Austri - 16.12.1993, Page 32
32
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1993.
Kristinn Eiríksson Keldhólum:
F erð um Snæfellsnes
og Dali sumarið
1967
(Eftirfarandi frásögn skrifaði
ég upp eftir föður mínum sumar-
ið 1970. Hann hafði minnis-
punkta úr ferðalaginu til að
styðjast við, skrifaði þá hjá sér
jafnóðum og eitthvað bar fyrir
augu. Hann var vel lesinn í Is-
iendingasögum og hafði lengi
langað til að komast á slóðir Eyr-
byggja sögu og Laxdæla sögu að
Víglundar sögu ógleymdri. Eins
og allir vita, sem þessar sögur
hafa lesið, eru þær ákaflega
myndríkar og frásögn víða snjöll
og hrífandi en mannlýsingar með
afbrigðum glöggar. Og enginn
skyldi gleyma hlutverki þjóðtrú-
arinnar í þessum sögum. Sigurð-
ur Kristinsson)
Ég lagði af stað heiman frá
Keldhólum einn fyrsta daginn í
júlí, kom við á Egilsstöðum, því ég
þurfti að bregða mér þangað heim.
Þar á hlaði hitti ég Eystein Jónsson,
sem staddur var á Egilsstöðum.
Hann er afburða þægilegur í tali og
hafði ég nokkrum sinnum spjallað
dálítið við hann áður. Nú sagði ég
honum frá þeirri ætlan minni að
ferðast um Snæfellsnes og sögu-
staði í Dalasýslu. Hvatti hann mig
til að láta verða af þessu strax, ég
væri svo hress og vel á mig kominn
að þetta ferðalag hlyti að verða mér
til ánægju og lífsfyllingar.
Ég fór út á flugvöll og eftir smá-
stund kom flugvélin að sunnan.
Allt var tilbúið til suðurferðar, eftir
klukkutíma var gengið út í flugvél-
ina og hún lyftist til flugs, ferðin
suður gekk vel, hægviðri var á öllu
landinu en smávegis þokulæðingur
í lofti, flogið var ofar skýjum og sá
lítt niður. Við komum á tilteknum
tíma til Reykjavíkur og Sigurður
sonur minn tók á móti mér á flug-
vellinum þar. Við héldum heim til
hans á Hofteig 36. Hann og kona
hans, Guðríður Magnúsdóttir frá
Friðheimi í Mjóafirði eystra, tóku
heldur dauflega undir það, þegar ég
sagði þeim fyrirætlun mína að fara
aleinn vestur á Snæfellsnes og síð-
an gangandi eða í bílum inn í Dali
og austur á land. En ég lét mig
hvergi og hinn 6. júlí fór ég vestur
á nesið. Siggi fylgdi mér á Um-
ferðamiðstöðina og ég steig upp í
Snæfellsnesrútuna og hún lagði af
stað. Ég hafði aldrei farið þessa
leið áður og hélt því nú á vit hins ó-
kunna. Einkar ánægjulegt var að
aka inn Hvalfjörðinn, þar sem fjöll-
in spegluðust í sléttum sjónum og
þegar út í Leirársveitina kom var
land þar grænt yfir að líta. Ég var
svo heppinn að vera framarlega í
bflnum og gat því talað við bflstjór-
ann annað slagið. Á Mýrum var
land allt grænt og gróið og þess
vegna tók ég einmitt sérstaklega
eftir Kolbeinsstaðafjalli og Fagra-
skógarfjalli en þau rísa bæði snar-
brött með dökkum skriðum langt
upp eftir hlíðum en hamraflug ofar.
Líkja má því við að þau séu í mjög
dökkri hempu upp að hnykluðum
brúnum. Gróðurleysi þeirra stingur
eftirminnilega í stúf við algrænt
láglendið. Sömu litahlutföll eru
skýr í Miklaholtshreppum og í
Staðarsveitinni. Við ókum vestur
Ölduhrygg og þar er skemmtilegt
um að litast, þótt landið sé flatt
meðfram fjallgarðinum en það gef-
ur einmitt skarpari línur og and-
stæður í litum og formum. Snæ-
fellsnesfjallgarðurinn rís alls staðar
brattur bak við sléttlendið. Ég tók
eftir nokkrum húsum út við sjóinn
áður en lagt er á Fróðárheiðina.
Þar heita Búðir og var eitt sinn
verslunarstaður. Vegamót eru þar
fyrir ofan neðst í fjalli, sem heitir
Axlarhyma og í beygjunni sér aust-
ur yfir Staðarsveitina, sem nú var
nýgræn og fögur með snarbrattan
fjallgarðinn að baki. Það var eftir-
minnileg sjón.
