. Þetta var fyrir daga
sjónvarpsins sem færir inn í stofu
til fólks í myndum staðhætti víðs
vegar á landinu. Ég hafði enga hug-
mynd um hvernig væri umhorfs á
þessum nýja stað, var ráðinn þar í
vinnu hjá kaupfélaginu fyrir milli-
göngu vinar míns og skólabróður
Kristjáns Magnússonar sem nú er á
Vopnafirði og byrjaður var störf á
skrifstofu félagsins. Annar bekkjar-
bróðir minn var einnig kominn
austur, Sigurjón Jónasson, sem
lengst af var hjá Búnaðarbankanum
fyrst sem starfsmaður, síðan sem
útibússtjóri.
Þegar við frændurnir komum til
Akureyrar voru góð ráð dýr. Upp-
lýsingar um rútuferðir til Egilsstaða
reyndust ekki áreiðanlegar og í ljós
kom að rútan var hætt að ganga
fyrir tveimur vikum. Flugsamgöng-
ur voru okkur ekki ofarlega í huga.
Skagfirðingar ferðuðust í þá daga
með rútum. Það var okkar ferða-
máti.
Ég minnist þess að ég tók mér
gönguferð um miðbæinn á Akur-
eyri og hugleiddi hvað gera skyldi.
Skyndilega sá ég tvo flutningabíla,
kirfilega merkta - Þorsteinn Krist-
jánsson, Egilsstöðum - Far með
þeim var auðfengið og lagt var af
stað síðdegis. Það var ekki farið að
neinu óðslega og ferðinni skipt í á-
fanga. Kvöldverður í Mývatnssveit,
sennilega heima hjá Arnþóri hótel-
stjóra. Síðan var farið í gufubað í
Bjamarflagi, kvöldkaffi var drukk-
ið á Grímsstöðum. Undir nóttina
var lagt á Möðrudalsöræfi, komið
var snjóföl, og mál til komið að
setja á keðjur. Fyrir innan bæinn í
Möðrudal var ekið niður í niður-
grafinn ruðning og mér fannst
endalaus leiðin í myrkrinu yfir
fjallgarðana og austur Jökuldals-
heiði þangað til að ljós sáust á bæj-
um í Jökuldalnum.
Klukkan var orðin fjögur þegar
komið var til Egilsstaða, og hafði
þá ferðin staðið í að minnsta kosti
eilefu klukkustundir, eða liðlega
þann tíma sem nú tekur að keyra til
Reykjavíkur þaðan.
Að vakna upp áttavilltur
Forstjóri flutningafyrirtækisins
bjó í vinnuskúr í homi ports sem
var lager Rafmagnsveitna ríkisins.
Það var fyrsti mannabústaðurinn
sem ég sá á Egilsstöðum, og var
vísbending um að hér væri land-
nemasamfélag í vexti. Á efri hæð
gamla kaupfélagshússins voru
skrifstofur félagsins á hálfri hæð,
annað var leigt út fyrir starfsmenn.
Þar vakti ég Kristján Magnússon
upp með grjótkasti og sváfum við
frændurnir þar það sem eftir lifði
nætur.
Eftirvænting fylgdi því að vakna
á nýjum stað og litast um. Út um
gluggann blasti við heiðarbrún og
nokkur hús á lágum klettaásum.
Sjórinn var víðsfjarri. Mér fannst
ég hafa dottið af himnum ofan, var
algjörlega áttavilltur, hafði ekki
grun um hvernig landið lá.
Mér var hins vegar tekið með
kostum og kynjum af félögum mín-
um, og það var farið í langan bíltúr
á fyrsta degi. Pálma var skilað út í
Eiða til Sigurlaugar frænku minnar
og Jóns Sigfússonar sem var þá
póstmeistari á staðnum. Það var
farið á Reyðarfjörð og Eskifjörð og
eftir þennan dag var ég stórum
fróðari. Mér var ljóst að hér var ég
kominn í þorp sem taldi 300
manns, en var í örum vexti. Þorpið
byggðist í kringum sjúkraskýlið og
starfsemi kaupfélagsins í fyrstu og
starfsemi nokkurra iðnaðarmanna
sem stunduðu þjónustu við um-
hverfið frá þessum stað sem liggur
frábærlega vel við byggð á Héraði.
