Austri - 16.12.1993, Page 30
30
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1993.
Jóhann R. Kristjánsson:
u...þar vaxa blóm - ei blikna strá
í bragatúni skáldi hjá.”
Formáli
Ekki er það algilt að mönnum sé
hampað vegna hæfileika sinna eða
verka þó svo sé í mörgum tilvikum.
Það vill nefnilega stundum gerast
að aðrir þættir ráði þar meiru um,
svo sem þjóðfélagsstaða, menntun
og sú aðstaða sem þarf til í hverju
og einu tilviki. En stundum verður
maður svo lánsamur að rekast á
verk manna sem kannski var ekki
hampað svo hátt, en vissu, þrátt
fyrir skort á menntun, hvað þeir
voru að gera, og höfðu þá hæfileika
sem þurfti til að rísa öðrum ofar, þó
svo að aðstæður og þjóðfélagsstaða
gæfu ekki kost á því. Einn þessara
manna var Jóhannes frá Skjögra-
stöðum. Hann spáði svo fyrir sér:
Þegar mér í síðsta sinn,
svift er o’naf pallinum,
loksins hrópar heimurinn
“húrra!” fyrir kallinum!!
Bernska og uppvaxtarár
Jóhannes Guðjón fæddist þann
21. september 1862 að Höfða-
brekku í Mýrdal; sonur Ingibjargar
Þórðardóttur vinnukonu þar og
Jónasar Jóhannssonar söðlasmiðs.
Jónas var reyndar giftur Guðnýju
Jónsdóttur, en þau eignuðust engin
böm.
Jóhannes var kominn af prestum
í báðar ættir. Móðurafi hans var
séra Þórður Brynjólfsson, síðast
prestur á Felli í Mýrdal, og föðurafi
hans var séra Jóhann Tómasson,
prestur á Hesti í Borgarfirði, hag-
yrðingur góður. Af honum er þessi
saga þekkt:
Séra Jóhann kom eitt sinn á bæ
nokkum í vísitasíuferð og hitti þar
fyrir aðkomumann. Sá spurði prest
hvar hann byggi. Prestur svaraði svo:
Þú mátt hafa vit í vösum
vel ef skilur orð mín sljó.
Bær minn frýsar freyddum nösum
ferðmikill en latur þó.
Eftir nokkra umhugsun játaði að-
komumaður sig sigraðan og bað prest
að upplýsa sig, sem og hann gerði:
Bresta svarið mig ei má
mér er verst að þegja.
Eg á Hesti heima á
hreint er best að segja.
Drengurinn fylgdi móður sinni
fyrst í stað, eða þangað til hann var
sendur tveggja ára gamall í fóstur
að Fagradal í Mýrdal, þar sem hon-
um leið vel í sex ár, en þá lánaði
faðir hans hann sem smala “vestur í
sveitir”. Þar var vistin vond, naumt
skammtaður matur og einnig var
drengurinn barinn, enda sótti Jónas
hann fljótlega og næstu ár bjó hann
hjá föður sínum og stjúpu í Reykja-
vík.
Ekki varð það þó hlutskipti hans
að dvelja hjá föður sínum, því hann
var lánaður sem smali upp í Borg-
arfjörð og var á Draghálsi veturinn
áður en hann fermdist, og passaði
þar fjósið.
Eftir fermingu lá leið Jóhannesar
austur á Fljótsdalshérað með móð-
ur sinni. Hún hafði ráðið sig sem
eldabusku á Valþjófsstað hjá séra
Lárasi Halldórssyni og Jóhannes,
þá á sextánda ári, var tekinn sem
smali og kauplaus fyrsta árið.
Fyrst í stað leit hann á þetta sem
sumarvinnu og bjóst við að fara
aftur um haustið suður til föður
síns, því hugur hans stóð til að fara
í skóla. Það má því rétt ímynda sér
vonbrigði hans þegar í ljós kom að
það ætti ekki fyrir honum að liggja,
en efnahagurinn bauð ekki upp á
slíkan munað og voru því mögu-
leikarnir á skólagöngu hverfandi. A
móti kom þó að hann var samvist-
um við móður sína síðustu æviár
hennar. “Tvö ár voru þau mœðgin-
in á Valþjófsstað. Síðara vorið, af-
henti prestur, smalanum fráfœr-
ingsgimbur sem kaup upp í 2ja ára
vist, aukfœðis og fata. - Um haust-
ið kom þetta lamb ekki að. ” 1
Þessir tveir atburðir höfðu mikil
áhrif á Jóhannes og viðhorf hans til
lífsins. Annars samdi honum vel
við móður sína og hafði mikið yndi
af að ræða við hana enda var hún á-
gætlega skáldmælt þó lítið hafi
varðveist eftir hana, allavega kann
ég ekki nema þessa einu vísu sem
hún orti þegar hún tók við starfinu
á Valþjófsstað:
Um ég gengið ekki fæ
allur fyllist staður.