Við ókum nú upp á Fróðár-
heiði, sem er hvorki há né brött og
fremur fljótfarin og eftir skamma
stund komum við til Ólafsvíkur.
Bíllinn hélt áfram út á Hellissand
en ég fór með honum að Ingjalds-
hóli. Þar sá ég kirkju, sem virtist
tilsýndar eins og væri uppi undir
jöklinum. gekk ég þangað og sá
tvö íbúðarhús, annað eldra og hitt
nokkru yngra og eru þau á háum
hól. Gekk ég þangað og barði að
dymm en allt var harðlæst og kirkj-
an líka. Þarna sér til vesturs yfir
stóran hraunfláka en svo er víðsýn
mikil til hafs og Barðastrandar-
fjalla. Hér eru slóðir Víglundar
sögu, sem er hugljúf ástarsaga og
geymir einhvern fegursta og elsta
kveðskap, sem eignaður er íslensk-
um konum.
Úti á nesi
Litlu vestan við Ingjaldshól er
mjótt mýrarsund og gekk ég þar
yfir. Hitti ég nú þrjá menn sem
voru að rífa gamlar fjárhústættur,
tveir þeirra voru ungir en einn aldr-
aður. Ég beindi tali að þeim aldr-
aða en hann svaraði litlu, uns ég
sagðist hafa ætlað að biðjast gist-
ingar. Þá spurði hann allt í einu,
hvort ég vildi heldur sofa í eldra
eða nýrra húsinu. Leist mér ekki á
þetta, því mér datt allt í einu í hug,
að mér hafði virst báðir bæimir í
eyði. Kvaddi ég þá og gekk niður á
veginn aftur. Skömmu síðar kom
bfll vestan að og bauð bflstjórinn
mér far til Ólafsvíkur. Ég fór þar
inn á hótelið og fékk góðan mat að
borða en gistingu í öðm húsi
skammt frá. Stúlka frá hótelinu
vísaði mér veg þangað. Ekki varð
ég annarra manna var í því húsi en
vel fór þarna um mig í rúmgóðu
herbergi. Morguninn eftir kom
sama stúlkan aftur og sagði að nú
gæti ég fengið kaffi og brauð með
því á hótelinu. Þegar þangað kom
voru þar fyrir nokkrir menn að
drekka kaffi, settist ég hjá þeim en
þeir vildu lítið við mig tala. Að
lokinni kaffidrykkju fór ég út að
Kristinn Eiríksson.
skoða staðinn, gekk niður að höfn-
inni og sá nokkra báta, þaðan fór
ég upp í gegnum þorpið og sá þar
dálítinn foss en þessu næst fór ég
aftur til hótelsins og gerði upp
reikninginn, tók bakpokann minn
og hélt áleiðis inn í Fróðárhrepp.
Var ekki laust við að mér fyndist
hálfgerðri útnesjanæðu anda frá
sumum einstaklingum, sem ég
hafði rekist á þarna á nesinu en
þeim mun betri var fyrirgreiðslan á
hótelinu í Ólafsvík.
Haldið inn í Dali
Eftir skamma stund tók mig upp
vörubfll, sem var í sandflutningum.
Ég steig út úr honum skammt fyrir
neðan rústir gamla bæjarins á
Fróðá. Nú var búið að jafna um
þær með ýtu svo að ekki sá lengur
stein yfir steini. Gerði ég mér það
til gamans að ímynda mér, hvar
kofinn með skreiðarhlaðanum, sem
frá er sagt í sambandi við Fróðár-
undrin í Eyrarbyggja sögu, mundi
hafa verið. Þarna skoðaði ég mig
um æðistund en hélt síðan að
Geirakoti, eyðibýli sem nytjað var
af manni í Ólafsvík og er þar all-
stórt girt tún. Síðan kom ég að
kirkjustaðnum á Brimilsvöllum.
Þar var mjöltum nýlokið og voru
krakkar að reka kýr í haga. Geysi-
lega stórt tún er þar og virðist víð-
lent um að litast. Ég hitti húsmóð-
urina, sem var að koma frá mjölt-
um. Sagðist hún vera ein heima
með börnin en bóndinn væri á sjó.
Spurði ég hvort ég gæti fengið að
líta á kirkjuna og kvað hún það vel-
komið. í kringum hana er garður
með mörgum legsteinum. Var ég
þarna æðistund en spurði síðan
hvort langt væri til næsta bæjar.