Þegar þarna var komið sögu var
flugvöllurinn þegar orðinn þýðing-
armikill punktur í tilverunni þar
fyrir austan.
Kaupfélagið
Ég kom austur um helgi, en á
mánudagsmorgun lá fyrir að skoða
nýja vinnustaðinn. Hann bar greini-
lega merki hins hraða vaxtar
byggðarlagsins. Matvöru- og búsá-
haldadeild hafði húsrými það sem
hluti bókabúðarinnar er nú, vefnað-
arvörudeild í skrifstofu VIS. Lager-
húsnæðið var í bogaskemmu hand-
an götunnar, mötuneyti sláturhúss-
ins í bogaskemmu við hliðina. Af-
greiðslufólk þreytti kapphlaup yfir
götuna eftir smjörlíkiskössum og
öðrum nauðþurftum. Aðalsteinn
Halldórsson vigtaði rúsínur og
hveiti og annað góðgæti rétt innan
við lagerdyr gamla hússins og var
manna léttastur á hlaupunum og
duglegastur.
Það var gott veður þennan
morgun og tvær stelpur um það bil
10 ára léku sér í parís á götunni
fyrir utan lagerdyrnar. Þær hopp-
uðu fimlega, en þegar hlaupararnir
komu gerðu þær hlé á leiknum, ot-
uðu vísifingri að þeim og sögðu
“upp með hendur og niður með
brækur”. Nú eru þessar stúlkur ráð-
settar húsmæður og góðborgarar á
Egilsstöðum og eru áreiðanlega
búnar að gleyma þessum leik sem
mér fannst svolííið skondinn og
skemmtilegur.
Götumyndin
Ef litast er um á krossgötunum
við Söluskála kaupfélagsins minnir
ekki margt á þá götumynd sem var
fyrir þrjátíu árum. Nýr söluskáli er
kominn í stað þess sem þá var ný-
byggður og stolt félagsins. Það hús
stendur norður á Fossvöllum og er
mötuneyti fyrir sláturhúsið. Gamla
símstöðin er á sínum stað og hýsir
skjalasafnið. Landsbankinn er
kominn í hús Búnaðarbankans sem
þá var. Mjólkurstöðin er orðin að
brauðgerð, bogaskemmumar hafa
vikið fyrir stórhýsi, tjaldstæði voru
engin. Sláturhúsið og trésmíða-
verkstæðið er lítt breytt hið ytra,
þótt innviðimir hafi breyst. Nýja
mjólkurstöðin var ekki risin né
stórhýsi Barra.
Það sama átti við um aðra bæjar-
hluta. Þar sem Shell skálinn stend-
ur nú var hið merka fyrirtæki Ás-
bíó. Arkitektúr þess húss var ekki
tiltakanlega fagur, en það þjónaði
margvíslegu hlutverki. Það var
dansstaður, bíóhús og veitingahús
þar sem Þráinn Jónsson réði ríkj-
um. Handan götunnar var verk-
stæði þúsundþjalasmiðsins Stein-
þórs Eiríkssonar sem gerði jafnt við
flugvélar og traktora og allt þar á
milli. Þar sem Búnaðarbankinn
stendur nú stóð lítið timburhús sem
hýsti varahlutaverslun Gunnars
Gunnarssonar, öðru nafni, “Gagar-
íns magasín”. Þetta viðurnefni var
tilkomið vegna aðdáunar eigandans
Yfirlitsmynd frá Egilsstöðum frá 1960. Nokkur hús höfðu þá verið byggð við Lagarás,
Selás, Laufás, Hamrahlíð og þar sem Tjamarbraut er nú. Af þessum byggingum eru
tvær horfnar af sjónarsviðinu, Asbíó og tugthúsið sem stóðu þar sem Sliellskálinn er.
Nokkrar byggingar hafa skipt um hlutverk t.d. er Brauðgerð KHB til húsa nú þar sem
Mjólkurstöðin var áður og Skattstofa Austurlands þar sem áður voru skrifstofur Rarik. í
mörgum íbúðarhúsanna búa frumbyggjamir ennþá, en því miður er í flestum tilfellum
hætt að nota þau nöfn sem þeir gáfu húsum sínum í upphafi.