Með gler - augum mælir bæ
maður rauðskeggjaður.
Þarna mun hún hafa átt við Sig-
fús Stefánsson á Skriðuklaustri.
Frá Valþjófsstað fóru þau mæðg-
inin að Eyjólfsstöðum á Völlum.
Þar lést Ingibjörg um veturnætur
1880, úr lungnabólgu að því er Jó-
hannes taldi síðar. Þá fór hann sem
vinnumaður að Fjallsseli í Fellum
og líkaði að mörgu leyti vel, utan
það að lítið var um bækur og bónd-
inn var sérstaklega nískur á hesta.
Það féll Jóhannesi ekki í geð því
hann unni hestum og hesta-
mennsku. Tveim árum síðar kom
hann því aftur í Eyjólfsstaði og var
vinnumaður þar næstu tólf ár hjá
systkinunum Guðlaugu og Einari
Sigurðarbörnum. Ekki byrjaði nú
samt vistin vel því hann fékk misl-
inga og var langt fram eftir sumri
að ná sér af þeim.
Þetta sumar kom Jónas faðir hans
austur. Hann var þá orðinn einn,
eftir að hafa misst sína nánustu úr
mislingum fyrr um vorið. Hann
færði syni sínum hest sem hann
hafði átt inni frá því hann fór frá
Fagradal og hnakk með. Jóhannes
gaf föður sínum á móti 2ja vetra
tryppi sem fóstra hans (Guðlaug)
hafði gefið honum.
Um sumarið vann Jónas víða um
sveitina við slátt en um haustið fór
hann aftur suður, þá sextugur.
Maður Guðlaugar hét Þórður.
Hann var lítið fyrir búskap gefinn
en stundaði smíðar. Hann átti mik-
ið bókasafn og voru þar bæði inn-
lendar bækur og erlendar. Þar
lærði Jóhannes að lesa bæði norsku
og dönsku sér til gagns og gamans.
Einnig lærði hann nokkur orð í
frönsku af Vigfúsi syni þeirra Guð-
laugar og Þórðar, seinna presti að
Heydölum í Breiðdal.
Hestamennskuna átti Jóhannes
sameiginlega með Einari húsbónda
sínum og fóru þeir oft saman í út-
reiðartúra eftir gegningar. Húsmóð-
irin taldi nú kvöldunum betur varið
með nokkrum kembum, en þeysa
fram og aftur, og aukið fóður
mundi það kosta. Þórður var þá
jafnan vanur að taka undir og
segja “ég er búinn að kemba fyrir
Jóa. ”* Það fer því ekki á milli mála
að þarna leið honum vel og hús-
bændum hans hefur líkað vel við
hann.
Hjúskaparár
Árið 1891 trúlofaðist Jóhannes,
Jónínu Jónsdóttur sem fædd var á
Strönd í Vallahreppi 7. júlí 1872,
dóttir Jóns Eyjólfssonar og Jó-
hönnu Sigurðardóttur. Þá var hún
vinnukona í Beinárgerði. Hennar
lífshlaup hafði ekki verið ósvipað
hans, hún missti föður sinn ung svo
heimilið leystist upp og hún lenti 6
ára gömul “á sveitina”. Sem betur
fer lenti hún hjá góðu fólki, og þótt
miklar ki'öfur væru gerðar til “ó-
maganna” á þeim tímum stóðst hún
þær enda ber öllum saman um að
hún hafi verið mikil kjarnakona.
Þeirra fyrsta barn fæddist 13.
des. 1891, stúlka sem skírð var
Guðný. Ekki gátu þau haft hana hjá
sér og var henni því mánaðargam-
alli komið í fóstur vetrarlangt hjá
frú Guðrúnu Helgu Jónsdóttur,
prestsfrú í Vallanesi.
í kirkjugarði við leiði
móður minnar
Hjer er staður helgidóms,
hygg þú að er stendur fjær:
Klukkna - laðar hátign - hljóms,
heyrðu það og komdu nær.
Allskammt bænum fúna frá,
fjötrum rauna sveipuð í,
drottins - mænir - höllin há
hlaðin kaunum Lassarí.
Enginn sjer þú eigir fje,
ekki gerast sárin fín;
líklegt er að látið sje
leigusmjer í kaunin þín.
Svívirðingin ljótan ljer
landnámshring um dauðra sveit
nýgirðingarefni er
ekki kringum helgireit.
Hundagróður - gras af kú
gnagað, rjóður ægilig.
Ó þú móðir átt hjer bú,
englar góðir verndi þig!