Konan kvað það vera og bauð mér
síðan góðgerðir, sem ég þáði. Kom
hún með mikinn og góðan mat og
var ég henni þakklátur fyrir. Sagði
hún mér að þarna væri gömul ver-
stöð og hefðu verið gerðir þaðan út
24 bátar þegar flest var. Einnig
hefðu verið þarna margar hjáleigur
en nú væri þetta allt liðið undir lok.
Þó væru Brimilsvellir enn önnur
stærsta jörð á Snæfellsnesi, sú
stærsta væri Bjarnarhöfn. Konan
var einkar skemmtileg í tali. Meðal
annars sagði hún mér að þau hjónin
hefðu nýlega keypt jörðina. Hún
sagði mér einnig margt fleira, sem
ég er nú búinn að gleyma. Að lok-
inni góðri máltíð þakkaði ég alúð-
arviðtökur og hélt mína leið en nú
ætlaði ég að Mávahlíð og beiðast
þar gistingar.
Eftir skamma göngu kom ég að
læk og var tún með girðingu hinum
megin við lækinn en bær og gripa-
hús í túninu. Þarna mætti ég manni,
heilsaði upp á hann og tók hann því
vel, sagði bæinn heita Kötluholt,
byggi hann hér og héti Ágúst Óla-
son að mig minnir. Bauð hann mér
í bæinn og beið ég þar eftir kaffi en
við spjölluðum saman á meðan.
Sagðist hann vera uppalinn sunnan-
vert á Snæfellsnesi og hefði fermst
hjá séra Árna Þórarinssyni, sem
hefði verið ákaflega skemmtilegur
maður. Að þegnum góðgerðum fór
ég aftur á veginn og gekk eftir hon-
um kannske klukkustund og kom
þar sem vegurinn lá fast bak við
bæinn í Mávahlíð en snarbrattur
Búlandshöfðinn fyrir ofan. Þarna
hitti ég tvö börn og spurði þau,
hvort faðir þeirra væri heima.
Kváðu þau nei við því en sögðust
skyldu finna móður sína, fóru svo
inn í bæinn og komu aftur eftir
skamma stund og með þeim full-
orðin kona. Bauð hún mér inn í
stofu. Skömmu síðar kom inn ros-
inn maður. Kvaðst hann heita
Ágúst og vera bóndinn hér. Tókum
við tal saman og eftir dálitla stund
opnaði ég bakpokann minn, náði
þar í markaskrá Múlasýslna, Seyð-
isfjarðar og Neskaupstaðar og fékk
honum hana með þeim ummælum
að ég hefði tekið hana með mér að
heiman til að gefa hana bóndanum
í Mávahlíð, hver sem hann væri.
Virtist hann verða glaður við en
hefur auðvitað fyrst og fremst orðið
hissa og gerðist nú mjög skraf-
hreyfinn. Eftir þegið kaffi gengum
við út á tún, þar að sem hann sagði
að hönd Auðar, konu Þórarins,
mundi hafa legið eftir bardagann
forðum. Þar er nú slétt tún en hafði
áður verið stórþýft. Sagðist hann
hafa sléttað túnið og byggt upp úti-
hús. Gengum við til fjárhúsa, sem
voru stór og myndarleg tvístæðu-
hús og vel um gengin. Síðan fórum
við lengra út á túnið, sem mjókkar
út með sjónum og fórum síðan
heim í kvöldmat. Bauð hann mér
þá að gista, sem ég þáði og svaf vel
í góðu rúmi um nóttina. Morgun-
inn eftir kom hann inn til mín og
bauð mér kaffi. Var það drukkið í
eldhúsi og voru nú tveir menn þar í
viðbót, sonur hans og tengdasonur.
Bað hann tengdason sinn að
skreppa með mig áleiðis til Grund-
arfjarðar og lögðum við af stað eft-
ir að ég hafði kvatt með virktum.
Alllangt virtist mér þangað en til
vinstri handar á einum stað sá ég
myndarlegar byggingar. Reyndist
þar vera Kvíabryggja, sá þekkti
staður. Vegurinn til Grundarfjarðar
liggur gegnum dalskoru, sem
minnti mig á Fagradalinn milli
Reyðarfjarðar og Héraðs. Þama
höfðu hreppsbúar girt svæði í fjall-
inu öðru megin til að fé færi ekki í
kletta og ófærur. Þar skildi ég við
bflstjórann og gekk af stað, þó vart
nema smáspöl því þá kom bfll sem
var að flytja fisk til Grundarfjarðar.
Bauð bflstjórinn mér far og sleppti
mér úr bflnum við hótelið í þorp-
inu. Sagðist bflstjórinn vera norð-
an af Barðaströnd og ósjálfrátt
minnti hann mig á Ingvar Björns-
son, sem var í Fellum eitt sinn.