á afreki Júrí Gagaríns geimfara sem
nýlega hafði farið út í geiminn
fyrstur manna.
Valaskjálf var útvörður þorpsins
fokhelt hús, nálægt því stór barna-
skólinn, elsti hluti hans sem einnig
þjónaði hlutverki kirkju þegar ekki
var messað í sóknarkirkjunni í
Vallanesi.
Mannlífið
Þegar sest er að á nýjum stað eru
fyrstu kynni af fólki eftirminnileg.
I mjólkurstöðinni var samkomu-
staður þar sem Björn Sveinsson frá
Eyvindará tók alúðlega á móti
mönnum og þar var rætt um alla
heima og geima á skrifstofunni og
kaffistofunni sem var eitt og sama
herbergið. I “Gagaríns magasíni”
var rætt um pólitík og þar fylgdu
menn Eysteini eða Lúðvík, og hélt
hver ákaft fram sínum manni. I Ás-
bíói minnist ég dansleiks á fyrstu
vikum mínum á staðnum. Þráinn
Jónsson, Jón á Ketilsstöðum og
Jónas á Uppsölum héldu uppi lög-
um og reglu í anddyrinu að honum
loknum, því menn vildu slást. Bar-
dagamennina þekkti ég ekki þá, en
vafalaust eru það góðborgarar á
Egilsstöðum eða Héraðinu núna.
Tugthúsið var á bak við hús til
hægðarauka og stutt að fara.
Það reyndist svo að ég var furðu
fljótur að aðlagast því mannlífi sem
var á Egilsstöðum haustið 1963.
Þarna voru flestir á sama báti, fæst-
ir búnir að vera lengi á staðnum, en
harður kjarni fólks var þar sem
búið hafði frá upphafi í þorpinu og
reist þar fyrstu húsin. Þetta fólk
þurfti á samheldni að halda og hún
var mikil. Þau þrjátíu ár sem liðin
eru síðan þetta haust finnst mér
hafa liðið hratt. Ekki síst fyrir það
hve hraðfara breytingamar em í
bæjarfélaginu. Það lætur nærri að
hálft annað þúsund manna hafi
bæst við í þéttbýlið á Egilsstöðum
og í Fellabæ á þessum árum. Fjöl-
mörg ný fyrirtæki og þjónustu-
stofnanir hafa risið, og eitt af því
sem ég minnist sérstaklega frá
fyrstu árum mínum á Egilsstöðum
er hvað var mikill framfarahugur í
fólkinu og hve allir voru samtaka í
því að leita leiða til uppbyggingar.
Sumt mistókst annað ekki.
Því miður hefur þessi vöxtur að
hluta til orðið á kostnað sveitanna á
Héraðinu sem gengið hafa í gegn-
um mikla erfiðleika og breytingar.
Eigi að síður hefur sívaxandi þétt-
býli á miðju Héraðinu stöðvað
marga sem annars hefðu farið burt.
Hér lýkur þessum sundurlausu
þönkum um haustdagana 1963.
Langur tími er liðinn. Tíminn líður
hratt þar sem allt er á ferð og flugi.
Smám saman festast þó hefðir í
sessi. Fólk kemur og fer með nýja
siði, ný áhrif. Litla þorpið er orðið
að bæjarfélagi sem reyndar á allt
sameiginlegt með sveitabyggðun-
um í hinum mikla fjallahring
Fljótsdalshéraðs. Þrátt fyrir allt.
Þrátt fyrir erfiðleika nú um stundir,
er þetta framtíðarland.
Bókasafn Héraðsbúa
Egilsstöðum
óskar viðskiptavinum sínum og öðrum Austfirðingum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Safnið er opið alla virka daga frá kl. 15-19.
Bókasafn Héraðsbúa
Tjarnarbraut 19 Egilsstöðum
© 97-11546
Velunnarar og starfsfólk!
Bestu þakkir fyrir góðar
gjafir, hlýhug
og vel unnin störf.
Gleðileg jól og
gæfuríkt komandi ár.
Sjúkrahúsið, Heilsugæslustöðin og
Dvalarheimili aldraðra á Egiisstöðum
Paf^a viðs/qptin d síðasta óri.
Sveinn Guðmundsson
Rafverktaki Egilsstöðum
sími 97-11438