Þreytist lundin móðir mín
marga stund, - það er ei spaug
að vita blunda beinin þín
blökkum undir mykjuhaug.
Hold þó strandi á sóðasand,
sælublandin von er þó
að finni andinn fegra land,
fyrir handan dauðasjó.
Vorið 1894 gerðust þau Jóhannes
og Jónína svo vinnuhjú hjá frú
Guðrúnu, sem þá var orðin ekkja
og flutt að Mýrarn í Skriðdal til
Sigurðar sonar síns. Þá tóku þau
mægðinin Guðnýju formlega í fóst-
ur.
Þann 27. jan. 1897 fæddist þeim
sonur sem skírður var Sigfús. Ekki
var hann þó eina bamið sem Jó-
hannes átti hlut í það árið, því 23.
okt. fæddi Björg Björgólfsdóttir,
ættuð úr Breiðdal, son sem skírður
var Páll. Hann var hagyrðingur
góður og er minnst í “Aldrei
gleymist Austurland". Hann bjó í
Stöð í Stöðvarfirði. Sigfús byrjaði
sinn búskap að Hlíðarseli í Fellum,
en lengst af bjó hann í Vallaneshjá-
leigu.
Vorið 1897 fluttu frú Guðrún og
Sigurður í Mjóanes á Völlum ásamt
vinnuhjúum sínum og bjuggu þar
til ársins 1907, en þá fluttu þau að
Höfðabrekku í Mýrdal þar sem
dóttir Guðrúnar bjó. Guðný fóstur-
dóttir þeirra fylgdi þeim suður.
Jóhannes og Jónína giftu sig
þann 12. sept. 1898.
Þann 25. maí 1899 fæddist stúlka
sem skírð var Guðrún. Hún fór í
fóstur til Ketilsstaðahjóna, Þórdísar
Guttormsdóttur og Hallgríms Þór-
arinssonar, vorið 1903. Guðrún
varð gerðarleg og lagleg stúlka.
Fór hún vinnukona að Arnalds-
stöðum í Fljótsdal 1913, smitaðist
þar af berklum og dó á sjúkrahús-
inu á Brekku í Fljótsdal 6. sept.
19143
Jónas fæddist 4. febrúar 1904.
Hann varð eftir í Mýrdal 1922 og
giftist þar en bjó lengst af í Reykja-
vík.
Vorið 1906, 7. júní, fœddist
stúlka, hét hún Sigurveig. Hún var
vel gefin og skáldmœlt en alla tíð
heilsulítil. Hún andaðist á sjúkra-
húsinu á Brekku eftir stutta legu 7.
jan. 19253 Það virðist sem það hafi
aðeins verið hún og svo Páll sem
erfðu skáldgáfuna frá föður sínum.
Og því miður veit ég ekki til að
neitt hafi varðveist af skáldskap
Sigurveigar. Þegar frú Guðrún
flutti í Mýrdalinn vorið 1907 fóru
Jóhannes og Jónína að Brekku í
Fljótsdal til Jónasar Kristjánssonar
læknis.
Þau kunnu ágætlega við sig þar, en
sárt söknuðu þau frú Guðrúnar og
Sigurðar sonar hennar, eins og eft-
irfarandi vísur sem dagsettar era 4.
maí það ár, bera með sér:
Yfir álinn djúpa
oft ég hlýt að líta;
þangað er ég áður,
undi marga stundu.
Dauft - í fjarlægð fluttur -
finnst mér, hér að vera.
O! - hvað lífsins leiðir
liggja víða tíðum.
Man ég margt er gladdi
mína lundu stundum.
man ég mann er reyndist
mér sem bróðir góður.
Man ég vík, og voga,
væna hlíð og fríða.
Gleði missti’ ég mína,
mig í tangann langar.
10. nóv. 1909 fœddist stúlka, sem
hlaut nafnið Sigríður. Hún var ó-
venjulega vel gerðd Hún lést úr
berklum á Vífilsstaðahæli þann 10.
sept. 1937 eftir 11 ára sjúkrahús-
vist.
Veturinn 1911, 13.jan. eignuðust
þau dreng sem skírður var Jóhann.
Hann byrjaði sinn búskap í Mjóa-
nesi og bjó seinna í Vallanesi,
Kollsstaðagerði og á Jaðri.
Það sama vor, 1911, þurftu þau
enn að fara að hyggja að öðram í-
verustað því Jónas læknir fékk
Skagafjarðarlæknishérað og flutti
norður.
Engir urðu nú til þess að fala
föður minn fyrir vinnumann, þótti
ómagahalinn helst til langur, hann
Jóhannes á Kolskegg með Sigríði tveggja ára gamla. Kolskeggur var gæðingur og mik-
ill uppáhaldshestur. Myndin tekin á Brekku, trúlega 1911.