(Hann mun vera dóttursonur Inga-
vars. S.K.)
Ég fór inn á hótelið og bað um
mat en þar eð ekki var alveg komið
að matartíma, fór ég út og gekk um
plássið. Hitti ég þarna konu er
sagðist vera tengdadóttir Benedikts
Gíslasonar frá Hofteigi og gæti ég
orðið sér samferða til Stykkishólms
að lokum vinnutíma. Síðan bar þar
að vörubfll með fisktæki og fór ég
að tala við bflstjórann. Sagðist
hann vera á leið til Stykkishólms
eftir dálitla stund og gæti ég fengið
far með sér þangað. Þáði ég það en
fékk mér fyrst að borða á hótelinu.
Síðan lögðum við af stað og er öll
leiðin inn í Helgafellssveit afar sér-
kennileg og fögur. Merkilegt þótti
mér að sjá sjóinn streyma inn undir
brúna á Hraunsfirði en þar var að
flæða, þegar okkur bar að. Mér
virtist fremur drjúg leið til Stykkis-
hólms.
Bflstjórinn vísaði mér á hús
Helga læknis Þórðarsonar frá
Hvammi á Völlum, þegar við kom-
um í Hólminn. Þar knúði ég dyra
og kom Helgi út. Ég beiddist gist-
ingar og kvað Helgi slíkt velkomið
en þannig stæði á að þau hjónin
færu á veiðar um kvöldið, svo að
hann yrði að útvega mér gistingu
annars staðar. Drakk ég kaffi með
þeim hjónum en síðan fórum við að
Helgafelli. Bóndinn þar sýndi mér
leiði Guðrúnar Osvífursdóttur og
gengum við upp á fellið og fórum
eftir reglunni um óskirnar. Síðan
fór ég til Þingvalla í Helgafellssveit
og gisti þar. Mannmargt var í
heimilinu en annars gott að vera.
Tveir synir bóndans vor nýkomnir
heim af vertíð. Einkennilegt þótti
mér að húsmóðirin hafði annað
augað dökkt en hitt grátt. Þama
var bæði ungt fólk og gamalt. Að
morgni gekk ég út og sá allmargar
kindur við bæinn. Strax eftir há-
degi fór ég með öðrum syni bónd-
ans til Stykkishólms, fór þar inn á
hótelið og bað um að fá bakpoka
minn geymdan þar. Dóttir Helga
læknis vann þar á hótelinu og hafði
orð fyrir stúlkunum. Ég gekk síðan
alllengi um þorpið til að skoða mig
um. Eftir síðdegiskaffi fékk ég að
hvfla mig á legubekk á hótelinu.
Eftir nokkra stund kom Helgi lækn-
ir og fór ég heim til hans. Töluðum
við Helgi margt saman um fólk og
atburði á Héraði og átti ég þarna á-
gæta nótt. Einnig fór ég með hon-
um um kvöldið á spítalann og
skoðaði mig aðeins um þar en ekki
leist mér að öllu leyti vel á nunn-
urnar þótt heinlegar væru og vel til
fara svoleiðis. Ekki gátu þær talað
íslensku.
Um kvöldið bauð Helgi mér far
til Narfeyrar snemma morguninn
eftir en ég yrði að vakna í fyrra
lagi. Þáði ég það og virtist alllöng
leið þangað frá Stykkishólmi. Þar
er inn fyrir Álftafjörð að fara og sér
á leiðinni til ýmissa helstu sögu-
staða Eyrbyggja sögu. Við brúsa-
pall Narfeyrarbónda kvaddi ég
Helga og beið þarna alllengi eftir
mjólkurbfl, en svo kom til mín
drengur frá Narfeyri og bauð mér
að koma þar heim og drekka kaffi,
þáði ég það, kom þar inn í eldhús
og fékk gott kaffi, sem öldruð kona
framreiddi. Bóndinn á bænum kom
inn og bauð mér far inn í Búðardal,
því hann ætti þangað erindi. Lítt
man ég að segja frá leiðinni þangað
en nú var ég kominn á slóðir Lax-
dæla sögu. I Búðardal gekk ég um
til að skoða staðinn, hitti þar mann
einn á götu og tókum við tal sam-
an.
Hafði hann sérlega sterkan mál-
róm og hvellan hlátur. Þegar ég
sagði honum að ég væri austan af
Héraði, sagðist hann einmitt hafa
séð bfl Sveins Ingimars Bjömsson-
ar frá Heykollsstöðum í Tungu við
bankahúsið. Snaraðist ég þar inn
og hitti Ingimar, sem bauð mér